Morgunblaðið - 08.09.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. sept. 1957
MORCVISBI AÐIÐ
9
Náttúrufegurð er mikil þar sem Sogið feliur úr Þingvallavatni um Þrengslin. — Á naestu árum
_ þegar virlcjun Efra-Sogs er lokið — er líkiegt að áin verði ekki eins svipmikil og hún
er nú. (Ljósm.: Sig. J.)
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 7. sept
Gott erindi
Á norræna þingmannamótinu
í fyrri viku flutti Davíð Ólafs-
son fiskimálastjóri prýðisgott er-
indi um friðun fiskimiðanna og
Stærð landhelginnar frá sjónar-
miði íslendinga. Davíð er einn
hinna yfirlætislausu manna, er
gerkynnir sér öll mál, sem hann
á um að fjalla. Betri málsvari
í þessum efnum varð þess vegna
ekki fundinn á landi hér. Okk-
ur íslendingum er- lífsnauðsyn
að skýra skoðanir okkar á þess-
um efnum fyrir erlendum valda-
mönnum ,er á vilja hlýða. Aðstæð
ur okkar og hagsmunir eru að
ýmsu leyti ólíkir því, sem á hin-
um Norðurlöndunum er. Fásinna
væri að ætla, að eitt erindi eyddi
þeim skoðanamun, sem er fyrir
hendi. En dropinn holar steininn,
og við megum aldrei sitja okkur
úr færi með að útskýra þetta
mál, sem úrslitaþýðingu hefur um
framtíð íslenzku þjóðarinnar.
Ekki
íhaldsflokkur
Tíminn hefur miklar áhyggjur
yfir því, að norrænir íhaldsmenn,
sem hingað komi, muni ekki vera
ánægðir með Sjálfstæðisflokkinn
sem íhaldsflokk. Það er hverju I
orði sannara, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er að eðli ólíkur
íhaldsflokkunum á hinum Norð-
urlöndunum. Að vísu er sumt
sameiginlegt með Sjálfstæðis-
flokknum og þessum flokkum.
Þeir hafa allir skilning á nyt-
semi heilbrigðs atvinnulífs og
frjálsræðis. En styrkur þeirra og
fylgi með þjóðinni er miklu rýr-
ara en Sjálfstæðisflokksins, þeir
eru ekki almenningsflokkar á
borð við Sjálfstæðisflokkinn.
Þeir hafa mest um eða innan við
20% af fylg'i kjósendanna, en
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
yfir 42%, og áratugum saman
hefur fylgi hans verið einhvers-
staðar nærri 40%. Sjálfstæðis-
flokkurinn jafnast að stærð á
við hina fjölmennu sósíaldemo-
kratisku flolcka á Norðurlöndum.
Rætur Sjálfstæðisflokksins í ís-
lenzku þjóðlífi eru ekki síður
víðgreindar og styrkar en þess-
ara jafnaðarmannaflokka, sem
lengi hafa ráðið mestu í heima-
löndum sínum.
Ef Skúli getur það
ekki Jíá hver?
Það er ámóta vonlaust, að ætla
að stjórna íslandi til lengdar
án atbeina Sjálfstæðisflokksins,
eins og það væri á hinum Norð-
urlöndunum að hafa ráð sósíal-
demókratisku flokkanna að engu.
Það er e. t. v enn fráleitara hér
en þar, því að fylgi Sjálfstæðis-
flokksins er ekki jafnstéttbund-
ið sem hinna. Áhrifa hans gætir
víðar í þjóðfélaginu en þeirra.
Getuleysi núverandi stjórnar-
flokka, til að ráða fram úr vanda
málum þjóðfélagsins, sprettur m.
a. af skilningsskorti þeirra á
þessu. Suma forystumenn Al-
þýðuflokks og Framsóknar sár-
langar að vísu til þess, að Sjálf-
stæðismenn væru ekki hlutfalls-
lega fjölmennari en íhaldsmenn
eru annars staðar á Norðurlönd-
um. Þá væri mun hægara að ein-
angra þá, en raunin hefur á orðið
hér.
