Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 15
Laugardagur 12, okt. 1957 MORGVNBLAÐ1Ð 15 Bókaupphoð í ge&ir: Nokkur orð Hagalíns kostuðu 720 krónur FYRSTA bókauppboð Siguiðar Benediktssonar fór fram kl. 5 í gær í litla salnum í Sjálfstæðisr húsinu. Selt var m.a.: Vasa-qver fyrir Bændur og Einfalldninga (Kaupm.höfn 1782) 1000 kr. Þjóðsögur Jóns Árnason- ar (frumútgáfa, ekki gott eintak) 900 kr. Nokkur orð um sagna- skáldskap eftir Guðmund G. Haga lín (Seyðisf. 1923) 720 kr. Christ- en Mans. Himins Vegur (Kaupm.höfn 1777) 650 kr. Orða- bók Blöndals (frumútgáfan) 550 kr. Vídalínspostilla (7. útg., Hól- um 1750) 550 kr. Eintal sálarinn- ar eftir Arngrím lærða (4. útg., Hólum 1746) 500 kr. Ármann á A1 þingi (lélegt eintak, en með sýnis horni, sem Baldvin Einarsson sendi út í auglýsingarskyni) 500 k.r Steins biblía (gölluð) og ræfill af Viðeyjarbiblíu 470 kr. Latinsk Ordbog eftir Paul Arnesen (Kaupm.höfn 1848) 230 kr. Ágrip af bókmenntasögu eftir Firin Jónsson (Kaupm.höfn 1891—2) 300 kr. Útfaraminning Jóseps Skaptasonar (Reykjavík 1878) 300 kr. Nokkrar aðrar útfara- minningar voru seldar á uppboð- inu fyrir nokkru lægra verð. „Leirgerður" — Messu-Saungs og Sálma-Bók (Leirá 1801) 300 kr. Ljóðmæli Magnúsar Stephensen (Viðey 1842) 310 kr. Macbeth, þýðing Matthíasar (Reykjavík 1874) 250 kr. Skóla-fargangið m-m eftir Ben. Gröndal (Reykja- vík 1883) 160 kr. íslenzkt forn- rit Fornritafélútg. (frumútg. 14 bindi óbundin) 2.400,00 kr. Alls voru slegin um 100 númer, og fóru þau mörg fyrir hærra verð en bækur þær, sem síðast eru taldar hér að ofan. Uppboðið stóð í 2 Vz klst. Bókakostur Kínverja vex RIIT dr. Einars Ólafs Sveinsson- ar, Sturlungaöld, hefir verið þýtt á kínversku og gefið út í Peking. Gögn þau, er Kínverjar eiga að- gang að í eigin ritum um íslend- inga munu vera næsta fáskrúðug, en fyrir atbeina stofnunar einnar í Peking, sem gefur út þýðingar úr erlendum málum, hefur nú nokkuð bætzt við það litla, sem fyrir var. Að sögn kunnugra er íslenzkra fornbókmennta nokkuð getið í kínverskum bókmennta- Ný hneykslíssaga að koma út í Noregi OSLO, 11. okt. — Út er að koma í Noregi ný skáldsaga eftir rit- höfundinn Jens Björneboe, sem mun vekja mikið hneyksli, jafn vel meira hneyksli en bók Myk- les um „Rauða rúbíninn". Þetta er þó ekki vegna þess að í bók- Jens Björneboe inni sé fjallað um kynferðismál af mikilli léttúð. Jens Björneboe rithöfundur er þegar orðinn víðkunnur í Noregi af fyrri bókum sínum, sem kom- ið hafa út hjá Aschehoug-forlag- inu. En það forlag neitaði að gefa út þessa síðustu bók höf- undarins og kemur hún því út hjá Cappelen-forlaginu. Bókin heitir „Under en haardere himmel“ og greinir hún frá her- námsárunum út frá alveg nýju sjónarmiði. í henni reynir höfund urinn að skýra lífsviðhorf og sjónarmið „quislinganna" •— samstarfsmanna Þjóðverja. Hann hrekur þar með öllu þær hug- myndir að menn hafi tekið þessa stefnu af eintómri fúlmennsku. Bókin fjallar um gamlan liðs- foringja, sem varð nazisti vegna þess, að hann sá