Morgunblaðið - 26.09.1957, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Flmmtudagur 26. sept. 195T
Magnús Þórðarson sfud. jur.
VII. NiÖurlag
MOTIÐ í MOSKVU
Skylduvinna
Eitt hvöldið buðu þrír stúdent-
ar mér til herbergis síns. Held-
ur þótti mér þröngt um þá, því
að ekki var einu sinni rúm fyrir
skrifborð inni hjá þeim. Þeir
kváðust fá kaup fyrir að stunda
nám, en sá böggull fylgir skamm-
rifi, að þeir eru skyldir til að
vinna fyrstu þrjú árin eftir loka-
próf þar, sem yfirvöldin ákveða.
Þetta þýðir, að flestir eru sendir
austur á bóginn til hinna „nýju
landsvæða“, þ. e. héraða, sem nú
er verið að taka til ræktunar,
eða til nýgrafinna náma. Þeir
viðurkenndu fúslega, að fjöldinn
allur kviði fyrir þessum árum,
því að lífið væri erfitt þar eystra.
Flestir eru látnir fara sem „sjálf-
boðaliðar", en þeir sögðu það
bara vera „opinbert heiti“.
Kaup stúdenta
Einn stúdentanna var Hvít
Rússi, annar Úkraínumaður og
sá þriðji frá Tadzhikistan. Ég tal-
aði mest við Hvít-Rússann, því
að bæði var hann opinskáastur
og talaði bezta ensku. Hann
kvaðst fá 300 rúblur í kaup um
mánuðinn, en það væri of lítið,
svo að hann yrði að vinna með
náminu. í skólanum væri hann
frá átta til þrjú, en milli klukkan
fjögur og átta á kvöldin ynni
hann á safni einu. Fyrir þá vinnu
fengi hann 600 rúblur á mán.,
svo að hann væri „kapitalistinn“
meðal þeirra félaga. „En hvenær
lestu þá?“ spurði ég. „Á kvöld-
in, eða á nóttunni ef ég fer í bíó
með kærustunni". Hann sagði, að
þetta væri ekki gott fyrirkomu-
lag, en það væri betra en að
hafa ekkert tækifæri til þess að
stunda nám. T. d. væri sá frá
Tadzhikistan sovét-skipulaginu
þakklátur fyrir að hafa gert sér
kleift að komast í skóla, en for-
eldrar hans væru fátækt og frum-
stætt fólk.
Leyniræðan og þræiabúðir
Margt höfðu þeir þó við ríkj-
andi skipulag að athuga. Þeir
sögðu leyniræðuna um Stalin
hafa komið mikilli ólgu af stað
meðal stúdenta, en hún hafði ver-
ið lesin upp fyrir þá á fundi,
án þess að nokkrar skýringar
fylgdu eða umræður væru leyfð-
ar á eftir. Þess vegna væru mjög
skiptar skoðanir um það, hvað
hefði raunverulega staðið í henni,
því að minni manna væri mis-
jafnt. Áfellisdómurinn yfir Stalin
hefði komið eins og reiðarslag
yfir fólk, og ýmsir stúdentar
hefðu komið saman á óopinber-
um fundum til þess að ræða hana.
Ýmsir hefðu gengið of langt í
gagnrýni sinni á ríkið, svo að
þeir hefðu verið reknir úr skóla
og líklega flestir settir í fangelsi,
því að til margra þeirra hefði
ekki spurzt síðan. Ég spurði,
hvort tilvist þrælabúðanna hefði
alla tíð verið á almannavitorði,
því að út á við hefði henni jafn-
an verið neitað, þangað til í
fyrra, þegar háttsettur maður
innan rikislögreglunnar lýsti því
yfir á fundi með frönskum sósíal-
istum, sem voru á ferð í Sovét-
ríkjunum, að nú væri verið að
leggja þrælabúðirnar niður, sem
áður var sagt, að væru ekki til.
