Morgunblaðið - 26.09.1957, Síða 6

Morgunblaðið - 26.09.1957, Síða 6
 MORCVTSBL AÐIÐ Flmmtudagur 26. sept. 1957 Cengi sferlingspundsins sfyrkf með vaxtahœkkun AÐEINS um mánuður er lið- inn síðan Peter Thorney- croft, fjármálaráðherra Breta, lýsti því yfir, að hann væri mótfallinn því að hækka bankaforvexti úr 5% í 5%%. En í siðustu viku geróist sá atburð- ur, öllum að óvörum, að sami ráð herra tilkynnti, að bankaforvext- ir skyldu hækka hvorki meira né minna en upp í 7%. Það má segja að fjármálaheimur Bret- lands hafi staðið á öndinni af undrun yfir þessari ákvörðun, sem mun hafa víðtækar afleið- ingar á öllum sviðum. Peter Thorneycroft. Ætlunin með þessum róttæku aðgerðum, er að styrkja gengi sterlingspundsins, stöðva fjár- flóttann frá Bretlandi og hafa hemil á verðbólgunni. Thorneycroft fjármálaráðherra lýsti því yfir, að ákvörðun þessi túlkaði ekki stefnu brezka íhalds flokksins, hún væri aðeins lækn- isaðgerð, sem hefði verið orðin óhjákvæmileg, því að síðasta mánuðinn hallaðist mjög á ógæfu hliðina fyrir sterlingspundinu. — Hann bætti því við, að hækkun bankaforvaxtanna ein nægði ekki. Henni þyrfti að fylgja tak- mörkun á fjárfestingu og ríkis- framkvæmdum og takmörkun á lánum frá bönkunum. — Verði þeirra atriða ekki gætt muni verðbólgan aftur sleppa laus og þá sé verr farið en heima setið. Það virðist almennt álit fjármálamanna, að þetta hafi verið djörf ákvörðun hjá Bretlands-stjórn. íhaldsflokk- urinn megi vita það, að að- gerðir þessar verði óvinSælar meðal almennings. Hann beri hins vegar svo mikla ábyrgðar tilfinningu, að hann þori að segja fólki sannleikann. Þann bitra sannleika, að gengi sterl- ingspundsins er í hættu vegna þess að þjóðin er farin að eyða meiru en hún framleiðir. ★ Það hefur aldrei komið fyrir síðan 1931, þegar verið var að hamla á móti kreppunni, Ið bankaforvextir hafi farið yfir 5%% og það er einnig nær ein- stætt, að þeir hækki í einu um tvö hundraðshlutastig. Það sem hér liggur að baki er sú staðreynd, að gjaldeyrisaf- staða Bretlands hefur farið sí- versnandi. Nú er svo komið, að gjaldeyrisskuldir nema 3425 milljónum sterlingspunda, en gull- og dollaraforðinn er aðeins 765 milljónir punda. Ástand- ið versnaði mjög í Súez-deilunni og enn hefur stöðugt sigið á ó- gæfuhliðina. ★ Vissir atburðir hinn síðasta mánuð valda því, að Thorney- croft fjármálaráðherra varð að breyta um skoðun. Hann átti að- eins um tvennt að velja, að lækka gengi sterlingspundsins, eða grípa til róttækra aðgerða til að verja gildi þess. Hann hef- ur ákveðið að velja síðari og heiðarlegri kostinn. Síðarihluta ágúst fram- kvæmdi franska stjórnin fjár- málaaðgerðir, sem taldar hafa verið dulbúin 20% gengis- lækkun frankans. Þar sem vit- að var, að Bretar áttu við aHa sömu erfiðleika að stríða greip um sig ótti meðal manna, að gengislækkun sterlingspunds- ins væri í vændum. Næsti atburður var sá, að á þingi brezka verkalýðssam- bandsins voru nú uppi hávær- ari kröfur en nokkru sinni áð- ur, að hefja nýja og harð- skeyttari kaupkröfubaráttu. Ákvarðanir