Morgunblaðið - 03.10.1957, Síða 19
Fimmtudagur 3. okt. 1957
9tOR'Cr>Vtff 4*>1Ð
1*
4
1
£46/G/}V£Ú(//l
ávallt ábótavant miðað við hið
mannlega, og ef pera springur í
einu ljósinu, en merki gefið í
þeirri trú, að allt sé í lagi, þá get-
ur illa farið, ef aðgæzla er ekki
höfð. Því á það að vera föst
venja, áður en beygt er, að gá
aftur fyrir sig, eða líta í bak-
spegil bifreiðarinnar um ferðir
ökutækja á eftir.
Það er nauðsynlegt að gefa
merkin tímanlega, ekki seinna
en 25 til 50 metra frá gatnamót-
um, — eða áður en beygt er, eftir
hraða bifreiðarinnar. Það er
mjög gagnlegt og til öryggis, að
gefa stefnumerki þá er menn
vilja stöðva bifreið sína við veg-
kant eða gangstéttarbrún og eins
ef þeir ætla að taka bifreiðina af
stað, en að sjálfsögðu gefur það
eitt ekki rétt að aka inn
í umferðina, nema hann fái ráð-
rúm til. Þá er það öryggisráð-
SKÝRSLUR lögreglunnar í Rvík
um árekstra 1956, bera með sér
eftirfarandi:
Gatnamót Laugavegs og Nóaíúns
— 13 árekstrar —
Átta árekstrar hafa orðið vegna
þess, að aðalbrautarréttur Lauga-
vegs hefur ekki verið virtur. í 4
skipti rakst bifreið, sem ók suður
Nóatún á aðra, er ók vestur
Laugaveg og tvisvar á aðra, sem
ók austur Laugaveg. Bifreiðar
akandi suður Nóatún hafa því sex
sinnum ekið inn á Laugaveg og
valdið þar árekstri. Bifreiðar ak-
andi norður Nóatún hafa tvisvar
valdið árekstri.
Tveir árekstrar urðu af völium
bifreiða, sem ekið var frá benzín-
afgreiðslu B. P. Var annarri ekið
inn á Nóatún, hinni inn á Suður-
landsbraut.
Ökumenn, minnist þessa er þér
akið á þessum slóðum !
stöfun, ef ökumaður vill aka
fram úr annarri bifreið, að gefa
um það stefnumerki í tæka tíð.
En eins og það er mjög gagn-
legt og öryggi í því, að gefa
stefnumerki með ljósum, þá get-
ur það skapað öngþveiti og hættu,
að gleyma að taka þau af, hvað
þá að gefa röng merki.
Stefnumerkin skapa ekki ein-
ungis akandi vegfarendum mikið
öryggi. Það eykur einnig ör-
yggið fyrir gangandi mann að
geta séð í tæka tíð, hvort öku-
tæki, sem nálgast, ætlar að
breyta um stefnu eða ekki við
gatnamót.
Notum stefnuljósmerki hve
nær sem við breytum um stefnu
og við skorum á ökumenn stórra
vörubifreiða, að koma góðum
stefnuljósum á bifreiðir sínar,
jafnframt öflugum afturljósum
og hemlaljósum.
| MatseðUI kvöldsins |
3. október 1957.
Rit Bókmenntafélagsins
Forðizt slysin
Stefnuljós skyldi hvert ökutœki hafa
og kostir þeirra nýttir til fullnustu
EKKI er langt síðan bifreiðir
fóru að flytjast hingað til lands
með stefnuljósaútbúnaði. En
fljótir voru menn að sjá gagn-
semi þess og brugðu margir til,
þá er tækifæri gáfust og settu
stefnuljósáútbúnað á eldri bif-
reiðir. Menn sýndu með því góð-
an vilja til að bæta umferðar-
öryggi og er nú svo komið, að
jafnvel vegheflar hafa ágæt
stefnuljós. — Þó að vísu vanti á,
að allar bifreiðar hafi slíkan út-
búnað og er þá sem oft, að hann
vantar á þau ökutækin, sem sízt
ættu án þess að vera, — stórar
vöruflutningabifreiðir.
Njósnamál halda
áfram í Danmörku
KAUPMANNAHÖFN, 2. okt. —
Extrabladet skýrir frá því, að
njósnamálunum í Danmörku, er
vakið hafa mikla athygli í sum-
ar sé ekki lokið. Danska leyni-
lögreglan sé langt Koimn með að
rannsaka fleiri grunsamleg atvik,
þar sem fjöldi starfsmanna járn-
tjaÍQssendiráðanna sé viðriðinn
njétnirnar. Til dæmis segir blað-
ið að danska sjórnin muni bráð-
lega krefjast brottvísunar her-
málaráðunauts rússneska sendi-
ráðsins, þar sem hann mun hafa
leitað eftir samstarfi við danska.
borgara um uppljóstrun hernað-
arieyndarmála. — Páll.
