Morgunblaðið - 14.09.1957, Side 7

Morgunblaðið - 14.09.1957, Side 7
Laugardagur 14. sept. 1957 MORCTJIS' BLAÐIÐ 7 HEIÐMÖRK EINN hinna mörgu Reykvíkinga, sem leggja að sumarlagi leið sína um Heiðmörk, minntist fyrir fá- um dögum í dálkum Velvakanda á skógræktarstarfsemi þá, sem hefur farið þar fram um nokkur undanfarin ár, og spjöll þau, sem ungplönturnar verða fyrir af manna völdum vegna skorts á að vörun til vegfarenda og á eftir- liti. Um Heiðmörk hef ég farið all- oft, síðan skógrækt hófst þar, og hef því miður svipaða sögu að segja og þessi maður. Oft hef- ur mig langað til að koma þeirri hugmynd á framfæri, að Reykja- víkurbær hefði eftirlitsmann á Heiðmörk um sumartímann, mann, sem hefði bæði þann starfa með höndum að bægja fólki frá skógræktarsvæðunum og fylgj- ast með þrifum ungplantnanna. Hann ætti að sjá um, að smá- plöntur köfnuðu ekki í grasi, klippa burt birkikjarrið þar sem það vex barrplöntum yfir höfuð eða nuddar þær í stormum, og jafnvel gefa áburð þeim ungplönt um, sem fölar eru og framfara- lausar af næringarskorti og liggja hálflausar í frjóefnasnauð- um mosa yfirborðsins. Ég hef oft lagt leið mína um plöntuuppeldisstöð Skógræktar- félags Reykjavíkur í Fossvogi og veit, að þar er árlega sáð til nokk ur hundruð þúsunda skógartrjáa. Plönturnar, sem vaxa þar upp, eru flestar gróðursettar á Heið- mörk, þegar þær eru þriggja eða fjögurra ára. Þar ættu þær að geta myndað stórskóg í framtíð- inni, ef þeim væri séð fyrir full- kominni friðun og öðrum viðhlít- andi vaxtarskilyrðum er þær hafa verið gróðursettar þar. í Fossvogsstöðinni er unnið af alúð og umhyggju að uppeldi plantn- anna. Þar hafa þeim verið gerð skjólbelti úr þroskamiklum greni trjám, álmi, víði o. fl. í þessari uppeldisstöð og fleirum vinna á- hugasamir kunnáttumenn mikið og gott menningar- og þjóðþrifa- starf, sem alls ekki má fara for- görðum á Heiðmörk vegna skorts á umhirðu og eftirliti. Reykja- víkurbær hefur yfir *vo miklu fé að ráða, að litlu ætti að muna, þótt hann réði mann til umsjón- ar og eftirlits á mörkinni. En sá maður þyrfti að vera natinn og áhugasamur. Oft hef ég hugleitt það, hvort ekki væri nauðsynlegt að koma upp skjólbeltum á Heiðmörk og annars staðar þar, sem vindasamt er og skjóllítið, áður en við- kvæmar ungplöntur eru gróður- settar. Það munu Danir hafa orð- ið að gera á Jótlandsheiðum, sem eru 7 —8 breiddarstigum sunnar á hnettinum en Heiðmörk. Ég tel brýna nauðsyn að búa íslenzk um ungskógum sem allra bezt vaxtarskilyrði, jafnvel þótt minna magn plantna væri gróð- ursett árlega fyrir þær sakir. Núverandi skógræktarstjóri og samstarfsmenn hans hafa' unnið þrekvirki. Þeir hafa flutt til lands ins margar trjátegundir, sem reynslan sýnir æ betur, að vaxið geta í landi voru ölnum og ó- bornum til gagns og gleði. Þeim hefur og tekizt að glæða með þjóðinni trúna á það, að stórskóg- ar muni í framtíðinni rísa úr ís- lenzkri mold. Þessa trú, sem studd er fræðilegum athugunum og nokkurri reynslu, megum vér, sem njótum starfs þeirra, ekki deyða með hirðuleysi eða kot- ungslegum sparnaði, meðan ’oær og ríki leggja stórfé í margt ann að, sem ekki ber arð i dag eða á morgun. Magnus Finnbogason. Ilöfum kaupanda að Chevrolet eða Ford vöru bifreið, 4%—5 tonna, ár- gang ’53—’55. Staðgreiðsla. Bifreiðasalan Njálsgötu 40, sími 1-40-20. Fyrsta flokks Pússníngasandur til sölu. - Sími 3-30-97. • • Oryggiskcrfi Austur-Þjóðverja í hættu - ef Mielke leysir frá skjóðunni BERLÍN, 9. sept. — Þær fregnir berast frá Berlín, að Erik Mielke hafi flúið til Vestur-Berlínar. — Hann var grunaðux um að hafa haft samband við „óþjóðleg öfl*’ í Austur- og Vestur-Þýzkalandi. Fréttamenn segja, að ef þessi frétt reynist á rökum byggð, þá sé hér um mjög merkilegan við burð að ræða, vegna þess að Mielke lagði grundvölinn að öllu njósnakerfi austur-þýzku komm- únistastjcrarinnar á sínum tíma. Fyrirmynd hans var njósnadeild fasistanna þýzku. Þá skipulagði hann alla starfsemi austur-þýzku öryggislögreglunnar og var fyrsti yfirmaður hennar. Undanfarið hefir hann haft mikilvægu em- bætti að gegna