Morgunblaðið - 03.10.1957, Qupperneq 6
MORCVTSBLAÐ IÐ
Fimmtudagur 3. okt. 1951
Dregur úr úhrifum Schoffers
fjúrmúlarúöherra Þjóðverja
ÞAÐ er hermt í Bonn að
Adenauer forsætísráð-
herra sé orðinn svo.leið-
ur á sífelldum eftirtölum o? mrf-
ilshætti Fritz Schaffers fjármála-
ráðherra, að hann hafi jafnvel
um tíma verið að hugsa um að
leysa hann frá embætti. Sú hefur
þó orðið raunin á, eftir því sem
síðustu fregnxr herma að Schaff-
er mun halda embætti sínu, en
Ludwig Erhard efnahagsmála-
ráðherra verður skipaður formað
ur efnahagsmálaneíndarinnar í
ráðuneytinu i stað Schaffers.
Eftir að kosningunum í Þýzka-
landi lauk með glæsilegum sigri
kristilega lýðræðisflokksins hefur
upp hafizt í flokknum hin skæð-
asta valdabarátta. Otar þar hver
Fritz Schaffer
sínum tota, enda margir fram-
gjarnir menn í sveitinm Er það
haft eftir Adenauer, að hann vildi
jafnvel fremur ganga í ~egnum
nýja kosningabaráttu en endur-
skipulagningu ráðuneytisins.
★
Til þess er ætlazt, að Adenauer
skipi nýtt ráðuneyti. Breytingarn-
ar getur hann þó ekkx tilkynnt
fyrr en þýzka hagstofan sendir
frá sér endanleg kosningaúrslit
í fyrrihluta þessa mánaðar. Hefuv
Adenauer notað þann t.ítna til að
ræða við aðra flokksforingja. Vxt
að er þegar, að stjÓTnarsamstarf
muni halda áfram við ->ýzka
flokkinn, að öðru leyti vill gamli
maðurinn ekkert láta opinber-
lega uppi um skipun stjórnarinn-
ar. Þykjast stjórnmálafréttarit-
arar þó hafa komizt á sroðir um
hitt og þetta með því að leggja
saman tvo og tvo.
Mesta deilumálið er, hver
skuli verða eftirmaður Aden-
auers ef hann fellur frá eða
dregur sig út úr stjórnmálum.
Ekki er talið ólíklegt að það
verði á þessu kjörtímabili, því
að Adenauer er orðinn 81 árs.
Stuðningsmenn hans hafa lagt
fast að honum að tilgreina eft-
irmann. Þykjast ......„ír til
þess kailaðir og þó dnkum
þrír menn, þeir Ludvvig Er-
hard efnahagsmálaráðherra,
Franz Josef Etrauss landvarna
ráðherra og von drentano
utanríkisráðherra. Ef Aden-
auer skipaði einhvcrn þessara
þriggja manna vara forsætis-
ráðherra yrði taiið að hann
hefði fellt sinn dóm.
En stjórnmálafréttaritarar telja
mjög ólíklegt, að Adenauer ætii
að taka nokkra slíka ákvörðun
að sinni. Hann muni fremur skipa
einhvern minna megandi marin
í stöðuna.
★
Hinn kristilegi lýðræðisfloklcur
Adenauers er í rauninni settur
saman úr tveimur flokkum þ.e.
CDU (Christliche Demokratische
Union), sem er aðalflokkurinn og
CSU (Christliche Soziale (Jnion),
sem er í sérflokki fyrxr Bajara-
land. í síðustu kosningum var
sigur hinnar bajersku deildar
flokksins áberandi mikill. Þeir
unnu hvert einasta kjördæma-
kosið þingsæti í Bajaralandi.
Vegna þessa sigurs hefur Baj-
aradeildin krafizt þess að fá auk-
in áhrif og völd í stjórninni. Sér-
staklega hefur foringi CSU Fritz
Schaffer fjármálaráðherra !agt
áherzlu á það, að tekið sé mikið
tillit til hans persónulega, enda
er hann framgjarn og ráðríkur
maður. Er það álit manna, að
þetta hafi farið þvert ofan í á-
ætlanir Adenauers. Hann hafi
hugsað sér eftir þessar kosningar,
að leysa Scháffer frá fjármála-
ráðherraembættinu, enda hafi
margir aðrir ráðherrar verið þess
hvetjandi.
