Morgunblaðið - 19.10.1957, Síða 9

Morgunblaðið - 19.10.1957, Síða 9
Laugardagur 19. okt. 1957 MORCWSBl 4ÐIÐ Sr. Sigurður Einarsson: Lifazt um á leiðinni III. Sögubcerinn við sundiÖ í nálega þrjátrn ár, átti sá vinur minn, sem mér hefur orðið kærastur vandalausra manna, heima í Helsingjaeyri. Það er að segja, hann átti þar heima miklu lengur, en kynni okkar hófust íyrir tæpum þrjátíu árum. Þessi maður var dr. Sigtryggur Eiríks- son Kaldan. Hann andaðist í Helsingjaeyri veturinn 1956, eft- ir að hafa gegnt þar læknis- storfum við frábærar vinsældir nálega frá því, að hann ’auk námi við Kaupmannahafnarhá- skóla árið 1917. Á þessum tæpum þrjátíu árum hef ég dvalið meira og minna í Helsingjaeyri í hvert sinn, sem ég hef átt þess kóst að vera á ferð um Norðurlönd. Helsingjaeyri hefur orðið annað heimili mitt á ferðum mínum. Vera má, að í huga mínum hafi varpað hlýju skini af vináttu og tryggð Kald- anshjónanna á sjálfan bæinn, svo að mér þyki hann af þeim ástæð- um vinhlýjastur danskra bæja. En slíks mundi þó ekki þurfa til, að Helsingjaeyri þykir fagur bær og aðlaðandi. Það er lega bæj- arins og saga, sem gerir hann að ýmsu leyti skemmtilegastan þeirra danskra bæja, sem ég þekki. Og það er svo stutt frá Helsingjaeyri til Kaupmanna- hafnar að það er hægt að fara til borgarinnar með morgunlest, sinna erindagerðum sínum dag- langt í Höfn og vera kominn út á yndislega kyrrláta Norður- strönd Helsingjaeyrar fyrir kvöld verð. Heimili sem varpaði ljóma á ísland Óteljandi eru þær orðnar ynd- isstundirnar, sem ég hef átt á heimili Kaldanshjónanna, sem var og er svo íslenzkt, sem nokk- urt heimili getur verið. Frú Kaldan er ekki einungis læknir, eins og maður hennar var. Hún er einnig meistari í Norrænu og talar íslenzku, betur en marg- ur, sem_ alið hefur allan aldur sinn á íslandi. Og nú er dóttir vinar míns, Rúna Kaldan Bryn- dorf einnig orðin læknir í Hels- ingjaeyri, gift efnilegum ungum lækni, Jörgen Bryndorf. Og Úlf- ur Kaldan, vélstjóri, traustur, gagnmenntaður maður í sinni grein, sem aldrei gerir feluleik úr sínum íslenzka uppruna, og giftur ljóshærðri frændkonu sinni af íslandi. Hvar sem þetta fólk fer og ber Kaldansnafnið meðal manna, er eins og gömul lítilsvirðing á íslandi gufi upp. Helsingjaeyri er ekki einungis borg Hamlets og Ofelíu. Hún er einnig sá danskur bær, þar sem ísland er mest virt, af því, að það hefur stafað virðingu á ísland af virtasta læknaheimili borgar- innar. SundiS blátt Eyrarsund hefur alla tíð verið eftirlæti Sjálandsbúa og yrkis- efni danskra skálda. Carl Ploug stóð einmitt á hæðinni fyrir ofan Helsingjaeyri, þegar hann kvað Dejlige öresund kantet med klint og dund Stolte Byer, guldbesáede agre. A Drachmann segir á einum stað, að það séu aðeins tvö sund í veröldinni, sem jafnist á við það að fegurð, Messinasund og Bosporussund. Hann unni Norður Sjálandi og skógunum umhverfis Helsingjaeyri og sagði um þá: „í þessum skógum verður jafnvel venjulegur Kaupmannahafnar- búi að skáldi“. Reyndar sá hann aldrei Viðeyjarsund. En sennilega hefur þó ekkert danskt skáld orðið eins ^nortið af fegurð Eyrarsunds, eins og