Morgunblaðið - 18.10.1957, Page 11
Föstudagur 18. október 195*i
MORCIINBTAÐIÐ
11
Ragnar Jóhannesson, skólastjóri:
Gildi gagnfræðanáms og
gagnfræðaprófs
Hugleiðingar við upphaf skóláárs
Hagnýtar námsgreinar
Eins og getið er um hér að
iraman má búast við því að gagn-
íræðingar taki öðrum fremur að
sér ýmisleg opinber þjónustu-
störf, a.m.k. er því svo farið í
hinum smærri bæjum. Þrjár
námsgreinar eru því nauðsyn-
legar til þess undirbúnings, jafn-
framt því sem þær eru nauðsyn-
legar sérhverjum borgara í nú-
tímaþjóðfélagi, en það eru:
Reikningur, bókfærsla og vél-
ritun. Um reikninginn er það að
segja, að nauðsyn ber fil að æfa
slíkt fólk sem mest í hugar-
reikningi og leikni í því að fara
með venjulegar tölur. Nú eru
reikningsvélar komnar í nær all-
ar búðir, og virðist svo sem ungu
búðarfólki þyki varla nein nauð-
syn til bera að bregða fyrir sig
reikningi við búðarborðið. Er
það rétt óskaplegt að sjá fólk
hlaupa í reikningsvélina með ein-
földustu samlagningartölur, til
dæmis.
Bókfærsla er nú flestum nauð-
synleg, eigi aðeins þeim sem í
skrifstofum vinna. Maður, sem er
t.d. að einhverju leyti riðinn við
útgerð, þó ekki sé nema eins vél-
báts, þarf að kunna bókhald til
þess bæði að þurfa ekki að kaupa
það af öðrum og eins til þess að
fylgjast með nákvæmni með
rekstrinum. Og hvað um bónd-
ann og fleiri og fleiri. Auk þess
venur bókhaldið «nenn á snyrti-
legan og fagran frágang.
í sambandi við bókhaldið eða
aðrar námsgreinar er hentugt að
hafa tilsögn í bréfagerð og
skýrslugerð. Segja má, að hót-
fyndni sé að fara að kenna fólki
að skrifa venjuleg sendibréf, en
reynslan sýnir, að þess er þó
víða full þörf. Auk þess er nú-
tímaborgari sískrifandi. Hann
þarf að útfylla óteljandi eyðu-
blöð og skýrsluform, semja
skattaframtöl, útsvarskærur,
flutningstilkynningar, gjaldeyr-
isbeiðnir, úfylla víxileyðublöð,
kvittanir og ótal margt fleira.
Fæstir unglingar á skólaaldri
hafa séð neitt af þessu og því
síður, að þeir kunni með að fara.
En sá maður er harla ósjálfstæð-
ur, sem þarf að leita til annarra
með öll slík viðvik. Þessu hlut-
verki eiga skólarnir að sinna,
en þeir hafa fæstir gert það.
Fræðslumálastjórnin þarf að
láta gera svona eyðublöð handa
gagnfræðaskólunum til kennslu
og æfinga. Ég pantaði nokkuð af
slíku frá Danmörku á sl. ári og
notaði bókhaldskennarinn sumt
af því við tilsögn í bréfagerð og
útfyllingu og þótti vel gefast.
Vélritun er nú orðin nærri því
jafnnauðsynleg hverjum manni
og skrift, svo mikið er hún not-
uð í daglegu starfi, og útilokað
má heita, að nokkur fái skrif-
stofuvinnu án þess að vera sæmi
lega leikinn í vélritun. öllum
ætti að vera kappsmál að komast
vel niðri í henni, og í fjórðu
bekkjum gagnfræðaskóla ber að
leggja á hana mikla áherzlu.
Um tungumál er ekki þörf að
skrifa margt í þessu sambandi.
Eðlilegt er, að í gagnfræðadeild-
inni, 4. bekk, sé haldið áíram
með námsefnið frá fyrri náms
vetrum og bætt við. Þar eru
tungumálakennararnir frjálsari
ferða sinna en í hinum bekkjun-
um, geta ráðið að mestu vali
á lestrarefni og gert tilraunir í
kennslu. Eðlilegt er að þá verði
lögð miklu meiri áherzla á fram-
burðarkennslu en gert er í bók-
náms- og landsprófsdeildum, þar
sem málfræðin er höfuðatriðið
Nú er líka völ á segulbandi og
öðrum tækjum til framburðar-
kennslunnar.
Æskilegt væri að gefa dug-
legum nemendum tækifæri til að
velja um fleiri tungumál en
dönsku og ensku, en fæstir hinna
fámennari skóla munu telja sig
hafa efni né aðstæður til þess.