„Mörg andlit"
Úkraínumaðurinn varð fyrir
svörum og sagði, að auðvitað
hefðu allir vitað um þær, og þá
ekki sizt Úkraínumenn. Sagði
hann fáar þjóðir hafa verið beitt-
ar jafn mikilli harðyðgi og allt
reynt til þess að bæla niður sjálf-
stætt menningarlíf þeirra. Ég
spurði, hvort þetta færi ekki batn
andi, og sagðist hann bæði geta
svarað því játandi og neitandi.
Að vísu væri farið að viðurkenna
ýmislegt opinberlega, sem áður
var einungis haft í hvíslingum,
en „þegar við sjáum andlit þeirra,
sem nú ráða ríkjum, þá munum
við líka eftir mörgu, sem þeir
hafa illa gert í fortíðinni“. Ég
spurði, hvort hann ætti við
Krjúsoff, en hann sagðist eiga við
mörg andlit.
Malenkoff vinsæll
Malenkoff var vinsæll af þeim
félögum, og varð ég oftar var
við það, að fólki lá vel orð til
hans. „Hvers vegna var hann þá
sendur í útlegð?“ spurði ég.
„Hann hlýtur að hafa gert sig
sekan um mikil mistök". Ég
spurði, hvort þeir tryðu því, en
þeir játuðu, að þeir hefðu enga
aðstöðu til þess að dæma um það.
„Við lesum margt í blöðunum,
en við fréttum líka ýmislegt
annars staðar frá“.
„Leyfa Ameríkanar það?“
Þeim lék mikil forvitni á að
heyra um stjórnmálalífið á ís-
landi, og fannst merkilegt að
heyra, að kommúnistar væru í
ríkisstjórn. „Leyfa Ameríkanar
það?“ spurðu þeir undrandi. Þeir
töldu, að stjórnmáialífið yrði
smám saman frjálslegra í heima-
landi sínu, sérstaklega þegar
gamla kynslóðin væri horfin af
sjónarsviðinu. Áhrif flokksins á
Æðsta ráðið yrði að minnka, það
væri langþýðingarmesta réttar-
bótin.
Mjög var áberandi, hve stúdent
ar þessir voru illa upplýstir um
marga hluti á Vesturlöndum, og
stundum gátu þeir komið með
yfirlýsingar eins og þær, að allir
Ameríkumenn væru eiturlyfja-
neytendur. Ekki höfðu þeir þó
heyrt getið um marihuana, en
minntust á kókaín, ópíum og
kókakóla!
Vildu frjálsar kosningar
Þegar ég spurði þá, hvað þeim
þætti helzt aðfinnsluvert í Sovét-
ríkjunum, voru þeir fljótir að
telja upp ýmislegt. Þeir minnt-
ust á lélegan húsakost, lágt kaup
og hátt verðlag, góðir skór kost-
uðu 600 rúblur eða mánaðarkaup
verkamanns. Þá sögðust þeir vilja
frjálsar kosningar „eins og á ís-
landi“. Ég spurði, hvort þeir vildu
þá láta leyfa alla flokka, en ekki
voru þeir vissir um það og kom-
ust í hálfgerðan bobba með svar-
ið. Fasistaflokkar yrðu a. m. k.
aldrei leyfðir. Þá kváðust þeir
einnig vilja fá frelsi til að túlka
skoðanir sínar, hvar og hvenær
sem væri. Það væri skammarlegt,
að enn væru stúdentar fjarlægð-
ir fyrir það eitt að þora að gagn-
rýna hluti, sem allir vissu, að
farið gætu betur. í hvert skipti,
sem einhver hyrfi, eignuðust yfir
völdin ótal harðvítugra andstæð-
inga, því að allir vinir og ætt-
ingjar hins horfna hötuðu þau
upp frá því. Þá vildu þeir og
leyfa innflutning á ýmsum vör-
um að vestan, t. d. bókum, og
þeir vildu fá leyfi til þess að
ferðast um heiminn, eins og þá
lysti. Ég varð mjög oft þess
áskynja, að fólk langar mikið til
þess að skoða sig um í heiminum.
Ofursti einn frá Vladivostok sagði
sig hafa langað til þess alla ævi
að koma til Parísar, en það væri
víst útséð um að sá draumur rætt
ist. Margir játuðu beinlínis, að
frjáls ferðalög væru bönnuð, en
aðrir (t. d. túlkarnir) sögðu það
„mjög erfitt" að fá vegabréf o.
s. frv.
