Morgunblaðið - 14.09.1957, Side 2

Morgunblaðið - 14.09.1957, Side 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Lgugardagur 14. sept. 1957 Kynning skákmanna: Friðrík Ólufsson STÓRMÓT Taflfélags Reykjavík- ur hófst í fyrrakvöld. Við höfum kynnt erlendu meistaranna og höldum kynningunni áfram: Alþjóðaskákmeistarinn Friðrik Ólafsson, er fæddur 1935. Friðrik hóf opinber kapptefli 11 ára að aldri, og 13 ára að aldri vann hann sig upp í meistaraflokk. Friðrik vann sér réttindi til þátt- töku í landsliðskeppni árið 1950. Hann hefur orðið skákmeistari íslands árin 1952, 1953 og nú síð- ast 1957. Á erlendum vettvangi hefur Friðrik náð góðum árangri, svo sem mönnum er kunnugt. Hann var skákmeistari Norður- landa 1953—1955. Hefur teflt á heimsmeistaramóti unglinga og öðrum alþjóðlegum unglingamót- um, yfirleitt með góðum árangri. Friðrik hlaut um 50% vinninga á Olympíumótunm í Helsingfors 1952 og Amsterdam 1954. Á Olym píumótinu í Moskvu 1956 hlaut hann hins vegar um 70% vinn- inga. I>á hefur Friðrik þrisvar teflt á jólaskákmótum í Hastings og jafnan með góðum árangri. Frægastan sigur vann hann þar um áramótin 1955—56, en þá varð hann efstur ásamt Rússanum Kerchnoj. Á svæðakeppninni í Tékkóslóvakiu 1954 náði hann 6.- sæti. Að endingu má nefna sigur Friðriks á minningarmðti Guð- jóns M. Sigurðssonar í Rvík. 1956 en í því tóku meðal annarra þátt meistararnir Taimanov og IUi- vitski, og tvívegis hefur hann sigrað stórmeistarann Pilnik í einvígi. Benkö og Fiiðrik jafntelli í ANNARI umferð á skákmótinu í Listamannaskálanum sömdu Friðrik og Benkö jafntefli eftir 18 leiki. Skák Guðmundar S. og Pilniks var mjög skemmtileg og átti Guðmundur vinning um tíma, en skákinni lyktaði með jafntefli. Stáhlberg hafði svart gegn Arinbirni og vann í 30 leikum. Vann hann þá mann og Arinbjörn gaf. Ingi R. hafði hvítt gegn Guðmundi Pálmasyni. Var skákin ævintýraleg mjög en stóð heldur betur fyrir Inga er hún fór í bið. Ingvar hafði hvitt móti Birni og hafði peð yfir er skákin fór í bið og er hún tvísýn talin. Skák Guðmundar Ágústssonar og Gunnars Gunnarssonar fór einn- ig í bið. Biðskákir úr fyrstu tveim um- ferðunum verða tefldar í dag í Listamannaskálanum kl. 2. Skák Friðriks og Benkö tefld- ist þannig í gærkvöldi: Hvítt: Friðrik Svart: Benkö I. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. c4 0-0 5. 0-0 c6 6. b3 Re4 7. d4 d5 8. Bb2 Bf5 9. Rbd2 a5 10. a3 Db6 II. c5 Dc7 12. Dcl Rd7 13. Rh4 RxR 14. DxR Be6 15. Bc3 b6 16. b4 axb4 17. axb4 bxc5 18. bxc5 HxH. Samið jafnteflL — Bæjarstjórn Framh. af bls. 1 áætlun bæjarins, að viðbættum 10% sem lög heimila. En vinnubrögð nefndarinnar voru þau að hún taldi sig ekki hafa lokið störfum fyrr en kæru- frestur var liðinn og kærur höfðu verið athugaðar og úrskurðaðar Þá nam heildarupphæð útsvar- anna í Reykjavík kr. 198.1 millj. kr. eða var 1.3 millj. kr. lægri en heimilt var að leggja á gjald- endur. Þessari staðreynd er ómót- mælt enda lá hún fyrir fimm dögum áður en félagsmálaráðu- neytið kvað upp úrskurð sinn. Hér lítur ráðuneytið gjörsam- lega framhjá lokatölu niðurjöfn- unarmnar og hefir hana að engu. Röksemdin um að of hárri upp- hæð hafi verið jafnað niður fær því alls ekki staðizt. Athyglisvert er, að ráðuneytið gerir enga kröfu til þess að út- svörin lækki í Reykjavík. Þvert á móti hefir niðurjöfnunarnefnd nú heimild til þess að hækka þau um á aðra milljón króna. Því er sú röksemd ráðneytisins að hámark útsvaranna hafi verið of hátt ekkert annað en orðhengils- háttur og bókstafstrú og á efnis- lega