Morgunblaðið - 26.09.1957, Side 14
14
MOnCVNBLAÐlÐ
FSmmtudagwr 26. sept. 195T
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa strax.
Kjöfverzlunin Hrísateig 14
Sigríður Helgadótfir
80 ára
SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Ás-
vallagötu 57, er áttræð í dag. Hún
er fædd að Köldukinn á Fells-
strönd í Dalasýslu 26. september
1877. Foreldrar hennar voru
hjónin Helgi Sveinbjarnarson og
Ingibjörg Sigurðardóttir, er þar
bjuggu. Það hafa verið merkir
og góðir foreldrar, því með svo
mikilli óst og virðingu minnist
Sigríður þeirra enn í dag.
T œkifœrisverð
Góð Rafha eldavél og B. T. H. þvottavél
til sölu.
Uppl. í síma 10262.
Piltur
16—17 ára, óskasl til innheimtustarfa.
Sig. Þ. Skjaldberg hf.
Sími11491.
Sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn.
Upplýsingar á skrifstofunni.
*
Brunabótafélag Islands
Hverfisgötu 8—10.
Sími 14915.
Húseigendur
Þér, sem ætlið að leigja út húsnæði, hvort sem er íbúð-
ir, einstök herbergi, skrifstofuhúsnæði eða eitthvað ann-
að, ættuð að snúa yður til okkar. Við höfum ávallt sam-
band við mjög góða leigjendur, sem við komum yður í
kynni við. — Upplýsingar daglega kl. 2—4 síðd.
Husnæðismiðlunin
Ingólfsstræti 11, sími 18085
Framleiðum
rafm agnsvörulyftur
hentugar til þess að ferma og afferma vörubila, enn
fremur stafla í vörugeymslum.
Hlutafélagið Hamar
Frá Iðnaðarmálastofnun íslands:
FYRIRLESTRAR UM
Skrifstofustjórn
verða haldnir í Iðnaðarmálastofnun Islands 2.—11.
október nk. — Fyrirlesarar verða Bandaríkjamenn-
irnir Mr. Edward J. Gauthier og próf. dr. O.
Riehard Wessels.
Fyrirlestrarnir verða fluttir kl. 16—19. Þátttöku
þarf að tilkynna fyrir 28. sept.
Allar nánari upplýsingar í skrifstofu IMSI, símar
1 98 33 eða 1 98 34.
IMSÍ.
Svefnstólar Svefnsófar
SÓFASETT frá kr. 5.400,00
DJÚPIR stólar frá kr. 1.250,00
SÓFABORÐ frá kr. 1.300,00
INNSKOTSBORÐ
ódýr
UNGLINGASKRIFBORÐ
frá kr. 1.800,00.
húsgagnaver/.Iun
— Snorrabraut 48
sími 19112
Efri hœð verzlunarhúss vors við
Miklubraut — Skaftahlíð er til sölu
Hæðin er einn salur, 529 fermetrar. Auk þess geta fylgt
geymslur í kjallara, allt að 200 fermetrar. — Húsnæðið
er sérstaklega teiknað fyrir veitingarekstur, en auk þess
má nota það fyrir iðnað, skrifstofur eða annan atvinnu-
rekstur.
Húsið er hið fyrsta af þrem húsum sem fyrirhugað er
að reisa á lóðinni. Gert er ráð fyrir bílastæðum fyrir á
annað hundrað bíla.
Ennfremur er til sölu eða leigu verzlunarhæð hússins,
en þar eru fyrirhugaðar matvöru- og kjötbúð, fiskbúð,
mjólkurbúð og bakarí me-3 brauðabúð. Geymslur í kjall-
ara fylgja. Hver búð fæst leigð eða keypt sér.
Væntanlegir kaupendur svo og þeir félagsmenn, sem
þegar hafa óskað eftir verzlunarhúsnæði, tali hið fyrsta
við Agnar Gústafsson, Austurstræti 14, sími 22870 eftir
kl. 3 daglega, en hann veitir allar nánari upplýsingar.
