Morgunblaðið - 26.09.1957, Side 10
MOnCVTSBT4Ð1Ð
Tímmtudagur 28. sept. 195T
msuttliIaMfr
Ctg.: H.Í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsíngar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aigreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 1.50 eintakið.
ATBURÐIRNIR í LITTLE ROCK
EITT af meginstefnumálum
Eisenhowers Bandaríkja-
forseta, hefur verið að
koma á fullkomnu jafnrétti
hvítra manna og þeldökkra inn-
an Bandaríkjanna. Síðasta þing
samþykkti frumvarp frá forset-
anum, sem að vísu var breytt
allmjög frá upprunalegu formi
sínu. En forsetinn sætti sig engu
að síður við það, og í því fólst
merkilegt spor til aukins jafn-
réttis.
En kynþáttavandamálið er
ennþá ofarlega á baugi í Banda-
ríkjunum. Um það bera síðustu
atburðir greinilegt vitni. í litl-
um bæ suður í Arkansas hafa
undanfarið staðið yfir stórkost-
leg átök um framkvæmdir jafn-
réttishugsjónarinnar. í bænum
Little Rock hefur sjálfur fylkis-
stjóri Arkansasríkis tekið upp
baráttu gegn því að framkvæmd
séu lög og reglur um rétt svartra
barna til að sækja sömu skóla og
börn hvítra manna. Þarna hafa
gerzt atburðir, sem sýna greini-
lega hvílíkt ofstæki og siðleysi
ríkir ennþá í þessum málum í
einstökum fylkjum Bandaríkj-
anna. Æstur skríll hvítra manna
hefir safnazt saman við skólahús
og varnað blökkubörnum þar
inngöngu. Sjálfur fylkisstjórinn
hefur jafnvel notað þjóðvörð
Arkansasríkis til þess að hindra
svört skólabörn í að komast í
skóla sinn.
Eisenhower forseti hefur nú
tekið föstum tökum á þessum
ofbeldisaðgerðum og dómstól-
arnir hafa kveðið skýrt á um
rétt blökkubarna til þess að
sækja sömu skóla og hvit börn.
Ríkisvald Bandaríkjanna hef-
ur þannig sýnt það, að það
lítur alvarlegum augum á at-
burðina í Little Rock og ætlar
sér ekki að þola fylkisstjóra
Arkansas eða ofbeldislýðnum,
sem staðið hefur fyrir hermd-
arverkunum gagnvaart blökku
börnum, að hindra fram-
kvæmd laga og reglna um kyn
þáttajafnrétti i skólum lands-
ins.
Dökkur blettur
Barátta fylkisstjórans í
Arkansas og æstustu fylgismanna
hans gegn jafnrétti kynþáttanna
i skólum Bandaríkjamanna skap-
ar ömurlega mynd af menning-
arástandinu í þessum hluta
Bandaríkjanna. Hún er dökkur
blettur á heiðri Arkansasríkis.
Verst þó að hún mun eiga sér
allmarga fylgjendur víðs vegar
um Suðurríkin.
Baráttan..fyrir jafnrétti hvítra
manna og svartra innan Banda-
ríkjanna á sér langa sögu. Ef
til vill eiga þær þjóðir, sem ekki
hafa átt við neitt kynþáttavanda-
mál að stríða, erfitt með að skilja
það. En réttlætistilfinning allra
manna hlýtur að skapa þá skoð-
un að misrétti manna eftir hör-
undslit þeirra sé óhæfa, sem beri
að útrýma. Þess vegna öðlaðist
t. d. Abraham Lincoln samúð
alls hins siðmenntaða heims fyr-
ir baráttu sina í þágu kynþátta-
jafnréttisins. Vegna þeirrar bar-
áttu hefur hann skapað sér sess,
sem eitt af mikilmennum sög-
unnar.
