Morgunblaðið - 19.10.1957, Page 3

Morgunblaðið - 19.10.1957, Page 3
Laugardagur 19. okt. 1957 MORClllSBTAÐlÐ 3 « RÆYKJAVÍK, Kr. 1540, - HAFNAR.Fj8r.BUB, NESKAUP5TABUR. AKR.ANES Kr. 4160,- Kr. A190," !<.>-. 4560, - Sparifé skólabarna fryggt með vísifölubindingu "Hvoð hetir barna- fjölskylda í útsvar? IIVERNIG er búið að barnafjölskyldum varðandi útsvar í Reykjavík annars vegar og kaupstöðum, þar sem „flokkar hinna vinnandi stétta“ ráða, hins vegar? Tökum dæmi um fjölskyldu, hjón með 5 börn, sem hefur 60 þús. kr. skattskyldar tekjur. Slík fjölskylda greiðir í í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðismenn ráða, I Hafnarfirði, þar sem kratar og komm- únistar stjórna, í Neskaupstað, þar sem kommúnistar stjórna, á Akranesi, undir stjórn Framsóknar, krata og kommúnista. Bæjarfélögin, þar sem hinir svoköl^uðu vinstri flokkar ráða, leyfa sér að leggia nærri því þrisvar sinnum hærra útsvar á barnafjölskyldu en gert er í Reykjavík, þar sem Sjálfstæðismenn hafa meirihluta. Af hverju vildu sömu flokkar, sem þannig fara að, ógilda útsvarsálagninguna í Reykjavík? Það kom til af pólitísku ofsóknarbrjálæði og engu öðru. Sinfóníuhljómsveit íslnnds heldur tónleiku ú þriðjudng útsvar: 1540 kr. 4160 kr. 4190 kr. 4360 kr. FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við Snorra Sigfússon, forstöðu- mann Sparifjársöfnunar skóla- barna, sem er að hefja fjórða ■tarfsár sitt. Skýrði hann frá pví, að sú nýjung hefði verið tekin upp í þessum efnum, að vísitölu- tryggja fé í „barnabókum." Kvað hann þetta fyrsta alvarlega spor- ið sem stigið væri í þá átt, að festa barnanna svo að það verði ekki skert. Frá upphafi hefði ver- lð unnið að þvi marki að ná fót- festu í málinu og fá grundvöll tii að vinna á. Þetta væri upphafið. Vísitölutrygging Landsbanki íslands, Seðlabank inn, hefur nú tekið að sér að tryggja með vísitölubindingu fé sem skólabörnin hafa safnað und anfarin ár, fyrir atbeina ápari- fjásöfnunar skólabarna. Þó ekki lægri upphæð en j.00 krónur og fyrst um sinn ekki hærrj en 1000 krónur á barn. Geta foreldrar því ef þeir vilja, fram til næstu ára- móta, iátið breyta 10 ára bókum barna sinna í 10 ára vísitölubæk- ur og 6 mánaða bókum í 5 ára eða 10 ára vísitölubækur og er þá fé í þeim vísitölutryggt samkvæmt framansögðu. Landsbankinn hefur dreift um 300 þús. kr. til barna Fyrsta haustið sem Sparifjár- ■öfnun skólabarna starfaði, gaf Landsbankinn hverju barni lands i«s á aldrinum 7—13 ára 10 kr. er leggja skyldi í sparisjóösbók. Síðan hafa 7 ára börnin fengið hina sömu upphæð að gjöf á haustin, og nú öll þau börn fædd 1950 sem vitneskja fæst um Hef- ur Landsbankinn nú dreift þann- ig út meðal barna í landinu um 300 þúsund krónum. í>ær ávísanir á 10 króna gjöf bankans, sem 7 ára börnin fá nú, eru með stimpli gerðar sem stofn vísitölubókar handa barnmu, en geta hins vegar gilt fyrir 10 ára eða 6 mánaða bók sem áður. Hægt að velja um Foreldrar geta því valið um •ftirfarandi: 1. Að leggja fé inn í 10 ára vísitölubók, sem gefur ársvexti. 2. Að leggja fé inn í 5 ára vísitölubók, sem gefur 414% ársvexti. í þessum bókum er spariféð tryggt gegn gildisrýrnun, sam- kvæmt því sem að framan er ■agt, og má því gera ráð fyrir að innlögum barna verði eink- um beint í þessa átt. Auk þessa geta menn svo valið um: 3. Að leggja inn í 10 ára bók ■em áður, er gefur nú 7% árs- vexti, en er ekki tryggð gegn rýrnun. 4. Að leggja fé inn í 6 mán. bók, sem gefur nú 6% ársvexti, en er heldur ekki tryggð. 