Morgunblaðið - 08.09.1957, Síða 3

Morgunblaðið - 08.09.1957, Síða 3
Sunnudagur 8. sept. 1957 MORGV1KBTAÐ1Ð Úr verinu Togararnir Síðustu viku hefur stormur tafið togara þá, sem eru að veið- um fyrir vesturströnd Græn- lands. Á heimamiðum hafa hins vegar ekki verið nein frátök þessa viku, þótt nokkuð hafi ver- ið stormasamt síðarihluta vik- tmnar. Af Reykjavíkurskipunum stunda nú tíu karfaveiðar, 2 veiða í salt við Vestur-Græn- land, Hallveig Fróðadóttir og Þorkell Máni, og 1 veiðir í salt á heimamiðum, Þorsteinn Ingólfs son. Hann kom inn í fyrradag með 260 lestir af saltfiski eftir 56 daga útivist. Tók hann 15—20 lestir af saltfiski úr landi og sigldi síðan með aflann til Es- bjerg. 2 skip, Karlsefni og Jón forseti, veiða fyrir Þýzkalands- markað. Af skipunum, sem veiða karfa, eru 2 á heimamiðum eða fyrir austan Grænland, hin fyrir vestan Grænland. Eitt af þessuin 10 skipum, sem veiða karfa, er Egill Skallagríms- son. Er hann nýfarinn í 12 daga fiskileiðangur á vegum ríkisins. Er ætlunin að leita að nýjum karfamiðum. Skipstjóri er Sæ- mundur Auðunsson. Af Hafnarfjarðarskipunum stunda 4 karfaveiðar, en Júní og Röðull veiða fyrir þýzkan mark- að. Afli hefur verið heldur tregur hjá togurunum þessa viku, bæði við Grænland og á heimamiðum, ekkert fengizt t.d. á Halanum, og skip þau, sem þar voru og eru að fiska fyrir Þýzkaland, eru nú komin austur fyrir land. Fisklandanir síðustu viku; Hvalfell .. 285 lestir 15 dag. Geir .. um 285 lestir 15 dag. Samtals 570 lestii Reykjavík 7 bátar eru nú byrjaðir með þorskanet. Hefur afli verið frek- ar tregur, mest komizt upp í 3 lestir af þorski eftir nóttina. 4 af þessum bátum, sem einnig voru með ýsunet, hafa nú tekið þau upp, þar sem þau fylltust af háf, komst t.d. upp í 11 lestir í tvær trossur. Annar veiðiskap- ur en þessi með þorskanetin er ekki stundaður, en smærri vél- bátarnir hafa verið að tínast út á þessar veiðar undanfarið og viðbúið, að þeim fjölgi enn. Keflavík Síldaraflinn í fyrradag, föstu- dag, var mun betri en áður hafði verið, fengu þá 19 bátar 820 tunn- ur, eða 43 tunnur að meðaltali. Aflahæst var Vonin II. með 103 tn. Yfirleitt var síldin góð, sér- staklega hjá þeim, er fiskuðu sæmilega, t.d. ágæt hjá Voninni. Bátarnir fá síldina í svonefndu Skerjadýpi, út af Eldeyjarskerj- um. Hvað sem gerir, norðanbrælan eða að meiri síld er gengin á miðin, þá hefir veiðin örvazt og útlitið er betra en áður, því að hingað til hafa aflabrögðin ver- ið með fádæmum léleg, og eins var framan af vikunni. í gær var landlega, norðan- stormur. Afli er rýr hjá þeim bátum, sem byrjaðir eru með þorskanet, 2 lestir í lögn. Báturinn, sem reri með ýsunet, er nú hættur vegna aflatregðu, fékk mest 1200 kg. í lögn. Akranes Engin teljandi veiði var hjá ■íldveiðiflotanum síðustu viku, t.d. fengu í fyrradag 10 bátar aðeins samtals 60—70 tunnur. f gær var ekki róið vegna veðurs. Einn bátur, Ver, fékk fyrst í vikunni rúmar hundrað tunnur af síld, sem var langmesti dags- afli, komst annars hæst upp í 40 tunnur. Margir bátar komu ekki inn daglega, þar sem þeir höfðu ekk- ert fengið. Tveir bátar stunda lúðuveiðar, en hafa lítið aflað. Komu þeir með 8—10 lúður og nokkuð af skötu eftir 4—5 daga útivist. V estmannaey j ar Sjór er lítið stundaður og afla brögð rýr, er á sjó gefur. Nokkr- ir þilfarsbátar róa með handfæri, en mjög lítið er róið á trillum. Aflinn hefur komizt mest upp 