verkalýðssam- bandsins um að heimila félög- unum skef jalausan skæru- hernað orkaði mjög á þá leið að veikja trúna á sterlings- pundið. Menn þóttust sjá fyr- ir nýja, ægilega verðbólgu- öldu í Bretlandi. . Þriðji atburðurinn, sem hafði sín áhrif var kosninga- sigur Adenauers í Þýzkalandi. Hann tryggði mönnum áfram- hald hinnar virku og upp- byggjandi fjármálastefnu Lud vigs Erhards og styrkti enn frekar gildi þýzka marksins. ★ Allt stuðlaði þetta að víðtæk- um fjárflótta. frá Bretlandi Sterlingspundið var eins og sökkvandi skip, sem allir vildu reyna að bjarga sér frá í tíma. Allir þeir sem vettlingi gátu valdið reyndu að skipta sterlings pundum, sem þeir áttu, í dollara eða þýzk mörk. Gengislækkunin gat skollið yfir þá og þegar. Blómabúð Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í blómabúð hálfan eða allan daginn. Æskilegt að umsækjandi hafi starfað við blómaskreytingar áður. Tilb. send- ist Mbl. merkt: „Blómabúð — 6723“. Herrar — Herrar Nokkrar- tegundir af tízkuefnum teknar upp í dag. Þórhallur Friðfinnsson klæðskeri — Veltusundi 1. Tilkynning Vegna flutnings verða skrifstofur okkar lokaðar föstudaginn 27. þ.m. Opnar aftur laugardaginn 28. þ.m. í Aðalstræti 6, 3. hæð. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda. En gengislækkunin kom ekki. í stað þess ákvað Thorneycroft fjármálaráðherra að snúast til varnar. Og þar sem peninga- straumur til Þýzkalands var jafn vel svo mikill, að það olli Þjóð- verjum nokkrum vandræðum ákváðu Bretar og Þjóðverjar að samræma aðgerðir sínar. Á sama tíma og Bretar hækkuðu banka- forvexti sína úr 5 í 7% lækkuðu Þjóðverjar forvexti sína'úr 4Vú í 4%. Þetta þýðir það einfaldlega, að nú verður miklu óhagkvæm- ara, að eiga fé í Þýzkaalndi en í Bretlandi. Það er enginn vafi á því, að þessar róttæku aðgerðir munu mjög styrkja álit manna á sterl- ingspundinu. Þess er þegar farið að gæta nokkuð, að menn kjósi sterlingspundið frekar en þýzka markið. Norræna menningin og staða hennar í sögunni nefnd- ist fyrirlestur, sem Arnold J. Toynbee flutti í útvarpið í fyrrakvöld. Hann sagði m.a.: Nú á dögum er menning Norð- urlanda göfugur en ósjálfstæður hluti menningar Vesturlanda, og svo hefur lengst af verið. En á 9. og 10. öld var hlutur Norður- landa í sögu heimsins annar, er þar kom fram sjálfstæð menning, kappsfull og glæsileg, sem um skeið virtist ætla að ná fullum þroska. En skeið hennar varð að- eins 2 aldir, þá hvarf hún jýrir áhrif kristninnar. Uppruni menningarinnar á meginlandi hins forna heims var í Vestur-Asíu. Hún breiddist út, en sums staðar var hins vegar ágengni hennar til þess, að upp risu sjálfstæðar menningarheild- ir, er snerust öndverðar gegn henni, — þannig fór t.d. í Egypta- landi hinu forna og löngu síðar á írlandi og Norðurlöndum. Er dró að lokum 8. aldar höfðu Norðurlönd um skeið verið ein- angruð frá kristinni menningu Hækkaðir vextir munu stuðla að sparnaði. Almenningur mun frekar leggja fé.sitt í banka, held ur en kaupa hlutabréf og fólk hugsar sig tvisvar um, áður en það leggur í