Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ
S-A stinningskaldi, rigning
öðru hverju.
231. tbl. — Laugardagur 12. október 1957-
Ný viðhorf
Sjá grein á bls 9.
Verður bætt á þjóðina 300
milljónum
sköttum og
króna
tollum?
i nýjum
Hvoð vantar Eystein nú mikið?
EFTIR þeim upplýsingum, sem fyrir liggja eru nú horfur á að
vinstri stjórnina vanti miklar nýjar tekjur til þess að geta komið
saman fjárlögum og staðið við skuldbindingar sínar gagnvart at
vinnuvegunum. Koma þar fyrst og fremst þessi þrjú atriði tii
greina:
1.
Til þess að afgreiða fjárlög
greiðsluhallalaus þarfnast Ey
steinn 91 miilj. kr. nýrra
Oenkö í harðri raun
I FYRRINOTT tefldi ungverski
skákmaðurinn Benkö í Silfuv-
tunglinu í Reykjavík við 51 mann
og hafði sigur á 36 borðum. Jafn-
tefli varð í 15 skákum. Taflið
stóð frá kl. 8 um kvöldið og allt
til kl. 4.30 um nóttina.
Benkö teflir fjöltefli í Iðnskól-
nýju og varan- i anum á Selfossi kl. 2 e.h. á morg-
framkvæma hin
legu úrræði“ vinstri stjórnarinn- ' un.
ar í efnahagsmálunum. Má segja
tekna. Er þá miðað við fjár- að í þessu hafi fjármálaráðherr-
lagafrumvarpið eins og það er
þegar það er lagt fram.
2. Venjulega hækkar fjárlaga-
frumvarpið um nokkra tugi
millj. kr. í meðferð Alþingis.
Á síðasta þingi, er var fyrsta
þing, er vinstri stjórnin hafði
forystu á, hækkaffi það t. d.
um tæpar 100 millj. kr.
Af þessum ástæðum mun
ríkisstjórnin a. m. k. þurfa á
nokkrum tugum millj. kr. að
halda í nýjum tekjum.
3. Fullvíst er að Útfiutningssjóð
mun um næstu áramót skorta
mikið fé til þess að standa
við skuldbindingar sínar
gagnvart útgerðinni, sennilega
ekki undir 100 millj. kr. en að
líkindum miklu hærri upp-
hæð. Er þá árið 1957 aðeins
tekið með í reikninginn. Hef-
ur fjármálaráðherra þegar
lýst því yfir að stórfelldur
greiðsluhalli muni verða hjá
sjóðnum á árinu. Aukinna
tekna þarf svo enn að afla lil
starfsemi hans á næsta ári.
ÆFING EYSTEINS
Enda þótt vinstri stjórnin hafi
leynt þing og þjóð fjölmörgum
atriðum í sambandi við efnahags-
málin og það öngþveiti, sem skap
azt hefur á valdatíma hennar, er
það þó nú þegar augljóst, að
stjórnina, með fjármálaspeking-
inn Eystein Jónsson í fararbroddi
vantar ekki minna en um 300
millj. kr. í nýjum tekjum til
þess að afgreiða fjárlög og fleyta
þjóðarskútunni fram á næsta
árið. —
Það verður nú vafalaust næsta
verkefni Eysteins Jónssonar að
leita uppi nýja tekjustofna,
skatta- og tollaálögur til þess að
ann sæmilega æfingu!!
Aida - ný snyrti-
stofa opnuð í dag
í DAG verður opnuð á Hverfis-
götu 106 A, ný snyrtistofa, sem
nefnist Aida. Verður þar veitt
öll venjuleg snyrting önnur en
hársnyrting, svo sem andlits-
snyrting, handsnyrting, nudd og
einnig hefur snyrtisofan háfjalla-
sól, sem er af nýrri og vandaðri
gerð.
Húsnæði snyrtistofunnar er hið
vistlegasta og smekklega búið
og áhöld góð. Eigendur snyrtistof
unnar Aida, eru Solveig Gísla-
dóttir og María Anna Lund, sem
báðar hafa nýlokið námi í þess-
ari starfsgrein í Kaupmannahöfn.
Baudarískur
•i í körfu-
knattleik
Á sunnudaginn er væntanlegur
frá Þýzkalandi John A. Norland-
er, bandarískur þjálfari í körfu-
knattleik. Kemur hann á vegum
í. S. í. og íþróttafélaga þeirra
í bænum, sem iðka körfuknatt-
leik, en einnig mun hann fara
til Keflavíkur og Laugarvatns og
veita þar tilsögn.
Auk þess að vera þjálfari, er
Norlander mjög þekktur körfu-
knattleiksmaður í heimalandi
sínu, og er það von þeirra, sem
að komu hans standa, að hún
megi verða lyftistöng fyrir íþrótt
ina hér á landi.