En þótt þjóð Abrahams Lincolns
hafi sett löggjöf um jafnrétti
svartra manna og hvítra og þótt
flestir af beztu og vitrustu mönn-
um Bandaríkjanna berjist stöð-
ugt fyrir því, virðist þó enn all-
löng leið að því takmarki. í Suð-
urríkjunum, þar sem þrælahald-
ið var á sínum tíma útbreiddast,
er andúðin á kynþáttajafnréttinu,
ennþá svo rík meðal nokkurs
hluta fólksins að löggjafinn og
ríkisvaldið eiga stöðugt í miklum
erfiðleikum með framkvæmd
þess.
Þróunin stefnir í rétta
átt
En þróunin stefnir í þessum
efnum í rétta átt. Það verður
stöðugt fátiðara að atburðir eins
og þeir, sem hent hafa í Little
Rock, gerist. Um meginhluta
Bandaríkjanna sitja nú hvít og
svört börn á sama skólabekk. Og
átökin í Little Rock geta naum-
ast haft nema einn endi.
Ofbeldið verður að lúta i
lægra haldi og jafnrétti kyn-
þáttanna sigrar. Yfirgnæfandi
meirihluti bandarísku þjóðar-
innar stendur áreiðanlega á
bak við Eisenhower forseta í
viðleitni hans til þess að
tryggja framkvæmd jafnréttis
ins og bæta fyrir aldagamalt
misrétti.
NYIR BARNALEIKVELLIR
í FYRRADAG voru teknir í
notkun þrír nýir barnaleikvellir
í Reykjavik. Við það tækifæri
skýrði borgarstjóri frá því, að
16 barnaleikvellir væru nú sam-
tals í bænum og að við skipu-
lagningu nýrra hverfa væri ávallt
gert ráð fyrir barnaleikvöllum.
Mjög markvist hefur verið unn-
ið að því undanfarin ár að fjölga
barnaleikvöllum og bæta aðstöðu
barnanna í bænum. Ber og til
þess brýna nauðsyn. Stækkun
Reykjavíkur skapar stöðugt þörf
fyrir nýja griðastaði handa börn-
unum, þar sem þau geta unað
óhullt við leiki sina. Hin stór-
aukna umferð eykur ennfremur
þörfina fyrir leikvelli að miklum
mun. Bæjaryfirvöldin eru þess-
vegna áreiðanlega á réttri leið
er þau vinna að fjölgun þeirra.
Það er svo auðvitað rétt, sem
borgarstjóri benti á er hinir þrír
nýju barnaleikvellir voru teknir
í notkun s. 1. þriðjudag, að mikils
er um vert, að húseigendur gangi
þannig frá lóðum sínum og görð-
um, að börnin geti átt þar hæli.
Það má ekki eingöngu miða hús-
garða við það að þeir
séu skrúðgarðar til augnayndis
fyrir hina fullorðnu. Börnin verða
að geta dvalið þar við leiki sína
og notið þar hollustu útivistar og
öryggis.
Hverju heimili er að því ómet-
anlegt gagn að geta haft börn
sín í fallegum og vel hirtum
garði við hús sitt.
Þrátt fyrir fjölgun barna-
leikvallanna í bænum er þess
vegna mjög nauðsynlegt að
fólk hafi það í huga, að skapa
börnunum öryggi í görðum
heima við hús þess.
UTÁN UR HEIMI
Úr ýmsum áttum
„Lengi lifi Petrovitch, frjáls og
fullvalda" — hljóðaði skeytið.
Mörg „líf“ eftir?
Á eftir tímanum
Sagan segir, að V-Þjóðverji
hafi eitt sinn farið í heimsókn til
kunningja síns í A-Þýzkalandi.
Þeir sátu á heimili A-Þjóðverj-
ans og röbbuðu saman. Allt í
einu slökknaði rafmagnsljósið,
ekki einungis í húsinu — heldur
ölum bænum.
— Kemur þetta oft fyrir hjá
ykkur? — spurði V-Þjóðverjinn.
