Morgunblaðið - 12.10.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. okt. 1957
MORCV1SB1 4Ð1Ð
9
Dr. Jóhannes Nordal:
Ný viðhorf
i.
ATBURÐARÍKT hefur verið i
hinum alþjóðlegu efnahagsmal-
um, það sem af er þessu ári. Bel
þar tvennt hæst: annars vegal
gjaldeyrisvandræðin í Evrópu og
hinar rótæku ráðstafanir, senv
gripið hefur verið til þeim til úr.
lausnar, gengislækkanir í Frakk.
landi og Finnlandi og geysileg
vaxtahækkun í Englandi; en hina
vegar fyrirætlanir um fríverzlun
Evrópu. Allt hlýtur þetta að
varða íslendinga miklu vegna ná-
innar samvinnu og viðskipta-
tengsla við þær þjóðir, sem hlut
eiga að máli. Sérstaklega ei
ástæða til þess fyrir fslendinga
að fylgjast vel með því, sem ger.
ist í fríverzlunarmálinu, þar sern
á þeim vettvangi kunna að gerast
atburðir, sem orðið gætu örlaga.
ríkir fyrir utanríkisverzlun þjóð.
arinnar.
Þarflaust mun að rekja sögtt
fríverzlunarmálsins aftur í tím-
ann eða að gera grein fyrir megin
atriðum þeirra tillagna, sem fyrit
liggja, þar sem rækilega var um
það fjallað í sérstakri grein í síð-
asta hefti Fjármálatíðinda. Hins
vegar skal nokkuð drepið á við-
horf í málinu sem stendur og eðli
þess vanda, sem íslendingum er
nú á höndum.
II.
Undanfarna mánuði hafa stað-
ið yfir þrotlausar umræður um
fríverzlunarsamning í öllum
löndum innan Efnahagssamvinnu
stofnunar Evrópu. Margvísleg
deiluefni og vandamál hafa kom-
ið upp. Alvarlegastur er ágrein-
ingurinn um það, hvort landbún-
aðarafurðir og fiskafurðir skuli
undanþegnar eða ekki. Þær þjóð-
ir, svo sem Danir, sem flytja út
landbúnaðarafurðir í stórum stíl,
geta illa sætt sig við, að r.úkill
hluti utanríkisviðskipta þeirra
njóti í engu ávinnings af frí-
verzluninni. Hins vegar eru svo
t. d. Bretar, sem vegna víðskipta-
sambanda við samveldislönd sín
og vegna þeirrar verndar, sem
brezki landbúnaðurinn nýtur,
hafa hingað til ekkj viljað sætta
sig við, að verzlun með landbún-
aðarvörur yrði gerð tollfrjáls.
Annars konar vandamál eru því
samfara, að fríverzlun hlýtur að
valda miklum erfiðleikum hjá
framleiðslugreinum, sem til þessa
hafa notið mikillar tollverndar,
einkum meðal þeirra þjóða, sem
slcammt eru á veg komnar í nú-
tímaiðnaði. Hefur verið rætt um,
að gera þurfi sérstakar ráðstafan-
ir til aðstoðar þeim þjóðum, sem
i slíkan vanda kunna að rata, en
einnig hefur komið til greina að
veita þeim tímabundna undan-
þágu frá tollalækkunum.
Enn er alls ekki séð fyrir, hver
niðurstaða samningaumleitnanna
verður, né hvort samningar muni
yfirleitt takast. Flestir eru þó ein
dregið þeirrar skoðunar, að
heppnast muni að finna mála-
miðlun, sem nægt geti til sam-
komulags.
Samningur sexveldanna, Frakk
lands, Þýzkalands, ft'alíu og Bene
luxlandanna þriggja, um sameig-
inlegan markað, sem gerður var
í Róm í marz, verður vafalaust
endanlega staðfestur mjög bráð-
lega. Samkeppnisaðstaða þeivra
landa, sem utan við standa, hlýt-
ur mjög að versna innan sexvelda
svæðisins við gildistöku hans á
næsta ári. Þeim er ekki sízt þess
vegna nauðsyn að koma á fríverzl
unarsvæði, sem nái yfir öll lönd
innan Efnahagssamvinnustofnun.
arinnar.