að hervarnir landsins voru fyrir stríð van- ræktar og gersamlega í molum. Síðan segir frá tveimur börnum hans, Cato, sem gerist sjálfboða- liði í þýzka hernum á austurvíg- stöðvunum og dóttur hans Frans- isku, sem verður hjúkrunarkona í Þýzkalandi. Þeim er lýst sem mannlegum einstaklingum, er vilja vel, Lokaþættir bókarinnar fjalla um uppgjörið við nazistana við styrjaldarlok. Er samúð öll með fórnardýrunum, quislingunum, sem voru leiknir grátt af fordæm endum, sem sjálfir voru ekki ó- spilltir. Bendir höfundurinn á það, að þeir sem voru ötulastir í að ofsækja menn fyrir landráð voru kommúnistarnir, sem sjálfir hafa þó landráð í huga og reyndu að nota þetta tækifæri til að grafa undan stjórnarskrá Nor- egs. Af þessari stuttorðu lýsingu á efni bókarinnar má skilja, að húh verður mikil hneykslunarhella í Noregi. Höfundurinn Jens Björne boe hefur aldrei verið nazisti, en í fyrri bókum sínum hefur hann tekið málstað þeirra sem eru fyr- irlitnir eða undirokaðir og sýnt mönnum nýja hlið á málstað þeirra. Það reynir hann einnig að gera í bókinni „Under en haardere himmel“, hvort sem menn telja eða ekki að saga Nor- egs geti nokkru sinni veitt naz- istunum uppreisn æru. sögum og kínverskar þýðingar eru til á úrvali úr Passíusálm- unum og Brúðarkjólnum eftir Kristmann Guðmundsson. Er þá talið allt það, sem um er vitað með vissu. Sturlungaöld dr. Einars kom j fyrst út í Reykjavík 1940. Jó- hann Hannesson í íþöku í Banda- . ríkjunum þýddi ritið og gaf það út í bókaflokknum Islandica árið 1953. Fylgdu því skýringar fyrir lesendur í hinum enskumælandi heimi. Kínverska þýðingin er gerð ; eftir íþökuþýðingunni, en henni . fylgir ýtarlegur inngangur eftir dr. Einar Ólaf, ætlaður kínversk- um lesendum. Dagskrá Alþingis Sameinað þing mánudaginn 14. okt. kl. 1,30 e. h. 1. Kosning fastanefnda samkv. 16. gr. þingskapa: a. fjárveitinganefnd, b. utanríkismálanefnd, c. allsherjarnefnd. 2. Kosning þingfararkaups- nefndar. Efri deild: Kosning í fastanefndir samkv. 16. gr. þingskapa: 1. fjárhagsnefnd, 2. samgöngumálanefnd, 3. landbúnaðarnefnd, 4. sjávarútvegsnefnd, 5. iðnaðarnefnd, 6. heilbrigðis- og félagsmála- nefnd, 8. allsherjarnefnd. Neðri deild: Kosning fastanefndar samkv. 16. gr. þingskapa: 1. fjárhagsnefnd, 2. samgöngumálanefnd, 3. landbúnaðarnefnd, 4. sjávarútvegsnefnd, 5. iðnaðarnefnd, 6. heilbrigðis- og félagsmála- nefnd, 7. menntamálanefnd, 8. allsherjarnefnd. Goren vam LONDON, 11. okt. — í dag lauk alþjóðlegu bridgemóti í Lundún- um. Bandarískar sveitir voru í 1. og 2. sæti. Efst varð sveit hins heimsfræga bridgespilara Charl- es H. Gorens. Hún hafði 1026 stig. Næst varð sveit H. Sanborn Brown með 1007 stig. Þá kom belgísk sveit með 999 stig, Frakk- land með 987 stig. — Reuter. ónyrtióto^ci Opnum í dag snyrtistofu á Hverfísgötu 106 A, undir nafninu A i d a. — Sími 10816. Bjóðum viðskiptavinina velkomna. (Geymið auglýsinguna). Solveig Gísladóttir, María Anna Lund. vjáiqdáhl Oii Additive er það olíublöndunarefni, sem hefur nú forystuna á heimsmarkaðn- um