Seinni fréttir
Síðar í dag var opinberlega til
kynnt að danska stjórnin hefði
krafizt brottvísunar Sergei Serg
eivich Smirnov hermálafulltrúa
við rússneska sendiráðið. Segir í
orðsendingu, sem afhent var Nik
olai Slavin sendiherra að Smir-
nov hafi á ótilhlýðilegan hátt
reynt að afla sér upplýsinga um
leynileg atriði í dönskum land-
vörnum. Hann verði því að fara
úr landinu fyrir mánudag. Smir
nov hefur dvalizt tvö ár í Dan-
mörk.
Mörgum þykir staðsetning
stefnuljósanna á bifreiðum óþægi
leg, t. d. á hliðum bifreiða og
stýrishúsi vörubifreiða — og er
þá verra en ekki, ef þau sjást
illa, eða, að ökumenn verða að
beita sérstakri aðgæzlu til að
sjá þau, en með því minnkar að-
gæzlan til annarra hluta.
Það er ekki enn komið í lög,
að allar bifreiðir skuli hafa
stefnuljós. Hingað til hefur það
verið skylda, að menn gæfu bend-
ingar um breytingu á stefnu, með
armbendingum. Með tímanum
hafa menn vanrækt þessa skyldu,
og sárafáir fylgt henni, enda
mjög erfitt að sjá slíkar bend-
ingar inni í bifreið, og aftur hitt,
að þá verða menn að sleppa hönd
NOKKUR af ritum Hins ísuenzka
bókmenntafélags eru nú komin
út. Meðal þeirra er Skírnir, 286
bls. að viðbættum skýrslum og
reikningum Bókmenntafélagsins
árið 1955. í ritinu eru m. a. grein-
ar eftir Halldór Halldórsson,
Steingrím J. Þorsteinsson og Pet-
er Hallberg í tilefni af Nóbels-
verðlaunum Halldórs K. Laxness.
Þá eru greinar um ýmisleg efni
eftir Jón Jóhannesson, Halldór
Halldórsson, Pál S. Árdal, Jóhann
Gunnar Ólafsson, Gunnar Sveins-
son, Jón Steffensen, Hermann
Pálsson, Árna Kristjánsson, Jón
Þórarinsson og Felix Genzmer.
Auk þess er í heftinu fjöldi rit-
fregna eftir ýmsa menn.
Bókmenntafélagið hefur enn-
fremur sent út nýtt hefti af Safni
til sögu íslands og íslenzkra bók-
mennta. Eru í því tvær merki-
legar ritgerðir: Réttindabarátta
— Þjóðnýting
Framh. af bls. 1
sviðum afnámu íhaldsmenn þeg-
ar þeir komust síðast til valda.
Þá er einnig nefnt að hugsanlegt
sé að þjóðnýta vatnsból um allt
Bretland. í stað þjóðnýtingar er
bent á að ríkið gerist hluthafi í
stærstu fyrirtækjum.
íslendinga í upphafi 14. aldar eft-
ir Jón Jóhannesson og Fall Björns
Þorleifssonar á Rifi og afleiðing-
ar þess eftir Björn Þorsteinsson.
Annálar 1400—1800 eru í prent-
un og koma út innan skamms.
Þeir félagsmenn, sem hefðu
áhuga á að ná í ritin, áður. en
þau verða send út, geta vitjað
þeirra hjá bókaverzlun Leifturs í
Þingholtsstræti.
Grærertusúpa
O
Steikt fiskflök m/tómötum i
o
Lamasteik m/agúrkusalatí
eða
Wienarschnitzel
0
Súkkulaði-ís |
O S
NEO-tríóið leiknr.
LeiknúskjaUarinn ;
Vinna
ANNAST hreingerningar. —
GUNNAR JÓNSSON
Simi 23825.
Hreingerningar
Vanir og liðlegir menn. Sími 12173
I. O. G. T.
St. Frón n-. 227
Fundur í kvöld kl. 8,30 að Frí-
kirkjuvegi 11. — Kosning emb-
ættismanna. Spilakvöld. — Kaffi.
— Æ.t.
Scamkomur
iHjálpræðisherinn
I kvöld kl. 20,30: Almenn sam-
koma. — Allir velkomnir.
'Þá er svo lagt fyrir, að ef til
mála kæmi að þjóðnýta einhverja
iðngrein eða fyrirtæki skuli ætíð
hafa þá aðferð að rannsaka ýtar-
lega fyrirfram, hvort þær að-
um'af stjórntækjum bifreiðarinn- £erðir séu þjóðhagslega hagnýt-
ar, einmitt þegar mest þörf er að
hafa þær þar — á beygjum. Var
því eðlilegt, eins og fyrr segir,
að menn sæu yfirburði ljós-
merkja í þessu augnamiði og
tækju þau upp. En það er gott
að hafa í huga, að tækninni er
ar.
