Morgunblaðið - 19.10.1957, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. okt. 1957
MORGUNBLAÐIÐ
11
Ásdís Rafnar sjötug
Á ÆSKUÁRUM mínum syðra var
þeirra oft getið, prestshjónanna á
Útskálum, síra Friðriks og frú
Ásdísar. Þau settust þar að vorið
1916, nýgift, ung og glæsileg, og
með þeim framandi blær, sem
vakti forvitni og spurn — og mik-
ið umtal. Verður mér æ i minni
síðan hvílíkur ljómi stóð um
þessi nöfn.
Síra Friðrik gerðist brátt, eins
og kunnugt er, einn af höfuð-
klerkum landsins, athafnasamur
í embætti, alþýðlegur og virðu-
legur í senn, svo að frá bar, en
vinsældir hans eftir því miklar.
Frú Ásdísi kynntust færri,
starfssvið hennar þrengra og hún
sjálf hlédræg meir en menn vildu.
Þótti sæti hennar á Útskálum eigi
að síður vel skipað, og undrun
vakti mörgum vinnusemi hennar
þar, hagsýni og dugnaður, en hún
í fyrstu óvön flestum þeim störf-
um, sem sinna þurfti á stóru
heimili, við búskap og útgerð
jöfnum höndum.
Mjög var haft á orði, hve
þeirra var saknað, presthjónanna,
er þau kvöddu Útskála fyrir fullt
og allt vorið 1928. Og mynduðust
jafnvel um það skemmtilegar
sögur, í þjóðsagnastíl, eins og sú
um húsfreyjuna í Garðinum, sem
þekkt var að gestrisni og nöfð-
ingsskap, en neitaði að hýsa að-
komumanninn, er hún frétti, að
hann væri norðan af Akureyri.
En þá fyrir skemmstu hafði síra
Friðrik verið kosinn þar prestur.
Og þangað lá svo leið þeirra
frú Ásdísar, í fyrri átthaga
beggja. En síðan eru mörg ár, og
mikil örlög orðin í lífi þeirra
hjóna.
Og í dag er frú Ásdís sjötug.
í fullan aldarfjórðung skipaði
hún prestskonustöðuna á Akur-
eyri, og gerði það með sæmd og
heiðri, á sinn sérstæða og per-
sónulega hátt, þó að umhverfið
væri allt annað og verkefnin
ærið ólík því, sem verið hafði á
frumbýlingsárunum syðra. Tutt-
ugu ár eru liðin nú í sumar, siðan
er síra Friðrik Rafnar varð
vígslubiskup í hinu forna Hóla-
stifti, en að sjálfsögðu féll það
oft í hlut frú Ásdísar, vegna
þeirrar stöðu manns síns, að taka
á móti tignum gestum, útlendum
og innlendum. En slíkt veittist
henni furðu létt sakir uppeldis
síns og menntunar og meðfæddr-
ar tiginmennsku. Er frú Ásdís
sjálf frá einu af hinum gömlu
höfðingsheimilum á Akureyri,
dóttir Guðlaugs sýslumanns Guð
mundssonar og konu hans, frú
Olive, sem var sænsk að ætt.
Voru þau mörg systkinin, en eitt
þeirra Soffia leikkona, sem þjóð-
kunn var vegna listgáfu sinnar.
Hefur þeim mjög svipað saman
systrunum, í sjón og raun, að
margra dómi. Og víst er, að allir
þeir sem vel þekkja frú Ásdísi,
eru sammála um, að því erfiðara
og vandasamara hlutverk, sem
henni var fengið, því betur og
ógleymanlegar hafi það verið af
hendi leyst.
En lengst held ég þó, að flestir
kunnugir muni þessa sérstæðu og
gáfuðu konu einfaldlega vegna
þess, hvernig hún hefur reynzt
manni sínum í blíðu og stríðu. Þar
þekki ég ekkert dæmi fegurra en
hennar.
Annars átti þetta ekki að vera
I. O.G. T.
Barnastúkan Díana nr. 54
Fundur á morgun kl. 10,15. —
Kvikmyndasýning. Mætið vel og
komið með nýja félaga.
-- Gæzlumaður.
Svava nr. 23
Fundur á morgun kl. 1,30. —
Mætum öll á fyrsta fund vetrarins
— Gæzlumenn.
nein ævisaga. En blöðin flytja
margar afmæligreinar, og hér
getur merkrar konu, sem skylt
var, þó fleira sé ei talið.
Að lokum flyt ég svo aðeins
frú Ásdísi Rafnar miklar þakkir
frá mér og mörgum vinum henn-
ar, sunnan jökla og norðan, um
leið og ég árna henni sjálfri og
þeim þiskupshjónunum, heimli
þeirra á Útskálum nýju og börn-
um þeirra, allra heilla og bless-
unar Guðs.
Sigurður Sefánsson.
RIO KAFFI
Mc. Kinlaýs Rio — kaffi No. 2.
fyrirliggjandi.
Þórður Sveinsson & Co. hf
(ddncjinn húh
jajnaót
a vi
upenni
U ann ^
FARKER KÚLUPENNI
I I • V
Hinn nýi F arker kúlu
permi er sá eim, sem
gefur yður kost á að
velja um fjórar odd-
breiddir . . . odd við
yðar hæfi.
Hinn nýi l'arker kúlu
penni er sá eini með
haldgóðu, óbrjótan-
legu næion skapti og
demantfægðuna
málmoddi.
Hinn nýi harker kúlu
peimi veitir yður
finua sinr.um lengri
skrift en ALLIR
VENJULEGIR
KÚLUPEMNAR . . .
sannað af öruggri
reynslu.
Hinn nýi Parker kúlu
penni skrifar leik-
andi létt og gefur allt
af án þess að klessa.
Skrut með honum er
tekui gild af bönkum.
d^ndiót
í araluffi
Verð: Parker kúlupenni: Frá kr. 62.20 til kr. 276.00 — Fylling kr. 25.00.
Einkaumboðsmaður; Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavík
Viðgerðir annast: Gieraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík
BP2-24
ÞÆGINDI - HRAÐI
Það fer vel um farþegana með-
an flugvélin ber þá hratt og ör-
ugglega til áfangastaðarins, enda
fjölgar þeim, sem kjósa helzf að
ferðast með flugvélum Loftleiða
milli landa.
Aætlunarferðir frá íslandi til BANDARÍKJANNA,
STÓRA-BRETLANDS, NOREGS, SVÍÞJÓÐAR,
DANMERKUR og ÞÝZKALANDS
wmiírm
ICELANDÍCA MRUNES