Morgunblaðið - 19.10.1957, Qupperneq 12
12
MORGUNBLifílÐ
Laugardagur 19. okt. 1957
ustan
Edens
eftir
John
Steinbeck
ur og fjandmaður hafði saumað?
Hr. Fenchel sat allan daginn á
borðinu sínu og hafði ekkert að
gera og þess vegna bætti hann og
spretti upp, saumaði og spretti
upp aftur — sömu flíkurnar, dag-
inn út og daginn inn.
Við sýndum hr. Fenchel alla þá
grimmd og allt það miskunnarleysi
er við höfðum yfir að ráða. Hann
var okkar óvinur, okkar Þjóðverji.
Hann gekk framhjá húsinu okk-
ar á hverjum degi og áður fyrr
hafði hann heilsað hverjum karli
og hverri konu og hverju barni og
hverjum hundi og allir höfðu end-
urgoldið kveðju hans. Nú heilsaði
honum enginn maður, eða tók und-
ir við hann og ég get ennþá séð
fyrir mér þann örvæntingarfulla
einstæðingsskap og særða metnað
Þýðing
Sverrii Haraldsson
□-----------
er skein út úr hverjum andlits-
drætti hans.
Litla systir mín og ég létum
ekki okkar eftir liggja í þessu
kalda stríði Salinasbúa við hr.
Fenchel og það er endurminning-
in um eitt slíkt smánarlegt at-
hæfi, sem enn þá getur komið svit
anum út á mér og herpt saman
hálsvöðvana, svo að mér verður
örðugt um andardrátt. Við stóð-
um eitt kvöld úti á flötinni fram-
an við húsið og sáum hann koma
gangandi með stuttum, þreytuleg
um skrefum. Ég man ekki eftir
þvi að við hefðum gert nokkrar
fyrirfram ákvarðanir, en það hljót
um við samt að hafa gert, úr því
að við gengum svo beint og hik-
laust til verks.
Þegar hann nálgaðist gengum
við systkinin hægt og samhliða yf-
ir götuna. Hr. Fenchel leit upp
og sá okkur. Við námum staðar í
göturennunni, meðan hann gekk
hjá.
Hann brosti glaðlega til okkar
og sagði: — „Gott kvöld, Chon.
Gott kvöld, Mary“.
Við stóðum hreyfingarlaus,
störðum á hann og sögðum bæði
samtímis: — „Hoch der Kaiser".
Ég sé andlit hans svo greinilega
fyrir mér, hræðslulegu, saklausu,
bláu augun. Hann reyndi að segja
eitthvað og svo brast hann í grát.
Reyndi ekki einu sinni að leyna
því. Stóð bara snöktandi fyrir
framan okkur. Og hugsið þið ykk-
ur bara — við krakkarnir slógum
saman hælum, snerum okkur við
og gengum snúðugt og hnakkakert
yfir götuna og inn í húsagarðinn
okkar. En satt að segja fund-
um við bæði til blygðunar og
hryggðar og svo verður mér enn,
þegar ég hugsa um það.
Við vorum of ung til þess að
þjarma verulega að hr. Fenchel.
Til þess þurfti sterka menn — um
þrjátíu að tölu. Eitt laugardags-
kvöld komu þeir saman í veitinga-
krá og þrömmuðu í skipulagðri
fylkingu, fjórir og fjórir í röð, út
eftir Central Avenue, um leið og
þeir endurtóku í sífellu: „Einn-
tveir, takt — einn-tveir“. Þeir
brutu niður hina hvítu rimlagirð
ingu hr. Fenchels og brenndu alla
framhliðina á húsi hans. Enginn
bölvaður Þjóðverjavargur og
keisaradindill skyldi sleppa ómerkt
ur undan refsivendi okkar. Og nú
þurfti Salinas ekki lengur að
skammast sín fyrir San José.
En við þetta fannst Watsonville
auðvitað sem heiður sinn væri í
hættu. Borgararnir þar tóku Pól-
verja, sem þeir álitu að væri þýzk-
ur og veltu honum upp úr tjöru
og fiðri. Hann talaði lika með er-
lendum hreim.
Við £ Salinas gerðum allt það,
sem óhjákvæmilega er gert
stríði og við hugsuðum hinar óum-
flýjanlegu hugsanir. Við æptum
og fögnuðu yfir góðum fréttum og
fylltumst skelfingu við uggvænleg
og ill tíðindi. Hver maður bjó yf-
ir einu eða öðru leyndarmáli, sem
hann varð að breiða út með ýtr-
ustu leynd, til þess að það héldi
áfram að vera leyndarmál. Dag
legt líf okkar breyttist á hinn
venjulega hátt. Kaupgjald og verð
lag hækkaði. Hver minnsti orðróm
ur um matarþurrð kom okkur til
að kaupa og safna hvers konar
fóðurtegundum. Siðprúðar hæglát
ar frúr bórðust með kjafti og
klóm um eina tómatkrukku, svo að
lá við meiðingum.
Það var ekki einungis um eymd,
eigingirni og hugsýki að ræða. —
Hetjuhugur þekktist einnig. Menn
sem gátu sloppið við herskyldu,
buðu sig fram sem sjálfboðaliðar
og aðrir neituðu að ganga í herinn
af siðferðislegum eða trúarlegum
orsökum og kusu heldur Golgata-
gönguna, sem venjulega fylgir
slíkum ákvörðunum. Svo voru líka
enn aðrir sem gáfu allar eigur
sínar til hernaðarþarfa, vegna þess
að þetta var síðasta stríðið og með
þv£ að vinna það, mynum við rifa
hið illa upp með rótum, £ eitt skipti
fyrir öll, svo að heimurinn yrði
laus við þetta óhugnanlega brjál-
æði.
