Morgunblaðið - 08.09.1957, Page 12
12
MORCVNBT 4 Ð 1Ð
Sunnudagur 8. sept. ÍGS1)
sneru sér í hring og ~.ungu. Hann:
„Doodle-doodle-doo“ og hún: —
„Deedle-deedle-dee“. Svc skelli-
hlógu þau bæði og föðmulust á
nýjan leik.
Tom lét augun bvarfla um hana
alla: — „Nei, er þetta ekki Dessie
Hamilton í eigin persónu? Mér
finnst ég kannast eitthvað við yð-
ur. En þér eruð svo breytt. Hvað
hafið þér gert við fléttumar?"
Það tók hann langa stund að ná
í fylgimiðann að farangri hennar,
en loks tókst honum það og hann
s^akk miðanum í vasa sinn, en ætl
aði svo hvergi að geta fundið
hann aftur, þegar sækja skyldi
farangurinn. En seint og um síð-
ir var hann samt búinn að hlaða
koffortunum og körfunum í háan
stafla, aftast í vagninum. Dökk-
brúnu hestarnir tveir kröfsuðu ó-
þolinmóðir með fram-hófunum í
jörðina og reigðu hausana aft-
ur, svo að vagnstöngin kipptist til.
og það brakaði í vagngrindinni.
Aktygin voru fægð og beizlissteng
urnar glóðu sem gull. Á svipu-
skaftinu miðju var hnýtt rauð
slaufa og rauð bönd voru fléttuð
inn í fax g>. tögl hestanna.
To,.. hjálpaði Dessie upp í sætið
og lét sem hann yrði feiminn, er
honum varð litið á ökla hennar.
Svo greip hann aktaumana, sem
vafið hafði verið um svipuskapt-
ið og hestarnir brugðu svo hart
við, að það ískraði í framhjólun-
um, er þau runnu eftir malarveg-
inum.
„Eigum við að aka einn hring
um King City?“, spurði Tom —
„Það er mjög falleg borg“
„Nei, þakka þér fyrir“, sagði
hún. — „Ég held að ég muni al-
vel hvernig hún er“. Hann beygði
til vinstri og hélt í suðurátt og
hestarnir fóru á greiðu brokki.
„Hvar er Will?“ sagði Dessie.
--------------------□
Þýðing
Sverrn Haraldsson
□-----------------------D
„Ég veit það ekki“,- svaraði hann
stuttaralega..
„Hefur hann talað við þig ný-
lega?“
„Já, hann sagði að þú ættir ekki
að koma hingað“. i
„Það sama sagði hann við mig“,
sagði Dessie. — „Hann fékk líka
George til að skrifa mér“.
„Hvers vegna skyldi • þú ekki
gera það, ef þú sjálf vildir flytja
hingað?“ spurði Tom gremjulega.
„Hvað kemur Will það eigimlega
við?“
Hún snart handlegg hans. —
„Hann heldur að þú sért eitthvað
undarlegur í kollinum. Hann seg-
ir að þú sért alltaf að yrkja
kvæði“.
Tom varð myi'kur á svipinn: —
„Hann hlýtur að hafa læðzt inn
í húsið, einhvern tíma þegar ég
var ekki heima. Hann ætti nú
sannai'lega að passa sig á því,
drengurinn. Hann hefur ekkert
leyfi til að snuðra í minum blöð-
um“.
„Svona, stilltu þig nú“, sagði
Dessie. — „Will er bróðir þinn.
Þú mátt ekki gleyma því“.
„Hvel'nig ætli hann kynni við
það, ef ég væri að forvitnast í
hans blöð?“ sagði Tom.
„Hann myndi alls ekki láta það
viðgangast", sagði Dessie þurr-
lega. — „Hann geymir þau öll í
læstum skjalaskáp. Jæja, við
skulum nú ekki spilla deginum
með reiði“.
„Eins og þú vilt“, sagði Tom.
„En hann hefur þegar gert mér
gramt í geði. Ef ég vil ekki lifa
sams konar lífi og hann — nú,
þá er ég geðbilaður, hreint og
klái'lega bi'jálaðux'“.