H. C. Andersen. Júnídag noltk- urn árið 1826 stóð hann uppi á brekkubrúninni fyrir ofan Mar- ienlyst höllina í Helsingjaeyri og horfði í fyrsta sinn yfir bæinn og sundið og yfi/ að strönd Sví- þjóðar. Um þá sýn kemst hann svo að orði að það sé trú sín, „að fyrsta stig sælu vorrar eftir andlátið sé í því fólgið, að önd vor geti svifið frjáls og séð allt sem fagurt er á jörðinni“. En Eyrarsund er nú samt sem áður meira en fegurðin ein, sem að vísu er nóg til þess að gleðja augun svo að segja á hverri áts- tíð, sem er. Það er líka fjölfarin þjóðbraut á sjó, og á sér langa og merkilega sögu. Enn þann dag í dag, er það höfiuðleið sæfarans inn í Eystrasalt, Austursjóinn, eins og Danir nefna það. En jafn- vel fram á tíma Christians kon- ungs IV hét hafið, sem opnaðist þegar komið var framhjá Kullen, Rúna Kaldan — tók öll próf á mettíma — þjóð'leg, dugleg, góð. Vesturhafið, og náði norður fyrir Norðkap og svo langt, sem til íslands og Orkneyja. Eyrarsund var þjóðleiðin, sem tengdi þessi höf, og það taldist byrja á móts við Kullen, þar sem bóndinn á Kullen átti að sjá um að viti logaði. Og fyrrum var það siður meðal sjómanna, að hver sá sjó- maður er í fyrsta sinn sigldi inn sundið framhjá Kullen var dreg- fiskimanna kunni að hafa verið allt að 300 þusund er flest var. Aðalsamkomustaður alls þessa fjölda var markaðurinn við Skán- ör — Skánareyri. Markaðstollur- inn frá Skánareyri var stórfelld- asta tekjulind Danakonunga á þeim árum. Hér mættust kaup- sýslumenn og vörubjóðar frá gervallri Norður-Evrópu, og Hansamenn áttu þá fullt í fangi með að halda til jafns við Eyr- arsundsverzlunina á sinni gömlu verzlunarleið yfir Heiðabæ — Ribe. SundloUurinn Á árunum 1400—1425 tók síld- in mjög að þverra í Eyrarsundi. Hún færði sig norður í hafið. Og nú tóku Hollendingar að sigla beint til Visby á Gotlandi og alla leið til Rússlands, heldur en að hitta kauphéðna þessara austur- þjóða við Skánareyri. Markaður- inn veslaðist upp, en sigling stórra skipa um Eyrarsund færð- ist jafnframt stöðugt í vöxt. Það var að verða sú alþjóðlega sigl- ingaleið, sem það hefur síðan verið. Gerðu Danakonungar og mikið til þess að halda sjóræn- ingjum í skefjum á þessari leið. Eiríkur af Pommern, sem missti stórkostlegar tekjur, er markaðurinn við Skánareyri varð nálega að engu, bætti sér upp skaðann með því að taka að krefjast tolls af verzlunarskip- um, sem um sundið sigldu. Kröfu sína byggði hann á því, að hann hefði ærinn fékostnað af því að friða sundið fyrir sjóræningjum, þar sem hann yrði að halda úti herskipaflota bæði í Eystrasalti og úti á Vesturhafinu. Hér væri sambærilegur tollur þeim, sem kaupmenn hefðu áður greitt við Skánareyri fyrir það að hann veitti þeim vernd og markaðsfrið í landi sínu. wmmmmmamœ ~~ -- Kronborg. — Unga fólkið syndir og veiðir framundan murum hallarinnar. Krókurinn Á yzta odda Helsingjaeyrar byggði Eiríkur konungur árið 1426 kastalann Krókinn, þar sem nú stendur hin gullfagra Kron- á þeim tímum. Það er þess vegna býsna góð og fróðleg dægrastytt- ing að labba urh Helsingjaeyri í góðu veðri og skoða þessi fornu hús. Uppgangstimar Hagur