5. Að leggja fé inn í almenna aparisjóðsbók, sem gefur 5% ársvexti, en taka má úr fé hvenær sem er, og því ófram- kvæmanlegt að tryggja. Og að sjálfsögðu getur svo hver og einn safnað .bæði í tryggða og ótryggða bók ef hann vill. Og loks getur sá, sem miklu vill safna, keypt vísitölubréf og tryggt þannig fé sitt gegn gildisrýrnun. Tii að glæða ráðdeildarhug Sparifjársöfnuh skólabarna hófst haustið 1954. Var markmið hennar frá upphafi, að freista þess, að glæða ráðdeildarhug meðal barna og temja þeim holl- ar venjur um meðferð fjármuna Var starfið hafið og kostað af Landsbankanum og unnið í sam- ráði við yfirstjórn fræðslumál- anna og kennarasamtaka í land- inu og með vinsamlegri aðstoð innlánsstofnana víðs vegar um landið. Sparimerkjasala Frá því haustið 1954 hefur far- ið fram sparimerkjasala í öllum hinna stærri barnaskóla landsins og á sl. skólaári höffju 64 skóiar þessa starfsemi með höndum. Hafa sparimerki verið afgreidd til umboijSsmanna á þessu tíma- bili fyrir um 3,4 milljónir króna. Af því mun að sjálfsögðu nokkuð óselt, sagði Snorri Sigfússon, en hitt vitað, að allmikið fé hefur verið lagt inn í barnabækur án sparimerkja. Mestur hluti barna á um það bil 6—700 krónur í bók- um sínum og örfá hærri upp- hæðir. Að lokum komst Snorri Sig- fússon svo að orði: Augljós nauðsyn virðist vera á þeirri viðleitni að glæða áhuga barna á sparsemi. Og þó þyrfti raunar miklu meira að gera er miðaði í þá átt að glæða ráðdeild meðal þeirra sem landið erfa. Og því er það einlæg ósk þeirra og von, sem á margvíslegan hátt hafa stutt þessi málefni lindðn- farin ár, að sú vísitölubirding á sparifó«barna, sem Seðlabankinn hefur nú beitt sér fyrir og tekið á sig að standast straum af, megi verða heilladrjúgt spor á þessum leiðum. ,,Veðriðw komið út TÍMARITIÐ Veðrið, sem Fél. isl. veðurfræðinga gefur út er ný- lega komið út. Er þar ýmsan fróðleik að finna í greinum eftir veðurfræðingana. Flosi Hrafn Sigurðsson skrifar um loftþrýst- ing, Hlynur Sigtryggsson skrifar Fréttabréf frá Stokkhólmi. Borg- þór H. Jónsson skrifar greinina: Vatn og veður. Þá eru ýmsar smærri greinar en Jón Eyþórsson skrifar rabbdálk úr ýmsum átt- um. Tímaritið Veðrið er þannig úr garði gert að það fjallar um veð- urfræðileg efni á einfaldan og alþýðlegan hátt, svo að allir geti haft af því gagn og ánægju. NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld kl. 8,30 heldur Sinfóníu hljómsveit tslands sína fyrstu tónleika í Þjóðleikhúsinu á þessu hausti. Hefst þar með vetrarstarf- semi hennar. Þýzkur hljómsveit- arstjóri, Hcrmann Hildebrandt, er nú gestur hl jómsveitarinnar og mun hann stjórna tveimur hljóm leikum, þeim síðari 29. október. Atti Jón Þórarinsson ásamt Birni Jónssyni og hinum þýzka hljóm- sveitarstjóra viðtal við frétta- menn í gær af þessu tilefni. Kemur hingað í þriðja sinn Þetta er í þriðja sinn sem Her- mann Hildebrandt kemur hingað til þess að stjórna Sinfóníuhljóm- sveitinni. Fyrst kom hann hingað árið 1950, en aftur 1953. Tónleik- ar þeir er hann stjórnaði hér í bæði þessi skipti voru taldir með þeim allra beztu, sem hér hafa verið haldnir. Hildebrandt er aðalstjórnandi Borgarhljómsveit- ar Austur-Berlínar og hefur gegnt því starfi sex undanfarin ár. Er sú hljómsveit talin í hópi hinna allra beztu. Sinfóníuhljómleikarnir Á fyrri hljómleikunum verður finnska tónskáldsins Sibeliusar minnzt. Verður flutt þar eitt af veigamestu verkum hans, sem er Sinfónía nr. 2 í D-dúr. Hefur verk þetta verið flutt hér áður og er það vinsælast af öllum sin- fóníuverkum tónskáldsins — samið árið 1902. Þá verða flutt verk eftir Mozart og Boris Blan- cher. Er þetta í fyrsta sinn sem flutt er verk eftir Blancher hér, en hann er einn af fjórum þekkt- ustu tónlistarmönnum Þýzka- lands. Blancher er fæddur í Kína. Hann hefur samið fjölmarga balletta og óperur. Á síðari tónleikunum verða tekin fyrir ný viðfangsefni. Nauðsynlegt að hafa fastan hljómsveitarstjóra Hermann Hildebrandt kom hingað síðastliðinn sunnudag. — Hefur hann æft með hljómsveit- inni síðan af miklu kappi. Hann er annar gestur hljómsveitarinn- ar og kvaðst hafa mikirin áhuga á framförum hennar. Jafnvel hafa „föðurtilfinningar“ gagnvart henni. Aðspurður, hvort hann teldi heppilegra að hljómsveitin hefði fastan hljómsveitarstjóra, svar- aði Hildebrandt því, að hann teldi nauðsyn á því að fastur