Sœlgœtisgerð stöðvast
vegna hráefnaskorts
VÉLARNAR í sælgætisverksmiðj
unni Víkingi hafa staðið aðgerð-
arlausar þessa viku og rúmlega
30 manna síarfslið verksmiðj-
unnar varð að leggja niður vmnu
þar. Ástæðan er að vegna gjald-
eyrisörðugleika hefur ekki tekizt
að halda í horfinu með efnis-
kaup til verksmiðjunnar, svo hrá-
efni gekk alveg til þurrðar í lok
fyrri viku. Þá var starfsfóikinu
sagt að verksmiðjan yrði efnis-
laus að minnsta kosti þessa viku
alla jafnvel eitthvað lengur.
Ekki er kunnugt um aðra stöðv
un vegna hráefnisskorts en víða
Nýir þjóðvegir í N-ísa-
fjarðarsýslu
Frumvarp Sigurðar Bjarnasonar
FYRSTA þingmannafrv., sem lagt var fram á hinu nýbyrjaða
Alþingi var frv. frá Sigurði Bjarnasyni um breytingu á vega-
lögum. Er þar lagt til að nokkrir vegir í Norður-ísafjarð-
arsýslu verði teknir í þjóðvegatölu. Eru það þessir segir:
Vegur um Skjaldfannadal, 1'Skálavíkurvegur frá Bolungarvík
er æði þungt fyrir fæti hjá iðnrek
endum við öflun hráefna.
Forsetar þingdeilda endurkosnir
I GÆR voru fundir bæði í
sameinuðu Alþingi og deild-
um. Voru kosnir forsetar og
skrifarar, og allir þeir,. sem
gegndu þessum störfum á síð-
asta þingi, endurkosnir. Bern-
narð Stefánsson er forseti
efri deildar, en Einar Olgeirs-
son forseti neðri deildar. Þá
var kjörbréfanefnd valin.
Þingsetningarfundi í samein-
uðu Alþingi, sem frestað var
að loknu forsetakjöri í fyrradag,
var haldið áfram í gær. Voru þá
kosnir varaforsetar og skrifarar.
1. varaforseti var kosinn Gunn-
ar Jóhannsson, með 27 atkvæð-
um, en auðir seðlar voru 17. Karl
Kristjónsson var kjörinn 2. vara-
forseti með 27 atkv., Áki Jakobs-
son hlaut 1 atkv., auðir seðlar
voru 17. Friðjón Þórðarson og
Skúli Guðmundsson voru valdir
til skrifarastarfa án atkvæða-
greiðslu.
Tveir listar komu fram við
kosningar í kjörbréfanefnd. Voru
á þeim jafnmargir menn og kjósa
átti, og urðu þeir því sjálfkjörn-
ir. Þessir eiga sæti í nefndinni:
Gísli Guðmundsson, Áki Jakobs-
son og Alfreð Gíslason (af lista
stjórnarinnar). Bjarni Bene-
diktsson og Friðjón Þórðarson
(af lista Sjálfstæðismanna).
Að þessu loknu var fundi slit-
ið í sameinuðu þingi.
Fundur í efri deild.
Jóhann Þ. Jósefsson, aldurs-
forseti í efri deild, setti fyrsta
fund hennar og lét fara fram
forsetakjör. Forseti var kosinn
Bernharð Stefánsson með 9 at-
kvæðum, Sigurður Bjarnason
hlaut 5 atkv.
Varaforsetar voru kosnir Frið-
jón Skarphéðinsson og Alfreð
Gíslason, báðir með 9 atkvæð-
um, en 6 seðlar voru auðir. —
Skrifarar deildarinnar verða
Eldsvoði í Blesugróf
Slökkviliðshílar tefjast
Grunnavíkurvegur frá Sandeyri
um Snæfjallaheiði í Grunnavík,
Laugardalsvegur af Ögurvegi hjá
Laugardalsárbrú fram Laugar-
dal að Efstadal, Reiðhjallavegur
af Bolungarvíkurvegi í mynni
Syðridals að Reiðhjallavirkjun,
Varðarkaffi í Valhöll
í dag kl. 3-5 s.d.
um Skálavík ytri.
Flutt samkvæmt ósk héraðsbúa
í greinargerð frv. segir m.a.
„Með frv. þessu er lagt til, að
nokkrir vegir í Norður-ísafjarð-
arsýslu verði teknir í þjóðvega-
tölu. Brestur enn þá mikið á, að
sveitir héraðsins séu komnar í
vegasamband. Vcldur það bænd-
um og markaðssvæði þeirra í sjáv
arþorpunum og ísafjarðarkaup-
stað miklu óhagræði. Greiðar sam
göngur eru hyrningarsteiun at-
vinnulífsins, ekki sízt í sveitun-
um.
Frv. þetta er flutt samkvæmt
ósk hreppsnefnda í ýmsum
hreppum Norður-ísaf jarðar •
sýslu“.