Hræðslubandalagsbroddarnir
ráða sjálfir óskum sínum, en þeir
búa sjálfum sér bráðan voða, ef
þeir rugla óskunum saman við
veruleikann. Menn, sem ekki
skilja uppbyggingu íslenzks þjóð
félags né eðli stjórnmálabarátt-
unnar hér á landi, standa að von-
um uppi úrræðalausir, þegar þeir
fá völdin Þannig hefur farið fyr-
ir núverandi valdhöfum.
Skúli Guðmundsson er manna
skarpastur í þeirra hóp og oft
orðheppinn. En þegar hann á
fundi austur á landi 'átti að fara
að verja gerðir núverandi rík-
isstjórnar, varð honum orðvant.
Hann gat aðeins spurt: Ef nú
verandi ríkisstjórn getur það
ekki, þá hver?
Svona mundi Skúli ekki spyrja,
ef hann yfirgæfi draumaland ósk
hyggju Hræðslubandalagsins og
hyrfi inn á hin hversdagslegu
lönd veruleikans. Þá mundi hann
skilja, að þeir, sem sniðganga
Sjálfstæðisflokkinn, yfirgefa þar
með mestu framfara- og uppbygg
ingaröfl þjóðfélagsins. Þess
vegna standa Hræðslubandalags-
broddarnir nú úrræðalausir á
berangri og jafnvel Skúli Guð-
mundsson finnur engin rök þeim
til varnar. Og ef Skúli getur það
ekki, þá hver?
Skriðan ekki
auðstöðvuð
í hárri fjallshlíð er oft auðvelt
að koma skriðu af stað en erfitt
að stöðva hana, þegar hreyfing
er á orðin. Með svipuðum hætti
hefur orðið í kaupgjalds- og verð |
lagsmálunum. Kommúnistar og l
að nokkru leyti Alþýðuflokks-
menn hafa áratugum saman alið
á kröfuhörku og stéttatogstreitu.
Sjálfir vissu þeir, að þetta var
ekki fyrst og fremst gert með
hagsmuni stéttanna fyrir augum
heldur i annarlegum tilgangi, til
að efla eigin flokka og grafa und-
an þjóðskipulaginu. .Ef öllum al-
menningi hefði verið þetta jafn-
ljóst og forystumönnunum sjálf-
n, þá hefði hann ekki fylgt
þeim í svo ríkum mæli og orðið
hefur.
En þessum forystumönnum hef
ur ekki einungis tekizt að blekkja
almenning heldur einnig sjálfa
sig. Þeir héldu, að stéttarfélögin
væru eins og vax í þeirra hönd-
um og um leið og þeir sjálfir
vildu stöðvun kröfuskriðunnar,
mundi kyrrð komast á. Ætlun
þeirra var sú, að fá stöðvuninni
framgengt á meðan þeir væru
sjálfir við völd og framlengja
völdin sem mest með því að hóta
þjóðfélaginu nýju skriðufalli, ef
menn vildu losna við þá úr valda-
stólunum.
Tímirm vanrækti
afsökunina
Til þess að gera skilninginn á
þessu svo öflugan sem nauð-
syn er á, þarf langt starf allra
þjóðhollra manna. En við það
má ekki gefast upp, því að þekk
ing á staðreyndunum og hinu
sanna samhengi þeirra er undir-
staða lýðræðisins. Vandinn er
einungis aukinn með því að leita
skjóls í ósannindum á þann veg
sem Tíminn hefur löngum iðk-
að. Þess vegna bólgna vandamál-
in yfirleitt út í höndum Fram-
sóknarmanna í stað þess að
hjaðna og verða viðráðanleg. Það
er t.d. ekki von, að þeir ráði við
verkföllin og verðbólguna, ef þeir
telja sjálfum sér trú um, að hvort
tveggja sé fyrst og fremst Sjálf-
stæðismönnum að kenna.
