Morgunblaðið - 18.10.1957, Síða 1

Morgunblaðið - 18.10.1957, Síða 1
44. árgangtur. 236. tbl- — Föstudagur 18. október 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsht*- Óverjandi btekkingar Hannibals um sparifjármyndunina UtvarpsræSa hans rædd á þingi í gær JÓIIANN HAFSXEIN kvaddi sér hljóðs utan dagskrár þegar fund- ur hafði verið settur í neðri deild Alþingis í gær. Vakti hann at- hygli á þeim ummælum Hannibals Valdimarssonar, félagsmála- ráðherra, í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld, að sparifé í landinu hefði aukizt um 141 millj. kr. fyrstu 7 mánuði þessa árs. Hannibal sást ekki í þingsölunum í gær, en Jóhann Hafstein beindi þeirri fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar, hvort hún hefði upplýsingar undir höndum, sem afsönnuðu þær tölur, sem Ilagstofan hefur birt í Hag- tíðindum, en þar segir, að sparif jármyndunin til júlíloka þessa árs, fcafi veriö 100.507.000, en ekki 141 milljón. Sömu mánuði ársins 1956 var sparif jármyndunin samkvæmt upplýsingum Hagstof unnar, 136.165.000 kr. Lúðvík Jósefsson, viðskiptamálaráðherra, stóð upp ®g svaraði, að tala Hannibals um „sparifjármyndunina“ væri feng- in með því að taka saman breytingar á veltuinnlánum (í hlaupa reikningum og reikningslánum) og innstæðubreytingar á spari- sjóðsreikningum! Um þessar einstæðu blekkingar Hannibals Valdimars sonar urðu mikil orðaskipti í deildinni, og sýndu þeir Jóhann Haf stein, Ingólfur Jónsson og Ólafur Björnsson fram á, hve langt ráð- htrrann gengur í að rcyna að slá ryki í augu almennings um ástandið í efnahagsmálunum. f upphafi ræðu sinnar tninnti Jóhann Hafstein á ummæli Hanni bals um 141 milljón kr. sparifjár- myndun til júlíloka á þessu ári, en þessi staðhæfing er endurtekin í stórri fyrirsögn í Þjóðviljanum í gærmorgun. Las Jóhann tölur úr Hagtíðindum, en þau eru gef- in út af Hagstofunni, sem er opin- ber stofnun. Þar kemur þetta fram: Sparifjármyndunin fyrstu 7 mánuði ársins 1956 : í bönkum....... 98.165.000 kr. í sparisjóðum .. 38.000.000 — Alls 136.165.000 kr. Sparifjármyndunin fyrstu 7 mánuði ársins 1957: í bönkum .... 60.607.000 kr. í sparisjóðum 39.900.000 — Alls 100.507.000 kr. Jóhann las einnig tölur úr Hag tíðindum um sparifjármyndun- ina fyrsta árið, sem ríkisstjórnin *at að völdum (júlí 1956—júlí 1957). Var hún 37.777.000 kr., en næstu 12 mánuði þar áður hafði hún verið 104.476.000 kr. Síðari hluta ársins 1956 lækkuðu spari- fjárinnstæður í bönkunum um 23,8 millj. kr. og mun það vera í fyrsta skipti um langan aldur, tem sparifjárrýrnun hefur átt sér stað. Jóhann benti á, að hér væri um atriði að ræða, sern rétt væri að íkýringar fengjust á þegar í stað, og væri bezt viðeigandi, að þær kæmu fram á Alþingi. Lúðvík Jósefsson viðskipta- málaráðherra stóð síðan upp og hafði í höndum blöð, sem hann kvað vera skýrslu útbúna í Við- skiptamálaráðuneytinu. Kæmi þar fram, að Hannibal hefði haft rétt fyrir sér, innstæðuaukning- in væri 141 milljón nú, en ekki nema 98,9 millj. á sama tíma ár- ið 1956. Jóhann Hafstein sleppti að sögn Lúðvíks innstæðuaukn- ingu á hlaupareikningi og staf- aði munurinn af því. Jóhann Hafstein tók aftur til máls og sagði það hvort tveggja vera, að alrangt væri að tala um aukningu á fé í hlaupareiknmg- um sem sparifjáraukningu, það væri auk þess ótrúlegt ábyrgðar- leysi af ráðherra að segja alþjóð, að sparifjármyndunin hefði ver- ið 141 milljón kr. án þess að geta þess, að sú tala væri fundin með aðferð, sem enginn notaði nema Hannibal sjálfur og ráðu- neyti Lúðvíks Jósefssonar. Urðu enn miklar umræður um málið, og skal hið helzta úr þeim rakið hér: Lúðvík Jósefsson : Milli aukn- ingar á sparisjóðsreikningum og hlaupareikningum er náið sam- band, enda hefur Landsbankmn í sínum skýrslum ætíð tekið þetta tvennt saman. Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra: Gefa má ýmiss konar yfir- lit um þessi mál. Sjálfur hef ég tekið hlaupareikninginn með, þeg ar ég hef gefið yfirlit yfir heildar sparnað. Jóhann Hafstein hafði fullnot að heimild sína til að taka þátt í Eg hefði valið Malraux, segir Camus sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels # gær STOKKHÓLMI og París, 17. Hannibal talar umræðunum, en í athugasemd ítrekaði hann, að þau tvö atnði, sem hér er um að ræða væru ekki sambærileg og hefðu ekki verið talin saman óður, en þeir, Framh. á bls. 2 Bretadrottning í heimsókn hjá Eisenhower okt. — í dag tilkynnti Sænska akademían, að franski rithöf undurinn Albert Camus, hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels. í tilkynningunni seg- ir ennfremur, að Camus hafi sent frá sér hin mikilvægustu verk, er lýsa vandatnálum líðandi stundar á áhrifamik- inn hátt. Þess má geta, að Camus er að- eins tæplega 44 ára að aldri, og yngsti Nóbelsverðlaunahöfundur- inn í hálfa öld. Yngsti rithöf- undurinn, sem fengið hefur Nóbelsverðlaun, er Kipling. Hann fékk þau 1907, aðeins 42 ára að aldri. Albert Camus er ekki síður heimspekingur en skáld, því að hann hefur mjög verið bendlað- ur við eksistensialismann, sem hefur haft mikil áhrif á okkar tímum. Hann er níundi Frakk- inn, sem hlýtur Nóbelsverðlaun- in, meðal hipna eru Anatole France, Andre Gidé og Mauriac. — Þess má geta, að verðlaunin nema 208.628.82 sænskum krón- um. Á bezta aldri Albert Camus er á bezta aldn, þegar hann fær Nobelsverðlaun- in, starfsorka hans óbiluð. Hann er fæddur 1913, tók mikinn þátt í mótspyrnuhreyfingunni í stríð- inu og var m. a. ritstjóri leyni- blaðsins Combat. Hann hefur allt af barizt gegn einræðisöflum. Hann hefur ekki skrifað mikið um dagana. Verk hans eru fá, en WASHINGTON, 17. okt. — Elísa- bet Englandsdrottning kom í dag með einkaflugvél Eisenhowers forseta til Washington. Forsetinn tók á móti henni á flugvellinum, ásamt Dulles og frú, sem afhenti henni forkunnarfagran blóm- vönd. — Eisenhower ávarpaði drottningu nokkrum orðum, sagði að heimsókn hennar væri mjög mikilvæg, hún mundi styrkja vináttubönd milli Bretlands og áttu sína, en einnig hefðu þær þurft að herða hana í deiglu styrjalda. — Drottning hélt stutta ræðu og sagði, að þau hjón væru mjög ánægð yfir því að heimsækja Bandaríkin. — Síðan var ekið til Hvíta hússins. Elísa- bet drottning og Filippus maður hennar verða gestir forsetahjón- anna, á meðan þau dveljast í Washington. Þaðan fara þau svo til New York, þar sem drottning Bandaríkjanna. Þessar tvær þjóð- j mun m. a. ávarpa Allsherjar- ir hefðu á friðartímum eflt vin- 1 þing S. Þ. Akvörðun Tífós Y-Þjóðverjum hættufeg - Harf á móti hörðu Albert Camus. BONN, 17. okt. — Á fundi vestur- þýzku stjórnarinnar í dag lýsti Brentano utanríkisráðherra yfir þeirri skoðun sinni, að Vestur- Þjóðverjar ættu að láta hart mæta hörðu í aðstöðunni til Júgóslava. — í utanríkisráðu- neytinu í Bonn draga menn enga dul á það, að réttast væri að Vestur-Þjóðverjar