Morgunblaðið - 19.10.1957, Blaðsíða 6
6
MORCVIVBT AÐIÐ
Laugardagur 19. okt. 1957
GLUNDROÐINN í FRANSKA
ÞINGINU
s
f ÍÐAN styrjöldinni lauk eru
milli 20 og 30 ríkisstjórn-
ir búnar að vera við
völd í Frakklandi. í hvert skipti,
sem stjórnarskipti hafa orðið,
hefur það komið í ljós að miklum
erfiðleikum er bundið að mynda
nýja stjórn og fara margir bón-
leiðir til búðar áður en loksins
tekst að fá þingmeirihluta handa
nýjum forsætisráðherra. Af
hverju þessir erfiðleikar stafa
verður ljóst, þegar athugað er,
hvernig franska þingið er saman-
sett. Þegar litið er á flokkana í
þinginu, eins og það var, eftir
kosningarnar 2. janúar 1956, og
eftir þær breytingar, sem síðan
hafa orðið, þá er það ljóst að
sérhvert forsætisráðherraefni
veði að leysa erfiða gestaþraut,
áður en honum tekst að fá nægi-
legan þingmeirihluta til stjórnar-
myndunar. I franska þinginu
sitja 596 þingmenn, sem skiptast
í hvorki meira né minna en 15
flokka, en auk þessara flokka
eru 11 „lausamenn", sem ekki
tilheyra neinum flokki. Oft hef-
ur franska þingið verið glund-
roðasamt en aldrei hefur það
verið jafnklofið og sundurleitt
eins og nú.
Kommúnistar eru stærsti
flokkur þingsins og hafa 143
þingmenn. Þannig stendur á um
þá í frönskum stjórnmálum nú,
að enginn þingmaður vill hafa
atkvæði þeirra til stjórnarmynd-
unar og eru því kommúnistar ó-
virkir í því sambandi. Hins veg-
ar eru þeir mjög virkir, þegar
um er að ræða að fella stjórnir,
því þá koma atkvæði þeirra að
fullu til greina. Sósíalistaflokkur-
inn telur 97 þingmenn en hann
hefur fyrir stuttu misst stuðning
fjögra þingmanna, en það voru
þeldökkir menn úr sósíalista-
flokki Afríkönsku hreyfingar-
innar. Þessir þingmenn styðja að
vísu enn flokkinn í ýmsum mál-
tim en samband þeirra við hann
er orðið mjög laust. Hins vegar
eru þeldökkir þingmenn í meiri-
hluta í hinni svonefndu lýðræðis-
legu andspyrnuhreyfingu, sem
Pleven og Mitterand hafa for-
ystu fyrir. 2n þeldökku þing-
mennirnir tilheyra hinni svo-
kölluðu lýðræðislegu Afríku-
hreyfingu og hafa bundizt í sam-
tök innan lýðræðishreyfingarinn
ar svonefndu. Þessi flokkur
hefur 21 þingmann. Flokkurinn
hefur mikla þýðingu, þar sem
utan hans er ekki til neinn sam-
stæður vinstri flokkur, heldur
einungis þrír hópar, sem berjast
heiftarlega innbyrðis.
Hinir „gömlu“ radikal-sósíalist-
ar, sem Daladier stjórnar, telja
43 þingmenn, en þessi flokkur er
mjög lamaður vegna innbyrðis
deilna. Þar er í fyrsta lagi um
að ræða flokksbrot, sem kennt
er við tvo þingmenn, þá Queuille
og Morice og kölluð Queuille-
Morice-fylkingin. Siðan er flokk-
ur Edgar Faures, sem nefnir sig
hreyfingu lýðræðislegra vinstri
manna en er talinn allmjög til
hægri. Þetta brot hefur 13 þing-
menn.
Hinir svonefndu kaþólsku þjóð
ræðismenn eru samstæður flokk-
ur, sem telur 75 þingmenn. Þeir
teljast til miðflokka en meðal
þeirra, sem í miðjunni teljast eru
lýðræðislegir sósíalistar, sem áð-
ur tilheyrðu flokki Gaulle, með
21 þingmann og óháðir þingmenn
úr nýlendum Frakka, sem eru
7 að tölu.
