Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 12. okt. 1957
Hópur Norðmanna safnaðist saman á Fornebu-flugvelli við
Osló til að mótmæla heimsókn Speidels. Þeir báru m. a. þetta
mótmælaspjald. Á því stendur: — Við höfum sætzt við Þjóð-
verja, en við höfum ekki sætzt við hershöfðingja Hitlers. Þú
ert ekki velkominn.
Speidel er ekki velkoininn og
þé ber honn hreinan skjöid
IBYHJUN þessa árs var |
þýzkur hershöfðingi Hans
Speidel skipaður yfir-
maður landhers Atlantshafsbanda
lagsins í Mið-Evrópu. Er hann
fyrsti þýzki hershöfðinginn, sem
er falin yfirstjórn herja NATO.
Var það gert í samræmi við það,
að Þjóðverjar leggja nú til meg-
instyrk varnarherjanna í Evrópu.
í þessari stöðu sinni er hann á-
byrgur gagnvart Atlantshafs-
bandalaginu í heild, en ekki
gagnvart þýzku stjórninni. í
herliði því sem hann stjórnar eru
hermenn af mörgum þjóðernum,
Þjóðverjar, Bretar, Frakkar,
Bandaríkjamenn, Belgir, Hollend
ingar og Danir.
Það er eðlilegt að skipun
Þjóðverja í þetta embætti hafi
vakið nokkra óánægju meðal
nágrannaþjóðanna, sem fyrir
fáum árum urðu að þola
grimmdarlega þýzka hersetu.
Verst er þó að hægt er að
benda á það, að Hans Speidel
var háttsettur herforingi í
þýzka hernum á dögum
Hitlers. Hann tók þátt í leift-
ursókninni inn í Frakkland og
síðan í árásinni á Rússland.
k
Þetta eru orsakir þess, að þeg-
ar Speidel kemur í heimsókn til
Kaupmannahafnar, safnast nokk
ur hópur fölks fyrir framan gisti-
húsið þar sem hann- býr og dreg-
ur nasistafána að stöng honum
til háðungar.
Og þegar hann er væntanlegur
til Osló, er heimsókn hans mót-
mælt með vinnustöðvunum og
fjölmenni safnast á Fornebu flug-
völlinn til að senda hershöfðingj-
anum kaldar kveðjur við komuna
til Noregs.
Þessar mótmælaaðgerðir eru
þó ekki meiri en svo, að jafnvel
er hægt að undrast að ekki skuli
gripið til harðvítugri árása á hers
höfðingjann. Því veldur fyrst og
fremst, að þessar smáþjóðir eru
smám saman búnar að taka Þjóð-
verja í sátt og þær verða að við-
urkenna, að þær geta ekki verið
án stuðning Þjóðverja í varnar-
aðgerðum sínum.
Við það bætist svo, að þó
Speidel hershöfðingi hafi starf
að í þýzka hernum á dögum
Hitlers, hefur hann persónu-
lega hreinan skjöld. Hann lagð
ist aldrei flatur fyrir nasistun-
um. Þvert á móti gerði hann
sitt til að lina hersetnum þjóð-
um þjáningarnar. Eru m.a. til
öruggar heimildir um það, að
hann streittist af alefli gegn
gíslatökum Þjóðverja í Frakk-
landi, svo mikið að hann fékk
óþökk nasistanna. Er þar þó
tilnefnt aðeins eitt dæmi, um
það, að hann reyndi að koma
mannlega fram, eftir því sem
aðstæður leyfðu .
Speidel er nú 61 árs að aldri.
Hann er af miðstéttarfólki kom-
inn, ættaður úr Wúrtemberg, en
það er einmitt það hérað Þýzka-
lands, þar sem hinn prússneski
hernaðarandi hefur sætt mestri
mótspyrnu. í fyrstu lagði hann
stund á málfræði og tók doktors-
próf í henni. Hann gegndi her-
þjónustu í fyrri heimsstyrjöld-
inni á vígvöllunum í Frakklandi
og ákvað að því loknu, að gerast
atvinnuhermaður. Gekk hann á
herskólann í Stuttgart.
Síðan fara litlar sögur af
Speidel. Hann starfaði sem frem-
ur lágt settur liðsforingi en fór
þó hækkandi að tign. Hinn frægi
þýzki hershöfðingi Beck, sem á-
litið er að Hitler hafi látið taka
af lífi í bardögunum í Póllandi,
lýsti Speidel svo í meðmælabréfi
1936: ;,Hann er skarpgreindur
maður, vinnusamur með afbrigð-
um og hefur sérstaka hæfileika
til að umgangast annað fólk“.
