Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. okt. 1957 MORCVNBLAÐ1Ð 11 FITAN HVERFUR með freyðandi FLJOTAR öll fita hverfur á augabragði með freyðandi VIM. Stráið aðeins örlitlu á rakan klút, nuddið rösklega eina yfir- ferð og hinn fitugi vaskur er hreinn. Það er svo auðvelt! Hið freyðandi VIM hreinsar öll óhreinindi. Hinar þrálátu fiturákir í vöskum og' baðkerum hverfa. Pottar, pönnur, baðker, flísar og mál- aðir hlutir verða tandurhreinir. Gljjáinn kemur fyrr með freyðandi VIM Aðalsteini Sigmundssyni reistur minnisvarði SUNNUDAGINN 15. september sl., var afhjúpa'ður í Þrastaskógi, minnisvarði um Aðalstein Sig- mundsson, Á sambandsþingi Ungmenna- félags Islands 1955, var samþykkt að láta gera þennan varða og kosin nefnd til að sjá um fram- kvæmdir. Alla sína vinnu gaf Ríkharður til minningar um sinn látna vin. Um uppsetningu varðans sáu Þórður Pálsson og Marteinn Gíslason. Við afhjúpunina flutti aðal- ræðuna sr. Eiríkur J. Eiríksson. Minntist hann Aðalsteins, at- hafna hans og hugsjóna. Einnig talaði Ingimar Jóhannesson, sem lýsti varðanum, en Þórður Páls- son þakkaði f. h. ættingja Aðal- steins heitins. Frú Jóhanna Sig- mundsdóttir, systir Aðalsteins, afhjúpaði varðann. Á annað hundrað manns voru viðstaddir athöfnina í Þrasta- skógi, þar á meðal menntamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason og frú hans. Á eftir bauð Ungmennafélag íslands til sameiginlegrar kaffi- drykkju í Hótel Selfoss. Voru þar fluttar margar ræður og einnig kvæði. Voru þar raktir atburðir liðinna daga og rifjaðar upp minningar um samstarf við hinn látna félaga, Aðalstein Sigmunds IMESTI f nefndinni áttu sæti: Ingimar Jóhannesson fltr., Sig. Greipsson, skólastj., Sveinn Sæmundsson lögregluþj., Axel Jónsson sund- laugav., og Ólafur Ág. Ólafsson bóndi. Leitað var til hinna ýmsu ung- mennafélaga landsins um frjáls fjárframlög. Var vel brugðizt við svo á skömmum tíma safnaðist það fé er þurfti. Nefndin leitaði til Ríkharðar Jónssonar með gerð varðans og réði hann útliti hans og lögun. Minnisvarðinn er hár stuðla- bergsdrangur sem greyptur er niður á milli minni stuðlabergs- steina. í drangann er felld vanga mynd úr eir, gerð af Ríkharði. Árétting ÚT af frétt þeirri, er birtist í Mbl. í dag um dvalarkostnað á veit- ingahúsinu í Vík í Mýrdal, og eftir mér er höfð, skal þetta tek- ið fram: Fréttin er alveg rétt í höfuð- dráttum. En ef ég hefði haft hug- mynd um, að hér væri um „blaða viðtaí" að ræða, hefði ég haft frá- sögnina dálítið nákvæmari. — Verkamaður, sem vinnur fyrir Dagsbrúnarkaup 8 tíma á dag í 3 vikur, hefur í kaup kr. 2707,20. fyrir þann tíma. Fyrir jafnlang- an tíma er ég dvaldi á umræddu veitinga- og gistihúsi, greiddi ég fyrir fæði og lítið en þægilegt súðarherbergi samtals kr. 2861,25. Ef ég hefði nú verið á Dagsbrún- arkaupi, hefði ég orðið að gefa með mér kr. 154,05 nákvæmlega reiknað. Ekkert haft fyrir vinn- una, ekkert haft upp í opinber gjöld. Þetta hefði nú einhver kallað okur. Stuðningur við Ungverja LUNDÚNUM, 