íslenzkar bókmenntir
Eðlilegt er, að íslenzkan skipi
hér sem annars staðar öndvegis-
sess í íslenzkum skólum almenn-
um, og það því fremur sem í
gagnfræðabekknum sitja að jafn-
aði eldri og þroskaðri nemendur
en í öðrum deildum. Skal ég í
SÍÐARI HLUTI
fóum orðum gera grein fyrir,
hvernig mér sýnist eðlilegast og
hagkvæmast, að sú kennsla fari
fram, og styðst þá við eigin
reynslu á undanförnum 7 árum.
fslenzkukennara hlýtur að
bregða notalega við, þegar hann
kemur í bekk þar sem hann þarf
ekki að beygja sig undir klafa
landsprófsfargansins, einkum í
bókmenntum. í landsprófsdeild-
um eða bóknáms þarf hann að
elta forskriftir og fyrirmæli, og
getur varla, eins og áður hefir
verið á bent, tekið neitt til við-
bótar eða fráviks, sem hann
kynni sjálfur að óslca. Hann er
jafnvel bundinn við að kenna
skýringar annarra manna út í
æsar.
í gagnfræðadeildinni, ef?ta
bekknum, er íslenzkukennslan
frjáls. Þar hefir sá, sem þetta
ritar, t.d. leyft sér að fella alla
málfræðikennslu niður aðra en
munnlega kennslu, einkum í
hljóðfræði og orðmyndunarfræði,
eftir því sem lesinn texti gefur
tilefni til.
t þess stað skal lögð megin-
áherzla á lestur íslenzkra bók
mennta til viðbótar við það, sem
áður hefir verið lesið. Hér býðst
tækifærið til að kenna unga fólk
inu að lesa íslendingasögurnar,
sem varla nokkur unglingur lít-
ur í ótilkvaddur nú orðið.
Af lengri sögum er Njála og
þó einkum Laxdæla heppilegar
til vandlestrar. Kennarinn leggur
til skýringar þar sem þeirra er
þörf, en nemendur skrifa þær
allar niður og nota síðar til
próflestrar. Til hraðalestrar eru
skemmri sögurnar heppilegri:
Hrafnkatla, Bandamannasaga,
Gunnlaugs saga, ýmsir íslend
inga þættir, líka er Grettla
skemmtilegt hraðlestrarefni. All
ar þessar sögur eru fáanlegar
mjög ódýrar í hentugri útgáfu
Sigurðar Kristjánssonar.
Síðari tíma bókmenntii
Af síðari tíma skáldsögum hef-
ir mér gefizt einna bezt að lesa
Pilt og stúlku eftir Jón Thor-
oddsen með gagnfræðingaefnum.
Ekki vegna þess, að sagan hafi
meira bókmenntagildi en aðrar,
nema siður sé, heldur vegna
þeirra höfuðlcosta, að hún er
bráðskemmtileg og auk þess ram-
íslenzk. Þar er að fá ýmsar glögg-
ar og merkilegar þjóðlífslýsingar
frá fyrri tímum, lýsingar á sið-
um, atvinnuháttum og lífi, sem
unga fólkið nú á tímum á ekki
kost á að sjá annars staðar en
á bókum. í Pilti og stúlku er
t.d. sagt frá: hjásetu og fráfær-
um, göngum og réttum, f jármörk-
um, heyflutningi, brúðkaupi i
gömlum stíl og veizluhaldi, húsa-
kosti og klæðaburði, mataræði,
Bessastaðaskóla, bændaglímu,
bæjarbrag í Reykjavík á öldinni,
sem leið o. fl. o. fl. Gefur þetta
allt tækifæri til margvíslegra
hugleiðinga og umræðna í
kennslu.
Þörf væri á að kynna verk
yngri rithöfunda á þennan hátt
ungu fólki, en sú kynning strand-
ar á því, að verk þeirra eru ekki
fáanleg öðru vísi en í rándýrum
útgáfum, og geta skólarnir ekki
farið fram á svo stóraukinn náms
bókakostnað sem til þess væri
nauðsynlegur.
Af íslenzkum kvæðum er all-
mikið lesið í neðri bekkjunum,
en full þörf væri að auka þar
við í efsta bekknum, en þar
hamlar bókaskorturinn líka. En
af eldri kvæðum væri mjög æski-
legt að lesa Hávamál, því að
16—17 ára unglingar eru yfirleitt
svo vel þroskuð í 4. bekk, að I
óhætt er að bjóða þeim upp á
slíkt með vandaðri kennslu.
Vel hefir gefizt að velja nem-
endum hverjum fyrir sig ákveðin
verkefni úr hinum lesnu bók-
menntum og láta þá síðan flytja
um þau erindi, er hver semur
eftir sinni getu og skilningi. Um-
j ræður eru mjög nauðsynlegar úi.
öðru hverju. Nemendum þykir
þetta nám skemmtilegt og hafa
lesið vel og hlotið háar eink-
unnir á prófum.