Þá eru hægri flokkarnir, en
þeir eru einnig mjög sundur-
leitir og ósamstæðir. Er fyrst að
telja hina svokölluðu óháðu lýð-
ræðissinna, sem almennt eru í
Frakklandi kallaðir hægfara
flokkurinn og telja 92 þingmenn.
1 þessum flokki voru allmargir
bændur, en nú hafa 6 bænda-
þingmenn klofnað út úr honum
og myndað smáflokk út af fyrir
sig og nokkrir aðrir bændaþing-
menn hafa gengið í hóp með
nokkrum stuðningsmönnum
Pierre Poujade, sem ekki vildu
lengur fylgja foringja sínum. Úr
þessu varð til einn flokkur í við-
bót, sem telur 12 þingmenn. Þeir
Poujadistar, sem enn fylgja for-
ingja sínum eru nú 30 en alls
taldi þessi flokkur 52 þingmenn
eftir kosningarnar. Það stendur
eins á með þá og kommúnista,
að þeir þykja ekki tækir liðs-
menn við stjórnarmyndun.
Alls konar ágreiningsflokkar
og flokkabrot og klofningsflokkar
eru þannig um þriðji hluti þings-
ins og má nærri geta, hvaða
erfiðleikum slíkt veldur í sam-
bandi við myndun stjórnar. All-
ur þessi glundroði hefur gert það
að verkum að sósíalistaflokkur-
inn hefur haft miklu sterkari að-
stöðu en hann mundi annars hafa
haft. Það hefur orðið þannig að
hvert forsætisráðherraefni hefur
orðið að ræða við alla þessa smá-
flokka, sem að mestu hafa orðið
til vegna innbyrðis deilna á milli
stjórnmálaforingjanna en byggj-
ast ekki á sérstökum stefnu-
skrám eða stjórnmálaskoðunum.
Þessir smáflokkar láta oft kaupa
sig nokkuð dýrt, þegar um
stjórnarmyndun er að tefla og
gera þá oft að skilyrði að ein-
hver tiltekinn framámaður í
stjórnmálum, sem þeim er illa
við, verði ekki tekinn í stjórn.
„Á kaffi og
vííiarhrauðuni”
í SKEMMTILEGU rabbi eftir
Jón Eyþórsson veðurfræðing í
tímaritinu „Veðrið“, sem nýlega
er komið út, segir frá því er
fundum þeirra bar saman Geir-
mundar Árnasonar veðurfræð-
ings í Stokkhólmi og Björns L.
Jónssonar veðurfræðings, „sem
jafnvígur er á veðurspár og
læknisdóma", eins og Jón Eyþórs-
son kemst að orði. Hann lýsir
nokkuð Geirmundi og segir m. a.
að hann sé tenntur vel. Björn
er sem kunnugt er frammámaður
í Náttúrulækningafélaginu og
ávarpaði Geirmund á þessa leið:
Segðu mér Geirmundur, á hverju
lifðir þú aðallega í uppvextinum?
„Á kaffi og vínarbrauðum"
svaraði Geirmundur.
//
Gullna hliðið" á Selfossi
GULLNA HLIÐIÐ eftir Davíð
Stefánsson var frumsýnt nýl. í
Selfossbíó fyrir fullu húsi. Fékk
það ágætar við tökur. Leikendur,
leikstjóri og formaður leiknefnd-
ar voru kallaðir fram hvað eftir
annað að lokum og bárus; blóm-
vendir. —
Gullna hliðið er eitt af önd-
vegisverkum islenzkra leikbók-
mennta og er svo þekkt að óþarfi
er að ræða um það.
