Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. okt. 1957
MORCVISRT 4Ð1Ð
3
Kristján Albertsson:
Söngurinn
Opið brét til
stjérarss i
um
lögreglu-
Reykjavík
NORÐMENN hafa nú fellt dóm-
inn yfir skáldsögu Agnars
Mykle, Sangen om den röde
rubin. Höfundinum verður hlíft
við hegningu, sömuleiðis útgef-
anda, en sala á bókinni bönnuð,
og það sem enn er óselt af henni
gert upptækt, og væntanlega
brennt, eins og hver annar
óþverri.
En hér í Reykjavík er haft
fyrir satt, að forlag sem bað um
leyfi til íslenzkrar útgáfu hafi
fengið það svar, að sá réttur væri
þegar seldur. Eftir því að dæma
má búast við að þessi bók komi
þá og þegar á markaðinn í ís-
lenzkri þýðingu.
Eg leyfi mér, herra lögreglu-
stjóri, að vekja athygli yðar á
þessu, og beina til yðar þeim til-
mælum, að þér takið til athug-
unar, hvort útgáfa þessarar bók-
ar sé ekki brot gegn laggfyrir-
mælum um bann gegn útgáfu
klóms, og hvort þá sé ekki á-
stæða til að bregða skjótt við,
og banna bókina þegar í stað,
er hún kemur út — samdægurs,
og því sem næst samstundis, en
ekki þá fyrst, þegar salan hefur
fram farið dögum saman, og ritið
er komið inn á hundruð eða þús-
undir heimila, um land allt.
Eða hvernig væri að grennsl-
ast fyrir um, hver muni vera
væntanlegur útgefandi — og vara
hann við?
Ef þessi bók yrði leyfð á ís-
landi, þá hafa yfirvöld landsins
þar með afsalað sér réttinum til
að beita lögum nokkru sinni
framar gegn sölu klámrita og
klámmynda. Þá hefðu dyrnar
verið opnaðar upp á gátt fyrir
hverjum þeim, sem vildi gera
sér slíkan varning að féþúfu.
Því að blygðunarlausara og
fram úr öllu hófi ósmekklegra
klám er vart hægt að hugsa sér,
en margendurteknar lýsingar
Mykles á dýrslegum aðförum —
upploginn þvættingur, með
Ungt
plebejískum munnsöfnuði.
fólk er ekki svona.
Mykle er stórgáfaður höfund-
ur, og saga hans að langmestu
leyti bæði falleg og alvarleg bók.
En því miður skiptir það engu
þegar dæma skal, hvort leyfa
beri bókina. Ekki fremur en það
skiptir máli, hvort vökvinn í glasi
er að níu tíundu hlutum kampa-
vín, kókakóla eða sýrublanda —
ef hrært hefur verið ólyfjan eða
saur saman við drykkinn. Þá
verður að henda honum.
Málsóknin gegn Mykle og út-
gefanda hans á vonandi eftir að
reynast einn markverðasti og af-
drifaríkasti atburður í norrænu
menningarlífi á síðari tímum —
sem sterk mótmæli gegn vaxandi
tilhneiging nútímahöfunda að
krydda skáldskap sinn með lýs-
ingum líkustum þeim sem apar
og svín myndu setja saman, ef
apar og svín gætu skrifað — en
til dæmis kettir aldrei. Því kött-
urinn er þrifið dýr, og hefur
andstyggð á vondri lykt.
Skáldskapur á rétt á öllu því
frjálslyndi og allri þeirri þolin-
mæði sem hugsanleg er, þegar
dæma skal hvort heldur efnisval
eða efnismeðferð. En einhvers
staðar verða þó takmörkin að
vera. Og engum manni með
óbrjálaða velsæmiskennd getur
dulizt, að í sögu Mykles er farið
langt yfir öll þau takmörk sem
smekkur jafnvel okkar frjáls-
lyndu tíma hlýtur að setja. Þess
vegna bönnuðu Norðmenn bók-
ina.
En hvað þá, um þá mörgu nor-
raenu höfunda og gagnrýnendur,
sem mæltu sögunni bót? Hafa
þeir ekki óbrjálaða velsæmistil-
finningu? Nei, auðvitað ekki.