Stafsetningarkennslu verður
auðvitað að halda áfram, því að
seint fyllist sálin prestanna á því
sviði. Auk þess þarf að gera
margar ritgerðir í gagnfræða
deildinni, og þá eigi hvað sízt
um ýmislegt, sem krefst þekk-
ingar á umhverfi nemanda,
bæjarfélagi hans og atvinnulífi.
íslenzkukennsla af þessu tagi
á að vera og er almennt mennt-
andi og þroskandi, opna víðari
sjóndeildarhring og bæta mál-
smekk og orðaforða, auk þess
sem hún á að geta vakið þjóð-
ernistilfinningu og skilning á
því, sem er satt, fagurt og gott.
eðlisfræði ber að ljúka í þriðj*
bekk, svo að hægt sé að taka
upp fræðslu í nýjum greinum i
fjórða og siðasta bekk, þar sem
hin eiginlega sérkennsla tfl.
gagnfræðaprófs fer fram. Kemur
þá margt til greina, þegar veljm
skal.
Sjálfsagt er að kenna allýtar-
lega íslandssögu í þessum bekk.
því að ekki er gert ráð fyrir
henni í neðri bekkjunum til land*
prófs miðskóla. Þá er og sjálf-
sagt að kenna félagsfræði, sem
er einkar hagnýt fræðigrein eigi
sízt þeim, sem eru að leggja út I
lífsbaráttuna og atvinnulífið, fara
að öðlast kosningarétt og bera
ábyrgð á opinberum málum. All-
ýtarleg kennsla í heilsufræði er
hér líka á réttum stað, eigi hvað
sízt meðferð ungbarna. Er stund-
um ekki langt frá því, að stúlk-
ur ljúka gagnfræðaprófi þangað
til þær verða sjálfar mæður.
Auk þeirra þriggja greina,
sem nú voru taldar, hefir, í þeim
skóla sem ég veiti forstöðu, ver-
ið tekin upp undirstöðukennsla
í heimilíshagfræði, bæði fyrir
pilta og stúlkur. Þörf námsgrein
fyrir ungt fólk, sem innan
skamms á fyrir sér að reisa heim-
Aðrar námsgreinar
Gagnfræðaprófi í mannkyns-
sögu, landafræði, náttúrufræði og
Vafalaust væru æskilegar enn
fleiri kennslugreinar til gagn-
fræðaprófs, en þessi upptalning
verður að nægja um bóklegar
greinar. Þó skal aðeins drepið
á eina, sem mér þykir líklegt,
að upp verði tekin í flestum skól-
um í náinni framtíð. En það er
föst tilsögn í háttprýði og almenn
um umgengnisvenjum. Hefi ég'
fullgildar sannanir fyrir því, að
á þeirri kennslu væri full þörf.
Komst ég m.a. að raun um þetta
í fyrra vetur, er ég tók upp nokk
urra stunda tilsögn í almennustu
umgengnisháttum, að tilmælum
nemenda í 4. bekk, sem voru
raunar aðallega stúlkur. Nauðsyn
ber til að segja ungu fólki til um
almenna siði og framkomu á op-
inberum stöðum, í búðum og
kvikmyndahúsum, í almennum
mannfagnaði og einkasamkvæm-
um, borðsiði og almennar kurt-
•eisisreglur. Þótt mörg heimili geri
Framh. á bls. 15.
VETRARÁÆTLUN
Gildir frá 15. október 1957 - 17. maí 1958
VESTURLEIÐ
til og frá Reykjavík
AUSTURLEIÐ
frA lonoon
FRA HAMB0RG
TIL KAUPMANNAHAFNAR
FRA KAUPMANNAHÖFN
TIL GAUTABORGAR
FRA GAUTABORG
TIL GLASGOW
FRÁ GLASGOW
TIL OSLOAR
FRA OSLO
TIL STAFANGURS
FRÁ STAFANGRI
TIL REYKJAVÍKUR
. BANDARlKIN
8ANDARÍKIN . - ÍSLAND U. 300 U. 300 W- U 300 ted. U 300 IA
FRÁ NEW YORK 1300 1 1300 1300 1 1309
[i-. * *i?~ u 1 md *d
TIL REYKJAVÍKUR 0700 * 1 0700 1 0700 Í 0700
NORDUR-EVRÓPA
FRA REYKJAVÍK
TIL STAFANGUR5
FRA STAFANGRI
U 318 | U 302 1 U 304 f U M
w I imó. É ld
0830 I 0830 | 0830 1 083»
TIL OSLOAR
FRÁ OSLÓ
TIL GAUTABORGAR
FRÁ GAUTABORG
luMUii --;-----------------
E§ TIL KAUPMANNAHAFNAR
1
ÍiM FRA KAUPMANNAHOFN
1700
1Ó29
1700
181»
1900
1900
1940
FRÁ REYKJAVlK
I ájetiuRÍnnl «r |trt ráð fyrlr sUAirtima, nenva i New York. t*ar er reiknað með EST.
Gerið svo vel að geyma auglýsinguna.