Speidel var skipaður her-
málaráðunautur við þýzka sendi-
ráðið í París og í júní 1940 samdi
hann við franska hershöfðingjann
Dentz um uppgjöf Parísarborgar.
Næstu tvö ár var hann herráðs-
foringi þýzka hernámsliðsins.
★
Eins og áður segir snerist
hann algerlega gegn hinni
harkalegu meðferð, sem nas-
istar vildu beita hina her-
numdu frönsku þjóð. Honum
lenti saman við yfirmenn
Gestapo og að líkindum hafa
mótmæli hans orðið til góðs.
Hins vegar var hann ekki í
aðstöðu til að stöðva hernað-
araðgerðirnar. Hitler kallaði
Speidel sérstaklega á sinn
fund og sakaði hann um að
vera of vægur við Frakka.
Speidel tókst þó að milda „for-
ingjann“ óg þurfti ekki að
gefa eftir. En ljóst er að Hitler
var ætíð nokkuð tortrygginn
í hans garð.
Árið 1942 var Speidel skipað-
ur herráðsforingi á austurvíg-
stöðvunum í Rússlandi en síðla
árs, er Rommel marskálki var
falið að skipuleggja varnir í
Vestur-Evrópu, óskaði hann eftir
að fá Speidel sem herráðsfor-
ingja.
Þeir voru gamlir kunningj-
ar Rommel og Speidel og með-
an þeir voru saman í Norður
Frakklandi lögðu þeir drög að
byltingu gegn Hitler. Upp
komst um fyrirætlanir Romm-
els og var hann neyddur til
að fremja sjálfsmorð. Að sinni
komst ekki upp um þátt Speid-
töku í samsærinu. Fékk hann
því að halda lífi, en Gestapo-
menn handtóku hann og fluttu
í fangabúðir í bænum Kiistrin
austur við Oder-fljót. Þar sat
hann þangað til í janúar.
★
En til dæmis um, hve áhrifa-
mikill maður Speidel er og mikil
persóna er þess getið, að þegar
sóknarher Rússa nálgaðist fékk
hann fangabúðaforingjann á sitt
band með að leysa fangabúðirnar
upp og flytja allan hópinn vestur
á bóginn, alla leið suður í Wúrt-
emberg. Notuðu þeir til þess
fölsuð fyrirmæli og sluppu oft
fram hjá nefinu á Gestapo-mönn-
um. En öngþveitið í Þýzkalandi
síðustu mánuði stríðsins hjálpaði
þeim í þessu verki.
Flestir hershöfðingjar í liði
Hitlers voru eftir styrjaldarlok
yfirlýstir og dæmdir stríðs-
glæpamenn. En Speidel komst
undan því, enda var mannorS
hans ekki talið flekkað.
★
Eftir styrjöldina eyddi Speidel
dögum sínum við ýmsar sagn-
fræðilegar rannsóknir varðandi
heimsstyrjöldina. Hann gaf út
dagbækur Beck hershöfðingja,
skrifaði bók um örlög Rommels
og bók um bardagana í Frakk-
landi. Bækur þessar eru ritaðar á
mjög góðu máli og þykja skemmti
legar aflestrar. Sýna þær og vel
víðsýni mannsins og að hann er
frábitinn öllum öfgum.
Þegar Þjóðverjar gengu í
Atlantshafsbandalagið og þýzk-
um herdeildum var komið á fót,
var Speidel skipaður skrifstofu-
stjóri í landvarnarráðuneytinu.
Var hann mjög samrýndur Theo-
dor Blank hinum fyrsta land-
varnarráðherra Þýzkalands en
samkomulag er ekki eins gott
milli hans og núverandi land-
varnairráðherra Franz Strauss.
Hans Speidel hershöföingi
els í þessu samsæri, en eftir
herforingjasamsærið mikla og
sprengjutilræðið við Hitler 20.
ekki að sanna á hann þátt-
júlí 1944 var Speidel hand-
tekinn. Enn sem fyrr tókst
Lýðháskóli verði sfiarf-
ræktar hér á landi
Frá aðalfundi Kennarafélags Miðvesturlands
STYKKISHÓLMI, 8. okt.: Dag-
ana 5. og 6. okt. sl. var aðalfund-
ur Kennarafélags Miðvesturlands
haldinn í Stykkishólmi. Formað-
ur félagsins, Ólafur Haukur
Árnason, setti fundinn og bauð
gesti velkomna til Stykkishólms.