Helsingjaeyrar hefur verið nokkuð misjafn. Glæsileg- asta uppgangstímabil borgarinn- ar hefst 1567, þegar Pétur uxi fær sundtollinum breytt í lestar- toll. Þangað til hafði verið gold- inn einn rósenóbill á skip. En því stærri sem skipin urðu, varð þetta greiðslufyrirkomulag kon- ungi óhagstæðara. Skipstollinum var nú haldið, en að auki kom lestagjald, reiknað eftir þunga farms. Tekjurnar margfölduðust og urðu geypifé, t.d. þegar árið 1567 nálega 150 þúsund dalir. Friðrik konungur II lét byggja Krónborg og Kristján IV lét gera í Helsingjaeyri myndarlega höfn. Þar skyldu skipin nema staðar til þess að greiða sundtollinn Og hér var sem sé ekki um neina smámuni að ræða. Árið 1752 fóru 6000 skip um sundið, 1792 voru þau orðin 12000, og 1853 24000. Helsingjaeyri varð einhver mesta viðskiptaborg Dan- merkur. Þar var athöfn og líf og iðandi fjör. Peningarnir streymdu til borgaranna. En þessi dýrð stóð ekki nema til 1857. Þá var sund- tollurinn afnuminn. Danmörk fékk að sönnu 70 milljónir króna í skaðabætur. En nú var ekki annað að sjá í svip, en sögu Helsingjaeyrar væri lokið. Gömul hús í Helsingjaeyri. inn í kaðli alla leið upp að rá- hnokkanum, og síðan látinn síga og dyfið þrem sinnum í svalar bylgjur Eyrarsunds. Ef einhver var sá, er ekki vildi taka þessa Eyrarsundsskírn gat hann keypt sig frá henni með því að greiða einn dal eða jafnvirði hans í brennivíni. Síldin í sundinu Á miðöldunum veiddist ó- hemjumikil sild í Eyrarsundi og dreif þá þangað múgur og marg- menni hvaðanæva að, og fjöldi skipa úr ýmsum áttum. Frá því er skýrt, að þá hafi stundum safnazt saman við Ermarsund 40 þúsund fiskibátar og um 500 verzlunarskip, stór og smá Er þá gizkað á að fjöldi aðkominna borgarhöll. Má enn sjá leifar af múrum þessa forna kastala inni í Krónborg. Sama árið stofnaði Eiríkur konungur bæinn Hels- ingjaeyri og ákvað honum tak- mörk. Stendur myndastytta Ei- ríks konungs á aðaltorginu í Helsingjaeyri, og fer vel á, því að hann er með réttu faðir borgar- innar. Mjög snemma á öldum urðu aðalgötur borgarinnar þrjár, hinar sömu og enn eru: Sunder- gade, St. Olaigade og Stengade. Við þessar götur byggðu kaup- menn og veitingamenn garða sína, því brátt gerðist mikið fjör og líf í borginni. Enn þann dag í dag er varðveittur í Helsingja- eyri fjöldi gullfallegra húsa frá fyrri öldum, sem hvert um sig segir sína fróðlegu sögu um háttu manna, smekk og verkkunnáttu Ég set von mina á hafið Þetta kjörorð Eiríks konungs af Pommern er letrað á fótstall- inn á myndastyttu hans í Hels- ingjaeyri, og hefir orðið nokk- urs konar kjörorð borgarinnar. Þegar Helsingjaeyri varð að finna sér nýjan lífsgrundvöll, þá sneri hún sér einmitt að hafinu. Einn af ágætustu framtaksmönn- um Dana á ofanverðri 19. öld, Mads Halm stofnaði skipasmíða- stöð fyrir járnskip í Helsingja- eyri. Hún er nú ein öflugasta skipasmíðastöð Dana og hefur um 3200 manns í þjónustu sinni. Fleiri stór iðnaðarfyrirtæki hafa risið þar upp, svo sem Wúbroo ölgerðin. Og verzlunin við Sví- þjóð er geysimikil, því að fjöldi af nauðsynjavörum er mun ódýr- ari í Danmörku en Sviþjóð. Auk þess er strönd Norður-Sjálands