III.
Þótt enn sé mikil óvissa um
endanlega niðurstöðu þessa máls,
er líklegt, að _tvö ólík sjónarmið
muni hvetja íslendinga til þátt-
töku í hinu fyrirhugaða fríverzl-
unarsvæði.
Annars vegar er hin neikvæða
hlið málsins: hin óhagstæðu áhrif,
sem það mundi hafa á utanríkis-
viðskipti íslendinga, ef fríverzl-
unin yrði að veruleika, en þeir
væru ekki þátttakendur. Það er
ljóst að sexveldasamningurinn,
sem nú liggur fyrir, mun rýra
mjög samkeppnisaðstöðu fslend-
inga á samningssvæðinu, t. d. á
hinum mikilsverða saltfiskmark-
aði á Ítalíu. Ef einhver verulegur
hluti fiskafurða verður þar að
auki með í fríverzluninni, er svo
að segja ógerningur fyrir íslend-
inga að standa utan við, ef þeir
vilja halda hinum mikilvægu
mörkuðum sínum í Vestur-
Evrópu.
Hins vegar er jákvæða hliðin:
þau tækifæri, sem fríverzlunar-
svæðið veitir til aukinna við-
skipta og bættrar afkomu. Og
þáð er einmitt á þessum hug-
sjónum, sem tillögurnar um frí-
verzlun í Evrópu eru byggðar.
Með afnámí tolla skapast mark-
aður 300 milljóna manna, sem
veita mun skilyrði 'til miklu stór-
virkari framleiðslutækni en nú
tíðkast í Evrópu og mun hag-
kvæmari .verkaskiptingar milli
þjóða. Ávöxtur þess mundi verða
betri lífskjör Evrópuþjóða. For-
dæmi Bandaríkjanna, þar sem
fjöldaframleiðsla hefur náð
undraverðum árangri, m. a. vegna
stærðar markaðsins, styrkir
menn í trú þeirra á gildi fríverzl-
unarsvæðisins fyrir þjóðir Norð-
urálfu.
IV.
Það er enginn vafi á því, að
mjög erfitt verður fyrir íslend-
inga að skerast úr leik og standa
utan við fríverzlunarsvæðið, ef
það verður sett á stofn í Evrópu.
Það kynni að hafa í för með sér
stórfellda erfiðleika fyrir útflutn-
ingsverzlunina og viðskiptalega
einangrun frá þeim þjóðum, sem
yér eigum nú mest saman við að
sælda. Jafnframt yrðu íslending-
ar af ómetanlegu tækifæri til þess
að koma upp nýjum framleiðslu-
greinum, sem byggzt gætu á hin-
um nýja frjálsa markaði.
En þetta er aðeins önnur hlið
málsins. Engum, sem kunnugur
er efnahagsmálum íslands, mun
blandast hugur um þann vanda,
sem fríverzlun mundi hafa í för
með sér. Verðlag hér á landi er úr
öllu samræmi við verðlag í við-
skiptalöndum vorum, svo að jafn
vel afkastamestu útflutningsat-
vinnuvegirnir eru reknir með
styrkjum. Mikill hluti innanlands
framleiðslunnar er verndaður af
tollum og beinum höftum, enda
á hún erfitt í samkeppni gagn-
vart erlendri framleiðslu vegna
hins háa framleiðslukostnaðar í
landinu.
Það liggur í augum uppi að frí-
verzlunin mundi hafa djúptæk
áhrif á afkomu atvinnuveganna,
og í rauninni er óhugsandi, að ís-
lendingar geti orðið þátttakendur,
nema innlent og erlent verðlag
sé fært til samræmis. Með öðrum
orðum má segja, að fríverzlunar-
málið krefjist allsherjarendur-
skoðunar á efnahagsmálum þjóð-
arinnar. fslendingar verða að gera
sér grein fyrir því, hvar þeir
standa. Það er engin von til þess,
að fríverzlun yrði öllum jafnt í
hag. Sumar atvinnugreinar munu
blómgast, en aðrar verða að taka
á sig aukna samkeppni. Sum fyr-
irtæki munu eflast og dafna, en
önnur hnigna og jafnvel hverfa
úr sögunni. Engin líkindi eru til,
að ákvarðanir, sem haft geta slík
ar afleiðingar, verði auðteknar,
jafnvel þótt þær séu í samræmi
við hag þjóðarinnar í heild.