sem aðstoðarmað- ur Piecks forseta. Mielke myrti tvo lögregluþjóna á Búlow Platz í Berlín 1931, en tókst að flýja til Sovétríkjanna, þar sem hann fór í skóla komm- únista, en síðan var hann send- ur til baka með Rauða hernum. Hann skipulagði njósnastarfsemi og öryggisþjónustu Austur- Þýzkalands eftir stríð og var hægri hönd Wilhelms Zaissers, sem var öryggismálaráðherra, þangað til hann féll i ónáð og varð að víkja sessi fyrir Woll weber. Búizt er við, að allt njósna- og öryggiskerfi Austur Þýzka- lands molni niður, ef Mielke leys ir frá skjóðunni. Bifreiðar v/ð allra hæfi Opel-Record ’54 Opel-Caravan '55 Consul-Ford ’55 Ford-Anglia *55 Ford-Prefecl ’56 Volkswagen ’54, ’56, ’58 Clievrolet J55, ’54, ’53, ’52, 1947. — Ford ’56, ’55, ’47 Wauxhall ’52 Hillnian ’51 Standard ’50, ’47 Chrysler ’54, ’52 Plymouth ’51 Mercury ’49 Mercedes—Benz ’55, ’49 Skoda ’55 Moscwitch ’57, ’55 Pobeda ’56 Chevrolet-Station ’55 Ford Ranch-Wagon Ford Ranch-Wagon ’54 Auk fjölda bifreiða af ýms- um stærðum o g gerðum, sem fást með ýmsum greiðsluskilmálum. Bifreiðasalan Garbasfræfi 6 Sími: 18-8-33 Tvo háseta vantar á m.b. Faxa, á rek- net. — Upplýsingar í síma 11067. — Hlégarður Mosfellssveit Almenn skemmtun að Hlégarði í kvöld kl. 9 Skafti Ólafsson otr hliómsveit skemmta Ferðir frá B.S.Í. — Húsinu lokað kl. 11.30 Ölvun bönnuð Aftureldine. íbúð í vesturbœnum ER TIL SÖLU. Ibúðin er í steinhúsi á hitaveitusvæðinu. Undirritaður gefur allar nánari upplýsingar. EgiM Sigurgeirsson hrl. Austurstræti 3, simi 15958. Startstúlka óskast Upplýsingar gefnar á skrifstofunni Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Nýjar gerðir af húsgagnaáklæbi í nútima litaskiftingu. Bílasmiðjan Laugavegi 176. Dodge Veapon óskast. — Sími 15808. VERZUININ EDSNBORG Nýkomið kiiflótt efni í skólakjóla. — Margir litir. Verð kr. 22,90 pr. m. BIIIKKttKt! TIL LEIGU í eitt ár, er 4ra herb. íbúð í nýju húsi í Vesturbænum, vegna dvalar erlendis. Simi og ísskápur geta fylgt. Til mála kæmi einnig aö leigja með húsgögnum. Fyrirfram greiðsla æskileg. —■ Tilboð merkt: „Eitt ár — 6547“, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir þriðjudags- kvöld. — Volks-Wagen Nýr Volkswagen, eða inn- flutningsleyfi, óskast til kaups nú þegar milliliða- laust. Sími 19408. Söluturn Söluturninn við ráðhúsið 1 Hafnarfirði er til sölu strax Tilboð sendist afgr. Mbl., fyrir 18. þ.m., merkt: — „6545“. — Austin A-40 Árg. 1949, til sýnis og sölu í dag. — Bíllinn er mjög þokkalegur einkabíll. Aðnl Bílasalan Aðalstr. 16, sími 1-91-81. TIL LEIGU eðo sölu húsið Laufésvegur 16, á- samt eignarlóð. Tilboð send kst Guðmundi Hlíðdal, Fom haga 20. Frá Bifreiðasölanni Njálsgötu 40 Höfum kaupendur að Willy’s landbúnaðar-jepp- um. — Bifreiðasalan Njálsgötu 40. Sími 11420. Pianó til sölu Upplýsingar í síma 23758, eftir hádegi, laugardag og sunnudag. Bifreibaáklæbi í miklu úrvali. Bílasmiðjan Plastáklæbi á eldhús-húsgógn, í miklu úrvali. — Bílasmiðjan Pedigree- BARNAVAGN til sölu, Tómasarhaga 9, II. hæð. Sími 18143. Þeir, sem eiga geymd matvæli í Sænska frystihúsinu, eru beðnir að taka þau fyrir 17. þ.m. eða semja um geymslu að nýju. Annars verða þau fjarlægð á kostn að eigenda. Sænsk isl. Frystihúsið h.f. TIL LEICU 2 herb. og eldhús í kjallara í nýju húsi í úthverfi fyrir fullorðna. Sanngjöm leiga. — Fyrirframgreiðsla æskileg. Tilboð leggist á af- greiðslu Mbl. fyrir 18. þ.m, merkt: „Sólríkt — 6550“. Kennara vantar IBUÐ nú strax eða fyrsta okt. Kaup á íbúðinni kæmu til greina eftir fáa mánuði. — Upplýsingar gefnar í síma 14743. — 4ra herbergja, fokheld IBUÐ á bezta stað f Laugarésn' um, til sölu. Allt sameigin- legt búið. Tilb. sendist afgr, Mbl., fyrir 17. þ.m., merkt „Fallegur staður — 6549“, KEFLAVÍK Til leigu litil íbúS. — Upp lýsingar Hringbraut 56. Sími 822. — V ö N saumakona óskast strax. NærfataverksmiSjan LiBa Víðimel 64. Sími 15104. Dömur Vegna forfalla eru tvö pláss laus ánæsta sniðanámskeið, (kvöldtimar). Talið við mig sem fyrst. Bjarnfríður Jóhannesdóttir Hagamel 26, kjallara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.