Morgunblaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 10
MORGVKBT 4ÐIÐ Þriðjudagur 22. október 1957 Cftg.: H.í. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson. Aðairitstjórar: Vaitýr Steíánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. UTAN UR HEIMI Maðurinn sem talaði við Krúsjeff Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími J3045 Augiysingar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aigreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði innaniands. t lausasölu kr t.50 emtakið. ÞUNGIR DRAUMAR FRAMSÓKNAR AF forystugrein „Tírnans" sl. sunnudag er auðsætt að Framsóknarmaddaman hefur um þessar mundir þunga drauma. Ástandið í stjórnmálum Og efnahagsmálum Frakklands verður blaðinu tilefni til hugleið- inga um þær hættur, sem steðji að þingræðinu við slíkar aðstæð- ur. Kveður það aðrar þjóðir margt geta lært af ástandinu I Frakklandi. Kemst Tíminn síðan að orði á þessa leið: „Meðan almenningur þekk- ir ekki ástandið er blekkingin auðveld, en einnig hún hefur sinn tima. Ef beðið er eftir þvi, að staðreyndirnar svipti henni sundur svo að öllum sé ljóst, er komið hættulega nærri þvi ástandi, sem nú er í Frakk- landi, þar sem traust manna á þingræöinu er sett að veði. Hin rétta leið ei að gera við- reisnarráðstafanir í tíma fyr- ir opnum tjöldum og í augsýn þjóðarinnar, enda fram- kvæmi þær trúnaðarmenn fólksins sjálfs“. Þetta voru ummæli Tímans sl. föstudag. %Almenningur þekkir ekki ástandið“ „Meðan almenmngur þekkir ekki ástandið er blekkingin auð- veld“, segir málgagn Framsókn- ar. Það er vissulega rétt. En hvernig hefur Framsóknarflokk - urinn hjálpað þjóðinni til þess að „þekkja ástandið" og hinar raun- verulegu orsakir þess? Hefur hann gert það með því, að taka höndum saman við kommúnista um stjórn landsins og reyna að telja þjóðinni trú um að allt, sem aflaga fer í efnahagsmálum henn- ar, sé Sjálfstæðismönnum að kenna, enda þótt Framsóknar- flokkurinn hafi setið með þeim í stjórn nær samfleytt sl. tíu ár? Hefur flokkurinn gert það með þvi að vinna baki brotnu að því að telja fólkinu trú um það, að eina hjálpræðisins í íslenzkum efnahagsmálum sé að vænta frá kommúnistum og í samvinnu við þá? Það getur vel verið að Tíminn álíti að þegar þjóðlygar um or- sakir og afleiðingar í íslenzkum stjórnmálum séu til þess fallnar að kenna „almenningi að þekkja ástandið". En hver einasti heið- arlegur og vitiborinn maður ven að svo er ekki. Og það ei vissu- lega komið „hættulega nærri þvi ástandi" að „staðreyndirnar svipti henni sundur" (blekking- unni). Þess vegna hafa Tíma- menn nú þunga drauma Þeir finna að þeir hafa gert allt, sem þeir gátu til þess að „almenn- ingur þekki ekki ástandið". Þeir hafa snúið staðreyndum við, farið með staðleysur og blekkingar um þróunina í íslenzkum efnahags- málum. Þeir hafa heiðrað skálk- inn, tekið bölvaldana í íslenzk- um efnahagsmálum, kommúnist- ana, upp af eyðimerkurgöngu þeirra og sagt þjóðinni, að þeir einir gætu leyst vanda efnahags- lífsins. Sjálfir vita Tímamenn og leið- togar Framsóknarflokksins, að aðeins ofstækisfyllstu fylgis- menn þeirra trúa þjóðlyginni um að Sjálfstæðismenn eigi sök á efnahagsöngþveitinu, en kom:n- únistar séu hinir miklu bjarg- vættir í vandræðunum. „Viðreisnarráðstafanir — fyrir opnum tjöldum“ Nú talar Tíminn um nauðsyn þess „að gera viðreisnarraðstaf- anir í tíma fyrir opnum tjöldum og í augsýn þjóðarinnar, enda framkvæmi þær trúnaðarmenn fólksins sjálfs“. Finna menn ekki verkinn í samvizku Tímaliðsins í þessum ummælum? Áreiðanlega. Eftir að ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar og kommúnista hefur setið í 15 mán- uði og engin ný úrræði eða leið- ir getað bent á til lausnar efna- hagsvandamálunum, kemur Tím- inn grátklökkur og segir að nauð- synlegt sé „að gera viðreisnar- ráðstafanir í tíma fyrir opnum tjöldum-----“! Lofaði ekki forsætisráðherra vinstri stjórnar „úttekt fyrii opnum tjöldum“ á ástandinu í íslenzkum efnahagsmálum strax og stjórnin tók við völdum? Víst gerði hann það. Hann lét fara fram ýmiss konar rannsóknir og semja fjölda