Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbók Heimsókn Speidels hers- höfðingja til Oslo gagnrýnd HAMBORG, 11. okt. — Tvö Hamborgarblöð hafa gagnrýnt ákveðið. að hershöfðinginn Hans Speidel skyldi vera látinn fara í heimsókn til Osló. Eru bæði blöðin sammála um að þessi heimsókn hafi ekki verið tímabær. Það megi ekki gleyma ýmsum sálrænum vanda 1 samstarfi vestrænna þjóða. Augljóst ætti að vera, að norskur almenningur er ekki búinn að fyrirgefa Þjóðverjum árásina og hernámið 1940. upp í San Marino Afvopnunarnefndin hraði störfum SAN MARINO, 11. okt. — „Borgarastyrjöldinni" í San Manno er lokið. Stjórn kommúnista gafst upp í dag og hefur andkommúníska stjórnin tekið við völdum. Engu blóði var úthellt í þessari „styrjöld* JÞó hefur borgurum smáríkisins létt, því að segja má að vopnavið- skipti hafi verið yfirvofandi og höfðu báðir deiluaðiljar vélbyssur að vopni. „Borgarstyrjöldin" stóð 11 daga. Hún hófst 1. okt. með því að kommúnistastjórnin rauf þingið, er hún hafði misst meirihluta á því. Eftir það hafa fleiri þing- menn sagt skilið við kommúnista til að mótmæla gerræði flokks- stjórnarinnar. í uppgjafartilkynningu komm- únista í dag er sagt, að ekki hafi verið annars úrkosti en að gef- ast upp, þar sem ítalskar her- sveitir hefðu lokað öllum vegum til og frá smáríkinu. Sjálfboðaliðaher and-kommún- istastjórnarinnar hélt skömmu eftir uppgjöfina upp á Titan-fjall og tók við völdum í höfuðborg- inni. Hin nýja stjórn lýðræðis- sinna hefur innreið sína í bæinn á morgun. Þar með lýkur 12 ára valdaferli kommúnista i smárík- inu San Marino. Agnar Mykle rilhöfundur og Harald Grieg framkvæmdastjóri Gyldendals voru sýknaðir í fyrra- dag af ákæru um brot á velsæmi með samningu og útgáfu Rauða rúbínins. Þeir voru ekki taldir sekir um ásetningsbrot, þótt bókin væri úrskurðuð ósiðsamleg. Mynd þessi var tekin við dóms- uppsögn og sýnir Mykle (t.h.) og verjanda hans I. B. Hjort (t.v.). Rúbíninn er ósiðsamlegur, en Mykle og Grieg ekki sekir um ásetningsbrot Hið óháða blað Die Welt seg- ír, að ef gætt hefði verið meiri varúðar hefði mátt komast hjá hinum leiðinlega atburði í Osló. Það er ekki tímabært fyrir þýzk- an hershöfðingja að koma í heim- sókn til Noregs. Bild Zeitung, sem hefur risa- vaxið upplag, segir: — Við skul- um gera okkur það ljóst, að aðrar þjóðir hugsa ekki eins hlýtt til okkar og sumir ímynda sér. Fréttaþjónusta þýzka Jafnað- armannaflokksins birti í dag sér- staka tilkynningu vegna árás- anna í Noregi á Speidel hershöfð- ingja. Þar segir, að það megi ekki gleyma ýmsum sálrænum vandamálum í sambandi við varn arsamstarf vestrænna þjóða. Það er að vísu enginn vafi á því að herforingjarnir, sem vinna sam- an í bækistöðvum NATO treysta hver öðrum. En þar með er ekki sagt að almenningur í öðrum vestrænum löndum beri fullkom- ið trúnaðartraust til Þjóðverja. Það er staðreynd að Hans EINS og skýrt var frá í stuttri frétt í blaðinu í gær var Agnar^ Mykle rithöfundur sýknaður af refsiákæru. Dómstóllinn komst þó að þeirri niðurstöðu, að bók hans um rauða rúbíninn væri ósið- samleg. En bæði Mykle og Ilarald Grieg framkvæmdastjóri norska Gyldendals, voru sýknaðir, þar sem þeir hefðu ekki af ásettu ráði brotið siðgæðisreglur. 1 dómsúrskurði segir: „Rétt- urinn álítur „Sangen om den röde rubin“ vafalaust hafa mikið bók- menntalegt gildi. Það er hins vegar einnig ljóst, að höfundur- inn hefur gengið lengra en leyfi- legt er og bókin er því bæði ósið- samleg og saknæm.