Morgunblaðið - 03.10.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. okt. 1957
MORCíllSfíT 4 ÐIÐ
11
Hugleiðingar að hátíðarlokum
sov“, sem var háðleikur um
stjórnmál og blaðamennsku, en
koðnaði niður i bituryrðum. Ann-
að var ómerkilegt þýzkt leikrit
„Man of Distinction" eftir Hasen-
clever. Og loks var leikrit, sem
bar það nafn með réttu: „La
Répétition" eftir Anouilh, og fóru
þar með helztu hlutverkin Jean-
Louis Barrault og Madleine
Renaud.
II.
Það er því deginum ljósara, að
Edinborgarhátíðin verður að taka
leiklistina fastari tökum en raun-
in varð á í ár, ef hún á ekki að
kafna undir nafni. Nú er svo mál-
um háttað, að helzta leikritið á
hátíðinni er sýnt á opnu sviði, án
tjalda, og sitja áhorfendur á þrjá
vegu umhverfis. Einungis fá leik-
rit verða leikin á slíku sviði, og
þá helzt leikrit Shakespeares og
samtímamanna hans, sem ritu fyr
ir þess konar svið. Leikhúsið
sjálft veldur því miklum tak-
mörkunum um val leikrita. Ann-
að leikhús, sem notað er til leik-
sýninga á hátíðinni, er of lítið,
til að dýr leikrit geti borið sig
fjárhagslega. — Afleiðingarnar
verða þær, að hátíðin verður í
framtíðinni að sætta sig við leik-
rit, sem á að fara að sýna í
Lundúnum eða er þegar búið að
sýna þar.
Ástandið í Edinborg verður
enn átakanlegra, þegar við lít-
um á nýju leikritin, sem leikin
hafa verið í Lundúnum á þessp
ári. Þar er um auðugri garð að
gresja: „Beðið eftir Godot“ eftir
Samuel Beckett, „Útsýn af
brúnni" eftir Arthur Miller og
„Look Back in Anger“ eftir John
Osborne. öll þessi þrjú leikrit
hefðu sómt sér vel á hátíðinni.
Hvers vegna voru þau ekki sýnd
á þessari hátið leiklistarinnar?
Svarið við þeirri spurningu er
óþægilega augljóst. Leikritahöf-
undum þykir Edinborgarhátíðin
ekki nógu mikilvæg. Einu nýju
leikritin, sem sýnd hafa verið á
hátíðinni, eru þau, sem hátíðar-
! nefndin hefur sérstaklega falið
höfundum að rita, og af þeim
hefur einungis eitt, „Cocktail
Party“ eftir T. S. Eliot, hlotið
sess með leikritum hins stóra
heims.
Eitt er þó vel um hátíðma.
Skotum hef-ur lærzt sá beiski
sannleikur, að engin ný skozk
leikrit eru til, sem hægt sé að
nota á hátíðinni. Því verða for-
ráðamenn hennar að leita leik-
rita út fyrir landssteinana. Þeir,
sem hátíðina sækja, eiga fullan
rétt á því að vita, hvers vegna
Bertolt Brecht leikflokknum frá
Austur-Þýzkalandi var ekki boð-
ið hingað. en sá flokkur lék við
mikla aðdáun í Lundúnum. Og
hvers vegna hafa ástralska til-
raunaleikritið „Summer of the
Seventh Doll“ eða „Cat on a
Hot Tin Roof“ eftir Tennessee
Williams ekki verið tekin til
greina?
Niðurstaðan af þessum hugleið-
ingum verður óhjákvæmilega sú,
að forráðamenn listahátíðarinn-
ar í Edinborg beita engri skipu-
legri aðferð við leit að nýjum
leikritum, og auk þess skortir þá
þann listþroska, sem er nauðsyn-
legur til að geta þekkt góð leik-
rit, áður en þau eru sýnd á sviði.
Magnús Magnússon.
skip sænsku
Amerikulínunnar
NÚ er Edinborg brugðið, tóm-
leiki seztur að, hátíðinni er iok-
ið. Verkamenn eru önnum kafn-
ir við að rífa niður flögg og
skreytingar, í svip þeirra gætir
angurværrar þreytu eins og á
þjónum, sem gengið hafa um
beina, unz þeim var siginn larð-
ur. Um endilangt Princes Street
er verið að taka niður kynleg
Ijósker, sem varpað hafa daufri
skímu um götuna, þegar rökkva
tók. Ljóskerin voru í lögun eins
og laukar, og birta þeirra var í
samræmi við þá stemningu sem
ríkir í Edinborg á hátíðarstund.
Og þegar öllu umstanginu er
lokið, sitjum við eftir og ölum
með okkur minningar og menn-
ingarlegar meltingartruflanir.
Minningarnar eru ekki nógu töfr-
andi til að beina huganum frá
meltingartruflunum, sem stöfuðu
einfaldlega af því, að maturinn
var ekki af beztu gerð.