greinargerða og álitsgerða. Innlendir og erlendir sérfræðingar voru fengnir til þess að vinna þetta verk, sem vissulega gat verið skynsamlegt og gagnlegt. Hin opnu tjöld En þjóðin hefur aldrei fengið að sjá neitt af greinargerðum og tillögum sérfræðinganna. „Út- tektinni“ hefur verið haldið leyndri eins og mannsmorði. — Ekkert hefur verið gert fyrir „opnum tjöldum“. Með allt hefur verið pukrað. Sjálfir ráðherrar vinstri stjórnarinnar hafa komið fram í útvarp í áheyrn alþjóðar og lýsingar þeirra á ástandi efna- hagsmálanna hafa gersamlega stangazt á. Jafnvel fjármálaráð- herrann hefur reynt að breiða yfir fyrri yfirlýsingar sýnar um raunverulegar orsakir vandamál- anna. Hann hefur vissulega gert sér það ljóst „að meðan almenn- ingur þekkir ekki ástandið er blekkingin auðveld-------“. Ráðherra kommúnista gengur þó snöggt um lengra. Hann mál- ar ástandið í efnahagsmálunum með rósrauðum litum. Aldrei meiri sparifjármyndun, vöxtur dýrtíðarinnar stöðvaður, kaup- máttur launa tryggður, auðveit að spara upp í greiðsluhallann, sem sprettur af of varlegri tekju- áætlun Eysteins Jónssonar, segir kommúnistaráðherrann. Er vinstri stjórnin ekki að hjálpa almenningi til þess að „þekkja ástandið"? Það sætir engri furðu þótt þungir draumar sæki á Tímaliðið og leiðtoga Framsóknarflokksins I um þessar mundir. Þjóðlygin j sem hann hefur byggt málflutn- | ing sinn á undanfarið er ótraust- ur grundvöllur til frambúðar. — Þjóðin trúir heldur eklci á hjálp- ræði kommúnista. „Blekkingin“ kann að vera „auðveld" eins og Tíminn seg- ir í sunnudagsleiðara sínum. En nagandi ótta við hverful- leik hennar skýtur upp, jafn- vel hjá leiðtogum Framsókn- ar: „En einnig hún hefur sinn tíma“. EKKI ER HÆGT að segja, að til- viljun ein hafi ráðið því, að það var aðalfréttaritari New York Times, James Reston, sem átti tal við Krúsjeff í Kreml nú á dög- unum og frægt er orðið. Ef til vill hefur það heldur ekki komið neinum á óvart, að New York Times skyldi verða fyrst blaða til þess að birta við- tal við Krúsjeff um þau miklu ágreiningsmál, sem nú eru efst á baugi. Því síður hefur það vak- ið furðu þeirra, sem til þekkja, að maðurinn, sem fór til fundar við Krúsjeff, var einmitt Rest- on, einn færasti blaðamaður vorra tíma. Hann er vel þekktur i Kreml — og hann nýtur trausts þar sem annars staðar. Scotty ber nafnið með sóma Já, við sögðum að hann héti Reston. Venjulega er hann samt kallaður Scotty — og það er ó- sköp eðlilegt, því að hann er nefnilega fæddur í Skotlandi. Enda þótt hann hafi flutzt ung- ur til Bandarikjanna má enn heyra það á mæli hans, að hann er að skozku bergi brotinn og ber nafnið Scotty með sóma — enda þykir honum vænt um það. iþróttafréttaritarastarfið er góður skóli. Hann settist að í Mið vestur- ríkjum Bandaríkjanna og er hann óx úr grasi fékk hann mik- inn áhuga á blaðamennsku. Eins og margir af snjöllustu blaða- mönnum Bandaríkjanna hóf Rést on blaðamennsku sína sem íþróttafréttaritari. Það þykir svo sem ekki mikil staða innan blaða mannastéttarinnar vestan hafs, en hins vegar er það ekki á allra færi að leysa verkefnin af hendi á fullkominn hátt. Banda ríski íþróttafréttaritarinn verður að vera eldsnöggur og snarráður, því að allt hans starf byggist á næmleika og snerpu. Hann verð ur að kryfja málin til mergjar á svipstundu, atburðina á meðan þeir eiga sér stað og vera fljótur að hripa þá á pappírinn á lifandi máli, sem hrífur lesendurna inn í rás viðburðanna. Þetta er góður skóli, sem kemur blaðamannin um að góðu haldi á öðrum svið um blaðamennskunnar, þegar hröð viðburðarásin knýr hann áfram. Hann sVildi starf sitt James Reston starfaði fyrst við lítið sveitablað, Dayton Ohio News. En hann var þar ekki lengi um kyrrt, því að hann ætlaði sér allt annað. Hann óx stöðugt í á- liti og 1937 fór hann til London á vegum fréttastofunnar Associat ed Press, en þar átti hann að fylgjast með íþróttaviðburðum í Englandi. Þarna var það, að tækifærin komu upp í hendur honum, ef svo mætti segja. Íþróttalífið er ekki fjölbreytt að vetrinum og þess vegna fékk Reston skipun um það frá fréttastofu