Morgunblaðið - 03.10.1957, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.10.1957, Qupperneq 10
10 MORGVISBLAÐIÐ Fimmtudagur S. okt. 1957 Otg.: H.t. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson AOamtstjórar: Vaitýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktssor*. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, símu a3045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aigreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjaia kr 30.00 á mánuði ínnaniands. I lausasölu kr 1.50 eintakið. ,,MEÐ HANNIBALS NAFNINU SJÁLFU" UTAN UR HEIMI Kviksyndi lyganna FYRIR allmörgum árum orkti eitt af snjöllustu ljóðskáldum þjóðarinnar kvæði um mann nokkurn, sem honura þótti sýna meira yfirlæti en andleg efni hans stóðu til. Skáldið hafði frétt, að þessi mað- ur, sem það taldi lítt til for ingja fallinn, hefði hafizt til mikilla valda í höfuðborg Vest,- urlands, ísafirði. Upphaf kvæðis- ins var á þessa leið: „Ó, kæt þig, þú vestfirzka Karþagoborg, þú kóróna herskárrar álfu! Einn höfðingi rís yfir hús þín og torg með Hannibalsnafninu sjálfu" En það fór að vonum að þessi „höfðingi“ hélt ekki lengi völdum yfir húsum og torgum á ísafirði. ísfirðingar komust fljótlega að raun um hið sama og skáldið og loks hrökklaðist Hannibal, rúinn trausti ,úr höfuðborg Vestur- lands. Hitt sýndust svo aftur meiri undur, að þessi sami maður skyldi hefjast til mikilla valda og ráðherradóms eftir hið pólitíska og persónulega „gjaidþrot vestra. En þegar betur er gáð að, er skýringin einföld: Hannibal Valdimarsson gerðist nandbendi kommúnista. Þeir gátu sigað hon um eins og þeir vildu. Maðurinn, sem gaf út blað til að berjast gegn lýðveldisstofnuninni 1944 og Politiken sagði þá um, að væri „eina danska röddin á (s- landi“, varð af náð kommúnista, allt i einu hin mesta sjálfstæðis- hetja, sem taldi það blett á full- veldi íslands að taka þátt í varn- arsamstarfi vestrænna þjóða. — Kommúnistar nafa getað haft Hannibal Valdimarsson til allra þeirra verka, sem þeir óska. — Hann er þeim hið þægasta tæki Vafalaust er þessum manni ekki alls varnað en eitt er það, sem hann á ekki skilið og mun aldrei njóta og það er: Traust. — • — Eitt þeirra verka, sem komm- únistar hafa fengið Hannibal Valdimarsson til að fremja er hin fræga „ógilding“ útsvars- álagningarinnar í Reykjavík. — Ekki hafði þó gerzt neitt nýtt varðandi það mál. Niðurjöfnun- arnefnd hafði haft nákvæmlega sömu starfsaðferð við álagningu í ár og undanfarin ár. Fulltrúar kommúnista, jafnaðarmanna og Sjálfstæðismanna voru sammála um álagningaraðferðina. Félags- málaráðuneytið hafði heldur ekki á undanförnum árum hatt hið minnsta við álagninguna að athuga og hafa þó félagsmálaráð- herrar á undanförnum áium ver- ið „umbótasinnaðir vinstrimenn“ sem vafalaust hefðu ekki þolað að útsvör væru lögð á með því- líkum rangindum, sem nú er látið heita. Enginn annar hafði held- ur látið sér detta í hug að gera nokkra athugasemd við útsvars- álagninguna á liðnum árum. En nú reis Hannibal Valdimarsson upp og reyndi að beita einhvers konar lögfræðilegum hártoguri- um cil að „ógilda“ niðurjöfnun- ina. Hinn fallni höfðingi húsa og torga á Isafirði ætiaði nú að ger- ast verndari Reykvíkinga. Þetta tiltæki Hannibals var því undarlegra, sem hann hafði sjálf- ur heimtað að niðurjöfnunar- nefnd jafnaði niður 1,3 millj. kr. hærri upphæð en hún gerði. Bréf félagsmálaráðuneytisins, sem heimilaði niðurjöfnunarnefnd að jafna niður 199,1 millj. kr. var undirritað „með Harmibalsnafn- inu sjálfu“. Nefndin notaði hins vegar alls ekki þessa heimild að fullu. Þegar á þessa staðreynd er litið verður harla