Morgunblaðið - 08.09.1957, Page 2

Morgunblaðið - 08.09.1957, Page 2
2 MOftfíVlVBL 4ÐIÐ Sunnudagur 8. sept. 1957 Blinf fólk í skemmfiferð Fins ogr skýrt var frá hér í blaðinu í gær, hefir verzlunin Teppi, sem áður var í gömlu Geysis-verzluninni, nú opnað í Aðalstræti 9 cða þar sem áður var verzlunin Gullfoss. Hefir hún á boðstólum mikið úrval af teppum og dreglum, sem flutt eru inn frá Tékkó- slóvakíu og’ Austur-Þýzkalandi og hafa líkað mjög vel. — For- stjóri verzlunarinnar er Sigurður Ámason. (Ljósm. „Filman") Hræðilegt borEsmerð í Londea LUNDÚNUM 7. sept. — í fimm daga leituðu fjölmennar lögreglu sveitir fjögra ára gamallar stúlku, sem hvarf um síðustu helgi i einu úthverfi Lundúna. Nú er lík stúlkunnar fundið, það fannst í kolakjallara á húsi einu um 400 metra frá heimili barnsins. Barn- inu hafði verið misþyrmt á hræði legastan hátt og að lokum kyrkt. Líkið fannst við nákvæma hús- leit lögreglunnar í hverfinu. Fóru nokkrir lögreglumenn í hvert hús í nágrenninu og komu að ’.íkinu, þar sem það lá ofan á koiafcing. Kjallari þessi stóð opinn og hef- ur ódæðismaðurinn þannig kom- izt inn. Vitni skýra frá því, að á laug- ardag í fyrri viku, hafi þau séð leigubíl aka upp að þessu húsi og hafi út úr honum stigið maður reynir nú að finna þennan leigu- bíl þótt skrásetningarnúmer hans sé ekki vitað. Lögreglan ieitar að manni einum úr hverfi. sem ekki hefur komið heim til sín síðan um helgi. Má vera að hann viti eitthvað um atburðinn. Hjónabaod svartra oí* Iivítra bannað DALLAS 7. september. J— Joe Pool, meðlimur fulltrúadeildar- innar í Texas skýrði svo frá í dag, að han hefði sent Eisenhower forseta skeyti þar sem hann *ór þess á leit, að bandarískir negr- ar yrðu ekki látnir vera áfram í herliði Bandaríkjamanna í V- Þýzkalandi. Yrði þá komið í veg fyrir það, að negrar frá Texas kæmu kvæntir hvítum komnum — heim. í Texas er hjúskapur svartra og hvítra bannaður með lögum og segir Joe Pool, að hætta sé á því að óeirðit brjótist út í rík- Deilt w*» nv ju löjrin NASHVILLE, Tennessee, 7. sept. — Miller, fylkisdómari í Tennes- see, héfur úrskurðað hin nýju lög ríkisins um að hvítir og svart ir skuli sækja sama skóla vera í ósamræmi við stjórnarskrá fylk- isins. Hafði fræðsluráðið í Nash- ville farið þess á leit við Miller, að hann túlkað hin nýju lög fyr- ir ráðinu. Var meðal annars deilt um það hvort foreldrar réðu hvaða skóla börn þeirra sæktu. Miller hafði áður hvatt fólk til þess að hlíða hinum nýju lögum. Marz-búa boðin verðlaiin BUFFALO, New York, 7. sept. (Heuter). Ferðamálafélag Buff- loborgar í New York hefur heitið fyrsta Marz-búanum sem kemur til borgarinnar 500 þúsund doll- ara verðlaunum. Hefur ákvörðun þessari nú verið útvarpað út í geiminn á sex tungumálum og þremur mállýzkum. Vona menn að útvarpssendingin heyrist á Marz. Ferðamálafélag Buffalo var stofnað til að undirbúa hátíða- höld í sambandi við þann atburð, að skipaskurður upp eftir Sánkti Lárens-fljóti verður opnaður innan fárra ára. Tilkynnir stjórn félagsins, að ef Marz-manninum takizt að flýta svo för, að hann skuli hann fá 100 þús. dollar auka verðlaun. inu, ef oegrar komi heim með hvítar konur. Yfirmaður herdeildar einnar bandarískrar sem er á leið til stöðva sinna íTexas eftir langa dvöl í V-Þýzkalandi, hefur skip- að svo fyrir, að negrar þeir, sem kvænst hafa þýzkum stúikum verði fluttir yfir í aðra herdeild fyrir brottförina. Þeir munu því ekki hefur komið heim til sín en öðruvísi verður ákveðið. Seg- ir yfirmaðurinn, að þetta sé gert til þess að forða vandræðum við heimkomuna. Allt verði reynt til þess að koma málum í það horf, að negrarnir geti flutt fjölskyld- ur sínar vestur um haf hið fyrsta. iiur njosreua!' KAIRO 7. septem’oer. — Kisselev, sendiherra Rússa í Kairo lét