10. okt. — Á þingi Alþjóðasambands jafnaðarmanna var í dag samþykkt tillaga, þar sem skorað var á fólk að halda áfram aðstoð sinni við ungversku þjóðina, þar til hún hefur feng- ið aftur fullt og óskorað frelsi. Til samanburðar má geta þess, að rithöfundur einn hér í bæn- um dvaldi hálfan mánuð í sumar á veitinga- og gistihúsi í Borg- arnesi. Hann bjó í fínasta her- bergi gistihússins og fylgdi því bað. Hann snæddi tvær máltíðir á dag og drakk þrisvar kaffi, og kostaði þetta kr. 70,00 á dag. Fyrir 3 vikur mundi þetta hafa kostað kr. 1470,00. Getur nú hver maður séð, að hér er mikill mun- ur á réttlæti og sanngirni. Þess skal getið, að fæðið í Vík var óaðfinnanlegt, enda eiga stúlk- urnar, sem vinna þar, engan hlut að umræddu okri. Reykjavík, 11. okt. 1957. Benjamín Sigvaldason. NESTI, FOSSVOGI JT SELFOSSBIO Kvöldskemmfun Óskar Guðmundsson og hljómsveit. Söngvari Didda Jónsdóttir og Haukur Morthens. Ennfremur verður fólki gefinn kostur á að reyna hæfni sína í dægurlagasöng. á milli kl. 11—12. 1. verðlaun veitt kr. 100.00. SELFOSSBÍÓ 140 nemendur í Barna- og unglingaskóla Bolungarvíkur BOLUNGARVÍK, 9. október. — Sunnudaginn 6. október var Barna- og unglingaskólinn í Bol- ungarvík settur í Félagsheimil- inu. Formaður skólanefndar, séra Þorbergur Kristjánsson sókn arprestur talaði fyrstur og minnt- ist í upphafi látins nemanda, Lár- usar Gíslasonar sem fórst af slys- förum i sumar. Lárus heitinn var hvers manns hugljúfi hér í kaup- túninu. Bíðan minntist sóknarprestur fráfarandi skólastjóra Sigurjóns Jóhannessonar sem hætti skóla- stjórn á þessu hausti og tók við skólastjórn Gagnfræðaskólans á Húsavík. Sigurjón Jóhannesson hafði gegnt skólastjórastarfi í fjögur ár og áunnið sér miklar vinsældir í starfi bæði hjá nem- endum og foreldrum þeirra. Sig- urjón hafði einstakt lag við skóla stjórnina og var ákaflega mikils virði fyrir félagslíf nemenda. Er honum mjög vel þökkuð veran hér í Bolungarvík. Að lokum bauð skólanefndarformaður hinn nýja skólastjóra velkominn til starfs og óskaði honum farsældar í skólastjórninni. Hinn nýi skóla- stjóri heitir Björn Jóhannesson og er hann magister í ensku frá Edinborgarháskóla og kunnur skákmaður. Tók hann því næst til máls og gat um breytingu á kenn- araliði skólans, en Ágúst Vigfús- son hætti störfum hér eftir langt starf en við tók Kristmundur Breiðfjörð. Þá hefir Kristján Júl- íusson leyfi vegna veikinda, en frú Helga S. Olafsdóttir hefir ver- ið ráðin í hans stað. Við skólann starfa nú 7 kenn- arar með aukakennurum en 140 nemendur munu verða í honum í vetur. — Fréttaritari. KK SEXTETTINN ^bJiljómleilor verða endurteknir, vegna fjölda áskor- ana, í Austurbæjarbíói sunnudaginn 13. okt. kl. 7 e. h. Dægurlagasöngvararnir SIGRÚN JÓNSDÓTTIR RAGNAR RJARNASON og K.K.-SEXTETTINN leika og syngja W-ffc — Kalysó — Dægurlög — Jazz bCynnir: SVAVAR GESTS Aðgm.sala hefst í Austurbæjarbíói í dag kl. 2. ATH.: Hljómleikarnir eru fyrir alla fjölskylduna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.