í þessu bréfkorni verður mér
tíðræddara um leikhúsin en
hljómlistarsalina. Hljómlistin á
hátíðinni gat ekki brugðizt, vegna
þess að meginhluti hennar var
klassísk verk, sem voru leikin
af heimsfrægum snillingum. Við
hlýddum meðal annarra á sjálf-
an meistarann Dietrich Fischer-
Diskau og listamenn á borð við
Janos Starker og Victoria de los
Angeles, og hér heyrðum við í
hinzta sinni hornið hjá Dennis
Brain, sem beið bana í bílslysi
svo langt um aldur fram, um það
leyti sem hátíðin var rétt
hálfnuð.
Og hér léku ennfremur Con-
certgebouw-hljómsveitin frá
Amsterdam undir stjórn Van
Beinum og Útvarpshljómsveitin
bæheimska undir stjórn Otto
Klemperer. Og til þess að hressa
upp á mannskapinn skemmti hér
bandarísk kona, Anna Russell,
með skopstælingum á ýmsum
tegundum hljómlistar. Hljómleik
ar hennar voru um miðnætti.
Helztu aðfinnslur gangrýnenda
á hljómleikunum f heild voru
þær, að þar gætti of lítt nýrra
verka. Þeim þótti dagskráin of
íhaldssöm og hefðbundin og lítt
fallin til að örva störf yngri tón-
skálda.
Óperurnar voru drjúgum mun
sigursælli. Hér gat að heyra
Picola Scala frá Mílanó, en í
þeim hópi var eini listamaðurinn
á hátíðinni, sem til hafði að bera
þá heillandi töfra, sem nú á tím-
um eru kenndir við stjörnur. Það
var Maria Meneghini Callas, há-
vaxin, undrafögur sópran-söng-
kona af grísk-bandarískum ætt-
um. Hún er þekkt fyrir mikinn
skaphita og geðofsa, og hefur oft
látið þau orð falla að hún sé
bezta söngkonan á gervallri
jarðkringlunni. Maria söng aðal-
hlutverkið í óperu Bellinis: La
Sonnambula (Svefngengillinn)
og vakti fádæma hrifningu.
Áheyrendur klöppuðu ofsalega
fyrir henni, jafnvel áður en hún
hafði sungið eina einustu nótu,
og eftir sýninguna var hrifningin
orðin að ótrúlegu æði. Aldrei fyrr
hafa leikhúsgestir í Edinborg
sleppt sér svo taumlaust.
Þó skyldi enginn ætla, að hún
sé í flokki með beztu sópran-
söngkonum heims. Rödd hennar
brást stundum á háu nótunum,
og lægri nóturnar urðu henni
stundum óþjálar viðfangs. En
Maria hefur hið fullkomnasta
vald yfir röddinni á mezzo-svæð-
inu, og leikur hennar var afburða
góður. Hún átti að koma fram
fimm sinnum, en eftir fjórar sýn-
ingar hvarf hún hljóðlaust frá
Edinborg og bar við þreytu. Hún
var ekki einungis þreytt á söng,
heldur einnig 'á hinni köldu,
norðlægu borg. Við brottför henn
ar skildist mönnum jafnvel enn
betur, hve góður söngflokkur
Picola Scala var. Hún hafði í
rauninni varpað óþarfa skugga á
aðra söngvara.
Ballettinn var blendinn. Kon-
unglegi sænski ballettinn naut
töluverðrar hrifningar, einkum
fyrir sænsku dansana „Glataða
soninn' og „Ungfrú Júlíu“. Hins
vegar brást dansflokkurinn í
klassískum ballettum eins og til
að mynda í „Giselle", og svo
óheppilega vildi til, að kvik-
myndahátíðin sýndi samtímis
skrifa leikrit handa hátíðinni I
Edinborg — eina glappaskot hans
var að skrifa það í upphafi. En
hátíðarnefndin tók það fegins-
hendi og reyndi að laga það eft-
ir hugmyndum sínum. Til afsök-
unar bar nefndin það fram, að
þetta væri „tilraunaleikrit”,. En
Maria Meneghini Callas
mynd af Bolshoi-ballettinum, þar
sem sjálf Ulanova dansaði hlut-
verk Giselle. Sænski ballettinn
þoldi ekki slíkan samanburð.
En á engu sviði misheppnaðist
hátíðin jafnhrakalega og í leik-
listinni, aldrei fyrr hefur henni
verið svo illa brugðið. Hátíðar-
nefndin varði geysimikilli fjár-
upphæð til að setja á svið íburð-
armikið leikrit eftir roskinn
höfund, sem hafði ekki skrifað
leikrit fyrr en nú. Leikrit þetta
heitir „The Hidden King“ og er
eftir Jonathan Griffin, sem gegnt
hefur störfum í utanríkisþjónust-
unni. Efni leiksins er tekið úr
sögu Portúgals á endurreisnar-
tímanum og fjallar um ungan,
glæfrafenginn konung, sem næst-
um tortímir þjóð sinni með fyr-
irfram dæmdri krossferð og
hverfur sjálfur af vígvellinum.
