Morgunblaðið - 18.10.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ
Norðangola eða kaldi, léttskýjað
Akureyrarbréf
Sjá bls. S.
236. tbl- — Föstudagur 18. október 1957.
Björn Pálsson flugmaður, næst flugvélinni á Norðfjarðarvelli
Fyrsta flugvélin lendir á
Norðfjarðar-flugvellinum
NESKAUPSTAÐ, 17. okt. — A hádegi í dag lenti fyrsta flugvélin
á nýja flugvellinum í Norðfirði. Það var Björn Pálsson flugmaður,
sem lenti þar og var kominn til að sækja sjúkling. Flugtiminn
frá Reykjavík var 1 klst. 59 mín. í logni og heiðskíru veðri.
Flujvöllurinn á Norðfirði á að
verða 1200 metra langur. Verkið
hófst sl. vor. Nú er búið að ganga
frá 230 metrum af flugbrautinni
en ráðgert að lengja hana enn
um 60 metra í haust, ef veður
leyfir. Áætlað er að flugvallar-
gerðinni ljúki næsta haust.
Völlurinn er þannig gerður, að
sanddælur moka sandi úr árós
og grunn leira fyrir botni Norð-
fjarðar er fyllt upp.
Björn Pálsson hefur í huga að
hefja áætlunarflug milli Reykja-
víkur og Norðfjarðar, þegar
brautin er orðin 290 metrar og
fljúga hvern dag sem flugveður
er fyrir flugvélar hans.
Að þessu sinni kom Björn til
að sækja sjúkling austur. En far-
þegi, Sigursveinn Þórðarson, var
með honum báðar leiðir. Björn
var 1 klst. og 40 mín. á leiðinni
til Reykjavíkur.
Hvað tefur skyldusparnauinn ?
Fyrirspurn frá Sigurbi Bjarnaéyni
I FYRRADAG var útbýtt á Alþingi fyrirspurn frá Sigurði Bjarna
svni til félagsmálaráðherra, um framkvæmd skyldusparnaðar. Er
hún á þessa leið:
„Hver er ástæða þess, að svo mjög hefur dregizt að setja reglu-
gerð um skyldusparnað ungs fólks samkvæmt III. kafla laga nr.
42 frá 1. júní 1957, um húsnæðismálastofnun, byggingarsjóð ríkis
ins, sparnað til íbúðabygginga o. fi.?“
Eins og kunnugt er gortuðu^"
kommúnistar mikið af því sl.
vetur að þeir hefðu tryggt stór-
aukið fjármagn til íbúðalána, m.
a. með tillögum sínum um
skyldusparnað ungs fólks. — Nú
eru nær 5 mánuðir liðnir síðan
húsnæðismálatillögur kommún-
ista og vinstri stjórnarinnar voru
lögfestar á Alþingi. En reglugerð
hefur ekki ennþá verið sett um
framkvæmd skylduspárnaðarins
og engar tekjur því enn af hon-
um orðnar!
Fulltrúaráð Sjélf-
dæðisfélaganna í
Keflavtk
FUNDUR verður haldinn í Full
trúaráði Sjálfstæðisfélaganna í
Keflavik í kvöld í Sjálfstæðishús-
inu og hefst fundurinn kl. 8,30
stundvíslega.
Rætt verður um bæjarmál og
bæjarstjórnarkosningar og er
nauðsynlegt að fulltrúar fjöl-
meaai á fundinn.
ísfisksala
í Bretlandi
TOGARXNN Jörundur frá Akur-
eyri, landaði í gær rúmlega 120
tonna ísfiskafla sínum í Grims-
by og seldi hann fyrir rúm 8600
sterlingspund. í dag mun togar-
inn Karlsefni selja þar. í byrjun
næstu viku munu tveir togarar
selja í Þýzkalandi.
Aðalfundur Þérs í
Hafnsrfirði
AÐALFUNDUR ÞÓRS, féiags
Sjálfstæðisverkamanna og sjó-
manna, verður haldinn í Sjálf-
stæðishúsinu í kvöld og hefst kl.
8,30 e.h.
Á fundinum fara fram venju-
leg aðalfundarstörf og félagsmál
rædd. Þá mun Gunnar Helgason,
erindreki Sjálfstæðisflokksins
mæta og flytja erindi um verka-
lýðsmái. — Eru félagsmenn
hvattir til að fjölmenna.
Sjálfsfæðisfélögin á Isa-
firði hefja veirarsfarfið
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á ísa-
firði hefja annað kvöld vetrar-
starfið með félagsvist og dansi að
Uppsölum. Undanfarna vetur
hafa Sj álfstæðisfélögin á ísafirði
haldið uppi fjölbreyttri vetrar-
starfsemi og hefur félagsvistin
verið einna vinsælust enda jafn-
an vel sótt. Með vistinni annað
kvöld hefst þriggja kvölda
keppni og verða góð verðlaun
veitt.
Nokkur ny þingskjöl
FUNDIR voru í gær bæði í sam-
einuðu Alþingi og deildum. Sam
einað þing vísaði fjárlagafrum-
varpinu til fjárveitinganefndar,
en útvarpsumræður um það voru
j fyrrakvöld.
í efri deild var eitt mál á dag-
skrá: Frumvarp varðandi áfram-
haldandi álag á tolla (sjá Mbl.
12/10). Var því vísað umræðu-
laust til 2. umr. og fjárhags-
nefndar.
í neðri deild var fundur sett-
ur á venjulegum tíma, kl. 1,30.