Að minnsta kosti vilja þeir ekki
viðurkenna að svo sé. Hver kær-
ir,sig um að vera talin ófrjáls-
lyndur? Og er ekki skrifað svona
í París? „Þetta er gert í París“,
sagði elskari Emmu Bovary —
og þá lét hún sig á augabragði.
Knnnur brezbnr gnðspeking-
nr ílylnr bér fyrirlestrn
KOMINN er hingað til lands á
vegum Guðspekifélagsins brezk-
ur fyrirlesari að nafn John Coats,
maður víðförull og víðkunnur.
Mun hann dveljast hér á landi
tæpan hálfsmánaðartíma.
í sambandi við komu mr.
Coats verður háð svokölluð „Guð
spekivika" í aðalstöðvum Guð-
spekifélagsins hér, Guðspekifé-
lagshúsinu, Ingólfsstræti 22, til
kynningar guðspeki og starfi og
sjónarmiðum Guðspekifélagsins.
Verða fjórir opinberir fyrirlestr-
ar í Guðspekifélagshúsinu, haldn
ir af mr. John Coats, fyrsti á
sunnudagskvöld, annar miðviku-
dagskvöld, þriðji á fundi í Guð-
spekistúkunni Mörk á föstudags-
kvöld og fjórði sunnudagskvöld
20. okt. Prú Guðrún Indriðadóttir
túlkar fyrirlestrana. Utanfélags-
fólki er heimill aðgangur á þá
alla.
Mr. Coats er fimmtíu og eins
árs og hefur verið guðspeki-
félagi um áratugi. Hann var
í fimm ár forseti Englands-
deildar félagsins og á nú
sæti í stjórn Evrópusambands
Guðspekifélaga. Hann hefir dval-
izt í aðalstörfum félagsins í Ind-
landi fjórum sinnum og ferðazt
um Ástralíu, Nýja-Sjáland, Af-
ríku, Norður-Ameríku og Evrópu
á vegum félagsins.
Aðalfundur Guðspekifélags ís-
lands var nýlega haldinn. Deild-
arforseti var endurkjörinn Sig-
valdi Hjálmarsson. Enn fremur
voru endurkjörnir í stjórn Guð-
jón B. Baldvinsson og Þórir Ben.
Sigurjónsson. Fyrir voru í stjórn
inni frú Guðrún Indriðadóttir og
Sigurjón Danivalsson.
asteininn
Frakkar munu ganga þjóða
lengst í að þola sóðalegar og
kvikindislegar lýsingar — af því
að þeim er allra þjóða verst við
að leggja bann á ritað mál. En
af því skyldi enginn halda, að
fólk á Frakklandi hafi ekki sömu
andstyggð á sóðalegum eða
plebejalegum frásögnum og ann-
að fólk í siðuðum löndum. Þeg-
ar einn af kunnustu rithöfund-
um landsins ,Victor Marguarite,
gaf út skáldsöguna La garconne
var bókin ekki bönnuð — en höf-
undurinn var sviptur sínum
riddarakrossi. Nú er auðvitað
ekkert hægara en að lifa án
riddarakross. En Frakkland hafði
látið í ljós skoðun sína á óþverr-
anum.
„Jeg vilde önske at vi Nord-
mænd blev et fornemmere folk“
sagði Björnstjerne Björnson eitt
sinn í ræðu.
Svipuð ósk hlýtur oft að bærast
í brjóstum íslenzkra manna.
Æskan í Reykjavík er ærið
vandamál þó að ekki bætist ofan
á allt annað, að veitt verði ótak-
markað leyfi til útgáfu á klámi
í orði og myndum. Nálega hve-
nær sem eg geng um Austur-
stræti að kvöldi dags heyri eg
unglinga innan tvítugs sletta
grófyrtu klámi í kornungar stúlk-
ur sem fram hjá þeim ganga. A
íslandi hafa menn varla áhyggj-
ur af öðru en pólitík. Væri samt
ekki hægt að taka til athugunar,
herra lögreglustjóri, hvort ekki
væri hægt að taka þessa ungu
klámkjafta og hýða þá opinber-
lega? Eða að minnsta kosti svo
lítið ber á — til aðvörunar?