Fritz ’Scháffer hefur ekki verið
vinsæll meðal starfsmanna s'nna
í stjórninni. Sem fjármálaráðh.
hefur honum borið að sjá öðrum
ráðuneytum fyrir fé til ýmis kon
ar framkvæmda en hann hefur
verið ákaflega fastheldinn á fé,
jafnvel svo að meðráðherrarnir
saka hann um ráðríki. Hann vilji
í rauninni hafa hönd í bagga með
starfsemi annarra ráðuneyta og
noti sér stöðu sína við ríkiskass-
ann til þess.
Það er enn í fernsku minni
deilan sem' upp kom milli
Scháffers fjármálaráðherra og
Strauss landvarnaráðherra,
þegar verið var að koma þýzka
hernum á fót. Lengi þverskall
aðist Scháffer við að leggja fé
til herstofnunarinnar og ’iærði
Strauss það fyrir Adenauer.
Miklir og langir ráðuneytis-
fundir voru haldnir um málið
og var aðgerðum Scháffers
líkt við skemmdarverk gegn
landvörnum Þýzkalands. Fór
það svo að lokum, að stjórnin
í heild skyldaði Scháffer til að
Ieggja peningana strax á borð-
ið.
Þessi sama saga hefur marg-
sinnis endurtekið sig og er það
skoðun meðráðherranna, að
þrátt fyrir þetta sým Scháffer
lítinn sparnað í verki, heldur vilji
hann aðeins sjálfur ráðskast með
ríkisféð.
Það er álitið að eftir kosning
arnar hafi Adenauer ætlað að
losa sig við Scháffer, og skipa í
hans stað kunnan þýzkan fjár-
málasérfræðing Franz Etzel, sem
verið hefur varaformaður kola-
og stál-samsteypunnar. En nú
hefur komið strik í reikninginn.
Bajara-flokksdeild Scháffers er
öflugri en nokkru sinni fyrr og
eftir að Frakkinn René Mayer
sagði af sér formennsku í xcola-
og stálsamsteypunni mun Etzel
hafa meiri áhuga á að taka við
því embætti.
Líkur eru því nú fyrir því að
Scháffer haldi embætti smu, en
þó með nokkuð breyttri afstöðu,
þannig að áhrifavald hans verður
ekki eins mikið.
Innan ríkisstjórnarinnar er
starfandi sérstök efnhagsmála-
nefnd, sem hefur það verkefni
með höndum að samræma
gerðir allra ráðuneyta í efna-
hagsmálum. Fritz Scháffer hef
ur verið formaður þessarar
nefndar, en nú er búizt við,
að Ludwig Erhard efnahags-
málaráðherra verði skipaður í
hans stað. Hann getur líka
bent á, að hafa átt mikinn
þátt í kosningasigrinum, ekki
aðeins í Bajaralandi heldur út
um allt Þýzkaland.
Verður þessi breyting rétt-
lætt með því að viðfangsefni
stjórnarinnar á sviði efnahags-
mála verði nokkuð önnur á
komandi kjörtímabili en því
síðasta. Nú verður erfiðast að
glíma við verðhækkanir, sem
þegar er farið að bera á og
Iaunadeilur eru að hefjast í
landinu, máske skæðari en
nokkru sinni fyrr, þar sem
samband málmiðnaðarmanna
gerir nú kröfur um 10% launa
hækkun og ætlar vægðarlaust
að hefja vinnustöðvun. Er því
ekki óeðlilegt að efnahags-
máiaráðherrann skipi nú
áhrifamestu stöðuna um efna-
hagsmál landsins. En með því
er talið, að Erhard verði mað-
ur nr. 2 í hinni þýzku stjórn,
nánasti samstarfsmaður Aden-
auers.