Dessie vék samtalinu í aði'a
átt: — „Þú mátt trúa því að ég
hafði í ströngu að stríða, síðustu
dagana", sagði hún. „Mamma
vildi endilega koma með mér. Hef
urðu nokkux-n tíma séð mömmu
gráta, Tom?“
„Nei, ekki man ég eftir því.
i Henni var aklrei neitt sérlega grát
gjarnt um dagana".
„Jæja, hún grét nú. samt. Ekki
mikið, en samt mikið af henni að
vera — stuttur ekki og nokkur
snökt og svo þurrkaði hún sér um
nefið, þerraði gleraugun og lét
sem ekkert væri um að vera“.
„Herra minn trúr“, sagði Tom.
„Mikið er nú gaman, að þú skulir
vera komin heim aftur, Dessie.
Mér finnst eins og ég sé ox-ðinn
heilbrigðui' eftir ’angan og erfið-
an sjúkdóm".
Hestarnir brokkuðu liðugt eftir
beinni brautinni. — „Adam Trask
er búinn að kaupa sér íýja Foi'd-
bifreið", sagði Tom. — .„Eða
kannske ætti ég heldur að ox-ða
það þannig að Will hefði selt hon
um Eord-bifreið“.
„Ég vissi ekki að hr. Trask
hefði keypt bifi'eið", sagði Dessie.
„Hann ætlar að kaupr. húsið mitt
fyrir mjög gott verð“. Hún hló. —
„Ég heimtaði mjög hátt verð fyr-
ir það. Ég var að hugsa um að
lækka það dálítið, meðan á samn-
ingunum stóð, en hr. Trask tók
strax fyrsta tilboðinu. Og við það
sat“. —
„Hvað gerðirðu þá, Dessie?“
„Ég sagði hoi um, að ég hefði
ætlað að lækka verðki'öfuna, en
það virtist ekki skipta neinu
máli".
„Lofaðu mér því, að segja
aldi'ei Will þessa sögu“, bað Tom.
„Hann myndi láta ’oka þig inni“.
„En húsið var ekki svona mikils
virði“.
„Ég endui’ttk það sem ég sagði
,um Will. Hvað ætlar Adam að
nota húsið þitt?“
„Hann ætlar að flytja þangað.
Hann vill láta tvíburana ganga í
skóla í Salinas".
„Og hvað ætlar hann þá að gera
við jörðina og búið?“
„Ég veit það ekki. Hann minnt-
ist ekkert á það“.
„Hvernig ætli það hefði fai'ið,
ef pabbi hefði fengið svoleiðis bú-
jörð, í staðinn fyrir þetta harð-
balakot sitt“, sagði Tom og brosti
við.
„Það var nú ekki sem allra
verst".
„Nei, kotið var gott til alls
nema að búa á því.“.
„Hefurðu nokkuvn tíma þekkt
fjölskyldu sem haði jafnmai'gt
til að skemmta sér við og við höfð
úm?“ spurði Dessie alvai'lega.
„Nei, það hef ég ekki gei't. En
það var fjölskyldunni að þakka,
ekki kotinu“.
„Tom, manstu þegar þú fói'st
með þær Jenny og Belle Williams
á dansleikinn ■ og fluttiv þær á
bekknum hennar mömmu?“
„Já, mamma lét mig aldi'ei
gleyma því. Vel á minnzt, væri
það ekki heillai'áð rð bjóða þeim
Jenny og Belle að koma til okk-
ar í heimsókn?"
„Þær myndu áreiðanlega koma“,
sagði Dessie. — „Jú, Tom Það
skulum við gera“.
Þegar þau beygðu út af þjóð-
veginum, sagði hún: — „Ég veit
ekki hvei-nig á því kann að
standa, en mig rninnti að hér væri
allt öðru vísi unfhorfs".
„Þurrax-a og ófrjórra?"
„Já, sennilega, Tom, hérna er
alb. á kafi í grasi“.