vinsælasti sumardvalar- og bað- staður Danmerkur. í Helsingja- eyri hafa risið upp stór og glæsi- leg baðhótel, þar sem auðkóngar Norðurlanda eyða sumarfríi sínu, og alþýða manna úr Kaupmanna höfn leitar sífellt norður á strönd ina. Þarna er því ennþá fjörugt viðskiptalif engu síður en á dög- um sundtollsins, og bæjarbrag- urinn giaðvær og merkilega al- þjlóSlegur af strandbæ á Norð- urlöndum. Leið vorra landa Og nú, er ég sit við gluggann minn úti við sundið og er aS leggja af stað suður, finn ég allt í einu í hve ríkum mæli þetta sund hefur verið leið minna landa. í fjórtánda sinni fræg- an bar festar um hafið svanur, segir Grímur um Skúla fógeta. Víst er, að hverja sina för fyrir giftu íslands fór hann um þetta sund. Og Rask norður. Sérvitr- ingurinn og snillingurinn, sem fyrstur manna í Norðurheimi fann og sá, að lífslindir málsins, sém er norræn tunga, renna fram hreinar og kristallstærar á íslandi. Og margir aðrir. Fram og til baka öld eftir öld um þetta sund. Námsmenn til Kaupmanna hafnarháskóla, fátæklingar með glóð af viti og vilja, sem rausn Kristjáns fjórða gaf nokkur áhyggjulítil þroskaár á Garði. Og urðu íslandi til sæmdar og bless- unar. Og vanbrigðamenn, sem fóru heim um þetta sund, bitnir banameini í námsframa eða við- skiptum. Jú, við höfum sannar- lega farið um þetta sund. En það tjáir ekki að horfa út á sundið, horfa saknaðaraugum á vinhlýja veggi örláts íslenzk* húss, Villa Rúna, hér á strönd- inni. Lestin fer suður til Genua eftir nokkrar klukkustundir. É* skrifa ykkur næst frá Alex- andríu. Jarðhilafrumvarpið komið fram aftur Á SÍÐASTA þingi var lagt íram frumvarp frá ríkisstjórninni um jarðhita. Frumvarpið varð þá ekki útrætt, og hefur stjórnin nú lagt það fram aftur óbreytt. Er hér um allmikinn bálka að ræða, alls 66 greinar. Aðalnýmælið, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, er það, að jarðhiti, sem liggur dýpra eða er sóttur dýpra en 100 metra undir yfirborð jarðar, skuli vera í um- ráðum ríkisins. Ríkið skal eiga rétt til að hagnýta jarðhitann, en ekki landeigandi. Með vissum skilyrðum getur ráðherra sxðan veitt einstaklingum, félögum eða opinberum stofnunum einkarétt til borunar og hagnýtingar jarð- hita á ákveðnum svæðum, ef rik- ið kýs ekki að gera þessar ráð- stafanir sjálft. Er ekki gert ráð fyrir neinum bótum til landeig- enda vegna hagnýtingar ríkisin* eða annarra á jarðhitanum, en þá segir að bætur skuli greiða fyrir land, sem notað er vegna borana eða virkjunarmannvirkja. Upphaf þessa máls var þings- ályktunartillaga, sem þingmen» úr Sjálfstæðisflokknum fiuttu um, að undirbúið skyldi frum- varp um jarðhitamál. Árið 1954 skipaði síðan þáverandj landbún- aðarráðherra, Steingrimur Stein- þórsson nefnd í jnálinu, og áttu sæti í henni Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri. Ólafur Jóhann- esson prófessor, Gunnar Böð ors son yfirverkfræðingur og síðaa einnig Baldur Líndal efnaverk- fræðingur. Um tillögur nefndar- innar munu vera skiptar skoðan- ir. Verður nánar frá málinu sagt síðar, er um það verður fjallaS í þinginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.