Morgunblaðið - 03.10.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. okt. 1957 VORCVISBI AÐIÐ 3 Læknisbústaðurinn á Seiíossi sem nú verður gerður að sjúkrahúsí. Fyrsfa sjúkrahúsið á Suðurlands undirlendi tekur til starfa á Selfossi bráðlega Bráðabirgðalausn Jbar til fjárfesting- arleyfi fæst til fjórðungssjúkrahúss FYRIR skömmu var frétta- maður Mbl. staddur á Selfossí og átti þar tal við þá Bjarna Guðmundsson, héraðslækn- inn á Selfossi, og Sigurð Ó. Ólafsson, alþingismann, um sjúkrahúsmáRn í sýslunni. Er nú afráðið að koma á fót sjúkrahúsi á Selfossi og mun það væntanlega taka til starfa skömmu fyrir áramót í vetuv. Er þá komið í framkvæmd langþráð hagsmunamál íbúa sýslunnar og reyndar allra þeirra, sem sveitirnar austan Hellisheiðar byggja, því sð hingað til hefur ekkert sjúkra hús verið á öllu Suðurlands- undirlendinu, þótt ótrúlegt megi virðast. ★ Lengi hefir það vakað fyrir mönnum að reisa sjúkrahús í sveit á Suðurlandi, enda löngu ljóst hve það er brýn nauðsyn. Sýslur þessar eru mjög fjöl- mennar, í Árnes- og Rangárvalla sýslum einum búa um 10 þúsund manns, og mikil uauðsyn er á að að góður aðbúnaður sé fyrir sjúka og er slys ber að höndum. En fram að þessu hefir ekkert sjúkrahús verið á öllu Suður- landsundirlendinu, né sjúkra- skýli. Sjúklingar hafa allir orð- ið að leita sjúkrahússvistar til Reykjavíkur og liggur í augum uppi hver vandkvæði og kostnað það hefir skapað og hverja hættu það hefir haft í för með sér. Þeg- ar slys hefir borið að höndum austan fjalls hefir orðið að flytja hinn slasaða til Reykjavíkur og hefir læknir eða annar þá orð- ið að fylgja honum. Andast á lelðinni. I ófærð að vetrum hefir það komið fyrir, að menn sem illa hafa slasazt, hafa andazt í hönd- um læknis á leiðinni, án þess að nokkuð hafi orðið að gert. Barnshafandi konur í þessum sýslum hafa og á síðustu árum í æ ríkara mæli leitað til Reykja- víkur til þess að ala börn sín, með ærnum tilkostnaði og fyrir- höfn, einkum er húsmæður fara frá stórum heimilum. Er því ljóst hve mikill bagi hefir af sjúkrahússleysinu stafað og stórhætta, einkum á veturna fyrir líf og velferð íbúanna á Suðurlandsundirlendinu. Fjórðungssjúkrahús á Selfossi Fyrir tveimur árum var gerð sú breyting á lögum um fjórð- ungssjúkrahús, að gert var ráð fyrir að fjórðungssjúkrahús yrði einnig byggt sunnanlands og var ákveðið að byggja sjúkrahús þetta á Selfossi. Var hafizt handa um unclirbúningsframkvæmd, og húsið teiknað. Unnu það verk arkitektarnir Sigurður Guð- mundsson og Eiríkur Einarsson. Er í ráði að fjórðungssjúkrahús- ið rúmi um 30 sjúklinga til að byrja með, en húsið er þannig teiknað að auðvelt er að byggja við það með litlum tilkostnaði. — Var sótt um fjárfesting- arleyfi í fyrra og kostnaðaráætl- un gerð og reyndist hún ca. 6 millj. króna. Læknisbústaðurinn bráða- birgðalausn Sjúkramálinu vegnaði þannig að fjárfestingarleyfi hefir ekki fengizt og ekki vitað hvenær úr því máli muni rakna. Var því auðsýnt að fjórðungssjúkrahúsið