svo um mælt við blaðamenn í dag, er hann kom úr tvegja mánaða fjar- veru í Rússlandi, að ísraelsmcnn hefðu sent marga njósnara með hóp þeim, sem fóru á æskulýðs- mótið í Moskvu á dögunum. Sagði hann, að njósnararnir hefðu m.a. verðið sendir til þess að skap- rauna ungmennum frá Araba- löndunum Rússar hefðu séð við þessu og rekið njósnarana úr landi. Þá bætti sendiherran því við, að stuðningur Rússa við Sýr- land og Egyptaland væri lofað- ur af öllum þeim, sem berðust gegn heimsvaldastefnunni. fjimnhurar LUNDÚNUM 7. sept (Reuter). —- Læknar hafa upplýst ung ensk hjón um það að þau eigi von á fimmfcurum í byrjun nóvember. Hinr. tilvonandi faðir, sem er 30 ára maður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þegar læknirinn sagði honum fyrir tveimur mán- uðum að kona hans gengi með fjórbura. Og í gær var það leið- rétt, þvi að það eru fimm.nrar sem eru á leiðinni. Konan dvelst nú á sjúkrahúsi og mun verða þar unz fæðing er afstaðin. Hjón- in eiga íjögur börn fyrir og pyk- ir þeim stækkun fjölskyldunnar ætli að verða skyndileg. A þriðjudaginn fór nokkur hóp- ur af blindu fólki hér í Reykja- vík í skemmtiferð. Farið var „hringinn", og höfð viðkoma á Þingvöllum, þar sem sr Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörður tal- aði við fólkið við grafir þeirra Einars Benediktssonar og Jónas- ar Hallgrímssonar. Síðan var ek- ið að Þrastarlundi, þar sem stað- næmzt var einnig nokkra stund, spilað á harmóníku og sungið. Þaðan var svo ekið að Hótel Hveragerði þar sem bornar voru fram kaffiveitingar, en á eftir var slegið upp balli og lék Gunn- ar Guðmundsson sem er blindur og handlama, snilldarvel á har- monikuna gömlu og nýju dans- lögin. Var dansað lengi vel af fjöri. — Blinda fólkið hefur beð- ið blaðið að flytja VW-klúbbn- um, en það voru menn úr hon- um, sem fluttu fólkið, þakk- ir sínar fyrir hina á- nægjulegu ferð, sr. Jóhanni þjóð- garðsverði fyrir hans skemmti- lega spjall og forstjórum Heklu hf., fyrir veitingarnar hjá Eiríki gestgjafa í Hveragerði. Myndin hér að ofan er af nokkrum þátttakendum við gröf Jónasar Hallgrímssonar. (Ljósm. Sv. Guðbjartsson). Frím - Víkingnr HAUSTMÓTI meistarafl. verður haldið áfram í dag og leika þá Fram og Víkingur. Fer leikurinn fram á Melavelli og hefst kl. 14. Þetta er annar leikur þessara fé- laga í meistarafl. í sumar, en eins og kunnugt er, sigraði Fram í Reykjavíkurmótinu með 15 mörkum gegn engu. Stigin í mótinu eru þannig, að Valur hefur 4 stig, KR 2 og hin 3 félögin ekkert. í dag verður haldið áfram með Haustmót 3. fl. A á Háskólavell- inum og leika Fram — Þróttur kl. 9.30 og á eftir Valur — Vík- ingur. í 3. fl. B leika KR — Fram á Valsvellinum kl. 9.30 og á eftir hefst Haustmót 2. fl. 3 á sama velli með leik KR — Vals. Kirkjubygging Háteigs- safnaöar hófst í gœr Líkan af kirkjunni til sýnis i Sjómannaskólanum i dag í GÆRMORGUN hófust fram- kvæmdir við byggingu Háteigs- kirkju í Reykjavík með því að formaður sóknarnefndarinnar, Þórður Jasonarson, bygginga- meistari, tók fyrstu skóflustung- una og jarðýta var látin ryðja lóðina. Var stutt athöfn á lóð kirkjunnar á horni Háteigsvegar og Nóatúns. Sóknarpresturinn, sr. Jón Þorvarðsson, flutti ávarp og bæn, en kirkjukórinn söng á und- an og eftir. Auk sóknarnefndar, safnaðar- fulltrúa og stjórnar kvenfélags safnaðarins voru viðstaddir nokkrir safnaðarnefndarmenn. — Ennfremur voru þar sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup og stjórn- arnefndarmenn kirkjubyggingar- sjóðs Reykjavíkur, þeir sr. Jón Auðuns, dómprófastur og Gíslí Sveinsson, fyrrv. sendiherra. Rúmar 300 manns Kirkjan er teiknuð af Halldóri H. Jónssyni, arkitekt og mun rúma um 300 manns. Auk þess er mikið rúm í hliðarskipum kirkjunnar fyrir laus sæti. Við hlið