Morgunblaðið - 08.09.1957, Síða 16
VEDRIÐ
Norðan stinningskaldi.
Léttskýjað
202. tbl. — Sunnudagttr 8. september 1957.
Reykjavíkurbréf
er á bls. 9.
Smjörbirgðir hrúgasf upp
vegna brauðleysisins í bænum
Um 150 tonn af smjöri liggja í geymslum.
í MJÓLKURBÚUNUM hafa
Talaði héðan við sysfur sína
r
í Asfralíu á afmæli hennar
í GÆRMORGUN fór fram fyrsta almenna símtalið milli Islands
og Ástralíu. — Var það ungur lyfjafræðingur, sem hér er á ferð,
sem talaði heim til sín. Þrátt fyrir erfið símaskilyrði, tókst sam-
talið mjög vel.
smjörbirgðirnar stöðugt verið að
hlaðast meira og meira upp, og
hillurnar í ostakjöllurum búanna
svigna undan ostunum. Það er
hin mikla sölutregða í Reykjavik
sem einkum veldur þessu, en
einnig gífurleg aukning á mjólk-
urframleiðslunni.
Það er ekki vjst að bærídur og
almenningur muni almennt gera
sér Ijósa grein fyrir því, að þessi
sölutregða á rót sína að rekja til
bakaraverkfallsins sem nú hefir
staðið yfir nær alla sumarmán-
uðina.
Um þetta leyti árs í fyrra voru
smjörbirgðir hér í Reykjavík litl-
ar sem engar. Mbl. hefir það frá
góðum heimildum að hér séu nú
um 150 tonn af smjöri. Smjör-
salan hefur verið miklu minni
undanfarna mánuði, sem er eðli-
leg afleiðing af brauðleysinu
í bænum, og mun sá samdráttur
nema allt að 30%.
Þetta eru tölur sem tala skýru
I FYRRADAG kom hingað forseti
alþjóða Rauða krossins, Emil
Sandström að nafni. Dvaldist
hann hér í tvo daga og kom hing-
að til lands til þess' að kynna sér
Rauða krossmál hérlendis.
Sandström er sænskur og er
hann einnig forseti sænska Rauða
krossins. Fréttamaður Mbl. átti
stutt viðtal við Sandström i gær
í húsakynnum Rauða krossins við
Thorvaldsenstræti.
★
Emil Sandström tók við forseta
embættinu árið 1948, þegar Folke
Bernadotte greifi hafði verið
myrtur í ísrael. Hann er lögfræð-
ingur að mennt, sérfræðingur í
þjóðarétti, einn sá helzti sem
Svíar eiga. Situr hann í laganeíiid
Sameinuðu þjóðanna. Um skeið
var hann ' hæstaréttardómari í
sænska hæstarétti en hefir nú
látið af því starfi og helgar
sig með öllu málefnum Rauða
krossins. Hingað til lands kom
Sandström frá Svíþjóð en hann
er á ferð vestur til Bandaríkjanna
til þingsetu þar í landi.
Aukið líknarstarf
Alþjóða Rauði krossinn hefir
aðsetur sitt í Genf í Svisslandi
segir Sandström. Þar starfar um
70 manna lið að málum hans.
Verkefni Alþjóða Rauða kross-
Aðeins 8
dagnr eitir
Syndið 200 metra
máli um ástandið í smjörsöiu-
málum bænda. Um ostabirgðir
þær sem hlaðizt hafa upp í sumar
veit blaðið ekki áreiðanlegar töl-
ur. — Bændur austan Fjalls,
segja að þær birgðir séu gífur-
legar svo að við borð liggur að
ostageymslurnar geti ekki rúmað
það allt. Það hefur létt á að
hægt hefur verið að selja osta
til útlanda.
Á sama tíma sem Reykjavík er
brauðlaus og smjörbirgðir hlað-
ast upp og skemmast, heldur rík-
isstjórnin að sér höndum um
lausn bakaraverkfallsins líkt og
um væri að ræða eitthvert einka-
mál Reykvíkinga og bakaranna.
Það er svo reikningsdæmi sem
hagfræðingar stjórnarinnar geta
glímt við hvort ódýrara sé
fyrir skattborgarana að greiða
með tugum tonna af smjöri sem
ekið er í smjörlíkisgerðirnar eða
leysa bakaraverkfallið samkv.
þeirri miðlunartillögu sem sátta
semjari ríkisins lagði fram fyrir
tveim vikum.
ins má segja að séu tvíþætt. Höf-
uðstarfið er að samræma störf
Rauða krossfélaganna í hverju
landi, t.d. þegar um meiri háttar
vandræði er að ræða, svo sem
flóð, eldgos, styrjaldir o.s. frv.