ekki hina minnstu stoð. ★ Hitt atriðið í úrskurði ráðu- netyisins fjallar um að við álagn- inguna eigi að taka fullt tillit til „efna og ástæðna“ gjaldenda og að nefndin hafi ekki gætt þess nógsamlega. Hér er um reginmis- skilning og furðulega skamm- sýni að ræða hjá ráð'nerra. Það er öllum heilvita mönnum ljóst að þótt notaður sé ákveðinn út- svarsstigi við niðurjöfnunina þá er engu að síður jafnað niður eft- ir efnum og ástæðum. Útsvars- stiginn er beinlínis saminn í sam- ræmi við það sjónarmið. Hér kemur því fram algjör mein- loka í bréfi ráðherra. Einnig er sú röksemd með öllu óskiljanleg að óheimilt sé að nota nýtízku bókhaldsvélar við álagninguna að nokkru, að með þeirri aðferð sé ekki fullt tillit tekið til efna gjaldenda og ástæðna. Reykja- víkurbæ hefir gengið á undan með að notfæra sér nýjustu tækni í vinnubrögðum og stofn- aði fyrir nokkrum árum fyrir tæki sem nefndist „Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar“, sem margar ríkisstofnanir eiga hlutdeild að. í þessu máli er því stefna ráðherrans skref aftur á bak til frumstæðra vinnuaðferða; að hætta við að notfæra sér verk- tæknina. Sú röksemd er algjör- lega út í hött hjá ráðherra. Þá benti borgarstjóri á þá stað- reynd, að í úrskurði ráðuneytis- ins fælist ekki efnislega nein lækkun á útsvörum gjaldenda í Reykjavík. En hver er þá tilgangurinn með þessu brölti? í fjögur ár hefir verið farið eins að um álagn- ingu útsvara og I ár. Aldrei fyrr hafa minnihlutaflokkarnir í bæj- arstjórn hreyft um það athuga- semdum, né fulltrúar þeirra 1 niðurjöfnunarnefnd. Aldrei hefir ráðuneytið séð ástæðu til þess að skerast í leikinn. Og Hannibal Valdimarsson fór meira að segja með völd í fyrra er útsvör voru lögð á. Hann fékk öll plögg send, en sá enga ástæðu cil þess 'að gera athugasemd þá. Ef um lög- leysu er hér að ræða, hví hafa þá fulltrúar minnihlutans þagað í fjögur ár? Sannleikurinn er sá, að hér er um kosningahálmstrá vinstri flokkanna að ræða. Þeim er ljóst, að þeir standa afar höllum fæti í væntanlegum bæjarstjórnar- kosningum og grípa þetta ör- þrifaráð sem drukknandi mað- ur. Og það jafnvel þó að þeir hafi þrjú undanfarin ár sam- þykkt hið nákvæmlega sama at- huagsemdalaust. ★ Þá vér borgarstjóri að því hvaða leiðir væri nú unnt að fara fyrir bæjarstjórnina eins og sakir stæðu. — Þær eru tvær, sagði hann. Önnur er sú, að hafa úrskurð ráðherra að engu. Enda er hæpið að hann hafi stoð í lögum. En Ijóst er, að af því myndu mála- ferli spretta á tveimur dómsstig- um, sem taka myndu allmarga mánuði og skapa óvissu og ringlu reið um innheimtu útsvaranna. Hitt væri staðreynd, að megin- tekjur Reykjavíkur væru útsvör in. Afleiðingin myndi verða sú að draga myndi mjög úr öllum verklegum framkvæmdum lang- an tíma eða þar til þær stöðv- ast með öllu. Er þar um að ræða byggingu íbúða til útrýmingar heilsuspill- andi húsnæði, byggingu bæjar- sjúkrahússins, lóðaúthlutun, bygg ingu skóla, sorpeyðingarstöðvar, hitaveitu í Hlíðarnar o.fl. Hin leiðin er Sú sem niðurjöfn- unarnefnd hefir bent á, útgáfa nýrrar útsvarsskrár. Sú leið tefur einnig innheimtu útsvara um tíma, en kærufrestur er hálfur mánuður. Sú töf mun einnig hafa áhrif á verklegar framkvæmdir, en ætti þó ekki að þurfa að vera nema 1—2 mánuðir. Vissulega væri æskilegt að skjóta málinu til dómsstólanna til þes að fá úr því skorið, en hins vegar er ekki unnt að neita því, að ef á það er litið raun- sæjum augum svo sem það stend- ur nú, þá skaðar það bæinn og framkvæmdir hans minna að taka síðara ráðið. Það er rétt að