— Já, svaraði hinn. Kemur
þetta aldrei fyrir hjá ykkur?
— Nei, aldrei. í V-Þýzkalandi
er nóg rafmagn. Það bregzt
aldrei. A Þjóðverjinn brosti þá
og sagði:
— Já, þarna sérðu — hvað þið
eruð langt á eftir okkur. Við
höfum haft þetta svona í tíu ór.
Krúsjeff bekkir sitt
heimafólk
Þá er það saga, sem einnig
nýtur hylli í Moskvu. Krú-
sjeff, Búlganin og Molotov óku
saman í bíl út í sveit. Þeir voru
ekki að fara í útilegu, heldur til
þess að verða viðstaddir vígslu
Krúsjeff — kunni réttu tökin
nýs samyrkjubús ekki langt ut-
an við Moskvu. Á vegi þeirra
varð belja, sem í rauninni væri
ekki í frásögu færandi, ef hún
héfði ekki legið á miðjum veg-
inum og hindrað för mikilmenn-
anna. Bílstjórinn þeytti hornið,
og fór út og reyndi að koma
kúnni út af veginum, en með öllu
án árangurs.
Loforð Búlganins hrifu ekkert
Molotov stóðst ekki mátið held
ur fór út og sagði kúnni að hún
skyldi flutt á miklu betra beiti-
land en allar aðrar kýr í Rúss-
landi fengju að bíta á — ef hún
léti svo lítið að víkja úr vegi
þeirra, því að þeir væru orðnir
of seinir. Kýrin hreyfði sig ekki
— og Molotov gafst upp, þar eð
hann hafði engan Molotovkokk-
teil meðferðis.
Búlganin fannst lítið koma til
frammistöðu Molotovs, enda var
vegur hans tekinn að minnka
I þegar þetta gerðist.
Búlganin gekk því til kýr-
innar og var blíður á manninn.
Hann sagði henni, að hún fengi
fallegasta fjós, sem til væri í
Rússlandi og viðurværi sem full-
trúi flokksins, ef hún gerði svo
vel að fara af veginum. En allt
kom fyrir ekki. Kýrin hreyfði sig
ekki.
Þá steig Krúsjeff út,. heldur ó-
lundarlegur. Hann beygði sig
niður að kúnni og hvíslaði ein-
hverju að henni.
Samstundis spratt kýrin á fæt-
ur og hljóp sem fætur toguðu —
úr augsýn.
Molotov var þá þegar áhrifalaus
Þeir Búlganin og Molotov urðu
heldur hissa og hálfvonsviknir
þrátt fyrir allt. Hvað sagðirðu
við hana? spurðu þeir.
— Ég sagði henni bara, sagði
Krúsjeff, að við tækjum hana
með til samyrkjubúsins, ef hún
hypaði sig ekki strax í burtu.
Frjáls oj? fullvalda“
Eftirfarandi saga er sögð vin-
sæl í Moskvu: Ivan Petrovitch,
Moskvubúi, fékk eftir mikla fyr-
irhöfn leyfi til þess að fara í
verzlunarferð til útlanda. En
hann varð að tryggja yfirvöld-
unum það, að hann mundi ekki
bregðast ríki kommúnismans,
enda þótt honum væri leyft að
skyggnast út fyrir járntjaldið.
Og til þess að varna allra grun-
semda sendi hann reglulega
skeyti til viðkomandi yfirvalda í
Moskvu.
Fyrst fór hann til Varsjá — og
þaðan sendi hann svohljóðandi
skeyti: Lengi lifi Pólland, frjálst
og fullvalda.
Frá Prag kom næsta skeyti:
Lengi lifi Tékkóslovakia, frjáls
og fullvalda.
Og sagan endurtók sig. Orða-
lag skeytanna var alltaf hið
sama. Hann ferðaðist um Ung-
verjaland Búlgariu, Rúmeniu
og Albaníu og sendi skeyti frá
höfuðborgum allra landanna.