Það er í mikið ráðizt að setja
slíkt verk sem Gullna hliðið á
svið. Því það krefst mjög mikill-
ar sviðstækni ef vel á að fara. En
þetta hefir tekizt ágætlega og má
segja að heildarsvipur sýningar-
innar sé prýðisgóður. Staðsetning
ar á sviðinu, sem er vai-la nógu
stórt, eru góðar og á leikstjórinn
Einar Pálsson mikið iof skilið
fyrir sitt framlag til sýningarinn-
ar, sérstaklega þegar þess er gætt
að flestir leikendur eru óvanir
og sumir aldrei fyrr á svið kom-
ið. Ljósaútbúnaður er sérstaklega
góður og hafa svo fuilkomin ljós
ekki sézt hér austan fjalls, enda
eru þau mjög mikið atriði í leikn-
um, einkum í öðrum þætti, Ijósa-
meistari er Matthías Sveinsson.
Leiktjöld voru fengin að láni frá
Akranesi og hefir Lárus Árnason
gert þau. Þau eru ljómandi falleg.
Búningar voru fengnir að láni frá
Þjóðleikhúsinu.
Prologus flutti Kristín Helga-
dóttir með ágætum. Jón kotbónda
leikur Axel Magnússon. Hann hef
ir ágæta rödd og er fiamsögn
hans góð. Kerlingu konu Jóns
leikur frú Ólöf Österby og má
segja að frúnni takist vel að túlka
þessa trúuðu og dyggu alþýðu
konu, sem allt vill til vinna að
tryggja sálarheill bónda síns, er
reynzt hafði nokkuð brokkgeng-
ur hérna megin. Leikur Ólafar
er jafn og eðlilegur og er auðséð
að hún lifir sig inn 1 hlutverkið.
Óvininn leikur Magniis L. Sveins
son. Þetta er erfitt hlutverk og
vandasamt en Magnús kemst
mjög vel frá þessu. Hreyíingar
hans á sviðinu eru ágætar og
framsögn góð. Innkoma óvinarins
á sviðið í öðrum þættí er sérstak-
lega athyglisverð og áhrifarík og
með öðrum hætti en ég hefi áður
séð.
Önnur hlutverk leiksins eru
minni og gefa ekki tækifæri til
mikils leiks. Sérstaka athygli
vakti leikur Ólafs Ólafssonar sem
lék prestinn.
Kvenfélag Selfoss á mikið lof
skilið fyrir að hafa sett leikinn á
svið, og hafa einstakar konur
lagt á sig mikið erfiði til, að það
mætti takast, formaður leik-
nefndar er frú Áslaug Símonar-
dóttir.
Allur ágóði af sýningu leiksins
rennur til Sjúkrahúss Suður-
lands. — P.
shrifar úr
daglega lífinu
Frágangur námsbóka
SKÓLASTÚLKA í Keflavík
skrifar:
Kæri Velvakandi.
Ég las í dálkum yðar um dag-
inn orð mannsins, sem vildi helzt
láta útiloka kvenfólkið frá allri
æðri menntun, og einnig hið rösk-
lega svar skólastúlkunnar, sem
tók upp hanzkann fyrir ’ okkur
kvenþjóðina, og ég er henni bjart
anlega sammála.
En það er annað, sem ég ætlaði
að minnast á. Við skóláfólk þurf-
um á miklum og dýrum bóka-
kosti að halda. Það skiptir máli
fyrir okkur, að bækurnar séu
sterkar og endist svo lengi, að
við þurfum ekki að kaupa sömu
bókina tvisvar dýrum dómum.
En það vill verða misbrestur á
því, hvernig gengið er frá bókun-
um. Sumar þeirra eru svo lélega
úr garði gerðar, að kápan dettur
utan af þeim eftir fyrsta skóla-
tímann. Þetta er sérstaklega títt
um bækur frá einu helzta skóla-
bókaforlagi landsins. Kápan er
límd lauslega utan um lesmálið
og er jafnvel dottin af inni í bóka
búðinni. Frá öðru stóru forlagi
koma aftur á móti heftar bækur,
þar sem blöðin sitja föst og ör-
ugglega innan í kápunni. Samt
eru bækur þaðan ekkert dýrari.
Hvernig stendur á þessu, og er
ekki hægt að hafa þetta svolítið
meira okkur í hag, sem þurfum
oft að eyða mörg hundruð krón-
um á ári til kaupa á námsbók-
um?