og hefur í för með sér verulegan sparnað á eldsneyti og minnk- ar vélaslitið. Við höfum í hyggju að hefja sölu á þessari vörutegund á íslandi og óskum að komast í samband við öflugt sölufirma, sem hefur góð verzlunarsambönd og nokkra tæknikunnáttu í þessum efnum. BARDAHL hefur farið sigurför um allan heim og í Banda- ríkjunum einum nota yfir 15 millj. manna þetta efni. Aðallega er það selt til fiskveiðiflotans, bíla og margvíslegra iðnfyrirtækja. Þeir sem hefðu hug á þessu starfi eru beðnir um að senda okkur nauð- svnlegar upplýsingar á ensku til umboðsfirmans í Norður-Evrópu: K. Stray, c/o Bardahls Lubricants Norway, Oslo, Norge. S j álf stæðiskvennaf élagið heldur fund i Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 14. þ. m. kl. 8,30 síðdegis. Fundarefni: Frú Auður Auðuns forseti bæjarstjórnar heldur ræðu um bæjarmál. — Frjálsar umræður á eftir. Rætt um vetrarstarfsemina. Hjálmar Gíslason syngur gamanvísur. Kaffidrykkja. Állar sjálfstæðiskonur velkomnar. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Hjartanlega þakka ég öllum fjær og nær, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum á 60 ára afmæli mínu. Sigurberg Einarsson, Laugarnesvegi 44. Hjartans þakklæti sendi ég öllum vinum mínum og vandamönnum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum, sem heiðruðu mig á 70 ára afmælinu með heimsóknum, skeytum, blómurn og gjöfum og gerðu mér daginn ógleym- anlegan. Guð blessi ykkur öll. Arnbj. Sigurðardóttir, Kirkjuvegi 4, Keflavík. Eiginkona mín og móðir okkar VALBORG KARLSDÓTTIR frá Seyðisfirði, andaðist að heimili okkar, Langholtsvegi 44, 9. þessa mánaðar. Jarðarförin ákveðin síðar. Michael Sigfinnsson og börn. Móðir okkar, ODDNÝ JÓNSDÓTTIR, andaðist að heimili sínu í Borgarnesi að kvöldi 9. október. Ingibjörg Teitsdóttir. Ingveldur Teitsson. Faðir okkar tengdafaðir og afi SIGURÐUR SIGURÐSSON frá Flatey, Breiðafirði, andaðist að heimili sínu, Sölv- hólsgötu 12, 11. þ. m. Börn, tengdabörn og barnabörn. Maðurinn minn GUÐMUNDUR SALÓMONSSON, Sólbakka, Höfnum, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur 11. þ. m. — Útförin ákveðin síðar. Sigurlaug Þórðardóttir. Útför móður okkar og systur VALGERÐAR RUNÓLFSÐÓTTUR, sem andaðist 7. þ. m., fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 15. október nk. klukkan 1,30 e. h. Blóm og kransar afbeðnir. — Þeim, sem vildu minn- ast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Athöfninni verður útvarpað. Lára Pálsdóttir, Haraldur Halldórsson, Gunnar Runólfsson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar ÖNNU PÉTURSDÓTTUR, Hrossholti. Fyrir hönd systkinanna og annarra vandamanna, Óskar Pétursson. Þökkum innilega hlýhug og vinsemd við fráfall og jarðarför ÓLAFAR JÓH. SIGMUNDSDÓTTUR Aðstandendur. Innilegt þakklæti til allra er á svo margvíslegan hátt sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar, STEFÁNS 1. BJARGMUNDSSONAR. Guð blessi ykkur öU. Stefanía Sigurjónsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.