hljómsveitarstjóri yrði ráðinn við hana fljótlega, sem ynni reglu- lega með henni og æfði hana. Þá kvað hann vanta fleiri strokhljóð færi í hljómsveitina. Aflaleysi hjú Akionesbútum AKRANESI, 18. okt. — Tólf rek- netjabátar fóru út héðan í gær. Dreifðu þeir sér um Faxaflóa, u:n alli Jökuldjúpið og suður undir E'dey. Einn báturinn, Höfrung- ur, keyrði alls 150 sjómílur, áður en hann lagði netin. Árangurinn varð sá, að hæsti bátur var með 5 tunnur síldar, og aflinn var allt niður í fáeinar síldar á bát. Örfáir bátar komu irin í dag. —Oddur. Vorboðafundur á mánudag HAFNARFIRÐI. — Fyrsti fund- ur Sjálfstæðiskvennafélagsins Vorboðans á þessu hausti, verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu n.k. mánudagskvöld og hefst kl. 8,30. Rætt verður um vetrarstarfið o. fl. Kaffi verður framreitt og síðan spilað. Eru konur hvattar ti) að fjölmenna. STAKSTEIMAR Bjarna-villt? Ekki hefur öllum likað vel verðlaunaveiting úr Móðurmála- sjóði til Bjarna Benediktssonar. Stjórnarblöðin birta hverja greim ina eftir aðra til að láta uppl vonbrigði sín. Tíminn og Alþýðu- blaðið finna m.a. að þvi, að o< margar myndir hafi birtzt af Bjarna í Morgunblaðinu sama daginn og sagt var frá veiting- unni. Er helzt svo að skilja sem rétt hefði verið að byrgja fyrir andlit Bjarna á myndunum frá setningu Alþingis! Sum skrifin lýsa þeirri von höf- undanna, að hér hafi einhven konar „lúsodda“-fyrirbæri átt sér stað og virðast þeir hafa sér það til huggunar að veitingiu reynist vondur draumur. Þjóðviljinn gerir sér þó grein fyrir, að um raunveruleika er að ræða og er alveg opinskár um orsakir óánægju sinnar. 1 Bæjar- póstinum sl, fimmtudag segir m.a.: „Þegar Pósturinn sá, að Bjarni Ben. hafði fengið verðlaun fyrir „vandað mál og góðan stíl“, datt honum helzt í hug að dómnefnd- inni hefði sézt yfir tilvitnunar- merkin útan um klausurnar, sem höfundur Staksteina hefur stund um fengið að láni úr Bæjarpóst- inum“. Svipað var raunar áður komið þar fram, því að fyrir réttri viku var svo að skilja sem farið hefði verið Bjarna-villt um veitingu verðlaunanna. „Ekki Iengur blaðamaður“ Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi birti þá í Þjóðviljanum „stutt bréf til Ilalldórs Halldórs- sonar prófessors". Þar segir: „En þegar Bjarni Benedikts- son aðalritstjóri hlýtur þau í haust, þá er ástæða til að ve- fengja réttdæmi ykkar — þá má enginn vel við una. Nafni minn við Morgunblaðið skrifar sem sé hvorki vandað mál né góðan stil. Hann skrifar flatt mál, þar sem engin setning rís annarri hærra; að lesa ritsmíðar hans er áþekkt því að horfa á Dauðahafið í Iogni. Hann skrifar karakterlausan stíl, þar sem aldrei bregður fyrir list- gripum af neinu tagi. Mál hans er neflaust, stíll hans augnalaus. Allt sem hann skrifar er kauða- Iegt og lágkúrulegt. Þetta er eðli- legt, eins og maðurinn er i pott- inn búinn: sneyddur imyndun- arafli, hugmyndalaus, snýst alla ævina múlbundinn kringum tvær j eða þrjár utanaðlærðar kennisetn ingar. Hann er svo lélegur rit- höfundur að hann getur ekki einu sinni skrifað ærlega ádeilu- grein, heldur nauðar hann og nuddar, þvargar og þrasar — þrotlaust og þindarlaust. Bjarni Benediktsson er sams konar rit- snillingur og kötturinn á sjö- stjörnunni. Við hvert einasta blað á íslandi starfa menn, sem rita vandaðra mál og betri stíl; jafn- vel á Morgunblaðinu eru ofjarlar hans á öðru hverju strái“. Um sjálfan sig getur Bjarni frá Hofteigi þessa: „Ég er ekki lengur blaðamað- ur og kvarta ekki yfir óréttinum í nafni þeirrar stéttar“. Ekki er um það að villast, að brotthvarf slíks' snillings frá blaðamennskunni er skýringin á því, að hann skyldi ekki hljóta þessi umdeildu verðlaun. A.m.k. vefengir hann ekki hæfi leika Halldórs til dómarastarfs- ins, þvi að honum gefur hann þennan vitnisburð: „Þú varst mér góður kennari, og þú ert hálærður maður i ís- jnzkrl tungu“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.