Morgunblaðið - 14.09.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.09.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. sept. 1957 MOftGinvnr 4 ðið 3 Bœrinn Cröf í Örœfum grafinn úr gleymsku Merkar rústir, sem veifa mikla frœðslu um þróun byggingarlisfar á Islandi GÍSLI GESTSSON safnvörð- ur kallaði á blaðamenn í gær og skýrði þeim frá merkileg- um fornleifafundi, sem nu hefði verið lokið rannsókn á. Málavextir eru þeir, að 1955 gerðu menn kartöflugarð .við bæinn á Hofi í Öræfum og Þegar fjósið og hlaðan höfðu fundizt í kartöflgarðinum vaa- hafin leit að bæjarhúsunum sjálf um og fundust þau ásamt úti- húsum. Þau eru um það bil 100 m. frá fjósinu. Ef bæjaröðin er talin frá austri til vesturs, er húsaskipun þessi: fyrst kemur eldhús, síðan skáli, stofa og búr. Bæjarröðin er upp undir 40 m. í fjósinu eru básar fyrir 5 nautgripi. Básarnir sjást giögglega á myndinni. komu þá niður á gamlar húsa- rústir. Við nánari rannsókn kom í ljós, að þetta voru fjós og hlaða, og voru rústir þess- ar óvenjuvel varðveittar, sem stafar af því, að þær hafa fyllzt af vikri. Var þegar ljóst, að vikurinn hafði fallið, með- an húsin voru enn uppistand- andi, og því augljóst, að bær sá, sem hér um ræðir, hefur farið í eyði í Öræfajökulgos- inu mikla 1362. Þá varð feiknamikið eldgos í jöklin- um og byggðin öll, sem nú heitir Öræfi, en þá Litla- Hérað, fór í eyði. Gísli sagði, að ómögulegt væri að vita, hverjir hefðu búið á bæ þeim, sem nú hefur verið graf- inn úr gleymsku, en sennilega væri hér um sama bæ að ræða og nefndur er í heimild frá því um 1700. Þar er hann nefndur Gröf. í fjósinu eru básar fyrir fimm nautgripi, en hlaðan er 14 metr- ar á lengd og 2 m á dýpt. Hún hefur tekið rúmlega 100 hesta og hefur það verið stór hlaða á sín- um tíma. Hlöður gerðust ekki stærri á íslandi, allt fram á miðja 19. öld. á lengd og hefur þetta verið stór bær. Auk þessa voru á bak við bæjarhúsin tvö smáhýsi, annað iíklega baðstofa (þ.e. gufubað- stofa), hitt tvö smáhús byggð Hverfisteinn, sem fannst í rúst- unum. saman, og þar hefur sofnhúsið verið. Þar var kornið þurrkað við eld, eins og venja var í norð- lægum löndum. — Loks má geta i þess, að í rústunum fundust brýni steinkolur, hengilás frá 14. öld (og kemur það heim við aldur Uppdráttur af húsaskipan bæjarhúsa að Gröf í Öræfum. rústanna) og 2—3 kvarnasteinar, sem eru einna m'erkilegastir af fornleifafundum þarna. Bærinn er ákaflega vel varð- veittur, veggir standa í fuliri hæð og jafnvel neðstu þakhellur með. Skálinn virðist hafa verið alþiljaður að innan með fjalagólfi, enda er mikið timbur í Öræfun- um, reki góður. Hins vegar hefur ekki verið timbur í stofu. Þessi bæjarfundur er einna merkilegastur fyrir þær sakir, að hann er frá 14. öld. Þess má geta, að Stöng í Þjórsárdal er frá því um 1100 og Sandártunga í Þjórs- árdal, sem er mjög lítill bær, er frá því um 1700. Gröf fyllir því vel í eyðuna, sem þar er á milli, enda má sjá,að húsaskipun bendir bæði aftur og fram í tímann: í Gröf er byggingalagið mitt á mill langhúsa (Stöng) og ganga- bæja, sem síðar komu til sög- unnar (sbr. Sandártungu). Rúst- irnar veita okkur því mikla fræðsiu um þróun byggingarlist- ar á fslandi. Keilvískir skótor minnast 20 óra aimælis iélags síns KEFLAVÍK, 13. sept. — Á morg- un