8 lestir hjá þilfarsbátunum. Er það eingöngu ufsi, sem fæst. 2—3 bátar stunda lúðuveiðar, og hefur afli verið sæmilegur öðru hverju. Salan á freðfiskinum Um síðustti mánaðamót, 1. sept. voru birgðir af freðfiski við 10.000 lestir. Síðan eru farnar um 2000 lestir af þessum birgð- um í þremur skipum, sem hafa verið að ferma síðustu daga. All- ar eru þessar fiskbirgðir seldar eða ráðstafað, nema um 1000 lest- ir af flatfiski, en Bretar hafa undanfarin ár keypt mestallan flatfisk landsmanna. Af fiski, sem á að fara til Ame- ríku, eru nú um 1000 lestir í land- inu. Búið er nú að afgreiða svo að segja allan þorskinn upp í samninginn við Sovétríkin og mestallan karfa, sem til er, en ennþá er eftir að veiða um 4000 lestir af karfa, sem væntanlega verður búið í októberlok ef afla- brögð haldast óbreytt. En samn- ingurinn . í ár hljóðaði upp á 32.000 lestir af þorski og karfa og eru það um % hlutar af freð- fiskmagninu. Til Austur-Þjóðverja eiga eft- ir að fara rúmar 4000 lestir af fiski, og það á allt að fara næstu 4 mánuði. Allur freðfiskur, sem nú er til í landinu, verður farinn úr landi um næstu áramót, nema eitthvað lítils háttar af steinbit og ef til vill ekki alveg allur flatfiskur- inn. Af karfa hefur fram að þessu verið fryst álíka magn og á sama tíma í fyrra, rúmar 10.000 lestir. Aukning fiskiskipaflotans Alls staðar að berast fréttir um, að fiskveiðiþjóðir séu að auka flota sinn. Þær þarf ekki upp að telja, því að þá yrði að telja þær allar, þar er engin undan- tekning. Nýjustu erlendu frétt- irnar af nýsmíði annarra þjóða eru, að Spánverjar, sem lengst af voru stærstu viðskiptavinir fs- lendinga með fisk, séu í þann veginn eða þegar byrjaðir á smíði 15 stórra togara, um helmingi stærri skipa en íslenzku togar- arnir. Meira að segja í Græn- f nýsmíði af þessum sökum,- þar sem flotinn er aðalundirstaðan undir gjaldeyrisöflun þessara þjóða, einkum þó Norðmanna. Hitt er það, að sjávarútvegurinn hefur orðið undir í samkeppn- inni um vinnuaflið við aðra at- vinnuvegi þjóðarinnar. Sjávarút- vegurinn hefur barizt í bökkum síðan stríðinu lauk, og hefur það að sjálfsögðu komið niður á þeim, er að sjávarútvegi vinna. Og enn heldur honum áfram að hnigna. Þetta er ískyggileg þróun fyr- ir þjóðina í heild. Vélbátur, sem kostar 1—IV2 millj. króna, aflar árlega fyrir álíka verðmæti mið- að við afla upp úr sjó. Fullunnið til útflutnings er verðmætið tvö- falt meira. Verður ekki bent á fátt, sem er jafnmikilvægt að efla og kaup á nýjum skipum, er rætt er um leiðir til að rétta úr þeim kút, sem þjóðin er nú í? Á áratugnum fyrir styrjöldina þóttu erlendar ríkisskuldir eitt- hvert mesta böl þjóðarinnar. Þá voru íslendingar ekki frjálsir með innflutning sinn fyrir öðr- um þjóðum, t.d. kol. Þeir réðu ekki tollum sínum fullkomlega, máttu t.d. ekki hækka toll á ýms um vörum, eins og vefnaðarvöru í einu vetfangi þurrkuðu íslend- ingar út þessar skuldir, sem voru að verða þeim ofurefli, er þeir fengu með stríðinu tryggan mark að og gott verð fyrir framleiðslu vörur sínar. En hvað sem líður drápsklifjum erlendra skulda og ófrelsi því, er siglir í kjölfar þeirra, er sú stefna nú uppi með ráðamönnum þjóðarinnar, að er- lend lán beri að taka eftir því sem þau eru fáanleg, hvort held- ur til nytsamlegra framkvæmda eða ekki.Og í hvað er þá betra að verja lánsfénu í en til uppbygg- ingar sjávarútveginum? Nýju færeysku togararnir Þrír verða byggðir í Portúgal og kosta um 12 millj. króna hver. Hluta af andvirðinu verður aflað í Færeyjum, en hitt lánar Þjóð- bankinn danski, sem mun hafa hönd í bagga með hverjir fái tog- arana. Freðfisksinnflutningur til Bandaríkjanna fyrstu 6 mánuði ársins: 1957 tn. 1956 tn. Kanada .......... 