UM NÍULEYTIÐ í gærkvöldi
barst tilkynning til slökkviliðs-
ins um, að eldur væri laus að
D-götu 5 í Blesugróf. Var brugð-
ið skjótt við og haldið áleiðis
þangað inn eftir. Bílarnir urðu
fyrir talsverðum töfum af völd-
um ökumanna, sem ekki gættu
þess að lækka ljós sín og víkja
úr vegi. Er komið var að gatna-
mótum Réttarholtsvegar og Bú-
staðavegar renndi bíll sér fram
fyrir slökkviliðsbifreið, sem ók
með ofsahraða eftir Bústaðaveg-
inum og munaði ekki hársbreidd,
að stórslys yrði.
Slökkviliðið komst þó á áfanga
stað að lokum og var þá nokkur
eldur í geymslu. Hann varð að
vísu kæfður fljótlega, en tjón
hafði þá orðið nokkurt í geymsl-
unni svo og í íbúðarherbergjum
af völdum vatns og var ekki
dvalizt í húsinu í nótt.
Svo hagar til í húsi þessu, að
geymslan, sem eldurinn var í,
er yfir þvottahúsi. Sigvaldi
Hjartarson, sem býr þarna, hafði
verið að svíða lambahausa í
þvottahúsinu, og er álitið, að
neisti hafi hrokkið í loftið og
eldurinn síðan komizt upp í
geymsluna. Varð þess ekki strax
vart, því að Sigvaldi hafði brugð-
ið sér frá.
Karl Kristjánsson og Sigurður
Óli Ólafsson. Fundi var síðan
slitið, er sætaskipun hafði verið
ákveðin og framlögðum skjöl-
um lýst.
Fundur neðri deildar
Jón Sigurðsson á Reynistað.
aldursforseti í neðri deild, stjórn-
aði þar forsetakjöri. Einar Ol-
geirsson var kosinn forseti. —
Hlaut hann 18 atkv., Jón Sig-
urðsson hlaut 10, en 2 seðlar
voru auðir. 1. varaforseti var
kosinn Halldór Ásgrímsson með
18 atkv., Áki Jakobsson fékk 1,
en auðu skiluðu 11 þingdeildar-
menn. Áki Jakobsson var síðan
kosinn 2. varaforseti með 19 at-
kvæðum, 10 seðlar voru auðir.
Magnús Jónsson og Páll Þor-
steinsson voru kosnir skrifarar.
Fundi var slitið að loknum sams
konar störfum og fóru fram í
lok fundar í efri deild.
Samkvæmt þessu hafa Fram-
sóknarmenn forseta efri deildar,
kommúnistar forseta neðri deild-
ar og Alþýðuflokksmenn forseta
sameinaðs þings. Varaforseta-
störfum er einnig skipt milli
stjórnarflokkanna.
Þing kemur næst saman á
mánudag og eru þá fundir í sam.
þingi og báðum deildum. Á dag-
skrá eru kosningar í fastanefndir.
Enn eru 6 menn ókomnir til
þings, þeir Alfreð Gíslason, Áki
Jakobsson, Eiríkur Þorsteinsson,
Kjartan J. Jóhannsson, Pétur
Ottesen og Guðmundur I. Guð-
mundsson.
Sjálfsfæðisiél.
HAFNARFIRÐI. — Hinn árlegi
haustraarkaður Sjálfstæðisfélag-
anna, sem vera átti s.l. sunnu-
dag, en var þá frestað sökum
berklavarnardagsins, verður í
Sjálfstæðishúsinu á morgun og
hefst kl. 4.
Hefir mjög verið vandað til
markaðsins, en þar verður hægt
að fá alls kyns matvæli, fatnað
og fleira, við vægu verði.
Fjöltefli á sunnudaginn
á vegum HElMDALLAR
SKÁKMEISTARINN Ingi R. Jó-
hannsson teflir fjöltefli á vegum
Heimdallar á sunnudaginn kl. 2.
Fjölteflið fer fram í Valhöll við
Suðurgötu. Heimdallur hóf þessa
starfsemi í fyrra, fyrstur stjórn-
málafélaga. Var þá margt um
manninn og komust oft færri að
en vildu. Þeir Friðrik Ólafsson,
Ingi R. Jóhannsson o. fl. skýrðu
þar skákir og tefldu fjöltefli. —
Heimdallur hefur nú þessa starf-
semi sína að nýju, enda mikill og
vaxandi áhugi fyrir hendi. Heim-
dellingar og aðrir, sem kynnu að
hafa áhuga, eru hvattir til þess
að koma í Valhöll á sunnudag, og
taka með sér töfl, sé þess nokk-
ur kostur.
Spilakvöld Þórs
á Akranesi
ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akranesi heldur spila-
kvöld í Hótel Akranesi sunnu-
dagskvöldið 13. þ. m. kl. 8,30,
stundvíslega. Allt Sjálfstæðisfólk
er hvatt til að mæta.
„i R. Jóhannsson
Aínueli Heimis
SJÁLFSTÆÐISFÓLK á Suð-
urnesjum er minnt á afmælis-
hóf Heimis, félags ungra
Sjálfstæðismanna í Keflavík,
sem hefst í kvöld kl. 9 í Ung-
mennafélagshúsinu. I hófinu
mun Ólafur Thors flytja
ávarp og ýmis atriði önnur
eru á dagskrá.