sunnudag verðúr mikill fagn- aður hjá skátum hér, ‘ en þann dag verður Skátafélagið Heiða- búar 20 ára. Félagið var stofnað 15. sept. 1937 og voru stofnendur 8. Nú eru um 400 skátar í Heiða- búum og hefur starfið undanfarið verið mjög öflugt. Aðalhvatamað ur á stofnun Heiðabúa og jafn- framt fyrsti félagsforingi var Helgi S. Jónsson og hefur hann allt frá stofnun félagsins verið félagsforingi þess. Hátíðahöldin á morgun hefjast I með skátamessu kl. 11 í kirkjunni og prédikar sr. Jakob Jónsson Hallgrímskirkjuprestur í Reykja vík. Við guðsþjónustuna verða skírð 4 börn skáta. Eftir hádegið verður kvikmyndasýning í Bíó- höllinni og þar sýndar myndir frá skátamótum. Um kvöldið verður svo afmælisfagnaður í samkomuhúsi Njarðvíkur fyrir eldri og yngri skáta og gesti félagsins. Verður þar margt til skemmtunar svo sem söngur, skátaleikir, varðeldur og -svo að lokum stiginn dans. Listsýning Jnliönn Sveinsdóttur Abstrakf list úr islenzku bandi ÞÓ Júlíana Sveinsdóttir sé kunn öllum þeirri, er fylgzt hafa með íslenzkri málaralist, held ég, að flestum sé þó enn ekki nægilega ljóst, að hún er einn fremsti mál- ari, sem við eigum. Hún hefir verið búsett í Danmörku um langt skeið og er nú komin heim í boði Menntamálaráðs með yfir- listssýningu á verkum sínum. í listasafni ríkisins hafa verið hengd upp rúmlega 100 málverk og eru mörg þeirra meðal þeirra beztu, sem hér hafa verið máluð. Fáir málarar hafa skynjað betur íslenzkt landslag en Júlíana. Hin yfirlætislausa túikun hennar á viðfangsefninu sýnir greinilega, hvað hún forðast alla „effekta" eins og sá, sem elskar sann- leika, forðast lygi. Listin byrjar þegar listamaðurinn umskapar viðfangsefnið. Að finna sitt eigið frumlega tjáningarform — þann stíl, sem manni er eiginlegur og eðlilegur — kostar mikla og erf- iða baráttu fyrir hvern listamann. Síll Júlíönu er heilsteyptur og frumlegur. Hún túlkar á sérstæð- an hátt hina mildu, draum- kenndu iiti íslenzkrar náttúru. Vefnaður Júlíönu er riátengdur hinni abströktu nútímalist. í teppunum hefir hún losað sig við hið figurativa viðfangsefni og eru þau byggð sem abstrakt mál- verk, enda þótt íslenzkt landslag lifi þar áfram. Teppi no. 140 gæti vel verið landslag frá Vestmanna- eyjum. Teppi no. 141 gæti verið hús í landslagi, o. s. frv. Mörg teppi Júlíönu eru í raun og veru ofnar myndir, og eru þau með því bezta, sem ég hefi séð af því tagi bæði hér og erlendis. Er það mjög ánægjulegt, að Menntamálaráð skyldi gangast fyrir þessari fögru sýningu. Vel komin heim, Júlíana og ég óska þér til hamingju með árangurinn í starfi þínu. Nína Tryggvadóttir. Spilakvöld á Akranesi HIN vinsælu spilakvöld Þors Fél. ungra Sjálfstæðismanna á Akra- nesi munu hefjast annað kvöld kl. 8,30 verður þá fyrsta spila- kvöldið á Hótel Akranesi. Að vanda verða góð spilaverðlaun veitt ennfremur glæsileg verð- laun handa þeirri dömu og herra sem flesta slagi hljóta í fimm kvölda spilakeppni. Sjálfstæðis- fólk og gestir fjölmennið og verið með frá byrjun. L Rafmagnsfram- kvæmdum hraðað BOLUNGARVÍK, 12. september: Unnið hefur verið af kappi í sumar við virkjunarframkvæmd- ir á Reiðhjalla og alve'g sérstakt kapp lagt á framkvæmdir í þess- um mánuði. Hingað eru komnir tveir menn frá Tékkóslóvakíu til að setja riiður vélar og pípulínu samkæmt