ER HRÍMFAXI Flugfélags xS-
lands fór frá Hamborg sl. mánu-
dag voru þrír háttsettir stjórnar-
meðlimir Vestur-Þýzkalands með
al farþega. Þeir ferðuðust til
Oslóar þar sem þeir komu fram
sem fulltrúar Vestur-Þýzka sam-
bandslýðveldisins og Adenauers
kanslara, við jarðarför Hákonar
Noregskonungs. f sendinefndinni
voru þessir menn:
Merkatz, sambandsráðherra,
Bott, ráðuneytisstjóri í forsætis-
ráðuneytinu og Idohr, sendiherra.
Þeir lögðu af stað frá Bonn á
mánudagsmorguninn og komu
með flugvél frá þýzka flugfélag-
inu Lufthansa til Hamborgar kl.
14, þar sem þeir svo biðu unz
Hrímfaxi lagði af stað kl. 17.
Flogið var til Oslóar með við-
komu í Kaupmannahöfn. Er til
Oslóar kom var móttökunefnd
fyrir á flugvellinum en lögreglu-
menn stóðu vörð. Á myndinni
eru frá vinstri: Mohr, Bott og
Merkatz.
( Ljósm.: Sveinn Sæmundsson)
Tímamóf í sögu heimsins
VÍNARBORG, 1. okt. — í dag
komu fulltrúar 60 ríkja sa...an til
ráðstefnu hér í borg til að ,;anga
frá stofnun alþjóðlegrar kjarn-
orkumálastofnnuar, sem hafi það
markmið að hagnýta kjarnoi’k-
una í friðsamlegum tilgangi. —
Forseti Austurríkis, Adolf Scha-
erf, setti ráðstefnuna með ræðu
og sagði m.a., að þetta væru tíma-
mót í sögu heimsins.
Á fundinum í dag voru lesnar
sferifar úr
daglega lífínu
IT'YRIR tveimur dögum stóð ég
undir miðnættið á bryggju
einni í kaupstað norðanlands.
Menntunin og kvenfólkið
ÞAÐ var hópur manna á víð
og dreif á bryggjunni því að
í vændum var atburður, sem jafn
an þykir enn nokkrum tíðindum
sæta, skipakoma. Einn af Fossum
Eimskipafélagsins skreið inn höfn
ina og eftir stundarkorn hafði
hann lagzt að bryggjunni. Með
skipinu var allmargt framhalds-
skólanema innan við tvítugt.
sem í land gekk, frá nálægum
sveitum og kauptúnum.
Á bryggjunni hitti ég miðaldra
mann sem þangað var kominn til
þess að taka á móti ungri stúlku
sem með skipinu kom til ^ess að
ganga í skóla. Við tókum tal
saman og það snerist að mestu
um menntun og skólamál. Hann
sagði:
Ég tel vafasaman hagnað af
því að senda kvenfólk í fram-
haldsskóla. Það er í lagi að
það taki gagnfræðapróf, en að
það taki stúdentspróf tel ég vafa-
saman gróða fyrir þær sjálfar og
þjóðfélagið. Ég er þó ekki á móti
því að kvenfólk læri, en það er
ekki sama hvað það lærir. Hver
er til dæmis þjóðfélagslegur hagn
aður af því að troða löngum
latínulestri í unga stúlku langt
innan við tvítugt sem aldrei icem-
ur til með að nota þann lærdóm
nokkru sinni síðar á ævinni?
Ekki syngur hún á latínu yfir
börnunum sínum né notar horna-
fræði og hærri flatarmálsfræði
við að sjóða grautinn.
Kvenfólk á að læra það sem
því reynist nýtilegt til munns og
handar en ekki að gefa sig að
framhaldsmenntun nema það sé
sérstaklega vel cil slíks fallið.
Hagkvæmnisjónarm'ðið
EG er sammála því að gáfaðar
stúlkur svo af beri e:gi að
hyggja á langskólanám en hmar,
allur fjöldinn ekki. Margar stúlk-
ur leggja nú á sig stúdentsnám
og jafnvel háskólanám, en gift-
ast svo í miðjum klíðum. Þá geta
þær farið með mikinn lærdóm en
minna fer fyrir því að þær kunni
heimilistörf. Það er þjóðfélags-
lega dýrt að langmennta hvern
mann, og því þurfum við að haga
menntun æskunnar svo sem hag-
kvæmast er.