“ Báðir hinir ákærðu, segir í dóminum, hafa afsakanlega mis- skilið eða verið í vafa um, hvað væri heimilt að ganga langt í þessa átt. Hugræn sekt fyrir- finnst ekki hjá þeim. Hér er því ekki um ásteningsbrot að ræða og því ekki tök á að beita refsi- ákvæðum 211. gr. hegningarlag- anna, sem setja það skilyrði að ásetningur en ekki gáleysi sé fyrir hendi. Af þessu leiðir, að fjárhags- legur ágóði þeirra Mykles og Griegs af bókinni verður ekki gerður upptækur. En þar sem bókin er ósiðsamleg, er Gylden- dals-bókaútgáfan skylduð til að innkalla þegar öll óseld eintók af bókinni og eyðileggja þau. Strax í gærmorgun fóru sveit- ir norskra lögreglumanna í bóka- búðir í Osló og gerðu þau eintök sem til voru af Rauða rúbínin im upptæk. Uppskeran var samt ekki mikil, m.a. af þvi að í fyrrakvöld eftir að dómur var kveðinn upp, þusti fólk í búðir til að ná sér í eintak. Samtals kom lögreglan aftur með 199 eintök úr bóka- verzlunum í Osló. Strax eftir að dómur hafði ver- ið kveðinn upp lýsti prófessor Francis Bull formaður norska Framh. á bls 2 Kommúnistar gefast Álmæll að Ludwig Erhard verði arftaki Adenauers BONN, 11. okt. — Það er nú almælt meðal stjórnmálamanna í Bonn, að Ludwig Erhart efnahags málaráðherra verði auk síns fyrra embætti skipaður varaforsætis- ráðherra. Þar með gengur hann rtæst Adenauer að völdum og virðingu og verður sjálfkjörinn forsætisráðherra og leiðtogi Kristilega lýðræðisflokksins, ef Adenauer félli frá eða drægi sig í hlé úr stjórnmálum. Það mun enn líða hálfur mán- uður, þar til þýzka hagstofan birtir endanleg úrslit þýzku kosn inganna og Adenauer myndar nýja stjórn. Nú mun samt vera búið að ákveða hverjir sitji í flestum ráðlierraembættum. Ó- víst er þó enn hvort Fritz Scháff- er gegni áfram embætti fjármála ráðherra og einnig er óráðið með embætti verkalýðsmálaráðherra. Telja menn að Anton Storch fyrr verandi verkalýðsmálaráðherra verði látinn víkja og Theodor Blank fyrrum landvarnarráð- herra komi í hans stað. Speidel var hershöfðingi á dögum Hitlers. Enda þótt ferill hans í styrjöldinni sé óflekkaður er ekki nema eðlilegt að fólk í hernumdu löndunum tortryggi hann. Tunglið hefur farið 100 hringferðir WASHINGTON og London 11. okt. (Reuter). — Gervitunglið „Sputnik“ lauk í dag 100. snún- ingi sínum kringum jörðina. Þar með hefur þessi smáhnöttur far- ið 4,4 milljónir km. En það er tíföld vegalengdin til tunglsins. Mjög dauf radíómerki heyrð- ust í dag frá „Sputnik“, en fregn- ir berast víða að um að ljósglampi frá tunglinu hafi sézt með berum augum. Talsmenn bandarisku stjórnar- innar hafa látið í ljós þá skoð- un sína, að Rússar ætli alveg á næstunni að senda annað gervi- tungl á loft. Ekki er ljóst hvort þeir hafa þetta eftir öruggum heimildum eða byggja það á yfir- lýsingu Rússa um að bráðlega verði skotið upp í geiminn gervi- tunglum með tilraunadýrum inn- anborðs. Pólska fréttastofan PAP kveðst hafa öruggar heimildir fyrir því, að Rússar ætli að skjóta öðru gervitungli sínu á loft hinn 7. nóvember, en þá er 40 ára af- mæli rússnesku byltingarinnar. NEW YORK, 11. okt. — Vest- urveldin lögðu í dag fram á Allsherjarþingi S. Þ. ályktun- artillögu, þar sem skorað er á undirnefndina í afvopnun- armálum að hraða starfi sínu í þá átt að koma á alþjóða- samkomulagi um afvopnun, bann við kjarnorkusprengj- um og eftirlit. í tillögunni er því bætt inn að framkvæma skuli eftirlit með gervitungl- um sem skotið er á loft. — Reuter. i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.