slitu stjórn- málasambandi við Júgóslava vegna þeirrar ákvörðunar þeirra að taka upp stjórnmálasamband við kommúnistastjórnina í Aust- ur-Þýzkalandi. Ákvörðun um það verður tekin á morgun. Þeir, sem halda fram þeirri skoðun, að Vestur-Þjóðverjar eigi bókmenntalegt gildi þeirra þeim mun meira. Eftir stríðið hefur hann verið talinn eitt helzta skáld Frakklands. Höfuðverk að slíta stjórnmálasambandi við hans er „Plágan“ — Hann gerir, Júgóslavíu, benda á, að ef þeir eins og Satre, róð fyrir mann- aðhafast ekkert í málinu, munu j kyni án guðs og i verkum hans ýmsar aðrar þjóðir feta 1 fótspor er mjög fjallað um hinn fjar- Títós og geti það orðið Vestur- * stæðukennda heim. í hans au’gum Þjóðverjum mjög hættulegt. ! hefur tilveran enga þýðingu. Þó i Pinays. ganga skrif hans um hernáma- tímann í berhögg við þessa kenn- ingu — frelsisstríðið á styrjald- arárunum, andspyrnan gegn kúg- un einræðisins voru í augunt skáldsins mikilvægir þættir 1 sögu siðustu ára. ★ ★ FREGNIR frá París herma, að Camus hafi bæði orðið glaður og hissa, þegar honum var tilkynnt um verðlaunaveitinguna. Það var sendiherra Svía 1 París, sem til- kynnti Camus þessi tíðindi og síðan bætti hann við þessum orð- um Corneilles: Þer eruð ungur, en þér eruð djúphugsandi mað- ur, þér hafið dregið fram vonina í örvæntingunni, þótt vonin sé lítil. — Ég óska yður innilega til hamingju, sagði Ragnar Kumlin sendiherra að lokum. ★ ★ FRÉTTAMAÐUR NTB. lýsir blaðamannafundi með Camus í dag á þessa leið: Ljósum filmar- anna var beint að skáldinu, sem reyndi að draga sig í hlé. Camus hefur dökkt hár og er í fram- göngu allri eins og velþjálfaður íþróttamaður. Hann kveikir i sígarettu, þegar spánskur útvarps maður biður hann að segja nokk- ur orð við spænskumælandi fólk, bæði á Spáni og í Suður-Amer- íku. — Ég sendi spænskum Framh. á bls. 2 Asíuflenzan NEW YORK, 17. okt. — Vitað er um 1,5 millj. tilfella af Asiu- flenzu í Bandaríkjunum. Heil- brigðisyfirvöldin í Washington hafa tilkynnt að 360 þús. tilfelli hafi bætzt við í síðustu viku. Frá Paris berast þær fregnir, að rúmlega 1 milljón Parísarbúa hafi fengið veikina. íbúar Paris ar eru um 5 millj. Pinay forsætis- ráðherra í dag? PARÍS, 17. okt. — Franski stjórn- málamaðurinn Antoine Pinay gekk í kvöld frá ráðherralista þeim, sem hann hyggst leggja fyrir franska þingið á morgun. Gert er ráð fyrir, að utanríkis- ráðherra verði Paul Reynaud, sem er sjötugur að aldri. Þá benda líkur til, að Billotte, sem áður var fylgismaður De Gaulles, verði Alsírmálaráðherra. Núver- andi landvarnaráðherra Andre Morice heldur því embætti, senni- lega. Stjórnmálamenn í París eru þeirrar skoðunar, að franska þingið samþykki ráðherralista Zamkcmulag um stofnun fríverzlun- arsvœðis Evrópu PARÍS, 17. okt. — Á ráðstefnu Efnahagsstofnunar Evrópu, sem haldin er í Paris um þessar mund- ir, hefur náðst samkomulag um nauðsyn þess að finna nýjar leið- svæði Evrópu, en einkum að nauðsynlegt sé að komast að sam- komulagi um tollalækkanir eða afnám tolla á landbúnaðarvörum. f samkomulaginu segir, að verzl- ir i sambandi við fríverzlunar-1 unarráðiierrar hinna 17 aðildar- ríkja Efnahagsstofnunarinnar, séu þeirrar skoðunar, að nauðsyn legt sé að treysta efnahagsbönd ríkjanna. Einnig er látin í ljós von um það, að unnt verði að koma á fót fríverzlunarsvæði, sem öll aðildarriKin geti tekið þátt í. !>.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.