Ég reyndi að malda i móinn
við þessu tali en það kom fyrir
ekki, hann hélt fast við sína skoð
un. — Ég sagði að kvenfólk
ætti, ekki síður en karlmenn,
að sitja við vizkubrunna í æsku,
hvað sem það tæki séi fyrir
hendur síðar á ævinni. En hér
eru sem fyrr skiptar skoðanir á
því hvað gagnlegt er og hagnýtt
og hvað á rétt á sér.
Biðskýli Hafnarfjarðar-
vagnanna
HAFNFIRÐINGUR bendir á
það að æskilegt væri að kom-
ið væri upp biðskýlum við Lækj-
argötuna á endastöð Hafnarfjarð-
arstrætisvagnanna, þar sem fólk
bíður tímunum saman eftir bíln-
um í misjöfnu veðri. Einnig væri
mjög æskilegt að biðskýli væri
komið upp við Miklubraut, Þór-
oddstaði og víðar. Þetta ættu for-
ráðamenn Hafnarfjarðarstrætis-
vagnanna að taka til greina.
Hví flyzt hann ekki
hingað?
ENGLENDINGURINN Walter
Hudd leikstjóri, segir svo í
blaðasamtali við Tímann í gær:
„Þegar ég er kominn til London
á ný og farinn að ferðast með
sóðalegum neðanjarðarlestum full
um af döpru, sljóu fólki í velkt-
um fötum með grá og guggin and-
lit, þá ætla ég að loka augunum
og laða fram í hugann myndir af
íslenzkum fjöllum, sviphreinum
og tígulegum."
Hvað hefði Nelson gamli sagt
um slíkan mann?
upp orðsendingar frá æðstu mönn
um stórveldanna, þeim Eisenhow-
er, Voroshilov og Macmillan, svo
og Dag Hammarskjöld, Eisen-
hower, sem á hugmyndina að
þessari alþjóðastofnun (1953),
sagðist vona, að hún yrði til að
sameina sundraðan heim.
180 nemendur í
barna- og miðsMa
^twhklsbólms
BARNA- og miðskólinn í Stykkis
hólmi var settur í kirkjunni í
Stykkishólmi s.l. sunnudag k!. 2.
Skólastjórinn, Ólafur Haukur
Árnason hélt setningarræðu en sr.
Sigurður Ó. Lárusson flutti bæn.
í barna- og miðskólanum munu
verða tæpl. 180 börn í vetur þar
af í miðskólanum um 75. Skólinn
starfar nú vetur í 6 deildum og
3 miðskóladeildum. Fimm kenn-
arar eru við skólann og bættist
einn við í haust, auk þess er
stundarkennari. Unnið nú við
hina fyrirhuguðu heimavist við
skólann og er búið að slá upp
fyrir neðri hæðinni og verður
hún steypt næstu daga. Trésmiðja
Stykkishólms hefur verkið með
höndum og yfirsmiður er Ágúst
Bjartmars trésmíðameistarl.
Trésmiðjan hefur einnig unnið
að lagfæringum og endurbótum
á barnaskólahúsinu að inr.an og
er því verki lokið. Hefir skólinn
allur verið málaður, borð viðgerð
og er nú ástand skólans fyrsta
flokks og öll vinna smekklega og
prýðilega af hendi leyst.
Þá hefir lóð skólans verið lög-
uð og það sem gert hefir verið
til prýði og mikilla bóta. — Á.
Sæmilegur afli
T V E I R þillarsbátar hafa
undanfarið stundað haustróðra
frá Stykkishólmi og hefir afli ver-
ið mjög sæmilegur, eða allt að 4
lestum í róðri og má það heita
sæmilegt því róið er með stutta
lóð. Fiskurinn er mjög góður.
Einnig hafa í sumar og haust
róið héðan nokkrir trillubát-
ar. Róið er hér út í flóann. ^æftir
hafa verið góðar. — Á.