kirkjunnar norðan megin, og tengt henni er fyrirhugað safnaðarhús, en ekki hefur verið gengið frá teikningum af því. — Þar er gert ráð fyrir aðstöðu til hvers konar æskulýðsstarfsemi og félagsstarfs og þykja slík fermt í Dómkirkjunni bæði vor og haust og þar hafa verið altar- isgöngur í sambandi við ferm- ingar o. s. frv. í fyrrahaust var kirkjubygg- ingamálinu þann veg komið, að þá hefðu verið tök á því að byrja framkvæmdir, þó ekki fyrr en seint. En þá kom það til álita hjá skipulagsyfirvöldum bæjarw ins, hvort hugsanleg væri önn- ur lóð fyrir kirkjuna en áður var veitt. En breyting hefir ekki orðið, og eru nú framkvæmdir hafnar við byggingu kirkjunnar eins og fyrr segir. Kaffisala kvenfélagslns I dag hefir kvenfélag sóknar- innar kaffisölu í Sjómannaskól- anura til fjáröflunar. Hefir það félag starfað frá upphafi af mikl- um áhuga og talsverðrl fórnfýsi. Þegar starfið hófst í hátíðarsaln- um kostaði félagið gluggatjöld og dregil á gólf. Það gaf fyrir nokkru 70 fermingarkyrtla og ýmsum málum hefur það veitt gott lið. Nú væntir félagið fjöl- mennis við kaffisöluna i dag, sem hefst kl. 3 að lokinni messu. þar sem séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup predikar. Líkön af kirkjunni og um- hverfi verða til sýnis í Sjó- mannaskólanum í dag. Þannig mun Háteigskirkja líta út. Héraðsþing Vestfjarða ÞÚFUM, 3. sept.: Héraðsþing Vestfjarða var haldið að Bjark- arlundi 31. ágúst. Þangað mættu til þings 17 fulltrúar auk þriggja sýslumanna og tveggja alþingis- manna. Á héraðsþinginu voru gerðar margar ályktanir um ýmis hér- aðsmál Vestfjarða, svo sem vega mál, símamál, landhelgismál, flugmál svo og margar álykt- anir um önnur landsmál, svo sem handritamálið, tekjur bæja og sveitarfélaga, endurskoðun stjórn arskrárinnar o. fl. Ríkti mikil eming og hin bezta samvinna á þinginu og voru málin rædd og afgreidd samhljóða. Fór þing- ið bið bezta fram. Var Jóhann Salberg Guðmundsson þingfor maður, og ritari þess Páll Páls- son, Þúfum. Slík héraðsþing Vestfjarða eru haldin annað hvort ár af full- trúum allra bæjar- og sveitarfé- laga á Vestfjörðum. —PP. safnaðarhús eða safnaðarheimili^ mikil nauðsyn nú á tímum. 1 Sjómannaskólanum Hingað til hefur öll starfsemi Háteigssafnaðar farið fram í Sjó- mannaskólanum, en telja má að safnaðarstarfið hæfist um áramót 1952—1953. Fyrstu guðsþjónustur og barna samkomur fóru fram í kennsiu- stofu, en í árslok 1953 fékk söfn- uðurinn afnot af hinum fyrir- hugaða hátíðarsal skólans eftir að lagfæring hafði farið fram. Þar hafa síðan verið messur að jafnaði kl. 2, en að vetrinum hafa auk þess verið barnasam- komur hvern sunnudag árdegis oft mjög fjölsóttar. Þangað hafa fermingarbörnin komið til barna- spurnigna og þar hefir kirkju- kórinn söngæfingar. A öðrum stað í skólanum hefir kvenfélag- ið haldið fundi sína. Hefir þessi aðstaða verið söfn- uðinum mikils virði. Kirkjulegar athafnir hafa farið fram í kirkj- um bæjarins, hefir t. d. verið Gkumaður beðinn að gefa sig tram FRRIHLUTA dags í gær var ekitJ á VW-bílinn R-7947 þar sem hann stóð mannlaus á einkabílastæð- inu við Aðalstræti 18. Sá sem þessum árekstri olli er vinsam- legast beðinn um að hafa sam- band við Sverri Þórðarson blaða- mann við Mbl. Málrerkasýning ■óns Enaiiberts MÁLVERKASÝNING Jóns Eng- ilberts í Sýningarsalnum við Ingólfsstræti, hefur nú verið op- in í viku. Aðsókn hefur verið góð, og eru nokkrar myndir þeg- ar seldar. — Þetta er síðasta helgi sýningarinnar, því henni lýkur 11. þ- m. Hjartanlega þakka eg ykkur öllum, sem heiðruðu mig og glödduð með heimsóknum, gjöfum og hlýjum vinakveðj- um á 95 ára afmæli mínu, þ. 4. sept. sl. Guð blessi ykkur öll. Þuríður Þorsteinsdóttir, Bugðulæk 18, Revkjavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.