Þá sér Alþjóða Rauði krossinn
um allar aðgeraðir og skipulcggur
hjálparstarfið. Birgðum vistum
læknislyfjum og öðrum hjálpar-
gögnum er safnað með aðstoð
Rauða krossins í hverju landi fyr
ir sig og á vettvang sent Tók
Sandström sem dæmi um starf Ai
þjóða Rauða krossins hina miklu
Ungverjalandshjálp er hann
skipulagði í vetur er ungverska
þjóðin reis upp gegn kommún-
iskum kúgurum sínum og lepp-
stjórn landsins barði alþýðuna
niður með rússnesku hervaldi. A1
þjóða Rauði krossinn kom á stofn
flóttamannabúðum í Austurríki
og síðar í Júgóslafíu þar setn
hundruð þúsunda Ungverja sem
einræðið og ógnarstjórnina flúðu
var veitt aðhlynning og gert að
sárum sjúkra. Nú eru aðeins
6—8000 flóttamenn eftir í búðun-
um. Annast austurríski Rauði
krossinn rekstur búðanna. Þá
sendi Alþjóða Rauði krossinn leið
angra lækna og hjúkrunarkvenna
með læknis og líknarlyf til Búda-
pest þegar bardagarnir stóðu sern
hæst. Geta má þess að íslenzki
Rauði krossinn sendi fiskmeti
margs konar til flóttamannabúð-
anna í Austurríki og lagði þannig
fram sinn skerf til hjálparstarfs-
ins.
76 félög
Fyrir utan þetta víðtæka hjálp-
arstarf styður Alþjóða Rauði
krossinn Rauða krossfélög þar
sem þau eru nýstofnuð. Nú eru 76
landssambönd Rauða krossfélaga
í Alþjóða Rauða krossinum, en
ætlað er að þrjú bætist enn í
hópinn á þingi samtakanna sem
haldið verður í Nýju Dehli í
október.
Þannig er viðstöðulaust unnið
undir merki þessarar einstöku
líknarstofnunar að því að lina
þjáningar, fæða hungraða og
hjálpa og líkna þjáðum m allan
1 heim.
Sumarið er
aö kveðja
ÞAÐ leynir sér ekki að sumarið
er að kveðja landið. í gær var
norðan kalsaveður um land allt
og hitinn víðast hvar um og yfir
5 stig. Hér í Reykjavík mátti sjá
margan manmnn og konuna á göt
unum í úlpum eða öðrum skjól-
fatnaði sem í sumar hefir fengið
að hvíla sig.
Klukkan 9 í gærmorgun var
5 stiga hiti hér í Reykjavík, 4
á Akureyri, en á annesjum um
norðanvert landið var 2 stiga hiti
og þar var slydduhríð. Snjóaði
víða í hærri fjöll um norðanvert
landið. Ekki höfðu þó borizt frétt
ir af því í gærdag að fjallvegir
hefðu lokazt. Um land allt var
norðanátt ríkjandi.
Mikil síldveiði
fyrir vestan
ÍSAFIRÐI, 7. sept.: Allmargir
bátar eru nú á reknetjum fyrir
utan Horn, en þar hefur verið
ágæt veiði undanfarið. Á fimmtu
daginn gerði hvassviðri, svo að
óttazt var að síldin hefði horfið.
Það veður var gengið niður á
laugardaginn. Þá voru fáir bátar
úti, en fengu góðan afla.
Þessari síld hefur einkum ver-
ið landað í Bolungarvík og hér
á ísafirði. Mun söltunin í Bolung
arvík vera komin upp í 3000
tunnur og sama magn í frystingu,
en hér á Isafirði lætur nærri að
söltunin sé um 2000 tunnur og
frystingin álíka. Þetta er mjög
stór og falleg síld. í dag mun
flotinn fara út aftur. —JP.
Mikið um tófur
ÞÚFUM, 6. sept.: Mikið hefur
verið hér um refi í sveitinni í
sumar. Var þó unnið mikið af
grenjum á sl. vori. Nú fyrir
nokkrum dögum kom Níels bóndi
í Gjörfidal að tófu og yrðling. er
voru að vinna á stórum dilk.
Var hann aðeins með lífsmarki
er Níels bar þar að. Dilkinn átti
Ágúst bóndi í Múla. Þykir bænd-
um slæmt að vita til þess, að
þessi tófugangur hefur verið í fé
þeirra í sumar, en slíkt vitnast
ekki fyrr en hausleitir hefjast.
—P.P.
Skömmu eftir að símtalið hafði
farið fram í gærmorgun, hitti
tiðindamaður blaðsins hinn unga
Ástralíumann, sem heitir James
Burns og á heima á Melbourne.