22.000 20.000 ísland ........... 6.000 7.000 Noregur........... 1.000 1.000 Danmörk .......... 900 800 Innflutningur frá öðrum lönd- um er ekki teljandi. í opinberu riti Bandaríkja- stjórnar er vakin athygli á, að ís- lendingar flytji 80% af freðfiski sínum til „Sovét-blokkarinnar“, en aðeins 20% til Bandaríkjanna. Þórir Þórðarsson, dósent: Dómur krossins Norðmenn eiga í erfiðleikum með að standa við samninga sína um afgreiðslu á freðfiski til Ráðst j órnarr íkj anna og Tékkó- slóvakíu vegna aflabrestsins i vetur. Þeir hafa einnig orðið að fresta afgreiðslu á freðfiski, sem þeir ætluðu að skipta á og bílum frá V-Þýzkalandi, Frakklandi og Ítalíu. Norðmenn hafa veitt sérstök landi, þar sem ibuarmr eru ekki. verðlaun fyrir fisk veiddan á nema um 10% af íslendingum, á 1 tímabilinu 1. maí til 1. okt., sem nú að leggja 150 millj. króna í svarar um 11 aurum pr. kg.' sjávarútveginn á næstu árum. Þegar rætt er um aukningu flotans, heyrast oft athugasemdir eitthvað á þá leið, hvað við eig- um að gera við fleiri skip, þegar við séum ekki færir um að manna þau skip, sem fyrir eru, nema með hjálp útlendinga. Það er tvennt í þessu sambandi, sem vert er að vekja athygli á. Marg- ar þjóðir verða að sætta sig við að nota erlenda sjómenn, ekki aðeins á sín fiskiskip, heldur einnig á verzlunarflotann, og ekki aðeins óbreytta sjómenn, heldur einnig yfirmenn. í Dan- mörku vantar t.d. mörg hundruð stýrimenn á kaupskipaflotann. í Noregi er enn meira um útlenda sjómenn. Engum dettur í hug að halda því fram, að t.d. .Norð- menn eða Danir eigi að draga úr HVERS vegna var Jesús kross- festur? í sjálfu sér forvitnisleg spurning. Frásögn krossfestingar- innar í fimmtánda kapítula Mark úsarguðspjalls svarar henni að litlu leyti. Við þurfum að lesa víðar og skoða frá ýmsum hlið- um. Ef til vill fæst ekkert eitt svar. Svörin verða kannske jafn- mörg sjónarhornunum, sem skoð- að er frá. Hvers vegna? Vegna þess, að krossinn er einstæður í sögunni. Þá stendur hið algjöra sakleysi frammi fyrir dómstólin- um. Hinn saklausi er sekur fund- inn, Frá þessu sjónarhorni skoð- að, hljóðar spurningin: Hvers vegna krossfestum við Jesúm? Hin sögulega hlið málsins er afar einföld. Jesúm er maður, sem ögrar valdaflokkum lands síns, sérréttindamönnum, lýð- skrumurunum, „konservatívum" trúmálaleiðtogum, sem sátu ör- uggir við kjötkatla hinna viður- kenndu trúarsanninda og uggðu ekki að sér, höfðu gleymt, að stundum birtir Guð mönnunum sannleika sinn, sem rífur niður öll kenningakerfi, sem menn hafa sjálfir byggt sér, veggi hug- ans, sem þeir sitja í hægindum innan, öruggir um, að aldrei muni neitt nýtt koma að ofan, sem haggað geti þeirra skilningi, því að þeir hafi höndlað allan sann- leikann, sannleikur Guðs hvíli í þeirra hendi, þeir geti úrskurð- að, hvað er rétt og hvað er rangt. (Andi Guðs óþarfur). Jesús ögrar einnig þeim, sem sitja að pólitískum kjötkötlum samtímans. Þeir sjá, að þeim er af honum hætta búin, sameinast öðrum óvinum og öfundarmönn- um Jesú að koma honum í opna skjöldu með því að beita áhrifa- valdi sínu og kænsku við fremur veikgeðja landsstjóra. Farísear voru varðmenn hinnar hreinu trúar. Þeir héldu vörð um lögmálið eins og gyðingdómurinn túlkaði það. Þeir voru heiðurs- menn sinnar samtíðar. Hin bitru orð Jesú gegn þeim ber ekki að skoða sem afneitun þeirra per- sónulegu kosta, heldur eru þau árás gegn grundvallaróheilindum í trúarskoðun þeirra. Þeir höíðu gert kerfi úr sannindum Guðs, voru ekki opnir fyrir nýjungum Kvjkmynadsýning K.