V.
Það ástand, sem nú ríkir í efna-
hagsmálum fslendinga, á sér lang
an aðdraganda. Það hefur skap-
azt af fjölda ákvarðana, sem
SÚ GREIN, sem hér birtist,
kom út í síðasta hefti Fjár-
málatíðinda, sem Landsbanki
íslands gefur út. í greininni er
rætt um þær fyrirætlanir, sem
nú eru uppi um að koma á frí-
verzlunarsvæði í Evrópu. Mik-
il vandamál hljóta að vera
samfara hugsanlégri þátttöku
íslendinga, sem nauðsyn er að
ræða.
Þetta mál hefur áður verið
rætt í Morgunblaðinu og má
í því sambandi minna á ræðu
þá, sem Pétur Benediktsson,
bankastjóri hélt á fundi Verzl-
unarráðs íslands í febrúar s.l.,
og birt var í heiid hér í blað-
inu.
teknar hafa verið til úrlausnar
einstökum vandamálum sem að
höndum hafa borið. Eins og oft
vill verða, hafa þá hagsmunir
einstakra stétta og hagsmuna-
hópa ráðið meiru en æskilegt
hefði verið frá sjónarmiði þjóð-
félagsins í heild. Og það efna-
hagskerfi sem þannig hefur orðið
til, hefur því aðeins getað starfað,
að veruleg höft hafa verið á utan-
ríkisverzluninni og útflutningsat-
vinnuvegunum hefur verið bætt
að nokkru tjón þeirra vegna hins
háa innlenda framsleiðslukostn-
aðar með gífurlegum framleiðslu-
styrkjum.
Mönnum hafa smám saman
orðið ljósari ókostir þessa fyrir-
komulags, ekki aðeins hve þungt
það er í vöfum og erfitt í fram-
kvæmd, heldur einnig, hve óhag-
kvæmt það er og hættulegt
fyrir efnahagslegar framfarir í
landinu. Hið mikla misræmi í
verðlagi vegna uppbóta, mis-
hárra aðflutningsgjalda, hafta og
annarra áhrifa á verðmyndunar-
kerfið verður þess valdandi, að
ógerningur er að skera úr Um
það með fullri vissu, hvaða fram-
leiðsla sé hagkvæmust þjóðar-
búinu. Engir hagfræðilegir út-
reikningar, jafnvel þótt þeir væru
framkvæmanlegir, geta svarað
þessum spurningum. Það er því
óhjákvæmilegt, að margar veiga-
miklar ákvarðanir um efnahags-
mál, t.d. um það, hvaða fjárfest-
ing sé þjóðinni hagkvæmust, séu
á röngum forsendum reistar.
VI.
Hingað til hafa íslendingar oft-
ast reynt að loka augunum fyrir
NÚ hafa yfir 30 þúsund manns
séð sýninguna „Fjölskylda þjóð-
anna“, sem stendur yfir í Iðnskól-
anum við Vitastíg. Aðsókn held-
ur látlaust áfram og hefur nú
verið ákveðið að framlengja sýn-
inguna um einn dag. Lengur verð
ur ekki hægt að framlengja hana,
vegna þess að kennsla á að nefj-
ast í stofunum á mánudag.
þessum vanda, og er sannarlega
ekki lítils um vert, ef umræðurn-
ar um fríverzlunarmálið verða til
þess að neyða þá til þess að taka
hann til rækilegrar athugunar. Þá
kann svo að fara, að mörg mál,
sem virðast erfið viðfangs hvert
fyrir sig, líti öðru vísi út, er þau
eru skoðuð í samhengi stærri
heildar.
Það er ekki tilgangurinn að
gera í þessu stutta máli fulla
grein fyrir þeim rökum, sem eru
með því og á móti, að Island ger-
ist aðili að friverzlunarsvæði
Evrópu. Þau verða heldur alls
ekki skýr, fyrr en efni friverzl-
unar samningsins hefur verið
endanlega ákveðið. En full ástæða
er þó til að hvetja menn nú þegar
til umhugsunar um þetta mikla
málefni, sem kann að verða upp-
haf nýs tímabils í efnahagsþróun
Evrópu.