„Já og ég á líka rúmlega tutt-
ugu nautgripi, til þess að éta það“.
„Þú h'lýtur að vera orðinn rík-
ur“. —
„Nei, og kjötið á eftir að lækka
í verði fyrst árferði vár svona
gott. Gaman væri að vita hvað
Will myndi gera. Hann er mjög
hagsýnn maður. Ég man, að
hann gaf mér einu sinni gott i'áð.
„Leggðu alltaf stund á það sem
skortur er á“, sagði hann. Will
veit hvað hann syngur“.
Vegurinn heim að húsinu hafði
ekkert bi'eytzt, nema hvað hjólför
in voru orðin dýpri og kollóttu
steinarnir stóðu lengra upp úr yf-
irborðinu.
„Hvaða spjald er það, sem hang
ir þax-na í runnanum?" spurði
Dessie. Hún gi'eip það um leið
og þau ókifm'amhjá í-unnanum. Á
spjaldinu stóð: — „Velkomin
heim".
„Tom, þetta hefur þú gert?"
„Nei, alls ekki. Það hefur ein-
hver komið hingað".
Með 50 metra millibili voru
fest spjöld á í-unna eða hengt í
gi’ein á einhverju trénu, eða neglt
í stofninn á kastaníutré og á
öllum þessum spjöldum stóð: —
„Velkomin heim“. Dessie hrópaði
upp yfir sig af gleði í hvert skipti
sem nýtt spjald hirtist.
Þau óku yfir seinustu hæðina
og Tom stanzaði hestana svo að
hún gæti notið útsýnisins yfir
bei’nskustöðvai'nar. Uppi í hlíð-
inni, hinum megin £ dalnum hafði
einhver i'aðað hvítum kalkstein-
um þannig, að þeir mynduðu með
SIMRAD
DÝPTARMÆLAR
ASDIC-UTBUNAÐUR
Tugir milljóna af okkar dýrmæta gjaldeyri hefur verið aflað í sumar með hjálp þess-
ara ágætu tækja.
lönd hafa nú valið SIMRAD fyrir fis kirannsóknarskip sin. Og það val er aðeins
gert af fagmönnum.
Asdic—útbúnaður hins vel þekkta skips G. O. SARS, verður nú endxyrnýjaður með
S I M R A D .
VELJIÐ SIMRAD OG ÞÉR V ELJIÐ RÉTT.
FRIÐRIK A. JÓNSSON
GARÐASTRÆTI 11 — SÍMI 14135.
HE'S NOT MUCH BETTER
SCOTTy... POOR LITTLE
FELLOW... l'M AFRAID
HE'S GOING TO DIE'
1) — Nú skaltu fara með hvolp
inn inn í hús og halda hita á
honum. Ég kem aftur seinna.
2) — Nei, Freyfaxi, þú getur
ekki farið með Bangsa, þú verður
að bíða hérna.
3) Seinna.
— Nei, honum ætlar lítið að
batna. Ég er hræddur um að hann
ætli að deyja.
4) — Hann er voðalega veikur.
Hann vill ekkert borða. Það er
eins og hann sé líflaus.
MARKUS
Eftir Ed Dodd
T
* I HATE TO TELL YOU, CHERRY,
BUT FRITZ LOOKS SICK, TOO
HE WON'T EAT A THING... ALL
HE DOES IS STAND AND MOPE/,
risastórum bókstöfum, setning-
ux.a: — „Velkomin heim,
Dessie".
Dessie þrýsti höfðinu að öxl
bróður síns og bæði hló og grét
samtímis.
Tom sat hreyfingarlaus og
starði fram fyrir sig: — „Hver
getur eiginlega hafa gert þetta?“
sagði hann. — „Manni er vai’la
óhætt lengur að fara að heiman,
án þess að vera hræddur um eign
ir sínar, fyrir einhverjum flæk-
ingum“.