haldlítil sú staðhæfing Þjóðviljans í gær, að niðurjöfnunarnefnd hafi reynt að „hirða milljónir króna af skatt þegnum bæjarfélagsins utan við samþykki og heimildir stjórnar- valda“. — Niðurjöfnunarnefnd „hirti“ ekki einu sinni allt, sem Hannibal leyfði henni sjálfur! Ef reykvískir skattþegnar þarfnast. verndar gegn nokkrum, þá er það ekki gagnvart niðurjöfnun- arnefnd heldur fremur gagnvart Hannibal Valdimarssyni sjálfum. — • — Menn þurfa auðvitað ekki lengi að spyrja, af hverju þetta tiltæki Hannibals stafar. Það er eitt þeirra verka, sem kommún istar hafa fengið hann til og til- gangurinn er enginn annar en sá að búa til „kosningabombu" handa hinum hrjáða bæjarstjórn arminnihluta. Hér er ekki um að ræða umhyggju fyrir pyngju borgaranna. Það er verið að hugsa um atkvæðakassann við bæjarstjórnarkosningarnar í janú ar í vetur. — • — Útsvörin eru há og alltof há. Þau eru einn þáttur í skattakerfi landsins, sem þarf umbóta við frá grunni. Engir skilja þetta betur en Sjálfstæðismenn. Út- svarsbyrðarnar þarf að létta. t þvi sambandi bar Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri tvívegis á Al- þingi fram tillögu um að hluti af söluskatti skyldi renna til bæja- og sveitasjóða, til að létta þunga útsvaranna. í fyrra sinni hótaði núverandi samráðherra Hannibals, Eysteinn Jónsson, að segja af sér ef málið næði fram að ganga. í síðara skiptið, eða á þinginu í vetur, var málið aft- ur fellt og þá af vinstriflokkun- um öllum. Ekki reis félagsmála- ráðherrann þá upp til að vernda skattborgarana. Þá kom ekkert bréf undirritað „með Hannibals nafninu sjálfu“. Þá þótti ráð herranum óþarfi að létta útsvars- byrðarnar. En ef hann hefði vilj- að beita áhrifum sínum til stuðu- ings tillögu Gunnars borgar- stjóra, mætti ætia að orð félágs- málaráðherrans hefðu mátt sín nokkurs. En Hannibal Valdimarsson gerir ekkert sjálfur. Hann gerir aðeins það, sem honum er sagt og kommúnistar voru þá ekki búnir að koma á auga á þunga út- svaranna. — • — Hannibal Valdimarsson er nú „höfðingi yfir húsum og torgum“ af stundarnáð kommúnista. Þeir þurfa á honum að halda í bili. En í rauninni hefur hann held- ur ekki traust kommúnista. Þess vegna munu þeir losa sig við hann við fyrsta tækifæri. Sagan frá ísafirði mun endurtaka sig. Framkoma þessa manns í út- svarsmálinu sýnir, með svo mörgu öðru, að hann er einskis trausts verður. FYRIR tæpum mánuði var sagt hér í blaðinu frá flótta heizta bók menntafræðings A.-Þjóðverja Alfred Kantorowicz, til Vestur- Þýzkalands. Vakti þessi fregn mikla athygli um allan heim. Ný- lega birti brezka tímaritið „The Spectator" grein um þetta ^ftir Melvin J. Lasky og fer hún hér á eftir í lauslegri þýðingu: „Með flótta Alfred Kantoro- wicz prófessors, eiiis helzta menntamanns kommúnista í Austur-Þýzkalandi, hefur enn einn kafli hins beiska annáls von brigðanna verið skráður. Marx varð sjálfur að flýja undan „lög- regluhundum afturhaldsins" á sínum tíma, og hann fór frá Ber- lín til Kölnar og Stuttgart. Kant- orowicz flúði líka frá Þýzkalandi til Þýzkalands, en hann varð að- eins að fara yfir götu, sem skilur Austur-Berlín frá Vestur-Berlín. „Ég gat ekki andað lengur", sagði hann. „Ég varð að segja skilið við þennan heim hrottaskapar, heimsku, ofbeldis, ranglætis og lyga . . . í vestri var a.m.k. „ör- ýggi“.