Eitt sönnunargagnið fyrir
þeirri falskenningu var lengi vel
í sumar það, að Morgunblaðið
hefði hælzt um yfir uppsögn
samninga Sjómannafélags Reykja
víkur í vetur og sagt, að ef stjórn
arliðar hefðu ráðið þar, þá mundi
ekki hafa úr henni orðið. Þau
ummæli, sem þar var átt við,
voru orð Alþýðublaðsins en ekki
Morgunblaðsins. Alþýðublaðið
hafði ekki hælzt um yfir valda-
leysi stjórnarliða' heldur komm-
únista, enda hafa Alþýðuflokks-
menn einir hreinan meirihluta í
stjórn Sjómannafélags Reykja-
víkur. Sýnt var fram á hvernig
þessi ósannindi Tímans voru til
örðin, og hefur hann ekki haft
kjark til að ítreka þau síðan,
en skort drenglund til að biðja
afsökunar á fljótræði sínu eða
ósannindahneigð.
austur-þýzkri yfirhjúkrunar-
konu:
„En verst er að þurfa að vara
sig, þegár maður talar, geta ekki
treyst þeim, sem maður talar við,
geta ekki sagt hug sinn, það er
verst“.
Með sama hætti vitnaði skák-
snillingunnn Benkö í frelsis-
skortinn, sem gerði óþolandi að
lifa í Ungverjalandi. Og í Ung-
verjalandsskýrslu Sameinuðu
þjóðanna segir ung stúlka, að á-
stæðan fyrir þáttöku æskulýðs-
ins í uppreisninni hafi verið sú,
að hann var fjötraður af lyginni.
Það voru þeir lygafjötrar, sem
reyndust óþolandi.
Hér á landi er sem betur fer
enn ólíku saman að jafna við
það, sem í kommúnistaríkjunum
er. En þróunin gengur í sömu
ógæfu-átt. Við þeim ófarnaði
verða allir góðir menn að gjalda
varhug.
Ungverjalands-
Varnarveggurimi
Þetta fór á allt annan veg, en
valdabraskararnir höfðu ætlað.
Þeir höfðu sett af stað öfl, er þeir
réðu ekki við, og gátu ekki stöðv-
að eftir eigin geðþótta. Þess
vegna hafa nú á einu ári a. m. k.
á 14. þúsund launþegar fengið
meiri eða minni kauphækkanir,
sumir gífurlegar, og verðbólgan
hefur óðum magnazt. Gegn þessu
stoða engin skyndiúrræði eða
valdboð eins eða neins. Á sama
veg og tillitslaus kröfuharka hef
ur verið alin upp áratugum sam-
an, þá verður hún ekki kveðin
niður nema með þolgóðri fræðslu
um hið sanna samhengi efnahags
málanna. Enginn skyldi vænta
þess, að árangur þeirrar fræðslu
kæmi fram fyrr en eftir alllang-
an tíma. Þess vegna sögðu Sjálf-
stæðismenn strax fyrir kosningar
þau sannindi, að una yrði bráða-
birgðaráðstöfunum í efnahagsmál
unum, þangað til almenningur
hefði skilið, að af atvinnuvegun-
um verður ekki tekið meira en
þeir raunverulega afla. Aukin
fræðsla og skilningur á samhengi
orsakar og afleiðingar er sá eini
varnarveggur, sem hér dugar til
lengdar.
Ræða Jólianns
Signrðssonar
f stað afsökunarbeiðni hefur
Tíminn síðustu vikurnar enn oft-
ar en fyrr ítrekað, að Bjarni
Benediktsson hafi samið ræðu“,
sem hann hafi síðan „látið“ Jó
hann Sigurðsson flytja á Dags-
brúnarfundi í vor. Þessi fullyrð-
ing hefur nú verið endurtekin
vikum saman æ ofan í æ í mis-
munandi samböndum og með ó-
líku orðalagi, en efnið ætíð hið
sama. Ekki hefur verið hirt urn
að svara henni fyrr, því eins og
hyggilegt er að eyða einni mein
dýrategundinni í einu, þá þótti
rétt að rekja fyrst hvernig ó-
sannindm um Alþýðublaðsum
mælin voru til komin og snúa
sér síðan að þessum.
Sannleikurinn er sá, að Bjarni
Benediktsson og Jóhann Sigurðs-
son hafa aldrei talazt við, hvað
þá, að Bjarni Benediktsson hafi
„sarnið" nokkra ræðu fyrir hann
eða „látið" Jóhann gera eitt eða
annað.