Fundarstjórar voru Elímar Tóm-
asson og Lúðvík Halldórsson og
fundarritarar Guðmundur Han-
sen og Sigurður Helgason. Á laug
ardag fluttu þeir erindi, Þórleif-
ur Bjarnason, námsstjóri, sem
ræddi um hina nýju námsskrá,
Þorsteinn Einarsson, íþróttafull-
trúi, sem ræddi um líkamsrækt,
og Guðmundur G. Hagalín, rithöf
undur, sem flutti opinberan fyrir
lestur um skólana og bókmennt-
irnar. Miklar umræður urðu um
erindin, og voru eftirfarandi til-
lögur samþykktar:
„Aðalfundur Kennarafélags
Miðvesturlands, haldinn í Stykk-
ishólmi 5. og 6. okt. 1957, lýsir
ánægju sinni yfir þeim áfanga,
sem þegar er náð með samningu
nýrrar námsskrár, er Þórleifur
Bjamason, námsstjóri ,lagði fyrir
fundinn. Sérstaklega vill fundur-
inn lýsa ánægju sinni yfir eftir-
töldum atriðum: 1) Gerð náms-
skrárinnar og væntanlegri tilhög-
sÞrifar úr
dagiega lífinu
STUD. jur. ritar.
Nú hafa borizt fregnir hingað
til lands um það hver örlóg
Myklemálið svonefnda hefir hlot-
ið fyrir dómstólunum í Osló.
Æsifengln réttarhöld
EG hygg að engu réttarhaldi
erlendis hafi verið fylgt af
svo mikilli eftirvæntingu sem
þessu réttarhaldi yfir hinum unga
norska rithöfundi. Og ég verð að
segja það, að dómurinn er sannar
lega Salómonsdómur. Eins og
skýrt hefir verið frá í fregnum
var Mykle sýknaður en forlagið
dæmt til þess að kalla inn
allar óseldar bækur af „Sangen
om den röde Rubin“. Mikið höfðu
menn brotið heilann um pað áður
en dómurinn féll, hvernig hann
myndi hljóða og um það hafði
verið talað að hvernig sem dóms-
niðurstaðan yrði þá hlyti hún að
verða harðlega gagnrýnd, því erf
itt er í þessu máli, þar sem til-
finningar og listrænt mat eru
raunverulega kjarninn, að kom-
ast að niðurstöðu, sem flestir
geta sætt sig.
En dómarinn hefir farið bil
beggja. Sýknað sjálfan höfundinn
enda áratugir síðan nokkur höf-
undir hefir verið dæmdur eftir
þessum norska lagabókstaf, víst
þrír fjórðungar aldar. En aftur á
móti var bókin gerð upptæk.
Það þykir vafalaust hinum
hneykslunargjörnu nokkur bót í
máli, og una nú glaðir við sitt
Að vísu finnst mér nokkurs
ósamræmis gæta í þessum dómi,
því ef höfundurinn hefir verið
sýknaður, þá er illt að dæma aðra
fyrir'hans verk. En upptökuboð-
ið hefir vafalitið þau áhrif að af-
gangur bókarinnar í bókabúðum
rýkur út þessa dagana, áður en
hægt er að framkvæma upptök-
una.
Engin bók til íslands!
VAFALAUST hefir það þau
áhrif gagnvart okkur íslenzk-
um, lesendum að við fáum ekki
eitt eintak inn í landið sent frá
norska bókafirmanu svo „Song-
urinn“ sést hér ekki meir í bóka-
búðum. Mun mörgum lesendum
þykja súrt í broti og allmarga
þekki ég þá kunningjana, sem
munu harma slíkt.
En það er annað viðkomandi
þessu máli, sem ég hefi verið að
velta fyrir mér. Nú hafa borizt
fregnir um það, að „Sangen om
den röde Rubin“ sé væntanlegur
innan skamms í íslenzkri þýðingu
og hefir eitt blaðanna skýrt frá
því að Jóhannes úr Kötlum sé að
þýða bókina.
En hverja afstöðu tekur þá ís-
lenzka dómsmálastjórnin til máls
ins? Fer hún að dæmi þeirrar
norsku og gerir bókina upptæka?
Ég hefi ekki séð norsku hegn-
ingarlögin, þann paragarff. sem
bókin var gerð upptæk eftir, en
lögum Skandinava svipar mjög
saman og mati þeirra á því hvað
er klám eða ekki klám. Og auð-
vitað getur dómsmálaráðuneytið
gert bókina upptæka strax og
hún kemur út.