Eg leyfi mér ennfremur að
lokum að vekja athygli yðar á
danskri bók, sem hér er í bóka-
gluggum, myndabók, sem allir
bóksalar í Noregi hafa nýlega
bundizt samtökum um að hafa
ekki til sölu.
Væri ekki hægt að fara fram
a það við bóksalana í Reykja-
vík að þeir gerðu svipaða sam-
þykkt — um þessa bók og yfir-
leitt allar klámbækur?
1 Ameríku hefur sú hugmynd
komið fram, að brennimerkja P
(pornografi) á enni þeirra sem
hafa klámrit til sölu.
Við skulum umfram allt ekki
taka t. d. Dani til fyrirmyndar
í þessum málum. Við getum
margt af þeirri ágætu þjóð lært,
en vissulega ekki allt.
Við hljótum að hafa okkar eig-
in hefðir, okkar eigin hugmynd-
ir um hvað sé mönnum samboðið,
og til þess fallið að gera okkur
að betur siðaðri þjóð. Við höfum
aldrei leyft að prenta í okkar
landi skáldskap eins og verstu
blaðsíðurnar í Söngnum um roða-
steininn. Og við ættum allir að
vera sammála um, að við ætlum
aldrei að byrja á því.
Reykjavík, 11. okt. 1957
Kristján Albertsson.
STAKSTEI^AR
Nokkur lagafrv. komin fram
Á ALÞINGI var í gær útbýtt 7®-
nýjum þingskjölum, þar af 6 laga
frumvörpum frá ríkisstjórninni.
Eitt frumvarpanna er flutt til
staðfestingar á bráðabirgðalög-
um, sem sett voru í september
um útflutningssjóð. Efnið er það,
að ríkisstjórnin geti undanpegið
skipaleigur, svo og skipa- og flug
vélagjöld erlendis, yfirfærslu-
gjaldi að nokkru eða öllu. Setn-
ing bráðabirgðalaganna stóð í sam
bandi við lausn vinndeilnanna á
s.l. sumri.
Hin frumvörpin miða að því að
afla nauðsynlegra lagaheimilda
til áframhaldandi gjaldheimtu á
ýmsum sviðum: til innheimtu
söluskatts, til að fyrri bráða-
birgðabreytingar á tollskránni
'skuli gilda áfram, til framleng-
ingar á eignarskattviðauka, og til
að innheimta megi áfram ýmis
gjöld með viðauka t.d. stimpil-
gjald, gjald af innlendum toll-
vörutegundum o.s. frv.
Fyrsta þingmannafrumvarpið
var einnig lagt fram í gser. Er það
frá Sigurði Bjarnasyni og fjallar
um vegamál, eins og sagt er frá
á öðrum stað í blaðinu.
Tvfmenningskeppai
Brldgefélagiins
TVÍMENNINGSKEPPNI Bridge
félags Reykjavíkur í I. flokki
stendur nú yfir. Eftir tvær fyrstu
umferðirnar er staðan þessi:
Agnar Jörgensson og Ólafur H.
Ólafsson 515 stig, Gissur Guð-
mundsson og ívar Andersen 456,
Haukur Sævaldsson og Þórir Sig
urðsson 455, Ragnar Halldórsson
og Úlfar Kristmundsson 452 og
Indriði Pálsson 448.
Þriðja og síðasta umferð verð-
ur spiluð nk. þriðjudag klukkan
8 e. h. í Skátaheimilinu. Keppn-
isstjóri er Zophonías Pétursson.
SjöiugsafnraæEi
Hafliði Ólafsson frá Keflavík
í Rauðasandshreppi er sjötugur í
c ag. Á afmælisdaginn dvelst hann
á Fjólugötu 13 hér í Reykjavík.
Það var haustlegt um aff litast þegar komiff var upp á Hellisheiffi í fyrradag, þar var snjór
yfir öllu, og gekk á meff éljum. Lá hríffarbeltiff frá Kambabfún, þar sem þessi mynd er tekin
og niffur í Svínahraun. Austur í sveitum skiptustu á skin og skúrir. Er myndin var tekin, hafði
sólin brotizt fram úr skýjunum austur yfir Eyjafjöllum. (Ljósm. Gunnar Rúnar).
