Morgunblaðið - 18.10.1957, Side 7

Morgunblaðið - 18.10.1957, Side 7
Fostudagur 18. október 1957 UOlfaF\lRT4ÐIB f Nýjar bækur Leiftri Guörún frá Lundi: ÖLDOFÖLL, ný sjálfstæð saga eftir GUÐRÚNU FRÁ LUNDL Mörg undanfarin ár hafa bækur Guðrúnar frá Lundi verið metsölubækur bér á landi. íslenzk alþýða dátir þessa stórvirku skáldkonu, sem lýsir svo snilldarlega lífi og kjörum, hugsunum og við- fangsefnum alþýðunnar, að aðrir hafa ekki betur gert. Persónur hennar eru sannar og fastmótaðar. í sögum hennar er íslenzk alþýða ljóslifandi í önn og erli dagsins. Hringlarinn frá Moíre Dame eftir VICTOR HUGO. Björúlfur Ólafsson læknir íslenzkaði. — Skáldsagan sem hér birtist í íslenzkri þýðingu var rituð fyrir meira en heilli öld og kom fyrst út 1831. Hún er eftir franska stórskáldið Victor Hugo. Formála skrifar Magnús Jónsson prófessor. Hann segir þar m. a. um Hugo: „Hann býr yfir miklu ímyndunarafli og mælska hans er óþrjótandi . . . Hinar gróskumiklu og lit- auðugu miðaldir freistuðu hans. Þangað sótti hann yrkisefnið í þessa sögu sína, sem gerist í París á 15. öld. . . . Með sköpunarmætti sínum heillar hann fi’am mynd af París, sem er sterk í litum — rík að andstæðum. Það er ekki sönn ljósmynd, heldur mynd frá töfraspegli snillingsins mikla". Jafet £ föðurleit eftir MARRYAT. — Flestir Islendingar kannast við hinn heimsfræga enska rithöfund Marryat. Margar af skáldsögum hans hafa verið þýddar á íslenzku, s. s. Hollendingurinn fljúgandi, Jakob æriegur, Jón miðskipsmaður, Landnemarnir í Kanada, Percival Keene, Pétur Simple, Víkingur- inn og Finnur frækni. Síðastnefnda bókin kom út í fyrra og seldist þá upp. — Þýðandi bókarinnár, JAFET í FÖÐURLEIT, Jón Ólafsson skáld og rit- stjóri er þjóðfrægur maður. Auk stjórnmála og blaðamennsku lagði hann gjörva hönd á margt. Hann var skáld gott og hafa kvæði hans komið út í þremur útgáfum. Allmargar þýðingar liggja eftir hann og eru þær með ágætum. Jón Ólafsson ritsijóri. Tkihí á ferð og flugi eftir Mark Twain. — Allir sem lesið hafa sögur eftir Mark Twain kannast við þá Tuma litla og Stikilberja-Finn, því að þeir eru vinsælustu per- sónumar í unglingabókum hans. Hér segir frá ævintýralegri flugferð með loftbelg, sem þeir Tumi litli og Finnur lenda £, og með þeim er líka negdradrengurinn Jim, sem kunnur er úr bókinni Turni gerist leynilögregla, og hefur hann oft reynzt þeim Tuma og Finni traustur og góður vinur. — Ævintýrin sem þeir lenda í eru óteljandi og frásögnin snilldarleg eins og vænta má af hin- um heimsfræga höfundi sögunnar. Mark Tuxtin. JOI og s|ó- ræningjaNCrákariiir Þessi bók er eftir ungan íslenzkan rithöfund, sem ritar undir nafninu ÖRN KLÓI. — Eftir hánn hefur komið út sagan Dóttir Hróa hattar, og seldist fyrsta útgáfa þeirrar bókar á nokkrum vikum. Höf. segir í formálsorðum m. a.: „Sagan af íslenzka útlaga- og ævintýradrengn um Jóa Jóns er skrifuð fyrir alla þá drengi, sem vilja eins og hann öðlast stæltan og fagran líkama og læra af lestri hollra og skemmti- legra ævintýrabóka að berjast fyr- ir réttum og drengilegum málstað“. -r- ' . Uojundur bottai tnuar. LÓRETTA eftir Kari örbech. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi. — Þetta er fagurlega sögð saga handa ungum stúlkum, sem varpar birtu yfir hversdagsatburðina. Efni sögunnar er sótt til hins hversdagslega lífs, en er þó fegurra en óska- draumurínn. Á afskekktu norsku skógarbýli elzt Lóretta upp íram um fermingaraldur. Móðirin er dáin, og hlut- skipti hennar verður því að annast heimilið, föður sinn og systkini. — 1 samkeppni sem útgáfufyrirtækið Damm efndi til fyrir beztu söguna handa 12—16 ára stúlkum, hlaut Kari örbeck 1. verðlaun fyrir þessa sögu. Fást í öllum bókaverzlunum. m m m S UEIFTIIR H.F., ÞingholtjiHiræti 27. Ungíingur óskast í létta vist hálfan eða allan daginn. Herbergi fylgir. Sími 34207. BARNAVAGN Sem nýr Pedigree kerruvagn til sölu. — Upplýsingar í síma 19362. Drengurinn sem tók skó í misgripum, á Skátasvelimu, hringi í sima 14207. — Miðaldra maður óskast til verksmiðjustarfa um tima. Uppl. i 3Íma 16230 frá kl. 10—12 í dag. IBÚÐ Ung, barnlans hjónaefni óska eftir 2ja herbergja i- búð. Vinna bæði úti. Reglu- semi. — Upplýsingar í sima 17849. — Góðar og ódýrar vörur K. V E N- peysur pils kjólar sloppar Kápu- og döimibúðin Laugavegi 15. Skúr óskast Vil kaupa skúr, sem flytja mætti á bil og nota á meðan á byggingu stæói. Upplýs- ingar í síma 50608 frá 6—8 í kvöld. Hagkvæmt Vanir menn vilja taka að sér múrverk. Tímavinna eða akkorð. Upplýsingar í síma 18561. — ÚRVAL af kvenkápum og peysufala- frökkum. — Bnnfremur unglingakápur á hagstæð* verði. Kápu- og dömebúðin Kápu- og dömubnðiin Laugavegi 15. SOLLIVAN BÍLPRESSA til ieigu. Sími 24860. 1 Hofnarfjörður Afgreiðslustúlka óskast í vefnaðarvörubúð. Umsókn- ir sendist MbL, merkt: — „Vefnaðarvara, Hafnarfirði — 3036“. — Stúlka, með harn á fyrsta ári, óskar eftír ráðskonustöðu eða vist, á góðu heimili. — Upplýsingar í síma 10513. Bill til sölu slór sendiferðabifreið, — hentng fyrir sendibílastöð. Útborgun kr. 15—20.000. Pr. 1500,00 á mán. — Sími 17358 og 16785, eftir kl. 6. * TIL SÖLU nokkrir nýir amerískir kjél- ar, dragt, jakkar og blússur, nr. 14, 1« og 18, á Vífik- götu 23. — Sími 16852. Keflavík — Aljarðvík Gott herbergi til leigu. Brekkustíg 8, sími 252. — Gullarmband tapaðist frá Drápuhlíð 3P að Skafta hhð 3. Farið Lönguhlíð. — Finnandi vinsamlega hringi i síma 24606. Frönsku- og enskukennsla Vinsamlegast hringið í síma 1-76-22, milli kl. 9 og 5. SigurSur Júlíusson B. A. Baldursgötu 22. Abyggileg STÚLKA úskast Ul afgreiðsluslarfa. — Upplýsingar í síma 32947. íbúð óskast Reglusöm hjón með tvö böm óska eftir íbúð, 2—4 herb. og eldhús, strax. Upplýsing- ar í síma 3-30-05, í dag og á morgun frá 4—8 e.h. Volkswagen ’56 í úrvals góðu Jagi. — Verð 90 þúsund. Volkswagen '54 í mjög góðu lagi. Lítið keyrð ur. Verð 75 þús. Útb. 50 þús., eftirstöðvar með sam- komulagi. — Höfnm leyfi fyrir nýrri Volkswagen bifreiS. BifreiSasalan Bókhlöðust. 7, sími 19168. Veðskuldabréf upphæð kr. 45 þús., tii sjö ára (10 þús. á næsta ári), til sölu eða í skiptum fyrir bíl. Tilb. merkt: „Veðskulda bréf — 3033“, sendist fyr- ir mánudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.