Ókeypis læknishjálp?
Ég vildi þá fá að vila, hvað
þeim líkaði vel, en þeir kváðu
nær, að ég segði þeim, hvað mér
litist vel á í þeirra þjóðfélagi.
Ég leitaði góða stund í hugskoti
minu, og nefndi svo ókeypis
læknishjálp. „'Þekkist hún hvergi
í kapitalisku löndunum?" spurðu
þeir. Ég skýrði tryggingafyrir-
komulagið á fslandi út fyrir
þeim. Hvít-Rússinn sagði þá, að
þetta væri í rauninni alveg það
sama. einhvers staðar frá yrðu
peningarnir að koma til þess að
kosta læknastéttina, og ef við
borguðum sérstakt gjald á ís-
landi, þá væru þeir teknir með
sköttum af Rússum. „Eða í Ríkis-
happdrættinu", sagði Úkraínu-
maðurinn hlæjandi. Almenning-
ur eystra hefur nefnilega orðið að
verja hluta launa sinna til kaupa
á ríkisskuldabréfum, en fyrir
nokkru, þegar greiða átti þau til
baka, sveikst stjórnin um það og
bar við greiðsluvandræðum, sem
þó myndu leysast fljótlega, en
hafa víst ekki gert það enn.
Sunnudagsmatur stúdenta
Við töluðum saman langt fram
á nótt, og varð úr, að ég gisti
hjá þeim. Næsta dag, sem var
sunnudagur, ætlaði ég heim á
hótel að borða. Þeir sögðu, að
ég skyldi borða með þeim sunnu-
dagsmatinn í mötuneytinu, og
létu á sér skiljast, að þá væri
betra fæði en aðra daga. Það var
pylsur og þurrt hveitibrauð. Te-
glas var hægt að fá með, en auka-
lega varð að greiða fyrir það,
og kökubita gáfu þeir mér í eft-
irrétt, en urðu að borga eina
rúblu fyrir hann. Ég er hræddur
um, að íslenzkir stúdentar fúls-
uðu við slíkum viðurgerningi á
Gamla Garði, en kannske eru þeir
of kröfuharðir.
Málaralist
Síðan fóru þeir með mér víða
um borgina og sýndu mér marga
merkisstaði. Við fórum á Tretj-
akovskaja-safnið, en það er safn
rússneskra málverka. Þar eru
sósíal-realisk málverk í þúsunda-
tali og ægilegt um að litast. Bezt
þótti mér lítil mynd af Stalín,
þar sem hann ekur traktor um
frjósamar sléttur, glaður í bragði
og íklæddur vænum frakka, skó-
síðum, en smáfuglar flögra í
kring. (Þess má geta innan'sviga,
að þetta var annar traktorinn,
sem ég sá í Sovétríkjunum, og
ókum við þó um þaulræktuð
landbúnaðarhéruð alla leiðina
austur. Þótt land sé rennislétt,
stóðu menn að slætti með orfi
og ljá eða sigðum. Uppskeru er
svo ekið á hestvögnum. Mannafli
virðist nógur í sveitum, og sáum
við víða fyrirbærið, sem Magnús
Kjartansson talar um í Þjóðvilj-
anum, að einn kúasmali er um
hverja kú og einn hirðir á hverja
geit). Stúdentarnir voru mjög
hrifnir af málverkunum og oft
bentu þeir mér á stórar myndir,
einkum stríðsmyndir, sem þeir
sögðu marga málara hafa gert í
sameiningu. Virtust þeir álíta það
tryggingu fyrir listgæðunum.