Ein mynd
,, ey steinskunnar ‘ ‘
Ríkisstjórnin hefur á undan-
förnum árum hirt milljónatugi i
skatta og tolla af framkvæmdum
Reykjavíkurbæjar. Má i því
sambandi minna á virkjanir Sogs
ins og Hitaveituna, en af 2 Sogs-
virkjunum fær ríkissjóffur milli
50 og 60 millj. kr. í skatta og
tolla. Ekki hefur veriff nærri því
komandi, aff ríkissjóffur gæfi eft-
ir einn eyri af þessum sköttum
og tollum og þaff enda þótt ríkis-
sjóffur sjálfur hafi aldrei lagt
neitt til framkvæmdanna. Þetta
er ein af þeim myndum, sem ey-
steinskan í fjármálum þjóffarinn-
ar tekur á sig.
Hortugt bréf
Fyrir stuttu síffan gerffi bæjar-
stjórn Reykjavíkur samþykkt
um aff fara þess á leit viff ríkis-
stjórnina aff gefin yrffu eftir effa
veittur greiffslufrestur á affflutn-
ingsgjöldum af stórvirka gufu-
bornum, sem kominn er til lands-
ins. Þessi gufubor á aff verffa
undirstaffan aff frekari hagnýt-
ingu hitaorkunnar og hefur auff-
vitaff sérstaklega þýffingarmiklu
hlutverki að gegna í sambandi
viff aukningu Hitaveitunnar í
Reykjavík.
Ríkisstjórnin svaraffi nýlega
þessu erindi bæjarstjórnar með
hortugu bréfi. Ef Reykjavíkur-
bær vill ekki borga þegjandi og
liljóðalaust, segir ríkisstjórnin,
þá skulum viff kaupa þennan bor
og eiga hann einir! Hér er um
aff ræffa tæki, sem kostar alls um
12 milljónir króna, en þar af eru
milli 3 og 4 milljónir gjöld til
ríkissjóðs. Þaff er því ekkert smá-
ræffi, sem ríkiff ætlar aff hirffa í
gjöld af þessu eina tæki. Þegar
svo bæjarsjóffur Reykjavíkur ósk
ar eftir tilslökun varffandi þessi
háu ríkissjóffsgjöld, er svaraff
meff hortugu bréfi, sem ekki lík-
ist neinu venjulegu bréfi frá
ráffuneyti, heldur er samiff eins
og snúffug blaffagrein, enda birtu
öll stjórnarblöffin bréf þetta í
gærmorgun og þurftu engu aff
breyta, svo aff úr yrffi bærileg
áróffursgusa.
Ekki munar um einn
kepp
Þegar litiff er á fjárlagafrum-
varpiff, sem Eysteinn Jónsson
hefur nú lagt fram, meff milli 70
og 80 millj. kr. greiffsluhalla
mætti ætla, aff ríkissjóffur hefffi
ekki mikiff fé aflögu. En Eysteinn
Jónsson hugsar sennilega, nú
eins og oftar, aff ekki muni um
einn kepp í sláturtíðinni, þaff fari
ekki mikiff fyrir því, þó hinn
tómi ríkissjóður bæti þeim millj.,
sem gufuborinn kostar, viff allt
þaff ógreidda, sem þegar er fyrir
hendi.
En þegar litiff er á þessar
ástæffur ríkissjóffs, verffur hinn
hortugi tónn í bréfi ríkisstjórn-
arinnar til Reykjavíkurbæjar enn
óafsakanlegri. Hér er um þaff aff
ræffa aff reyna aff koma áróffri
fram á hendur Reykjavíkurbæ
og skiptir þaff þá ekki máli, þótt
þetta máttlausa áróffursbragð
geti kostaff ríkissjóðinn nokkrar
milljónir.
Reykjavíkurbær yfirvegar aff
sjálfsögffu hvernig snúast skuli
viff „bréfi“ ríkisstjórnarinnar og
mun þá vitaskuld fara eftir því,
sem hagkvæmt þykir fyrir bæj-
arfélagiff.