Áður en gengið var til dagskrár
kvaddi Jóhann Hafstein sér
hljóðs og ræddi um útvarpsræðu
Hannibals Valdimarssonar félags
málaráðherra í fyrrakvöld og
tölur þær, er ráðherrann nefndi
um sparifjármyndunina. Um
þetta atriði urðu umræður, er
stóðu nærri 3 stundarfjórðunga,
og er sagt frá þeim á öðrum
stað í blaðinu í dag. Að þeim
loknum var gengið til dagskrár.
Fjármálaráðherra fylgdi frum-
varpi um áframhaldandi inn-
heimtu söluskatts (sjá Mbl.
12/10) úr hlaði með nokkrum
orðum, en því var síðan visað
til 2. umr. og fjárhagsr°fndar.
Ný þingskjöl
Á fundi í fyrrakvöld var út-
býtt 6 nýjum þingskjölum:
Sigurður Ó. Ólafsson, þing-
maður Árnesinga, flytur tillögu
um vegamál, sem lýst er annars
staðar í blaðinu.
Karl Guðjónsson (K) og Gunnar
Jóhannsson (K) flytja fi’umvarp
um, að atvinnutekjur, sem skatt-
þegn hefur aflað sér með eftir-,
nætur- og helgidagavinnu við
störf í þjónustu útflutningsfram-
„Hönd dauðans", leikrit
eftir Krisfján Albertsson
kemur út í dag
í DAG kemur út hjá Helgafelli
nýtt leikrit eftir Kristján Albert-
son, er hann nefnir „Hönd dauð-
ans“.
Þetta er harmsaga ungrar
stúlku, dóttur einræðisherra í
einu af löndum Evrópu. Hún
ferðast um hásumar, undir öðru
nafni, upp í fjöll í Sviss, til þess
að ganga ein um hálendið, fjarri
andrúmslofti ættjarðarinnar. En
hún þekkist — og áhyggjulaust
ferðaævintýri breytist í hörð og
óvænt örlög. Leikurinn sýnir
baráttu hennar fyrir ást sinni til
eins af óvinum föður síns.
En þessi ástarsaga er samofin
annarri sögu, enn meiri að yfir-
gripi og hörmugum þunga. Hönd
dauðans mun vera fyrsti sjón-
leikur, sem fram hefur komið,
þar sem brugðið er upp mynd af
einræði vori'a tíma, — barátt-
unni gegn ftelsi mannsins, í einu
sem öllu, og fyrir almætti harð-
svíraðs ríkisvalds í hönduxn fá-
mennrar klíku eða eins manns,
aðferðum þessarar baráttu, innsta
viija og hinztu afleiðingum á líf
einstaklinga og þjóða. Leikurinn
snýst um þá spurningu, sem nú
er efst á baugi um heim allan —
hvort maðurinn eigi að njóta
sama frelsis og áður í leit sinni
að persónulegri hamingju, betra
lífi, fullkomnara skipulagi, eða
hvoi't mikill hluti þjóðanna
og ef til vill gjörvallt mannkyn,
eigi eftir að lifa við rammari
skorður um sköpunarmátt og lífs-
þróun, þrengra svigrúm í hugsun
og athöfn en nokkurn tíma hefur
þekkzt á jörðinni. Er það „hönd
dauðans, sem nú varpar skugga
sínum á þennan hnött okkar, og
nálgast hann, til að herða tak-
ið“?
Leikurinn er í fimm þáttum
og er bókin nær 160 bls.
leiðslunnar og ekki eru orlofs-
skyldar, skuli dregnar frá tekj-
um áður en skattur er á þær
lagður.
Benedikt Gröndal (A) tlytur
tillögu til þingsályktunar um
rannsókn á orsökum „hinna tíðu
eldsvoða, sem valdið hafa miklu
tjóni á atvinnutækjum þjóðar-
innar“, og að ríkissjórnin skuli
gera „hverjar þær ráðstafanir,
sem þurfa þykir til að draga úr
eldhættu í atvinnufyrirtækjum“.
í greinargerð kemur fram, að
árið 1956 greiddu tryggingarfé-
lögin um 17 milljónir króna í
brunabætur.
Páll Zóphóníasson (F) flytur
frumvarp um refsingar fyrir land
helgisbrot. Efnið er það, að auk
sekta skuli svipta skipstjóra, sem
sekur verður um landhelgisbrot,
rétti til skipstjói'nar á íslenzk-
um skipum um eins árs skeið
við fyrsta brot, en ævilangt, ef
um ítrekað brot er að. ræða.
Sigurður Bjarnason spyr Hanni
bal Valdimarsson um fram-
kvæmd skyldusparnaðar. Er nán-
ar sagt frá fyrirspurninni annars
staðar i blaðinu. Þá er einmg
sagt annars staðar frá stjórnar-
frumvarpi um jarðhita.
Alfreð Gíslason kom tii þings
í gær, og eru pá allir þingmenn
komnir til starfa.
Skemmdarverk
í GÆRDAG kærði maður yfir
því til rannsóknarlögreglunnar
að skemmdarverk hafi verið unn-
ið á nýjum bíl hans milli kl.
10 og 12 árdegis í gær.
Hér er um að ræða austur-
þýzkan plastbíl með seglþaki
yfir, R-2935. Stóð bíllinn fyrir
utan húsið Vitastíg 20. Brennt
hefur verið gat á þakið álíka
stórt um sig og krónupeningur.
Þykir senniiegt að sigaretta hafi
verið notuð í þessu skyni. Það
er ekki vitað um neina sjónar-
votta að þessu, en rannsóknar-
ögreglan vill eindregið hvetja
þa til þess að gera sér viðvart
er einhverjar upplýsingar gætu
gefið um skeihmdarverkamann-
Kristján Albertsoi
: Ól. K