Það er ekkert tignarlegt eða
göfugt við dauðann á orrustuvelli
Einungis sundurtættar holdflyks-
ur og rauðir blóðstraumar — ó-
geðsleg og hryllileg sjón. En það
hvílir einhver mikil og hrein tign
yfir sorginni, hinni örvæntingar-
fullu og vonlausu sorg sem lam-
ar fjölskylduna og nístir hjörtun,
þegar skeytið kemur. Eklcert hægt
að segja, ekkert hægt að gera og
llmurinn er indœll
og bragðið eftir því
O. Johnson
& Kaaber hf.
Orðsending
frá Þvottahúsinu L í N
Getum nú afgreitt allan þvott með
stuttum fyrirvara.
SÆKJUM — SENDUM
Þvottahú'sið Lín
Hraunteig 9
Bílaviðgerðarmaður
helzt meistari,
óskast á verkstæði sem fyrst.
Húsnæði fylgir, ef þarf.
Tilboð sendist Mbl. merkt: „Bílaviðgerðir —3016“.
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
VOUR POREMAN,1
LE3 PRICE, HAS |
JUST DONE SOME I
TALKING AND J
WHAT HE TOLD |
US WAS AN 1
UGLY STORV/
1) Þegar Bangsi kemur til
hjálpar á síðustu stundu, gerbreyt
Mt allt. Freyfaxi sýnir nú listir
sfnar, svo að áhorfendur ráða sér
ekki af hrifningu.
2) Þulur segir: — Innan stund-
ar munu dómararnir tilkynna
hverjir eru sigurvegarar £ hesta-
sýningunni. Þar koma aðeins tvær
til greina, Lovisa og Sirri.
3) — Hvað? Vilt þú tala við
mig, lögreglustjóri? Hvað er það?
— Verkstjóri þinn, hann Láki,
hefur nú játað brot sin. Það sem
hann sagði okkur var ljót saga.
aðeins ein einasta von. — Ég
vona að hann hafi ekki þjáðst —■
og hversu veikt hálmstrá er ekki
sú von. Og það fólk var vissulega
til, sem breytti sorg sinni, þegar
sárasti sviði hennar var horfinn,
í stærilætd og áleit sig þýðingar-
meira sökum þess missi er það
hafði þolað. Sumt af þessu fólki
færði sér það jafnvel £ nyt, að
stríðinu loknu. Það er einungis
eðlilegt að menn reyni að auðgast
£ striði, eins og það er manninum
eðlilegt ævistarf að vinna sér inn
peninga. Enginn láði manni það,
en þess var vænzt að hann verði
hluta af fengnum £ striðs-skulda-
bréf. Allt þetta héldum við að væri
sérstaklega einkennandi fyrir
Salinas, jafnvel sorgin.
XLVII. KAFLI.
I.
í húsi Trasks við hliðina á Rey-
nauds brauðgerðinni, hengdu þeir
Lee og Adam upp landakort af
vesturvfgstöðvunum, með röðum af
marglitum tituprjónum £ krókum
og hlykkjum og með þessu fannst
þeim þeir verða nokkurs konar
þátttakendur i leiknum sjálfum.
Svo dó hr. Kelly og Adam Trask
var kjörinn sem eftirmaður hans
á útboðsskrifstofunni. Hann var
rétti maðurinn i þvl starfi. Hann
hafði sjálfur tekið þátt £ hernaði
og hlotið viðurkenningu fyrir
frammistöðu sina.
Adam Trask hafði kynnzt stríði
— smáskæruhernaði með laun-
sátrum og manndrápum og hann
hafði verið vitni að þeim laga- og
réttarbrotum, þegar manninum er
leyft að drepa hverja þá mannlegu
veru, sem hann kemst i færi við.
Adam mundi ekki lengur greini-
lega eftir þessu stríði sínu. Ein-
staka glöggar myndir geymdust
þó í minni hans, mannsandlit, lík
sem hlaðið var í kesti og brennd
til ösku, glamrið í sverðssliðrum á
hraðri göngu, óreglulegir, ákafir
skothvellir £ riddarabyssum, kald-
ur og skerandi hljómur herlúðurs
úti í náttmyrkrinu. En myndir
Adams voru stirðnaðar. í þeim
fannst hvorki líf ná hreyfing —
Þær voru líkastar myndum í bók
og ekki sérlega vel teiknaðar.
Adam vann kappsamlega, sam-
vizkusamlega og þunglyndislega.
Hann gat ekki varizt þeirri hugs-
un að ungu mennirnir, sem hann
skráði og sendi £ herinn, væru
dæmdir til dauða. Og af þv£ að
hann vissi að hann var istöðulaus
og veiklyndur, varð hann stöðugt
*I|ÍItvarpiö
Laugardagur 19. oklóber:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar-
dagslögin". 19,00 Tómstundaþátt-
ur barna og unglinga (Jón Páls-
son). 19,30 Einsöngur. John Raitt
syngur vinsæl lög (plötur). 20,30
Leikx-it: „Anna Kruse“ eftir Wil-
fred Christensen, £ þýðingu Elías-
ar Marar. — Leikstjóri: Haraldur
Björnsson. 22,10 Danslög (plötur).
24,00 Dagskrárlok.
B rcmsulof tkútar
Zenith og Stromberg
blöndungar.
Ennfremur
hljóðkútar £ flestar
tegundir bifreiða.
[P Slefúnsson Hf\
Hvarfisgatu IQJ - i « '\ \