fjárfestingu. ★ Ríkisstjórnin hefur tilkynnt stórfelldan sparnað í ríkisút- gjöldum. Það er ákveðið að fresta fjárfestingarfram- kvæmdum á vegum hins opin- bera um eitt ár á næstu þrem- ur árum og útgjöld á öllum sviðum ríkisrekstrar verða lækkuð um 10—20%. Þá verður hert að rekstrar- lánum hjá einstökum fyrir- tækjum. Aðeins er eftir að sjá, hvernig málin þróast þegar verkalýðsfélögin koma fram með hinar boðuðu kaupkröfu- hækkanir. Suðurlanda, þar eð villiþjóðir úr austri höfðu sótt vestur Þýzka land. Karl mikli braut þær und- ir sig, og menning hinnar kristnu ) Evrópu var við bæjardyr Norð- urlanda. Átti að taka hana upp eða halda henni í skefjum með því að skapa sjálfstæða, nor- ræna menningu? Síðari kosturinn var reyndur. Á hinu stutta blómaskeiði sínu teygði norræna menningin sig allt frá ströndum Ameríku til Kaspíahafs. Á 20. öld ala auð- æfi þessara landflæma tvö vold- ugustu ríki heimsins, svo að nor- ræna menningin veslaðist ekki upp fyrir fátæktar sakir. Hern- aðarósigrar urðu henni ekki heldur að aldurtila, — víkingarn ir sóttu stórborgir heimsins með vopnum og höfðu sigur. Það var því ekki vopnuð á- leitni hins kristna heims, er olli því, að norrænir menn gerðust kfistnir. Ef um áleitni var að ræða, hlýtur hún að hafa tekið hug þeirra fanginn. Þeim þótti rómversk og grísk menning á- hrifameiri og hugþekkari en Toynbee í Þjóðminjasafninu þeirra eigin. Hún hafði þó náð miklum þroska, jafnvel svo, að jaðraði við sundurgerð. Goða- fræðin og söguljóðin heilla okk- ur enn, og norrænar þjóðir lögðu rækt við lífshætti sína og áttu sér eigin heimsmynd, sem var a. m.k. íslendingum ofarlega í huga næstu 3 aldir eftir upplausn hinn ar sjálfstæðu menningar. Hver var þá ástæðan til þess, að nor. rænar þjóðir létu heillast af söngvum Suðurlanda? Ég veit ekki, hverju svara skal, en álita- efnið er heillandi. Önnur spurning, sem vert er að velta fyrir sér, er þessi: Hví eru allar heimildir okkar um norræna menningu frá íslending- um og að litlu leyti Norðmönn- um, en alls ekki frá Svíum og Dönum? Við kynnumst aðeins sjónarmiðum íslendinga. Slík ein okun ritmennskunnar er ekki einsdæmi, ísraelsmenn rituðu sögu Kanaanslands einir, Aþen- ingar rituðu sögu Grikkja hinna fornu nær einir. Ef ritverk sænsks Snorra væru grafin úr gleymsku, kynnu þar að finnast svör við þeim vandamálum, er leita á huga okkar. Toynbee prófessor er nú farinn af landi brott, en bæði erindin, sem hann flutti hér, verða þýdd og flutt í útvarpið síðar í vetur. Hvað varð norrœnni menningu að fjörtjóni ? sbrifar ur daglega lífínu NORÐLENDINGUR skrifar: Ég sé að Menntamálaráð hef- ir gengizt fyrir því að upp hefir verið sett í höfuðborginni sýr.ing á listaverkum Júlíönu Sveins- dóttur. Góff sýning ÞAÐ er ánægjulegt því ekki hefir okkur íslending- um gefizt kostur á því að sjá á heildarsýningu verk þessarar listakonu sem fjarri ströndum landsins hefir búið í fjöldamörg ár. Það er heldur ekki nema sðli- legt að sýningunni sé í fyrstu komið fyrir í Reykjavík og hún opnuð þar. En tilmæli mín eru þau til