1 dögun vaknaði Dessie við hin-
ar nístandi kvalir, sem hún fékk
alltaf öðru hverju. Þær byi'juðu
í síðunni og breiddust svo út,
þvert yfir magann. Fyrst þreyt-
andi vei-kur, svo logsár stingur
og loks krampakennt tak, líkast
því, sem líkami hennar væri
kreistur og nístur í einhverjum
heljargreipum. Þegar kastið leið
hjá var hún örmagna og aðfram-
komin. Það stóð ekki mjög lengi
yfir, en á meðan það varaði, var
öll meðvitund hennar um umhvei-f
ið þurrkuð út og það var eins og
hún væri að hlusta á stríðið sem
fram fór í líkama hennar.
Þegar aðeins voru eftir magn-
leysið og sárindin, tók hún eftir
því að fai'ið var að lýsa af degi
á glugganum henna Hún fann
hinn góða ilm af hi'essandi moi-g-
unblænum, sem bærði gluggatjöld
in og bar með sér angan af grasi,
rótum og í’ökum jarðvegi. Og svo
bvi’juðu hin mai’gvislegustu hljóð
morgunsins að berast inn til
hennar — spcrfuglar sem skutust
tistandi á milli trjágreinanna,
baulandi kýr sem ávítaði hinn leið
inlega, sísvanga kálf sinn, blár
SlJÍItvarpiö
Sunnudagur 8. september:
Fastir liðir eins og venjulega.
11.00 Messa í Dómkirkjunni
(Prestur: Séra Óskar J. Þorláks-
son.. Organleikari: Páll ísólfs-
son). 15.00 Miðdegistónleikar
(plötur). 16.30 Veðurfregnir. Fær
eysk guðþjónusta (Hljóðrituð í
Þórshöfn. 17.00 „Sunnudagslög-
in“. 18.30 Barnatími (Helga og
Hulda Valtýsdætur): 19.30 Tón-
leikar: Isolde Ahlgrimm leikur
á harpsikord verk eftir Bach
(plötur). 20.20 Einsöngur: Elisa-
beth Scwarzkopf (plötur). 20.40
í áföngum; XII. erindi: 21.00 Tón-
leikar (plötur): 21.25 „Á ferð og
flugi“. — Stjórnandi þáttarins:
Gunnar G. Schram. 22.05 Danslög
þ.á.m. leikur danshljómsveit
Gunnars Ormslev. Söngkona: Hel
ena Eyjólfsdóttir. (Endurtekið).
23.00 Dagskrárlok.
Mánudagur 9. september:
Fastir liðir eins og venjulega.
13.15 Búnaðarþáttur: Kraftfóðrið
(Gísli Kristjánsson ritstjóri).
19.30 Lög úr kvikmyndum (plöt-
ur). 20.30 Tónleikar: (plötur),
20.50 Um daginn og veginn (Frú
Aðalbjörg Siguðardóttir). 21.10
Einsöngur: Magda Laszlo syngur
fimm lög op, 16 eftir Béla Ear-
tók (plötur). 21.30 Útvarpssagan:
„Barbara" eftir Jörgen-Frantz
Jacobsen II. (Jóhannes úr Kötl-
um). 22.10 Fiskimál: Dr. Þórður
Þorbjarnar^pn talar öðru sinni
um vandamál síldarverksmiðj-
anna. 22.25 Nútímatónlist: (plöt-
ur). 23.05 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 10. september:
Fastir liðir eins og venjulega.
19.30 Þjólög frá ýmsum löndum
(plötur). 20.30 Erindi: Upphaf
stjórnfrelsisbaráttu íslendinga á
19. öld (Bergsteinn Jónsson kand.
mag.). 20,55 Tónleikar (plötur).
21.20 íþróttir (Sigurður 'Sigurðs-
son). 21.40 Tónleikar : Banda-
rískar og franskar hljómsveitir
leika tónverk eftir Ravel (plöt.
ur). 22.10 Kvöldsagan: „Græska
og getsakir" eftir Agöthu Christ-
ie; III. (Elías Mar les). 22.30
„Þriðjudagsþátturinn". — Jónas
Jónasson og Haukur Morthens sjá
um flutning hans. 23.20 Dagskár-
lok.