Tillaga miðstjórnarinnar var
samþykkt með 5.3 millj. atkvæða
gégn 1,2 millj. atkv. Áður hafði
verið fellt með 5,8 millj. atkv.
gegn 1,4 millj. tillögu um að
vísa málinu aftur til miðstjórn-
arinnar til frekari íhugunar.
Ætlar þú að hætta að
herja konuna þína?
LITTLE ROCK, 2. okt. — Faubus, ríkisstjóri í Arkansas, hefur
neitað að gefa yfirlýsingu, sem gæti stuðlað að því að herliðið
yrði kvatt brott frá borginni.
Vegna fyrri mótmæla ríkisstjórans gegn beitingu herliðs hefur
Eisenhower forseti tilkynnt Faubus, að herliðið skuli kvatt brott,
ef ríkisstjórinn ábyrgist velferð svertingjabarnanna níu, sem ganga
í miðskóla borgarinnar.
Faubus ríkisstjóri lýsti því yfir
í dag, að hann neitaði að taka
nokkra sérstaka ábyrgð á svert-
ingjabörnunum. Hann hefði áður
lofað því að gera allt sem hann
gæti til að halda uppi röð og
reglu í borginni. Lengra gæti
hann ekki gengið.
Þegar blaðamaður spurði
Faubus, hvort loforð um að halda
uppi röð og reglu í borginni
þýddi að hann myndi gera ráð-
stafanir til verndar blökku ung-
lingunum, sagði hann við blaða-
mannin sem spurði:
— Heyrðu góði minn, ætlar þú
að hætta að berja konuna þína
þegar þú kemur heim? Svaraðu
strax já eðá nei.
í dag gengu svertingjanemend-
urnir einir og án herverndar inn
í miðskólann. Varð þess nokkuð
vart, að þeir yrðu að sæta að-
kasti og háðyrðum frá hvítum
nemendum.
Fíladelfía
Á samkomúnni í kvöld kl. 8,30,
talar Thor Stebeck, frá Noregi. —
Allir velkomnir.
St. Andvari ar. 265
Fundur í kvöld kl. 8,30. Skyrsl-
ur og innsetning embættismanna.
Myndasýning o. fl. — Félagar,
fjölsækið. — Æ.t.
Félagslíf
Ármenningar — Ármenningar!
Allar íþróttaæfingar eru byrj-
aðar í húsi Jóns Þorsteinssonar,
Lindargötu 7, og verða æfingar
þannig í kvöld: — Slóri salur: kl.
7—8 1. fl. kv., fiml. Kl. 8—9 2.
fl. kv., fiml. Kl. 9—10 íslenzk
glíma. — Skrifstofan Lindargötu
7 er opin 8—10. — Stjórnin
Frainarar — Knattspyrnumenn
Myndataka verður í félagsheim-
ilinu sem hér segir: — 3. flokkur
A og B fimmtud. kl. 8,30. — M., 1.
og 2. flokkur föstudag kl. 8,30. —
4. flokkur A og B sunnudag kl. 1.
Mætið allir vel og stundvíslega.
— Stjórnin.
Hjartans þakkir til allra þeirra, nær og fjær, sem
glöddu okkur á 50 ára hjúskaparafmælinu 27. september,
með gjöfum, blómum, skeytum, heimsóknum og hlýjum
handtökum. — Guð blessi ykkur 511.
Sigríður Bjarnadóttir, Pétur Gunnarsson
Drápuhlíð 22
Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum ættingjum og
vinum, sem glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og
skeytum á fimmtugsafmæli mínu 22. sept. s. 1. og gerðu
mér daginn ógleymanlegan.
Jónatan Jakobsson.
Eiginmaður minn, faðir og sonur
STEFÁN I. BJABGMUNDSSON
Laugarneskamp 23, andaðist þriðjudaginn 1. október.
Stefania Sigurjónsdóttir og börn
Bjargmundur Sveinsson.
FINNUB ÓLAFSSON
stórkaupmaður, frá Fellsenda í Dölum, andaðist í Landa-
kotsspítalanum 2. þ. m.
Guðsteinn Eyjólfsson.
Konan mín, móðir mín og dóttir okkar
ÞOBGEBÐUB SIGFÚSDÓTTIB
andaðist í Landakotsspítala 2. október. — Jarðarförin
ákveðin síðar.
Guðmundur Þorláksson, Guðlaug Guðmundsdóttir,
María Kristjánsdóttir, Sigfús Guðfinnsson
og aðrir aðstandendur.
V * t A-