Tuttugu árum síðar kemur fram
maður, sem segist vera hinn týndi
konungur. Eftir margra ára vist
í dyflissum sem ýmsir stjórnend-
ur höfðu látið hann þola, játar
hann loks, að hann sé svikari, til
þess að landinu verði forðað frá
borgar astyr j öld.
Leikritið var í bundnu máli,
og leikarar voru mjög góðir, í
tölu þeirra voru sumir beztu leik-
endur Englands. Leikritið var
upphaflega gefið út sem leikrænt
ljóð, og myndi óstytt hafa tekið
sex klukkustundir á sviði. En úr
því var gert fjögurra stunda leik-
rit. Sýningin misheppnaðist með
öllu. Margar ástæður voru gefn-
ar fyrir því. Sumir sögðu, að það
væri of langt, enginn gæti enzt
til að streitast við að sitja á hörð-
um bekkjum fjórar stundir. Svo
að leikritið var stytt um einn
stundarfjórðung, en ekkert dugði
— leikritið var ennþá lélegt.
En höfuðástæðan var sú, að
kurteisi diplómatinn, sem skrif-
aði leikritið, var hvorki leikrita-
höfundur né skáld. Verkið var
alvarlegt, fræðilegt, þrungið af
mælsku, ruglingslegur hræri-
grautur af ómerkum hugmynd-
um, sem voru klæddar íburði
innantómra orða. Það var und-
arlegt sambland af stælingum á
Shakespeare, Dylan Thomas og
Christopher Fry. Leikritið var
eitt af þessum leiðinlegu, ódrama
tisku verkum, sem klerkar lemja
saman af elju, þegar einhver hug-
mynd hefur tekið hug þeirra,
þótt þeim sé fyrirmunað að túlka
hana í leik eða ljóði. Sú saga er
vel þekkt, en engu síður átakan-
leg fyrir því.
En ekki hlítir að saka Jonathan
Griffin um það, sem orðið er.
Hann hafði aldrei ætlað sér að
það var ekki einu sinni það.
Leikritið var einungis lélegt.
Um önnur leikrit á hátíðinni
verður farið fljótt yfir sögu. Eitt
var þýðing á fátæklegu leikriti
eftir Jean-Paul Sartre, „Nekras-
Gripsholm - nýjasfa
22. apríl kom hið glæsilega skip
Gripsholm til heimahafnar sinn-
ar í Gautaborg. Skipið, sem er
stærsta farþegaskip á Norður-
löndum, var smíðað í Ansaldo
skipasmíðastöðinni í Genua á
Ítalíu. Gripsholm er 23.000 brúttó
tonn, 192 metrar að lengd og
næstum 25 metra breitt. Skipið
tekur 842 farþega og er áhöfnin
350 manns.
Það tók 23 mánuði að smíða
skipið og það mun hafa verið bú
ið öllu því bezta hvað við kemur
öryggistækjum og þægindum.
Meðal annars má geta þess að i
skipinu er stærsta og fullkomn-
asta sendistöð, sem sett hefir ver-
ið í skip er siglir á Atlantshaf-
inu.
Eigið slökkvilið
Skipafélagið hefir lagt mikla
áherzlu á að öryggið sé sem allra
bezt í skipinu. Hvað við kemur
eldvörnum og fjölda björgunar-
báta hefir félagið gengið lengra
en reglur Lloyds kveða á um.
Gripsholm hefir nefnilega 14
björgunarbáta sem taka saman-
lagt 1450 manns, sem sagt 20%
meira en hámarksfjöldi farþega
og áhafnar er. Á skipinu er 50
manna slökkvilið undir stjórn
vélstjórans.
Stórskipið „GRIPSHOLM"
Úr setustofu
Stærsti salurinn um borð er
480 fermetrar og þar leikur
hljómsveit fyrir dansi hvert
kvöld. Sundlaug er í skipinu á-
samt gufubaðstofu, nuddstofu og
leikfimisal, sem svo sannarlega
ei þörf á fyrir farþegana, þeg-
ar þeir hafa gengið um öll þil-
förin, sem eru samtals 4000
ferm. Klefasvæðið sem far-
þegarnir hafa til afnota er um
3500 fermetrar.
Matarbirgðir
í ferð fram og til baka frá Sví-
þjóð til Ameríku reiknar félagið
með að þurfi ca. 2000 fugla, 11000
kg kjöt, 15400 kg grænmeti,
á 1. farrými.
13200 kg kartöflur, 3800 kg fisk,
3300 kg egg og 7700 flöskur af öli
og allt eftir því.
Baðherbergin í skipinu eru
klædd með 18 karata gulli! Þetta
virðist ótrúlegt, enda kanske
ekki alveg sannleikanum sam-
kvæmt. Baðherbergin eru sem sé
klædd með mosaiki og hafa
nokkrir steinana fengið á sig
þunna húð af 18 karata gulli.
Gunnar Nordenson, sem varð
þekktur um allan heim eftir á-
reksturinn milli Stockholms og
Andrea Doria, stendur nú á
stjórnpalli Gripsholms og stjórn-
ar því hina sömu leið og Stock-
holm forðum. — Þór.