Nokkur málverk voru þarna frá
seinustu árum fyrir fyrra stríð,
sem þeim þóttu heldur nýtízku-
leg og kölluðu þau „abstrakt" í
fyrirlitningartón, þó að ekkert
abstrakt væri við þau. Fáfræði
þeirra er þó skiljanleg, þegar þess
er gætt, að rússneskir listmál-
arar, sem komu eitt sinn að hóteli
okkar, höfðu aldrei heyrt Kandin-
sky getið, en einn kannaðist við
nafn Chagalls. Seinna frétti ég
þó af rússneskum málara, sem
kvaðst hafa séð myndir eftir þá
báða. Álíka virtist hin andlega
einangrun vera meðal arkitekta
ef dæma má eftir því, að í félags-
húsi þeirra í Moskvu (Arkitekta-
höllinni) hangir mynd af húsi
eftir „arkitektana Le Corbusier
og C. E. Jeanneret“. Enginn
hinna rússnesku arkitekta virt-
ist vita, að þetta er einn og sami
maðurinn og írægasti arkitekt,
sem nú er uppi; annað er höfund-
arnafn hans en hitt ættarnafn.
Kröfuganga í Leningrad
Púskínsafnið er á hinn bóginn
mjög auðugt og merkilegt, en
það er bæði safn fornminja og
listaverka. Við gengum síðan um
borgina og mættum m. a. hópi
pólskra unglinga. Hafði Hvít-
Rússinn þegar orð á því, að jafn-
vel Pólverjarnir virtust ganga
betur til fara en Rússar. Ég sagði
honum þá frá samtali, sem við
heyrðum nokkra Pólverja eiga
við Þjóðverja. Pólverjarnir sögðu
að eftir stríðið hefði allt verið
tekið af fólki, en nú væru bænd-
urnir að byrja að fá landið aft-
ur frá samyrkjubúunum í sínar
hendur, og allt væri strax orðið
betra. Kannske þyrfti að gera
einhverjar breytingar hér, sagði
ég. Hvít-Rússinn sagði, að sam-
yrkjubúin yrðu a. m. k. aldrei
lögð niður í Sovétríkjunum, en
mörgum þætti ýmislegt athyglis-
vert í hinni nýju stefnu Pólverja.
Því miður fengju þeir lítið að
fylgjast með þeim. Hann sagði
stúdenta í Leningrad hafa farið
í kröfugöngu s. L nóvember og
borið mynd af Gomúlka fyrir sér.
Ekki vissi hann, hverjar kröfur
höfðu verið gerðar.
Mjög mikið var um hermenn og
lögreglumenn í Moskvu, og var
gaman að sjá, hve fljótir þeir
voru að ryðja Rauða torgið, þeg-
ar valdsmönnunum var ekið í
lúxusbílum sínum inn fyrir
Kremlmúra. Stúdentarnir sögðu
mér, að geysilegur fjöldi her-
manna hefði verið kvaddur til
borgarinnar nú fyrir skemmstu,
líklega til þess að koma í veg
fyrir hugsanlegar óeirðir.
Lögfræði og stjórnmál
Stúdentar þessir urðu mjög
undrandi yfir því, að ég skyldi
ekki læra „stjórnmál“, fyrst ég
legði stund á lögfræði. Ég sagði
þeim, að háskólinn væri ópólitísk
ur, menn yrðu að mynda sér
stjórnmálaskoðanir utan hans.
Að vísu væru tveir prófessorar í
hagfræði, annar sósíalisti en hinn
kapítalisti. Þetta þótti þeim stór-
furðulegt, en viðurkenndu þó, að
þetta hlyti að vera fróðlegt fyrir
nemendurna. Seinna átti ég tal
við einn túlkanna, vel menntaðan
mann, og þótti honum það jafn-
undarlegt og stúdentunum, að ég
skyldi ekki læra pólitísk fræði.
Ég sagðist geta fræðzt um stjórn-
mál af blöðunum, þar væru allar
stefnur túlkaðar. „Kommúnismi
líka?“ spurði hann efablandinn.
„Já, hvers vegna ekki?“ Hann
hafði þá hálft í hvoru búizt við,
að kommúnistar fengju ekki að
gefa út blöð á íslandi. Hann
spurði þá, hvernig íslenzkir dóm-
arar gætu dæmt pólitíska glæpa-
menn án þess að lesa stjórnmál
til lagaprófs. „Hvaða stjórnmál?"
spurði ég. „Kapitalisk fræði",
svaraði hann. Ég sagði menn
aldrei ákærða fyrir stjórnmála-
skoðanir sínar á íslandi, og þótti
honum það allmerkilegt.