Ó.B. í Hafnarfirði KJARTAN Ó. Bjarnason hefir sýningu á kvikmynd sinni Græn- land, Færeyjar og Danmörk í Hafnarfirði í dag, og eru það síð- ustu sýningarnar hér á landi að þessu sinni þar sem Kjartan er á förum til Finnlands, þar sem hann mun sýna kvikmyndina „Sólskinsdagar á fslandi". Einnig sýnir hann þar mynd frá komu finnsku forsetahjónanna hingað. Á sýningum Kjartans í Hafnar- firði verða einnig myndir frá heimsókn sænsku konungshjón- anna og stutt mynd frá Ólympíu- leikunum í Melbourne. andans. Hjálpræðið sem þeir boðuðu var hjálpræði hinnar mestu smásmyglni í framkvæmd minnstu boða helgirita gyðing- dómsins, sem voru eins konar túlkun á sjálfri Biblíunni. Saddúkear voru eins konar út- vatnaðir málamiðlunarmenn. Þeir höfnuðu helgihefðinni og fóru bil beggja í viðskiptum við heiðna^ valdamenn. Þeir höfðu á sínu valdi hina opinberu guðsdýrkun, en gátu ekki sneitt hjá Faríseum sökum fjölmennis hinna síðar- nefndu og vinsælda hjá alþýðu manna. Heródesársinnar voru stjórn- málaflokkur eins konar og söfnuð ust þeir um fjölskyldu Heró- desar mikla. Þeir studdu hina snjöllu fjármálapólitík og utan- ríkisstefnu Heródesarfjölskyld- unnar, guð þeirra var hagur ríkis- ins og völd ættarinnar. Þessir flokkar voru áhrifamest- ir. Frá stjórnmálalegu sjónarmiði er afar skiljanlegt, að þeir beittu sér gegn Jesú. Frá mannlegu sjón arhorni enn skiljanlegra. Þeir vildu líka vera á verði og hafa fulla gát á öllu, því að mikil ókyrrð ríkti í landinu. Uppreisnir og blóðsúthellingar, eftirvænting undir niðri meðal lýðsins,að ein- hver kæmi fram, sem frelsaði landið undan útlendri áþján. Og hver er sá stjórnmálamaður, sem þekkir ekki hættuna, sem stafar frá sterkum persónuleika, er rís upp á meðal alþýðunnar á tímum sem þessum? Hvaða stjórnmálamaður með eitthvert vit í kollinum hefði þorað að láta þennan Jesúm afskiptalausan? Brezkur biskup hefir sagt, að það hafi verið maðurinn, er hann rís hæst, sem krossfesti Jesúm, ekki maðurinn í læging sinni. Hvers vegna var Jesús kross- festur? Krossfesting hans var rök rétt afleiðing af eðli mannsins. Maðurinn getur ekki veitt við- töku náð Guðs. Fyrsta boðorð mannsins er sjálfbjargarviðleitn- in, sjálfsframinn hpnum méstur. En Jesús hafði sagt: Deyi ekki hveitikornið.... Stærsta syndin var að segja eins og mærin Babels dóttir: Ég er og engin önnur. Líf mannsins var ekki líf hans heldur líf í Guði. Krossinn er tákn fyrirgefning- ar Guðs. En hann táknar þó fyrst dóminn, þá fyrirgefninguna. Dóm ur krossinn yfir oss er sá, að vér krossfestum Jesúm dag hvern í lífi voru. Kenning hans er oss um megn. Vér veitum henni ekki viðtöku í alvöru. Gerðum vér það, liti heimurinn öðru vísi út. Fyrir nokkru lagði leikflokkur frá Leikfélagi Reykjavíkur upp í leikför til Vestfjarða. — Mynd þessi var tekin af ieikurunum á Reykjavíkurfiugvelli áður en þeir stigu upp í einn Faxann. — Leikritið er „Tannhvöss tengdamamma“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.