hafa það- í huga í öllu þessu moldviðri, sem um þetta útsvarsmál hefir verið upp þyrlað, að vinstri flokkarnir eru hér ekki að mótmæla neinni hækk un útsvaranna í Reykjavík. Út- svarsstiginn er sá sami og í fyrra, en persónufrádráttur hefir verið hækkaður, sem þýðir lækkuð út- svör, einkum á barnmörgum fjöl- skyldum. Hér ber því allt að sama brunni, hér er um skemmdarstarf semi að ræða af hálfu minni- hlutaflokkanna og Hannibals Valdemarssonar og fádæma ábyrgðarleysi. Sú töf sem nú verður á verk- legum framkvæmdum Reykja- víkur hlýtur að skrifast á reikn- ing Hannibals Valdemarssonar og óhappamannanna, sem með honum stóðu í atlögunni að Reykjavíkurbæ, sagði borgar- stjóri. Ég véfengi lagalegan rétt ráð- herrans til slíkrar ákvörðunai-. Ég mótmæli þeirra aðferð sem hér er höfð í frammi, þessari ósvífnu árás á sjálfforræði bæjar félagsins. Ég ákæri ráðherrann fyrir til- raun til þess að tefla fjárhag Rykjavíkurborgar í tvísýnu og tefja nauðsynlegar framkvæmdir hans. Ég lýsi ábyrgð á hendur ráð- herranum á öllu því tjóni sem af þessum gerðum hans kann að hljótast. Þá talaði Ólafur Björnsson. Hann undirstrikaði það að þessi ákvörðun félagsmálaráðherra væri eingöngu stjórnmálaeðlis og aðeins tilkomin vegna þess, að hann telji fylgismenn sína standa höllum fæti í væntanlegri kosn- ingabaráttu. Þá sé einskis svifist en allt lagt í sölurnar, jafnvel það að tefja verklegar fram- kvæmdir bæjarins. Þá gerði Ólafur að umtalsefni ástæðurnar tvær, sem í úrskuði ráðherra eru færðar fram fyrir ógildingu útsvarsáálagningarinn- ar og sýndi hve haldlitlar þær væru og allsendis ófullnægjandi. Einhlítur mælikvarði um útsvars álagningu er ekki til, sagði hann, og hér hefir ráðuneytið farið út fyrir takmörk sín. Það er niður- jöfnunarnefndar að vega það og meta hverju sinni hver „efni og ástæður“ eru. Þá benti Ólafur og á það, að núgildandi útsvarslög væru að stofni til 30 ára gömul og að mörgu úrelt. Bókhaldsvél- ar hefðu þá m. a. verið alveg óþekktar en ella hefði hámark álagningar vafalaust verið hærra ákveðið vegna síðari lækkana. — Ég tel það eðlilegt, að niður- jöfnun sé ekki talið lokið fyrr en nefndin hefir framkvæmt end j urskoðun sína eftir að kærufrest- I ur er útrunninn. Þess vegna er í álagningin hér í Reykjavík al- gjörlega innan þess ramma, sem ráðuneytið hefir sett. Þórarinn Þórarinsson (Fram- sókn) lýsti því yfir, að það væri skoðun sín að það jafngilti því að jafna niður útsvörum að nýju, svo sem fyrir er lagt í bréfi ráð- herra, ef niðurjöfnunarnefnd gæfi út yfirlýsingu um að hún hefði jafnað niður að fullu eftir efnum og ástæðum. Og einnig það, ef upphæðin væri undir há-. markinu eða 199 millj. kr. Björgvin Fredriksen sagði það skemmdarverk af hálfu minni- hluta flokkanna í bæjarstjórn að hvetja fólk til þess að greiða ekki HAAG 13. september. — Holl- enzkt vikublað skýrir svo frá, að fundizt hafa í Amsterdam-skurð- inum fjöldi vanskapaðra froska. Skammt frá þeim stað, er frosk- arnir fundust, stendur kjarn- orkurannsóknarstöðin hollenzka. Voru margir froskanna með sex fætur og allt að 20 tær á hverjum fæti. Sumir voru með fótaröð á hryggnum, allt að 20. Tildrög voru þau, að maður Sjópróf ÁLASUNDI 13. september. — Sjó próf fóru í dag fram í „Polar- björn"-málinu. Allir þeir, sem vitni báru héldu því fast fram, að það hefði verið skylda skip- stjóra að reyna að brjótast út úr ísnum, því að annars hefði hann átt á hættu að skip hans lokaðist inni við ströndina í vetur. Skip- stjórinn sjálfur, sem siglt hefur um íshafið í 40 ár, sagði, að