Ætlunin var að sýningunni
lyki kl. 10 á laugardagskvöldið,
en unnt verður að hafa hana
opna fram til kl. 6 síðdegis á
sunnudag. Hafa margir sýningar-
gestir, sem komu í fyrsta skipti
á sýninguna látið þess getið, að
þeir hafi áhuga á að skoða hana
aftur um helgina og óskað eftir
þessari framlengingu.
LiósmysidasyniiigunnK
lýkur á sunnuduginn
Þessi mynd var tekin áður en félagar Lúðrasveitar Stykkishólms
liófust handa um að flytja gömlu bókhlöðuna. Sjást nokkrir
þeirra fyrir framan húsið.
GAMLA BÓKHLAÐAN í STYKK-
ISHÓLMI VEBÐUR HLJÓMSKÁLI
LAUGARDAGINN 28. sept. var
mikið um að vera í Stykkishólmi,
en um kl. 2 söfnuðust lúðrasveit-
armenn saman upp við gömlu
bókhlöðuna á Þinghúshöfðanum,
sem prýtt hefir höfðann síðan um
eða fyrir aldamót og sett sinn
svip á staðinn. Var nú hópurinn
kominn til að færa bókhlöðuna
af sínum gamla-stað og á annan,
því nú á að hefjast handa um að
reisa nýja bókhlöðu fyrir Stykk-
ishólm á höfðanum. Lúðrasveitin
fékk svo gamla húsið og er hug-
myndin að gera úr því hljóm-
skála eða æfingahús fyrir Lúðra-
sveitina.
Félagar í Lúðrasveitinni unnu
i sjálfboðavinnu að því að taka
turninn af bókhlöðunni og fjar-
lægja húsið sjálft. Á laugardags-
kvöld var miklu af undirbúningi
lokið, fyrir hádegi á sunnudag
var turninn felldur frá bókhlöð-
unni, en um kvöldið var búið
að flytja húsið af grunninum.
Verður því næsta viðfangsefnið
að útvega lóð undir húsið og færa
það á sinn stað.
Fjöldi fólks safnaðist saman til
að horfa á þegar bókhlaðan var
fjarlægð og var ekki laust við
að ýmsar tilfinningar vöknuðu og
margir eldri Hólmarar söknuðu
gamla hússins, enda margar mina
ingar tengdar við staðinn, þar
sem fegurst er útsýni í Stykkis-
hólmi og allir, sem koma þangað,
leggja leið sína á Höfðann til aS
njóta útsýnisins þaðan.
Já, það var unnið af kappi og
allir einhuga um að gera sitt til
að Lúðrasveitin eignist sem
fyrst þak yfir höfuðið og má
segja að bjartsýni hafi skipaS
öndvegið á laugardag og sunnu-
dag meðal félaga í Lúðrasveit
Stykkishólms. Gekk verkið von-
um framar, enda var fenginn stór
trukkur til að draga húsið af
grunninum og áfram.
Senn verður svo hafizt handa
um byggingu fyrir bókhlöðu á
þessum fagra stað. Teikningar
eru komnar og verkið hafa tekið
að sér, a. m. k. byrjunarfram-
kvæmdir þeir Gunnlaugur Lárus
son byggingameistri og Finnur
Sigurðsson múrarameistari og
verður reynt að gera sem mest
í haust áður en frost hamla.
Nú er það aðeins von manna
að þetta nýja hús setji jafnvið-
kunnanlegan svip á umhverfið
eins og það gamla og að þeir, sem
teiknuðu húsið hafi náð slíkum
svip. En hvað um það, Hólm-
arar fagna því, að bókasafnið
skuli á næstunni eignast þak yfir
höfuðið, sem í senn verður
bókageymsla og lesstofa fyrir al-
menning. —Á.H.
Turn bókhlööunnar er fallinn og húsið sjálft komið af grunni. — Ljósm.: Ágúst Sigurösson.