Menntamálaráðs að það sendi sýningu þessa út á lands- byggðina. Hún er einstök í sinni röð og ég tel að ekki sé nema sjálfsagt að við fáum líka að sjá verk þessarar ágætu listakonu. Menntamálaráð er ráð þjóðar- innar allrar og það á ekki aðeins að halda listsýningar i höfuð- borginni, heldur einnig gefa þeim sem úti á landi búa kost á því að sjá sýningarnar. Auðvitað er ekki hægt að halda þær á mörg- um stöðum úti um land, en ef listsýningu væri t. d. komið upp á Akureyri, eins og síðast var gert við sýninguna á verkum Kjarvals þá er hægt um vik fyrir flesta íbúa Norðurlands að sjá sýninguna. Á Akureyri er góður sýningarsalur og öll skilyrði fyrir hendi og ekki nema klukkustund- ar ferð frá höfuðborginni svo ekki er nú fyrirhöfnin óskapleg. Ég vildi koma þessum tilmælum mínum á framfæri við ráðið í sambandi við sýningu Júlíönu, að það muni eftir því að okkur sem úti á landsbyggðinni búum þykir líka gaman að horfa á málverk. Útlenzkuslettur i málinu JÓN skrifar: Ég hefi tekið eftir því bæði í útvarpi og blöðum hve mörgum mönnum hættir enn til að sletta útlendum arðum í máli sínu. Þetta er til tvímælalausra lýta og er hneisa hverjum góðum manni, en þó er mér ekki grun- laust um að menntaðir menn gangi jafnvel á undan um þessi málspjöll. Á þessu þarf að vekja athygli og útrýma erlend- um vizkuslettum úr tungunni þvi það er okkur ósamboðið að tala svo. Mér datt þetta enn einu sinni í hug er ég las skeyti í einu dagblaðanna sem sýningarnefnd stórrar sýningar sem hér er nú haldin sendi. Þar komu fyrir orðin „humaniskt evangelium en að öðru leyti átti skeytið að vera á íslenzku, og stóðu að því mætir og þjóðkunnir menn. Þetta þykir mér of langt gengið í fordildinni, að geta ekki sagt hlutina blátt áfram á móðurmálinu heldur grípa til erlends skrúðmáls, til þess að tjá hug sinn allan. Það er leitt og við skulum reyna að hætta því. Fjör I réttunum ÞESSA dagana standa réttirnar yfir. Það er mikill viðburður og skemmtilegur, bæði ungum og gömlum í sveitinni. Við sem í Reykjavík búun? förum þó á mis við þennan gamla og ramm- íslenzka atburð og víst mun mörgum þeim, sem í sveit eru aldir upp þykja í því nokkur eftirsjá. En margir Reykvíkingar. hafa það fyrir sið að fara í ná- lægar réttir þessa dagana og rifja upp gamlar endurminningar und- ir réttarveggnum. Og margir taka börn sin með, eyða heilum degi í réttunum og kenna þeim tungutak gangna og rétta en það er góð og gömul íslenzka, sem kaupstaðabörnin kunna lítil skil á. Þetta er góður siður og sem betur fer eru nokkrar réttir skammt frá Reykjavík, svo ekki er langt að sækja fyrir þá, sem vilja enn einu sinni draga. Þröngur inngangur LÍTILL inngungur að miklu skáldi heitir heillöng grein í Þjóðviljanum í gær um Harry Martinson. Ég skal að vísu játa, að mér finnst inngangur betra í þessu sambandi en útidyr eða forstofa, en samt er eitthvað skrít ið við það. Hvernig litist ykkur á annað eins og þetta: Stórt eld- hús í leirskáldi eða þakleki 1 þreyttu höfði? Þ.Ó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.