Gaman verður að sjá hverju
fram vindur og illa er ég svikinn
ef ekki á eitthvað sögulegt eftir
að gerast um „Sönginn" hér á
landi ekki síður en í Noregi.
Stnrlar ungar stúlkur
MÓÐIR ritar:
Ég vil taka eindregið undir
þau tilmæli, sem ég las hér í
dálkunum fyrir nokkrum iögum
að danshúsin láti sér ekki detta
í hug að efna til fegurðarsam-
keppni um fegurstu stúlku kvölds
ins. Ég er þeirrar skoðunar að
fegurðarsamkeppnir séu komnar
frá djöflinum og geri ekki annað
en efla fáfengilegheit og hégóma-
skap ungra stúlkna, og sturla
þær. Það er heldur ekki yfir
neinu að monta, ytra útlit.
Það getur engin stúlka þakkað
sjálfri sér heldur náttúrunni sem
hana skóp svo, og forfeðrum sín-
um, hverra útlit hún erfði. Að
stæra sig af því uppi á palli eins
og verðlaunagrís er hlægilegt og
nær engri átt.
un þess efnis, að námsskráin
verði samfelld fyrir alla skyldu-
fræðslu, 2) Aukningu móðurmáls
kennslu og því, að hún verði gerð
lífrænni en verið hefur, 3) Því,
að lestrarkennsla verði auðveld-
uð með auknum hjálpartækjum,
handhægum lestrarbókum og
leiðbeiningum. Fundurinn leggur
einnig áherzlu á, að hámarkstíma
fjöldi á viku verði eigi undir 34
stundum í 12 ára bekkjum og í
öðrum bekkjum í hlutfalli við
það. — Þess verði og gætt að
samræma námsefni 3. bekkjar
gagnfræðastigs hinni nýju náms-
skrá, og verði landspróf miðskóla
miðuð við það“.
„Aðalfundur Kennarafél. Mið-
vesturlands lítur svo á, að veru-
legur fengur væri að því, að starf
ræktur væri í landinu frjáls lýð-
háskóli, sem rækti fyrst og
fremst tungu, sögu og bókmennt-
ir þjóðarinnar. Þar færu og fram
námsskeið að sumrinu fyrir kenn
ara og aðra, er áhuga hafa á þeim
málurn".
Á laugardagskv. bauð hrepps-
nefnd Stykkishólms fundarmönn
um til samsætis. Þar flutti Ól-
afur Guðmundsson, sveitarstjóri,
ávarp, en auk þess fóru fram
ræðuhöld, kveðskapur og gam-
anvísnasöngur. Á sunnudags-
morgun var ekið um Helgafells-
sveit og sögustaðir skoðaðir og
eftir hádegi hlýtt messu í Stykk-
ishólmskirkju hjá prófastinum
sr. Sig. Ó. Lárussyni.
Fundinum lauk síðarihluta
sunnudags. Voru þá lagðir fram
reikningar, næsti fundarstaður á-
kveðinn og stjórn kjörin. Hana
skipa: Hervald Björnsson, skóla-
stjóri, Borgarnesi, formaður, Gísli
Kristjánsson, kennari, ritari og
Björn Arason, kennari, gjaldkeri.
báðir einnig í Borgarnesi.
Styrkir til guð-
fræðináms
ALKIRKJURÁÐIÐ (World Goun
cil of Churches) mun eins og að
undanförnu veita guðfræðingum
ókeypis námsdvöl við erlenda
háskóla háskólaárið 1958—1959.
Styrkir þessir eru ætlaðir guð-
fræðingum, er lokið hafa há-
skólaprófi í guðfræði eða a> m. k.
stundað nám í guðfræði 2—3 ár,
og ætla sér að búa sig undir
sérstakt kirkjulegt starf eða
stunda framhaldsnám í ákveðinni
grein guðfræðinnar. Umsækjend-
ur mega helzt ekki vera eldri en
30 ára. Umsóknir skulu hafa
borizt skrifstofu Alkirkjuráðsins
í Genf fyrir 1. jan., 1. febr. eða
1. marz 1958, eftir því í hvaða
landi menn óska að dveljast.
Nánari upplýsingar um skilyrði
fyrir því að hljóta_ styrkinn og
umsóknareyðublöð er hægt að fá
hjá forseta Guðfræðideildar Há-
skólans, Birni Magnússyni, próf.