kæmist ekki upp á næstunni og ákvað því sjúkrahúss- og sýslu- nefnd Árnessýslu að leysa málið til bráðabirgða á annan hátt að tiliögu Bjarna Guðmundssonar læknis á Selfossi. Samþykkti sýslunefndin í vor að taka lækn- isbústaðinn á Selfossi undir sjúkrahús, en undirstrikaði sér- staklega, að hér væri aðeins um bráðabirgðalausn sjúkrahúss- málsins að ræða. Hafizt yrði þeg- ar í stað handa um að byggja f j órðungssj úkr ahúsið er nauð- synleg leyfi fengjust. Læknisbústaðurinn á Selfossi er allmikið hús og er áætlað, að hann rúmi a.m.k. 12 sjúkrarúm, auk skurðstofu og annarra lækn- ingastofa. Mjög litlar breyting- ar þarf að gera á húsinu frá því sem nú er, áður en það verður tekið í notkun sem sjúkrahús. Húsið er byggt 1942 og er 144 ferm. að stærð, tvær hæðir. Hefir Bjarni Guðmundsson læknir þeg- ar gert ráðstafanir til þess að fá öH nauðsynleg læknisáhöld og tæki til sjÚKrahússins og eru þau keyp? frá Vestur-Þýzkalan.h. Eru ö.U tækin keypt með það fyru augum, að unnt verði að nota þau óbreytt i hinu fyrirhugaða fjórð- ungssjúkrahúsi, er það rís af grunni. Bjarni Guðmundss. verð- ur læknir sjúkr: hússins. Leigt hefir verið ánnað hús í kauptún- inu fyrir læknisbústað. Kvenfélögin í Arnessvslu og Rangárvailasýlu hafa unnið i d anfarin ár ötullega að því að safna fé til sjúkrahússbyggingar innar og standa vonir til þess að frá Kvenfélagi Árnessýslu komi framlag, sem nemur um 100 kr. á hvern íbúa í sýslunni. Stendur nú yfir happdrætti kvenfélag- anna og rennur ágóðinn til sjúkrahússins. Allur ágóði af sýn ingum Gullna hliðsins, sem nú eru að hefjast á Selfossi rennur og til sjúkrahússins. Hafa þessi frjálsu samtök ver- ið sjúkrahússmálinu ákaflega mikill styrkúr og gefið því byr undir báða vængi. Mikið fagnaðarefni I sjúkrahússnefnd Arnessýslu eru nú: Sigurður Ó. Ólafsson, formaður; Bjarni Guðmundsson læknir; Páll Hallgrímsson, sýslu- maður; Jón Gunnlaugsson lækn- ir, Magnús Ágústsson læknir; Jörundur Brynjólfss., fv. alþm.; Steinþór Gestsson Hæli og Vigfús Jónsson, oddviti. Óhætt er að fullyrða að það er öllum þeim, sem búa á Suður- landsundirlendi mikið fagnaðar- efni. að nú skuli innan skamms rísa sjúkrahús austan fjalls, á Selfossi. Öryggi þeirra, sem á Suðurlandsundirlendinu búa, eykst við það að mun er slys ber að höndum eða alvarlegir sjúk- dómar. SMSTEINAR Einn kemur öðrum verri Margir hafa kennt það Þórarni Þórarinssyni, sem í mörg ár hcf- ur verið ritstjóri „Timans'*, að blað hans hefur oft verið einkar rætið og haldið uppi óvónduðum málflutningi. Þegar nýr ritstjóri var ráðinn að blaðinu til viðbótar töldu menn ekki ólíklegt að á þessu kynni að verða nokkur breyting til batn- aðar. Reynsian hefur nú sýnt að svo hefur ekki orðið. Fyrrverandi rit- stjóri „Dags“ á Akureyri hefur ekki haft forgöngu um neina end- urfæðingu „Tímans** í þessum efnum. Þvert á móti hafa menn veitt því athygli undanfarnar vikur, þegar Þórarinn Þórarins- son hefur setið sem fulltrúi ís- lands á þingi Sameinuðu þjóð- anna