Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 4
4 MORCIJTSBLAÐIÐ Laugardagur 12. okt. 1957 1 dag er 285. dagur ársins. Laugardagur 12. október. Árdegisfíæði kl. 7,58. Síðdegisflæði kl. 20,11. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vitjanir) er á saraa stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Ingólfs-apó- teki, sími 11330. — Ennfremur eru Holtsapótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjairapótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttalin apótek eru opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Garðs-apútek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 34006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, laugar- daga frá kl 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Kristján Jóhannesson, sími 50056. — Akureyri: — Næturvörður er í Akureyrar-apóteki, sími 1032. — Næturlæknir er '’tefán Guðnason. □ MÍMIR 595710147 = 2 Afmæli Sextugsafmæli á í dag, 12. okt., Kristbjörg Arnbjörnsdóttir frá Borgarnesi, nú til heimilis að Sæ- túni 8, Rvík. PilBrúðkaup Gefin verða saman í hjónaband á morgun af séra Jóni Auðuns, ungfrú Ingerid Giesella Bauer og Sveinn Guðmundsson stud. ing., Bárugötu 17. Þriðjudaginn 8. þ. m. voru gef- in saman í hjónaband af borgar- fógeta, Þóra Brynjólfsdóttir kaup kona og Snæbjörn Kaldalóns lyfjafræðingur. Heimili þeirra er að Skeiðarvogi 85. Brúðhjónin fóru áleiðis til ítalíu í fyrradag. í dag verða gefin saman í hjóna band af séra Óskari J. Þorláks- syni, ungfrú Guðrún Margrét Jó- hannsdóttir, skrifstofustúlka hjá Áburðarverksmiðjunni, Fjólug. 25, og Eðvarð Hafsteinn Hjaltason starfsmaður hjá Eimskip, Arnar- götu 10. Heimili ungu hjónanna verður að Fjólugötu 25. ÍHjönaefni Sl. sunnudag opinberuðu trú- lofun sína, Alda Vilhjálmsdóttir, Hlíðarholti, Ólafsvík, og Gunnar Emil Pálsson, pípulagninganemi, Hvamsgerði 10, Reykjavík. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Kristveig Sveinsdótt ir, Fjölnisvegi 13, og Benedikt Þormóðsson, Kringlumýrarbletti 5, Reykjavík. KS Messur Á morgun: Dómkirkjan. — Messað kl. 11. Séra Jón Auðuns. Ferming. — Messað kl. 2 síðd. Séra Óskar J. Þorláksson. Ferming. Elliheimilið. — Guðsþjónusta kl. 2 e. h. Séra Gunnar Árnason. Hafnarfjarðarkirkja. — Messa kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. Útskálaprestakall. — Barna- guðsþjónusta í Sandgerði kl. 11 árd. — Útskálar. Barnaguðsþjón- usta kl. 2. — Sóknarprestur. Laugarneskirkja. — Messa kl. 2 e. h. Ath. breyttan messutíma. Séra Garðar Svavarsson. Barna- guðsþjónusta kl. 10.15 f. h. Garð- ar Svavarsson. Fíladelfíusöfnuðurinn flytur guðsþjónustu í útvarpssal kl. 13,15 á morgun — sunnudag. Bústaðaprestakall. — Messað í Háagerðisskóla kl. 5 (Ath. breytt an messutíma). Séra Gunnar Árnason. Fríkirkjan. — Messað kl. 5. — Biblíulestur kl. 11 f. h. Þorsíeinn Björnsson. Sníðastúlka óskast n ú þ e g a r Einnig nokkrar saumaslúlkur. Falagerðin Burkni hf. Sími 10860. Byggingaverkfræðingur Vatnsveita Reykjavikur óskar að ráða bygginga- verkfræðing til starfa. Umsóknir sendist Vatnsveitustjóra fyrir 25. þ. m. Reykjavík, 10. október 1957. Jón Sigurðsson. Frá Barnamúsikskólanum. Börnin á myndinni leika á harpsíkord (cembalo), blokkflautu, hand- trommu, tréspil og þríhorn. Harpsikord skólans er eina hljóðfæri sinnar tegundar hér á landi. Grindavík. — Guðsþjónusta kl. i 5. Prófasturinn, séra Garðar Þor- steinsson, predikar og vísiterar eftir messu. Neskirkja. — Messað kl. 2. — Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja. — Messa kl. 11 f. h. Séra Sigurjón Árnason. Síðdegismessa kl. 5. Séra Jakob Jónsson. PPgAheit&samskot Sólbeimadrengurinn, afh. Mbl.: K S kr. 25,00; N N 200,00. Hallgrímskirkja í Saurbæ, afh. Mbl.: Önefndur kr. 25,00. Óháði söfnuðurinn: Kl. 2 á morgun verður lagður hornsteinn að kirkju safnaðarins á mótum Háteigsvegar og Stakkahlíðar. — Stutt guðsþjónusta verður í kirkj unni við það tækifæri. — Séra Emil Björnsson. Kirkjubygging óháða safnaðar- ins. — Safnaðarfólk er vinsam- lega beðið að koma síðdegis í dag og undirbúa kirkjudaginn á morg- un. — Safnaðarprestur. Gjafir og áheit: Afhent séra Óskari J. Þorláks- syni, dómkirkjupresti. — Til Dómkirkjunnar: St. Jónsdóttir, kr. 200,00. Ágústa Jónsdóttir, Hagamel 19, kr. 500,00. (Til