þetta væru verstu aðstæður. sem hann hefði lent í á ferðum sínum síðan 1923. Öll vitnin héldu því fram, að skipið hlyti að hafa sokkið, ekki síðar en tveim sólarhringum Lögreglunni í Maryland var í dag suðurríkjum Bandaríkjanna. KR - Víkingur HAUSTMÓTI meistaraflokks verður haldið áfram í dag og leika þá K.R. og Víkingur kl. 2 á Melavellinum. Er það fimmti leikur mótsins, en stigin standa þannig að Valur hefur 4 stig, Fram og K.R. 2 stig hvort og Þróttur og Víkingur 0 stig. K.R. hefur leikið einn leik, sigraði Þrótt eftirminnilega með 13—1 og Víkingur tapaði fyrir Fram með 0—3 og fyrir Val með 0—7. Að leiknum loknum leika Fram og Valur í Haustmóti 1. fl. en reynt hefur verið tvívegis að koma þeim leik á, en á báðum fyrri leikdögum hefur dómari ekki mætt til leiks. Leikurinn fer fram á Melavellinum. í því móti hafa farið fram 2 leikir, K.R. sigraði Val með 3—1 og Fram sigraði Þrótt með 8—0. PARÍS 13 september. — Franska stjórnin náði í dag fullu sam komulagi um tiliögu um fram- tíðarstjórnarskipun Alsír. útsvör sín. Þeim þætti það engu máli skipta þótt bæjarfélagið biði stórtjón við þessar aðgerðir þeirra og kosningabrölt. Gífur* leg vandræði hlytust af þessu og stórtjón fyrir bæjarfélagið. Það væri kaldhæðni örlaganna, sagði Björgvin, að um leið og vinstri flokkarnir gera Reykjavíkurbæ þá skráveifu að tefja framkvæmd ir bæjarins um hríð sé auglýst eftir 400 mönnum til vinnu við framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli, þeim stað, sem vinstrimenn þykjast sízt vilja vinna á. Augljóst er, hélt hann áfram, að hér eru hin langdrægu kosn- ingaskeyti komin á loft. nokkur, sem fann einn slíkan frosk, fór með hann á fund sér- fræðings við náttúrufræðisafnið í Amsterdam, Dr. Helleniusar. Kvaðst hann aldrei hafa séð slík- an vanskapning — og hefði þó séð þá marga á starfsferli sínum. Vaknaði þá spurningin um það, hvort hér gæti verið um að ræða samband milli kjarnorkustöðvar- innar og Amsterdamskurðarins. Við rannsókn kom í ljós, að vatn- ið í skurðinum er ekki geislavirkt — og telja vísindamenn óhugs- andi, að samband sé á milli kjarn- orkustöðvarinnar og vanskapn- aðanna. Ekki geti verið um að ræða áhrif geislavirkra efna á egg froskanna í nágrenninu Minnisvarði um Aðalslein Sigmunds- son Á SUNNUDAGINN kemur verð- ur afhjúpaður minnisvarði um Aðalstein Sigmundsson, er Ung- mennafélag íslands lætur reisa. Athöfn þessi fer fram austur I Þrastaskógi, en þar hefur varð- anum verið valinn staður. Aðalsteinn Sigmundsson hefðl orðið sextugur á þessu ári, hefði hann lifað. Allir sem vilja minnast Aðal- steins Sigmundssonar, starfa hans í þágu æsku landsins, bæði sem kennara og félagsmálamanns, eru velkomnir í Þrastaskóg n.lc. sunnudag. Athöfnin hefst kl. 2 e.h. GoK á sunnudag Á SUNUDAGINN kl. 2 fer fram á golfvellinum á Öskjuhlið nýstár leg golfkeppni. Mæta þá til keppni í golfi — 18 holur, þeir menn er unnið hafa það afrek að ná „holu í einu höggi". Þeir sem þetta afrek hafa unn- ið og eru liðtækir í keppnina á sunnudaginn eru í þeirri röð sem þeir unnu afrek sitt: Halldór Han sen, Ásgeir Ólafsson, Björn Pét- ursson, Guðlaugur Guðjónsson, Halldór Magnússon, Ólafur Ágúst Ólafsson, Jóhann Eyjólfsson, Sig- urjón Hallbjörnsson og Halldór Bjarnason. Er í ráði að svona keppni fari fram árlega hér eftir. Myndin sýnir, hvernig umhorfs er nú á Stöng í Þjórárdal. i sumar var byggt nýtt þak yfir rústirnar, og litur bærinn nú út eins og myndin sýnir. Yanskapaðir froskar fínnasf <

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.