Gagnrýnisleikrit
Sami túlkur bauð mér síðar að
sjá leikflokk vinsælasta gaman-
leikara í Moskvu, sem hann kvað
heita Arkadii Raikin. Sýndir
voru margir smáþættir og leikin
danzmúsik á milli. Þættirnir voru
ekki ýkja merkilegir, en leikur-
inn mjög fjörugur. Hrifnastir
voru áheyrendur af því, sem túlk-
urinn nefndi „nýja gagnrýnis-
leiki“ (new critical plays). í ein-
um þeirra var skopazt að bið-
raðafarganinu í Moskvu, í öðrum
að háttsettum embættismanni,
sem látinn var vera hauslaus, og
sá þriðji fjallaði um mann, sem
vildi fá rafmagn í íbúð sína. Ekki
ætlaði það að ganga, fyrr en
manngarminum hugkvæmdist að
múta rafmagnsstjóra hverfisins.
Fólkið klappaði langlengst að
síðastnefnda atriðinu.
Radio Moskva
Við annan túlk átti ég lang-
ar viðræður. Þetta var greind
kona, vel menntuð og bersýni-
lega í góðum efnum. Hún túlk-
aði einu sinni viðtal, sem fregn-
ritari Moskvuútvarpsins átti við
mig, og kvað sá því viðtali mundu
verða útvarpað á 38 tungumál-
um. Vona ég, að við það hafi
verið staðið og ekkert undan
fellt. Eitt af því, sem fréttarit-
arinn vildi vita. var nöfn og
heimilisföng allra þeirra, sem ég
hafði kynnzt að ráði eða heim-
sótt í Moskvu. Mér þótti spurn-
ingin óþörf og kvaðst hafa
gleymt því jafnóðum. Að því við-
tali loknu spurði túlkurinn mig,
hvort við gætum ekki hitzt aftur
og rætt saman einlæglega. Ég var
auðvitað fús til þess og stakk
upp á því, að við mæltum okkur
mót á veitingastofu. Ekki vildi
hún það, heldur bað hún mig að
hitta sig eins og af tilviljun á
hótelganginum á ákveðnum tíma,
Varð það úr, og töluðum við sam-
an í símaherberginu.
Ekki paradís enn
Hún sagði, að margir íslend-
ingar virtust dálítið „kritiskir" í
tali, og bað mig að segja sér,
hvað við fyndum helzt að ástand-
inu hér. Ég sagði, að fyrst og
fremst hefðu margir orðið fyrir
vonbrigðum með húsakost borg-
arinnar. „Við hverju bjugguzt
þið?“ spurði hún. Ég sagði sumt
af fólkinu hafa lesið lofgreinar
um Moskvu í íslenzkum blöðum,
og séð margar myndir af hvítum
höllum og háreistum. Það hefði
líkast til ímyndað sér, að þannig
væri Moskva öll. Hún sagði þá,
að ef ég ætti við kommúnista-
blöðin á Vesturlöndum, þá gæti
hún sagt mér, að þau gæfu alls
ekki rétta mynd af lífinu í Ráð-
stjórnarríkjunum. „Ég hef I
mörg ár lesið ýmis kommúnista-
blöð að vestan, og ég þoli ekki
þessa tilhneigingu til þess að
fegra allt hjá okkur. Fólkið, sem
trúir blöðunum, heldur, að hér
sé Paradís á jörðu, og þegar það
kemur hingað austur, hlýtur það
að sjá, að það er ekki satt, og
verður fyrir vonbrigðum. Hitt er
annað mál, að við ætlum okkur
að gera þetta að Paradís". „Tekur
það langan tíma?“ spurði ég I
sakleysi mínu. Ekki vissi hún það
en kvaðst vona hið bezta. Ég taldi
nú upp ýmislegt, sem mér þótti
miður fara. Hún viðurkenndi
flesta gallana en afsakaði þá um
leið. Hún sagði það mjög til-
finnanlegt að geta ekki keypt
bækur að vestan, en spurði um