blómakaupa í tilefni af 50 ára fermingarafmæli). — Til Strand- arkirkju: Áheit frá Y-fZ 1500,00 kr. (í bréfi). Ymislegí Kvennadeild Slysavarnafélags- ins vantar nokkrar góðar söng- konur í kórinn sem allra fyrst. Talið við frú Gróu Pétursdóttur, öldugötu 24. Samsæti fyrir dr. Jakob Bene- diktsson. Nokkrir vinir og sam- starfsmenn dr. Jakobs Benedikts- sonar hafa ákveðið að gangast fyrir samsæti í tilefni af doktors- prófi hans. Samsætið verður í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtu- daginn 17. okt. 1957 og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7.30 síðd. Áskriftalistar liggja frammi í bókaverzlunum Isafoldar og Máls og menningar. Þátttaka ósk- ast tilkynnt fyrir þriðjudags- kvöld nk. Undirbúningsnefndin. Hauslmarkaður Sjálfstæðisfélag anna í Hafnarfirði verður n.k. sunnudag í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 2. Eins og að venju verð úr hann mjög fjölbreytilegur. Margir menn, sem neyta áfeng- is, vita um eðli áfengisbölsins, og veita ekki kunningjum sinum, sem þeir vita að hafa mikið tjón af áfengisneyzlu, undir öllum kring- umstæðum. — Umdæmisstúkan. OrS lífsins: — En íklæðist yfir allt þetta elskunni, sem er band algjörleikans, og látið frið Krists ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér og kallaðir í ein- um líkama, og verið þakklátir. •— (Kól. 3, 14:15). Læknar f jarverandi Alfred Gíslason fjarveiandi 28. sept. tii 16. okt. — Staðgengill: Árni Guðmundsson. Bjarni Jónsson, óákveðið. Stg Stefán Björnsson. Björn Guðbrandsson fjarver- andi frá 1. ágúst. óákveðið. Stað- gengill: Guðmundur Benedikts- son. — Garðar Guðjónsson, óákveðið — Stg.: Jón Hj. Gunnlaugsson, Hverfisgötu 50. Iljalti Þórarinsson, óákveðið Stg.: Alma Þórarinsson. Jón Hjaltal'n Gunnlaugsson verður fjarverandi til 16 október. Staðgengill er Árni Guðmundsson. Skúli Thoroddsen fjarverandi, óákveðið. Staðgengill: Guðmund- ur Björnsson. Þórarinn Guðnason læknir verð ur f jarverandi um óákveðinn tíma. Staðgengill: Þorbjörg Magnúsdótt ir. Viðtalstími kl. 2- 3, Hverfis- götu 50. Söfn Þjóðminjasafnið er opið sunnu- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga, og laugardaga kl. 1—3. Árbæjarsafn opið daglega kl. 3 —5, á sunnudögum kl. 2—7 e.h. NáUúrugripasafnið: — Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14— 15. Listasafn Einars Jónssonar verð ur opið 1. október—15. des, á mið- vikudögum og sunnudögum kl. 1,30 —3,30. Bæjarbókasafn Reykjavíkur, Þingholtsstræti 29A, sími 12308. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 1—7. Lesstofa opin kl. 10—12 og 1—10, laugardaga 10—12 og 1—7. Sunnudaga, útlán opið kl. 5—7. Lesstofan kl. 2—Z Útibú, Hólmgarði 34, opið mánu- daga, miðvikadaga og föstudaga kl. 5—7. — Hofsvallagötu 16, op- ið virka daga nema laugardaga, kl. 6—7. — Efstasundi 26, opið mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 5—7. Listasafn ríkisins er til húsa 1 Þ j óðmin j asaf ninu. Þ jóðmin j asafn ið: Opið á suruudögum kl. 13—16 S55? ^ ,, ~með nu^WUcaffími 32) Hanastélsveiala í Kollywood. — Ungfrú Pliyllis Simpson. . brjóst mál 42 — mitti 21 — mjaðmir 38 EROHMAND Skegg virðuleikans Kona nokkur ætlaði að halda dansleik og hringdi til gólffæginga manns í nágrenninu og spurði hann um starf hans. — Frú, svaraði maðurinn, spyrjið bara hershöfðingjann í næsta húsi, hann hélt veizlu fyrir hálfum mánuði. Sex manns fót- brotnuðu á dansgólfinu, gamall maður datt niður stigann og háls- brotnaði, og það var ég, sem fægði gólfið og stigann. Lítill drengur hafði verið óvenju óþekkur og faðir hans hafði sent hann í rúmið með þeim ummælum, að hann kæmi bráðum til hans og þá gerðu þeir út um málin. Drengurinn kraup á kné fyrir framan rúmið sitt þegar hann var kominn í náttfötin og mælti alvarlega: — Góði guð, ef þig í raun og veru langar til þess að hjálpa 1 litlum dreng í vandræðið — þá gríptu tækifærið. Bekkurinn hafði verið að læra um styrk og áhrif vindsins og til þess að börnin fengju meiri áhuga á efninu sagði kennslukonan: — Þegar ég kom í morgun til skólans með strætisvagninum, opn uðust dyrnar og eitthvað kom inn og kyssti mið blíðlega á kinnina. Hvað haldið þið að það hafi ver- ið börnin góð? — Bílstjórinn, svöruðu öll böm in í einu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.