VEGCUR HF.
Af viðtali við Sigríði verður
það ljóst, að hún hefir haft mikla
löngun til að afla sér menntunar,
og haft til þess næga hæfileika.
En fátæktin á árunum fyrir alda-
mótin aftraði því, að alþýðufólk
fengi notið hæfileika sinna. 'Sig-
ríður lærði þó fatasaum, og ber
allt handbragð hennar vott um
listfengi.
Sigríður hefir aflað sér mikillar
þekkingar í alþýðufróðleik og
ættfræði. Og Ijóðum og kveð-
skap ann hún af alhug. Hún kann
allan fjöldann af sögum og lausa-
vísum, sem fáir þekkja nú, og
gæti leiðrétt margt í kveðskap
og ættfræði, sem missagt er.
Sigríður dvaldi á mörgum stór-
býlum í Dalasýslu meðan hún
var ung. Hún ber öllum húsbænd
um vel söguna. En sérstaklega
minnist hún með þakklæti og
virðingu frú Ingibjargar Sigurð-
ardóttur, konu Boga sál. í Búðar-
dal. Ber þar til háttvísi og gófug
framkoma frú Ingibjargar við
hvern sem var, en einnig það, að
frú Ingibjörg var ágætur kennari
um leið og hún var virðuleg hús-
móðir.
Sigríður minnist þess, er séra
Þorvaldur á Melstað kom að
heimsækja séra Jóhannes Lynge
á Kvennabrekku. En þar var hún
þá vinnukona. Hún segir það
hafa verið unun að hlusta á sam-
tal þeirra um málfræði, sagn-
fræði og kveðskap. En báðir
höfðu þeir ágæta kosti og mennt-
un til að vera háskólakennarar.
Hún minnist einnig glæsi-
mennsku og málsnilldar Bjarna
frá Vogi, er hann mætti á þing-
málafundum í Dalasýslu.
Sigríður er einlæg trúkona og
treystir handleiðslu guðs. Hún
efar það ekki, að látnir vinir séu
henni nálægir, og veiti henni
styrk. Hún er að þ'ví lík fornkon-
um, að hún hefir ekki sótt eftir
vináttu margra. En þeir, sem
hafa eignazt vináttu hennar eiga
að mæta órofa tryggð. Og það er
föst sannfæring hennar, að ailt
hafi guð gert vel, en ekkert þó
jafndásamlega og Daiina, Breiða-
fjörð og eyjarnar.
Sigríður varð sambýliskona
vinar síns, Jóns Lárussonar, skip-
stjóra, frá Arnarbæli, eftir að
hann varð ekkjumaður. Hann
andaðist 1949. Þau voru náskyld,
jafngömul, og leikfélagar í æsku.
Hún hjúkraði honum í þungum
og langvinnum veikindum hans.
Jón sál. var ágætlega gáfaður og
æðrulaust þrekmenni. Hann skrif
aði minningar sínar, rúmliggj-
andi og þjáður.
Þær komu út í bók hans, Æfi-
saga Breiðfirðings, fróðlegar, og
prýðilega ritaðar.
Jón sál. hafði gert ráð
fyrir því við börn sín, að Sigríð-
ur skyldi hafa afnot af íbúð
þeirra meðan henni entist aldur.
Syndi hann með því drenglyndi
og tryggð. Eftir að Jóns missti við
hefir sonur hans, Friðrik lögreglu
þjónn, sýnt henni trygga um-
hyggju, svo segja má, að hann
gengi henni í sonar stað, og það
góðs sonar.
Sigríður hefir verið glæsileg
kona meðan hún var ung. Og
ellina ber hún með prýði. Ég óska
henni þess, að ævikvöldið verði
sólbjart og heiðríkt, um leið og
ég þakka henni fróðleik, og
trygga vináttu við mig og mína.
Vinur.