Með von um, að þér viljið koma
þessari spurningu minni á fram-
færi, er ég yðar einlæg.
Skólastúlka í Keflavík.
Hlífðarpappír fyrir
skólabækur
ÞEGAR ég fékk þetta bréf rifj-
aðist það upp, að í sumar sá
ég þess getið í dönsku blaði, að
einhver listamaður þar í landi
hefði teiknað mynztur til að
skreyta með pappírsarkir, er
seldar eru til að setja utan um
skólabækur til hlífðar. Væri
þetta ekki gott verkefni fyrir
einn eða tvo íslenzka listamenn?
Ekki veitir af að koma listinni
meira inn í daglega lífið og
prýða þá hluti, sem við höfum
handa á milli í önnum dagsins.
Nú verða skólakrakkarnir að
notast við brúnan maskínupappír,
eða í mesta lagi pappír, sem ætl
aður er í hillur undir bolla og
diska.
Vantar ljósker
LESANDI Morgunblaðsins hefur
komið að máli við Velvak-
anda og sagt svo frá, að umferð
um Sætún, sem er bogagata, er
liggur með sjávarbakkanum frá
Skúlatorgi að Höfða, sé erfiðleik-
um bundin eftir að dimma tekur
og þyrfti að bæta lýsinguna. Nú
hefur Borgartúninu verið lokað
vegna gatnagerðar framkvæmda,
og er þetta þá enn bagalegra.
Ábendingunni er hér með komið
á framfæri.
Við þurfum léttmelt
lesefni!
IDAG á að kjósa í Stúdentaráð.
í kosningablöðum haustsins
er að að vanda sitthvað merki-
legt, en bezt er alvöruþrungin
grein um stúdentagarðana eftir
Framsóknarpilt. Þar segir m.a.:
„Menn, sem að staðaldri lesa
tormeltar námsbækur þurfa á
auðmeltri og kjarngóðri fæðu að
halda. Er líða tekur á vetur koma
oft í ljós merki næringarskcw ts
á holdarfari manna, og léttast
þeir oft yfir 10% á námstíman-
um....“ (!)
Það verður að minna greinar-
höfund á, að heilsan er fyrir öllu.
Ef hann skyldi vera farinn að
nálgast 10 prósentin á útmánuð-
um, er ekki annað að gera en
lesa auðmeltari skrif en nárns-
bækurnar. Tíminn er áreiðanlega
hentugur til að fita sig á!
Vilborg grasakona (Lovísa ÞórS
ardóttir), Jón kotbóndi (Axel
Magnússon) og kona hans (Ólöf
Österby).
Kerling (Ólöf Österby).
v BRIDGE *
T vimenningskeppni
Bridgefélags
Reykjavikur
TVÍMENNINGSKEPPNI Bridge-
félags Reykjavíkur í fyrsta flokki
lauk þriðjudaginn 15. þ. m.
Sigurvegarar urðu Agnar Jörg-
ensson og Ólafur Haukur Ólafs-
son með 750 stig. — (Meðaltal
keppninnar var 630 stig).
Næstir urðu (af 16 tvímenn-
ingum):
Ragnar Halldórsson og Úlfar
Kristjánsson, 686 stig, Haukur
Sævaldsson og Þórir Sigurðsson,
675 st., Gunnar Vagnsson og
Sveinn Helgason, 660 st., Her-
mann Jónsson og Arngrímur Sig-
urjónsson, 659 st., Asmundur Páls
son og Indriði Pálsson, 657 st.,
Bjarni Jónsson og Marinó Er-
lendsson, 656 st., Eiríkur Bald-
vinsson og Guðm. Ó. Guðmunds-
son, 654 st., Gissur Guðmundsson
og ívar Andersen, 653 st., og LúS-
vík Jóhannsson og Þorsteina
Bergmann, 624 st.
Tvímenningskeppni meistara-
flokks hefst í Skátaskálanum viS
Snorrabraut, sunnudaginn 20.
þ. m., kl. 2 e. h.
32 pör taka þátt í keppninnL