Hann kom hingað á mánudaginn
og þá var honum m. a. skýrt frá
því að hann gæti auðveldlega tal-
að héðan í síma heim til sín.
— Þá datt mér í hug, sagði
Mr. Burns, að gaman gæti verið
að tala heim á laugardaginn, þ. e.
J. Burns — skoðar fossana
í gær, en þá varð systir mín 21
árs. Sl. þriðjudag pantaði ég sím-
talið hjá Landssímanum.
í gærmorgun kl. 10 kom ég svo
niður í Landssímahús, til þess að
tala heim. Það tók um hálftíma
að afgreiða samtalið.
Þegar systir mín talaði við
mig, var kvöld í Melbourne —
kl. 8,30. — Afmælisveizlan stóð
yfir. Hún þakkaði fyrir send-
inguna. Hún vissi að ég var hér
á íslandi og spurði hvort þar
væri ekki hræðilega kalt. Ég
sagði henni, að svo væri þennan
morgun, en annars hefði verið
hið bezta sumarveður. — Er eg
hafið óskað henni til hamingju
með daginn, og við skipzt á
nokkrum orðum, var símtólið
hinum megin látið ganga milli föð
ur míns og móður og annarra
skyldmenna, sem voru í afmælis-
yeizlunni. Þetta var í fyrsta
skipti sem ég hringdi heim síðan
ég fór í ferðalag mitt til Evrópu
í janúarmánuði síðastl. Þetta
var óviðjafnanleg stund fyrir
mig, sagði Mr. Burns. Vil ég færa
starfsfólki Landssímans þakkir
fyrir, hve vel þetta tókst. ÞaS
var sannarlega 210 króna virði
að tala heim í þessar þrjár mín-
útur.
Mr. Burns hefur ferðazt hér
um austursveitir og er nú á
förum norður í land. Eg hefi
sérstakan áhuga á fossum og hefi
ég tekið margar ljósmyndir af
vatnsföllum víðs vegar. Vonast
ég til þess að verða heppinn
með veður, þá er ég kemst norð-
ur að Dettifossi, en þangað er
ferðinni heitið. Þegar er ég kem
til baka langar mig að bregða
mér austur undir Eyjafjöll og
skoða Skógarfoss og Gljúfrabúa,
★
Símtal þetta fór fram um Lond
on og tókst furðuvel, þrátt fyrir
óvenju langvarandi truflanir, sem
stafa frá sólgosum.
Snjor a Sigiuhroi
SIGLUFIRÐI, 7. sept. — Undan-
farna daga hefir verið norðaust-
an stormur og mikil rigning og í
nótt hefur snjóað í fjöll og er nú
alhvítt af snjó niður undir byggð.
Ekki hefir gefið á sjó undanfarna
daga en var sæmilegur afli á
færi hjá trillum fyrir storminn.
—■ í dag losar bæjartogarinn
Hafliði 170 tonn af karfa og fyrr
í vikunni losaði Elliði 230 tonn
af karfa. Þessi afli fer allur í
frystihús SR hér á Siglufirði. —
Nokkrir norskir línubátar eru
hér inni vegna veðurs og taka
beitu. Þeir segja tregan afla. —
M.s. Katla lestar hér síld sem
.skipið fer með til Rússlands í
dag. — Guðjón.
Strandkúfferinn
á Akureyri
ÞÓR kom með færeysku skútuna
sem strandaði á Hornströndum,
til Akureyrar í fyrrakvöld.
Var hún dálítið löskuð og var
tekin í slipp til bráðabirgðar-
viðgerðar og mats til björgunar-
verðlauna.
Öræfagarpar stinga saman nefjum. — Myndin sýnir Guðmund Jónasson og hrútlamb ræðast
við í Herðubreiðarlindum. Lamb þetta fannst i öræfafcrð Guðmundar 10.—23. ágúst sl. í nám-
unda við Öskju. Á þessum slóðum er alger auðn og aldrei Ieitað, enda afar fágætt að fé renni
svo langt suður á öræfin. Allar líkur eru til að lambið hefði orðið hungurdauðanum að bráð, ef
ferðafólkið hefði ekki rekizt á það þarna.
Lambi, en svo skýrði ferðafólkið hrútsa, var orðinn magur, en bar sig þó vel. Hann var hafður
i tjaldi fyrstu nóttina, en varð fljótlega hændur að fólkinu, borðaði braut og sitthvað annað.
Lambi var svo fluttur til byggða og þótti góður ferðafélagi. Eigandi Lamba reyndist vera
Jón á Gautlöndum í Mývatnssveit. (Myndina tók Tryggvi Samúelsson)
Forseti Alþjóða Ráuða-
krossins í heimsókn
Emil Sandström, víðkunnur lögtrœðingur