Jóhann Sigurðsson er einn af
hinum frjálshuga verkamönnum,
sem ekki lætur segja sér fyrir
um skoðanir sínar eða athafnir
á vettvangi stjórnmálanna. Hann
er maðui einarður og málsnjall,
fyllilega fær um að semja ræður
sínar sjálfur. Þess vegna hafa
kommúnistar lagt sérstaka stund
á að níða hann og rægja. Undir
þann róg hefur Tíminn tekið síð-
ustu mánuðina og var raunar
ekki annars að vænta úr þeirri
átt.
„Verst að þurfa að
vara sig, þegar
maður talar44
Þvílík viðbrögð við frjáls-
hyggju verkamanna hafa alveg
öfug áhrif. Kommúnistar héldu,
að í löndum sínum gætu þeir
ráðið óskum og hugsunum þegn-
anna. Afleiðingarnar eru nú að
koma í ljós. Thor Vilhjálmsson
hefur í Þjóðviljanum þetta eftir
í Englandi
Einmitt vegna þess, að vald-
hafarnir vita, að málflutningur
þeirra líkist um sumt of mikið
því, sem tíðkað er í einræðis-
löndunum, þora þeir ekki að láta
þýða Ungverjalandsskýrslu Sam-
einuðu þjóðanna á íslenzku og
gera hana almenningi hér að-
gengilega. Brezka stjórnin hefur
nýlega látið prenta skýrsluna á
opinberan kostnað og selur hana
nú vægu verði. Eins hefur hún
látið gera stuttan útdrátt úr
henni, svo að enginn þurfi að ótt-
ast stærð hennar né verð, held-
ur geti allir kynnzt meginatrið-
um þessa stórmerka vitnisburðar.
Vonandi sjá lýðræðissinnar inn
an stjórnarflokkanna að sér i
þessum efnum og knýja stjórnina
til að gefa skýrsluna, eða a.m.k.
útdrátt svipaðan því, sem í Bret-
landi hefur verið gerður, út á
íslenzku. Slík útgáfa kann að
hafa varanlega þýðingu fyrir
fræðslu íslenzks almennings um
hið sanna eðli kommúnismans.
Verður kommún-
isti sendur á þing
S.þ.?
Áliti íslenzku þjóðarinnar út á
við er bráð hætta búin, ef úr
þeirri ráðagerð verður, að senda
kommúnista á það þing Samein-
uðu þjóðanna, sem hefjast skal
upp úr miðjum september. En
þar á að ræða Ungverjalandsmál-
in og sök kommúnista á ógæfu
hinnar ungversku þjóðar. Fyrsta
sending kommúnista á fulltrúum
þeirra til þess þings var í rúss-
nesku flugvélinni, er lenti á
Keflavíkurflugvelli fyrir 2—3
dögum. Vonandi er það ekki fyr-
irboði þess, að frá íslandi eigi
að koma hinn eini kommúnist-
iski fulltrúi á þetta þing frá
löndum vestan járntjalds.
Á því er þó yfirvofandi hætta.
Kommúnistar telja sig ekki sið-
ur nú en i fyrra eiga rétt til
fulltrúa á þing S.Þ. Sannast hér
sem fyrr, að sá, sem gefur ljóta
karlinum litla fingurinn, hefur
misst alla hendina áður en varir.
E. t. v. verður það þó íslending-
um til björgunar að þessu sinni,
að ríkissjórnin hefur orðið vör
mikillar óánægju frá öðrum lýð-
ræðisþjóðum, ef úr þessari fyrir-
ætlun verður. Sannarlega óskar
enginn þjóðhollur fslendingur
þess, að stjórnin lúti áhrifum er-
lendis frá. En úr því að velsæm-
istilfinning stjórnarliðsins endist
ekki til þess að útiloka kommún-
ista, þá er þess að óska, að frem-
ur verði látið undan almennings
áliti meðal lýðræðissinnaðra
þjóða en kröfum kommúnista.
Framh. á bls. 10