“ Blaðið hans, „Berliner Zeit- ung“, sem hann hafði skrifað svo mikið í ( og með slíkri undirgefni við flokkslínuna), fordæmdi hann: „Hann hefur svildð bezta málstað í heimi“. Þessi skoðun var gagnkvæm. Hann sagði: „í heil 26 ár var ég í kommúnista- flokknum og hélt dauóahaldi í draum. Ég hef nú gefið upp síð- ustu von . . . um að úr slíkum dreggjum (Abschaum) geti nokk- urn tírria fæðzt nýr og betri heim- ur“. Tákn endalokanna Skömmu áður hafði Walter Ui- bricht, kommúnistaföringinn í Austur- Berín, staðið brosmildur og öruggur og beið eftir gestum frá Moskvu. Þegar Mikojan hjálp- aði Krúsjeff út úr járnbrautar- lestinni, faðmaði Ulbricht hann að sér, og þeir kysstust. í augum menntamanna í A-Þýzkalandi var þessi viðburður — ásarc.t hinni hryggilegu heimsókn Gómulka mánuði áður — tákn endalok- anna. Þeir höfðu andað léttar og gert sér bjartar vonir eftir 20. þing kommúnistaflokksins í Moskvu, þegar Krúsjeff hafði flett ofan af hinum „hræðiiegu glæpum stalinismans". Þeir höfðu fundið uppörvun í hinni „sósíal- ísku endurfæðingu" í Pól- landi og þeirri staðreynd, að Krú sjeff virtist viðurkenna mögu- leikann á „sundurleitum leiðum byltingarinnar". Þeir voru farnir að tala um húmanisma og meira frjálsræði; Kantorowicz hafði jafnvel gengið svo langt að skrifa (í „Berliner Zeitung“), að „þar sem völdin úrkynjast í misrétti og ofbeldi, er það skylda rithöf- undarins að þegja heldur en taka undir kórsönginn við hirð vald- hafanna. Jafnvel þögnin getur verið mælsk". En það átti ekki fyrir A-Þjóðverjum að liggja að öðlast „endurfæðinguna". Ul- bricht hefur látið handtaka Wolf- gang Harich, fremsta bók.. ..íta gagnrýnanda Austur-Þýzkalands, og fengið hann dæmdan í margra ára fangelsi ásamt mörgum að- stoðarritstjórum. Bert Brecht, hið heimsfræga leikskáld, var látinn (í pólitískri „erfðaskrá" hans var aðeins þessi margræða setning: „jafnvel eftir að ég er dáinn mun ég halda áfram að gera mönnum lífið brogað . .“). Prófessor Ernst Bloch, hinn frægi marxiskí heim- spekingur, sætti ógnunum og hnjaski, og var þvingaður til að láta af störfum. Frá rithöfundum og fræðiniönnum ein og Hans Mayer, Stefan Heym og hinum blinda Arnold Zweig hefur ekki heyrzt eitt einasta orð. Og nú hefur Kantorowicz hlaupizt á brott. Gamall vinur Koestlprs Þessi maður, sem er nú 58 ára gamall, er einn hinna athyglis- verðu róttæku Þjóðverja áranna fyrir valdatíð Hitlers, sem áttu heima í þeirri Berlín, þar sem Marx bjó forðum, og fengu nokk- urs konar rómantískan ævin- týrablæ vegna baráttu sinnar „fyrir betra heimi“ Ég inan, að Arthur Koestler sýndi mér einu sinni „Kúnstlerkolome" (lista- mannahverfið). þar sem hann, Kantorowicz og svo margir aðrir sátu heilu næturnar og sömdu kommúnistaávörp eða rkipu- Alfred Kantorowicz lögðu verkföll. í kafla sínum í hinni frægu bók „Guðinn sem brást“ segir Koestler m.a.: „Stjórnmálaleiðtogi okkar var Alfred Kantorowicz. . . . Hann var þá um þrítugt, hávaxinn, holdgrannur, rangeygur, gagn- rýnandi og ritgerðarsmiður og tilvonandi höfundur Skáldsög- unnar um Samtímann, sem aldrei sá dagsins ljós. En hann var óvenjulega hjartahlýr félagi og fórnfús vinur, og hann hafði lncði virðuleik og ríka kímnigáfu: ein- asti brestur hans var skortur á siðferðilegu hugrekki. Við vorum vinir öll útlegðarárin í Paris, þegar ég sagði skilið við fiokkinn, var hann eini félaginn sem hrækti ekki á mig. Nú (1949) er hann stórfiskur í bókmenntaheiminum austan járn tjalds — megi sakleysi hans og hlýðni vernda hann frá því að falla nokkurn tíma í net gagn- byltingasinnaðrar formdýrkunar, borgaralegrar heimsborgara- byggju, ný-kantískrar stiga- mennsku eða bara frjálslyndrar úrkynjunar . . . .