viðtali við verkfræðing sem fylgist með framkvæmdun- um þar efra. Mun áætlun standast með verk ið, ef unnið verður af fullum krafti í mánuð hér frá. Mun raf- rafmagni þá verða hieypt á kerf- ið um næstu áramót. Bíða menn hér í Bolungarvík þess atburðar með óþreyju, enda )rðnir langeygðir eftir góðu raf- nagni. —Fréttar. STAKSTEIMAR Vilhjálmi Þór að kenna í fyrradag var skýrt frá því hér í blaðinu að daginn þar áður hefðu bæði Landsbankinn og Út- vegsbankinn stöðvað alla yfir- færslu á ferðagjaldeyri. Hefði þetta verið gert gersamlega fyr- irvaralaust. Blaðið benti síðan á það, að af þessu mætti marka hversu aumt ástandið væri orðið í gjald- eyrismálunum. Samt sem áður * létu máigögn stjórnarflokkanna sig hafa það að halda þvi fram, að gjaldeyrisástandið væri „betra nú en í fyrra“. Enginn myndi þó eftir því að til slíkrar yfir- færslustöðvunar hefði nokkurn tímann verið gripið þá. Blað kommúnista og viðskipta- máiaráðherrans segir í gær frá þessu, að yfirfærsla á ferðagjald- eyri hafi verið stöðvuð sl. mið- vikudag. En það er ekki í neinum vandræðum með skýringu á þess- ari ráðstöfun. Það segir hrein- lega frá því hverjum hún hafi verið að kenna. Kemst blaðið að orði um það á þessa leið: „Var þar að verki Vilhjálmur Þór og var þessi ráðstöfun hans algerlega óskiljanleg". Völd Bjama Benedikts- sonar í verkalýðs- félögunum Kommúnistar hafa enn einu sinni fengið Bjarna Benediktsson „á heilann". Þeir kenna honum um alla skapaða hluti, sem mið- ur fara, að þeirra áliti. Hann á að hafa staðið fyrir farmanna- verkfalli, yfirmannaverkfalli og nú seinast bakaraverkfalli. Og þó segja stjórnarblöðin öll í einum kór að Sjálfstæðisflökkurinn eigi ekkert fylgi í verkalýðshreyfing- unni. En Bjarni Benediktsson ræður þar engu að síður lögum og lofum og stendur fyrir verk- föllum, til þess að ergja vinstri stjórnina. Svona er nú samræmið í málflutningi vinstri stjórnar manna. Aðaládeiluefni stjórnar- blaðanna á Bjarna Benediktsson er nú það, að Morgunblaðið hefur skýrt frá því, að bakaraverkfall- ið hafi ekki verið leyst með venju legum aðferðum. Sú staðreynd verði ekki sniðgengin að samið hafi verið um það þegar bakara- verkfallið var leyst með tölu- verðri kauphækkun til bakara- sveina, að annaðhvort skyldi brauðverðið hækka eða verða greitt niður úr ríkissjóði. Þetta segir kommúnistablaðið og Tíminn að sé hrópleg ósann- indi. Sjáum hvað setur Það er sama hvað vinstri stjórn arblöðin hamast. það er stað- reynd, sem þau eru að reyna að dylja, að því hefur verið lofað að annaðhvort skuli brauðverðið hækka eða verða greitt niður, sem auðvitað gerist ekki nema á kostnað almennings. Við skulum bíða og sjá hvað setur. Morgun- blaðið hefur farið með sannleik- ann einan um þeta mál. Þessi Iausn bakaradeilunnar er líka í fullu samræmi við lausnir annara deilna fyrr á árinu. Farmanna- verkfallið sl. vetur og yfirmanna verkfallið í sumar voru leyst með kauphækkunum, jafnvel til hinna hæstlaunuðu með því að skipa- félögin fengu að liækka flutn- ingsgjöldin. Þannig var kaup- hækkuninni velt yfir á almenn- ing. En „Þjóðviljinn“ segir að vinnudeilurnar hafi verið leystar fyrir forgöngu, snilli og ágæti Lúðviks Jósefssonar og auðvitað *með „venjulegu maðferðum"!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.