að Tíminn hefur verið venju fremur lágkúrulegur í málflutn- ingi og illyrtur um pólitíska and- stæðinga sína. Dylst engum að þar er á ferðinni maðurinn sem einu sinni var ritstjóri „Dags“. Erindisrekstur fyrir kommúnista Það er leiðinlegt fyrir hinn nýja Tímaritstjóra að vekja sér- staka athygii á sér fyrir slíka blaðamennsku, ekki hvað sízt vegna þess, að bæði andstæðing- ar hans og samherjar höfðu talið hann fremur líklegan til heiðar- legra baráttuaðferða. Sú stað- reynd er heldur ekki skemmtileg fyrir hann, að það skuli nú vera hans helzta verkefni að verja samstarf flokks hans við komm- únista, sem hann einu sinni lýsti sem erkifjendum lýðiæðis og sið menningar. En tímarnir breytast og menn- irnir með. Það má nú segja. En varla verður sagt að erindisrekst- ur fyrrverandi ritstjóra „Dags“ fyrir kommúnista í „Tímanum** undanfarið geti talist vottur um að hann hafi „gengið til góðs götuna fram eftir veg“.!! „F y rirs j áanlegur greiðsluhalli hjá ríkis- sjóði og útflutnings- sjóði“ Fjármálaráðherra vinstri stjórn arinnar hélt ræðu á fundi Fram- sóknarfélagsins hér í Reykja- vík nú í vikunni. Segir Tíminn í gær frá ræðu hans m.a. á þessa leið: „Þá ræddi ráðherrann ítarlega um framleiðslu- og efnahagainál- in, ráðstafanir þær, sem gerðar voru sl. vetur og ástand þsirra mála nú. Kvað hann mjög mikla erfiðleika framundan i þeim efn- um og þyrfti það engum að koma á óvart, sem hefði fylgst með gangi framleiðslunnar á þessu ári. Ráðherrann kvað tekjur ríkis- sjóðs og útflutningssjóðs bregðast verulega það sem af væri árinu, og væri fyrirsjáanlegur greiðslu- halli hjá ríkissjóði og útflutnings- sjóði, og gjaldeyrisskortur væri mjög tilfinnanlegur". Þrátt fyrir „nýju og varanlegu úrræðin“ Þetta var lýsing Eysteins Jóns- sonar á ástandi og horfum i ís- lenzkum efnahagsmálum um þess ar mundir. Hvernig stendur á þessu, getur þessi lýsing verið sönn og rétt? Voru ekki vinstri flokkarnir og stjórn þeirra búnir að lýsa því yfir, að þeir myndu flytja tillög- ur um „ný og varanleg úrræði í efnahagsmálunum**? Bruninn á Siglufirði Þetta er ekki kjarnorkusprenging frá Nevada eða Síberíu. Þetta er reykjarstrókurinn upp af netjahjalli SR, rétt áður en sprengingin varð og hjallurinn varð að eldhafi. Strókurinn var það hár að fiskimenn norð-vestur af Strákum sáu "hann rísa yfir fjallgarðinn. Myndin er tekin sunnan fjarðarins, austan Álfhóls, af Jóhannesi Jósefssyni, Siglufirði. Hinn brennandi netjahjallur SR, þar sem hátt á þriðja tug af síldarnótum fiskiflotans brann inni, svo að milljónatjón er að. Myndin er tekin skömmu áður en þakið féll ofan í eldhafið Vel má sjá lýsistakann, sem er „fast við“ suðurstafn netja- hjallsins og Dr. Paul-verksmiðjuna norðan hans. Geymirinn var tómur, en fullur af olíu eða lýsi, hefði hann verið mikill hættuvaldur fyrir nokkurn hluta af Siglufjarðarkaupstað og trébryggjurnar austur af honum. — (Ljósm.: Gunnar Möller, Siglufirði).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.