“ Barðist á Spáni Kantorowics varð pólitískur flóttamaður í París ásamt flest- um hinna vinstri sinnuðu félaga eftir valdatöku Hitlers. Þegar borgarastyrjöldin á Spáni brauzt út, fór hann til vigvailanna hjá Madrid og Teruel, en ekki (einsog hann leggur áherzlu á núna) til höfuðstöðvanna í Albacete, Valen cia og Barcelona, sem voru alger- lega í höndum GPU írússnesku leynilögreglunnar). Hann fór til Spánar „til að berjast við fasis- mann". Eftir að síðari heims- styrjöldin brauzt út var hann um skeið í fangabúðum, en komst síðan til Bandaríkjanna, bar sem hann tók virkan þátt í baráttunni gegn nazismanum. Kaldhæðnin Ég hitti hann, þegar hann kom aftur til Þýzkalands, eftir að þriðja ríki Hitlers var orðið aska. Hann komst til Bremen fyrir að- stoð vina sinna (lesist:flokksfé- laga) í herstjórn Bandaríkjanna í Þýzkalandi. Hann hélt áfram til Berlinar með stórbrotnar áætlan- ir um að gefa út tímarit sem öll fjögur stórveldin leyfðu. Auðvit- að fékk hann aðeins leyfi Rússa. Þá hafði ég ekki hjarta í mér til að stæla við hann. „Útlagarnir“ sem komu aftur til Þýzkalands úr vestri, komu sem sigurvegarar í einkennisbúningum banda- rrianna; þeir sem komu aftur úr austri, gerðust „innfæddir“ og fóru að vinna að endurbyggingu hins gamla föðurlands. Kantoro- wicz var einn hinna fáu undan- tekninga úr vestri, og enda þótt mér væri kunnugt um kommún- ískan þegnskap hans og sanniær- ingu hans um leynilegt (jafnvel ofstækisfullt) hlutverk var ég um sinn hiærður yfir þessu öllu saman. Tímarit hans, „Ost und West“, var í blóma nokkur ár. Þá stieri hann sér að öðrum verkefn- um. Árið 1949 skrifaði hann grein um flóttamennina frá Austur-Evrópu, sem fóru stríðum straumum yfir hin opnu landa- mæri Berlínar og áfram til Vest- ur-Þýzkalands. Hann skrifaði (það er eins og þessi kaldhæðni örlaganna ætli aldrei að taka enda): „Við ættum að gleðjast yíir þessu. Því meira sem við losnum við af þess konar fólki, þeim mun betur erum við á vegi staddir. Með þessu móti er nefnilega líka hægt að losna við úrganginn. Það er verið að hreinsa til hjá okk- ur . . .“ Var ekki eitthvað bogið við „byltinguna”? En árið 1953, þegar 16. og 17. júní uppreisnin brauzt út og millj ónir þýzkra verkamanna komu út á strætin til að láta í ljós andúð sína á einræði kommúnista, varð allt óhreint aftur. Þegar ungversk ur almennigur gerði hið sama, hvernig gat þá verið nokkur vafi á því, að eitthvað var bogið við „Byltinguna“? Ulbricht krafðist þess, að allir austur-þýzkir menn ingarfrömuðir og menníamenn undirrituðu „yfirlýsingu um at- burðina í Ungverjalandi". 40 þeirra settu nöfn sín á p.aggið en nafn Kantorowicz var þar ekki. Skömmu síðar var um það rætt I háskólanum i Austur-Berlín, hverjir væru líklegastir til að hreppa bókmenntaverðlaun Nób- els, og hvaða mönnum væri bezt að stilla upp „úr búðum friðarins og framfaranna“. Kantorovvicz stakk upp á GeorgeLukacs.hinum víðkunna marxíska fagurfræð- ingi, sem nýlega hafði verið hand tekinn og fluttur úr landi fyrir þátt sinn í ungversku þjóðarupp- reisninni. Hvenær sjá menn ljósið? Hvenær kemur að því, að upp úr sýður? Hvenær sér maður, sem „ætti að vita betur“, loksins Ijós- ið? Bertrand Russell fór til Rúss- lands árið 1920, svipaðist um, og hefur æ síðan fjallað um þessi mál með nokkurri fyrirlitningu. Franz Borkenau sagði skilið við flokkinn 1928 og hefur síðan ver- ið kaldur og óþolinmóður við hvern þann, sem lét glepjast af kommúnismanum. Kocstler sá loks í gegnum myrkrið um miðj- an daginn árið 1938. Hausfcð 1956 dettur þeim Juliusi Ilay, Tibor Dery og Pe.ter Veres í hug að þeir hafi vaðið reyk, haft höi ma- lega og herfilega rangt fyrir sér, og kannski geti þeir enn látið vonir sínar rætast með því að taka þátt í byltingu fólksins. Á þessari stundu er einhvers staðar (það gæti verið Accra eða Ceylon eða Kerala) ungur maður Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.