En nú var komið að því að
Ivan Petrovitch steig út af hinni
leninisku mold. Hann fór til
Grikklands — og sendi auðvitað
skeyti frá Aþenu. Nú varð hann
auðvitað að breyta orðalaginu og
úr vöndu var að ráða.
Þrálátur orðrómur er nú á
kreiki þess efnis, að Mikoyan sé
að taka við forsætisráðherra-
Mikoyan — eins og kötturinn
embætti af Búlganin. Búlganin
er hins vegar sagður eiga að
leysa Voroshilov af hólmi og taka
við forsetaembætti, sem er á-
hrifalaus staða. Athygli manna
beinist sífellt meira að Mikoy-
an, en hann er nú hinn eini af
nánustu samstarfsmönnum Stal-
ins, sem „lifir'*. í þessu sambandi
er oft minnzt á ummæli þau, er
höfð eru eftir honum:
Ég er Armeniumaður — og
þeir hafa níu líf eins og köttur-
inn. Engu hefur verið spáð um
það, hve mörg „líf“ hann á nú
eftir.
Ekki í vandræðum
FREGNIR frá Kína herma, að
Mao Tse Tung sér um þessar
mundir að skilja við þriðju eig-
inkonu sína, en hún var áður
kvikmyndaleikkona, La Pin aö
nafni. Það fylgir og fregninni, að
Mao hafi fundið arftaka hennar.
Les Churchill
Milovan Djilas, fyrrum nán-
asti samstarfsmaður Titos, situr
nú í fangelsi í Júgóslavíu sem
kunnugt er. Hann hefur öðlazt
heimsfrægð fyrir ádeilurit sitt á
kommúnismann: The new class.
Um þessar mundir styttir hann
sér stundir í fangelsinu við lest-
ur styrjaldarminninga Church-
ills. Ekki eingöngu sér til
skemmtunar — segir hann, held-
ur miklu fremur til þess að læra
góða ensku. I
Sjónarmiðaruglingur
Stjórn rússneska rithöfunda-
sambandsins hefur sagt G. Khu-
bov ritstjóra blaðsins „Rússnesk
tónlist" upp starfi sínu vegna
þess að hann hefur ekki tileinkað
sér hin leninisku sjónarmið 1
skrifum sínum í blaðið. Nýr rit-
höfundur hefur tekið við starf-
inu og eru miklar vonir bundn-
ar við að hann rugli ekki hinum
ýmsu „sjónarmiðum“ saman.
Alþjóðoróð tónsknlda
ALÞJÓÐARÁÐ tónskálda, sem
var stofnað fyrri forgöngu Tón-
skáldafélags íslands á Þingvöll-
um 17. júní 1954 heldur þriðja
aðalfund sinn dagana 25. til 28.
þ.m. í Munchen. Þýzka tónskálda
félagið býður upp á hátíðlega dag
skrá eins og hér segir:
25. sept.: Móttökuhátíð í Tón-
listarháskóla ríkisins.
26. sept.: Auk tveggja starfs-
funda, hádegisboð með dömum.
Að kveldi hátíðasýning óperunn-
ar „Harmonie der Welt“ eftir
Paul Hindemith undir stjórn höf-
undar. Að lokinni sýningu mót-
tökuhátíð í Ríkisóperunni.
27. sept.: Auk tveggja starfs-
funda hádegisboð í Hofbrauhaus,
en um kvöldið býður yfirborgar-
stjórinn í Munchen til „Oktober-
fest“, sem eru víðfræg árleg há-
tíðahöld þar í borg.
28. sept.: Þýzka „STEF“ býður
þátttakendum í bílferð til að
skoða hinar gömlu konungshallir
nálægt Múnchen.
Jón Leifs mun mæta á aðal-
fundi þessum fyrir hönd Tón-
skáldafélags íslands.
(Frá Tónskáldafélaginu).