sinni í New York að „standa vörð um“ brezka utanríkisráðuneytið vetr- armánuðina. Reston hafði gott auga fyrir öllu, sem fréttnæmt var og hann skynjaði vel sam- hengi hlutanna á þeim örlagatím- um, sem þá fóru í hönd. Starf sitt íLondon leysti hann af hendimeð slíkum ágætum, að Sulzberg, út- gefandi New York Times, kom . auga á hann. í fyrstu vann hann já fréttastofu New York Times í I London, en síðar var hann kall- ' aður til New York — og þar varð , hann einn af nánustu samstarfs- (mönnum útgefandans. i ! Luktar dyr urffu hontim enginn I Þrándur í Götu * En Reston var enn ekki kom- James Reston inn á hátindinn. Hann átti eftir að vinna margt stórvirkið, sem síðar lyfti honum enn hærra til vegs og virðingar. Það var við- Dumbarton Oaks ráðstefnuna, þar sem grundvöllurinn að S.Þ. var lagður, að hann varð heims- frægur. Fundirnir voru haldnir fyrir luktum dyrum og fulltrú- arnir vildu lítið láta uppi um gang málanna. En Reston dó ekki ráðalaus — hann vann upp á eig- in spýtur. Hann komst lengra en allir aðrir fréttaritarar og varð fyrstur til þess að skýra heimin- um frá því hvað í rauninni var að gerast á ráðstefnunni í Dumbart- on Oaks. Það var m.a. hann, er fyrstur skýrði frá hugmyndinni um neytunarvaldið í öryggisráð- inu — og hrakspár hans um gildi þess áttu eftir að rætast. Heiðraður á margan hátt. Fulltrúunum á ráðstefnunni varð heldur illa við, er New York Times skýrði lesendum sínum dag eftir dag frá gangi málanna á þessari lokuðu ráðstefnu — og um tíma voru bandarískir leyni- lögreglumenn látnir fylgja Rest- on eftir til þess að koma í veg fvrir að hann ljóstraði einhverju upp, sem bryti í bága við hags- muni Bandaríkjanna. Skömmu síðar hlaut Reston Pulitzer verð- launin fyrir greinar sínar. Og þetta urðu ekki síðustu heiðurs- verðlaunin, sem hann hlaut í starfinu, því að síðan hefur hann verið sæmdur ótal heiðursnafn- bótum fyrir framúrskarandi ár- vekni og nákvæmni í fréttaflutn- ingi sínum. „Vann í jólahappdrætti Stalins". Það var nokkru fyrir dauða Stalins, að Reston komst í beint samband við Kreml. Vinir hans segja, að hann hafi „unnið í jóla- happdrætti Stalins". Sagan er nefnilega sú, að skömmu fyrir jól 1952 skrifaði Reston Stalin og bar fram fjórar spurningar við- víkjandi Kóreustríðinu. Reston til mikillar undrunar svaraði Stalin bréfi hans — og jóladag birti New York Times grein Rest- ons með svörum Stalins á for- síðu. Þá náði Reston hátindi frægðar sinnar — og hann stend- ur enn á þeim tindi — óhaggað- ur. Allir þekkja Scotty. Nú hefur hann, 47 ára að aldri, tek 1) við aðalfréttaiitarastarfi blaðs síns í Washington, en það er ef til vill ein mikilvægasta staða við New York Times. í Hvíta-húsinu er hann ekki leng- ur kallaður Reston — heldur Scotty. Og hvar sem hann fer — hvort sem það er heldur í þing- húsinu í Washington, brezka þinginu eða Kreml — þá þekkja allir hann Scotty. Forstjóri ráðinn yfir- hafnsögmaður á Isaf. í ísafjarðarblaðinu Vesturland er frá því skýrt að miklar deilur hafi orðið innan bæjarstjórnar- innar út af ráðningu manns í yfir hafnsögumannsstarfið þar. Um það höfðu sótt tveir menn er um- sóknarfrestur var útrunninn. — Annar þeirr er Símon Helgason, hafnarvörður, sem staríað hefur við hcfnina þar í mörg ár. Hmn maðurinn er Guðmundur Guð- mundsson, forstjóri. Var í bæjaistjórn samþykkt n-.eð l atkv. gegr. fjórum að ráða forstjórann og ganga þannig framhjá hinum gamla hafnar- starfsmanni. — Er málið var út- kljáð í bæjarstjórn gerðu bæjar- fulltrúarnir Matthías Bjarnason, Kjartan J. Jóhannsson, Marzellí- us Bernharðsson og Högni Þórð- arson grein fyrir atkvæðum sín- um, en þeir töldu Símoni bera starfið. Greinargerð þeirra er svo- hljóðandi: „Símon Helgason hafnarvörður hefur verið í þjónustu Hafnar- sjóðs ísafjarðar sl. 8 ár og gegnt starfi sínu af sérstakri alúð og skyldurækni. Við álítum að þeg- ar hann nú sækir um betur laun- að starf hjá Hafnarsjóði, þá beri fremur að veita honum yfirhafn- sögumannsstarfið, en hinum um- sækjandánum, Guðmundi Guð- mundssyni, sem aðeins hefur ver- ið- við störf hjá hafnarsjóði 2—3 ár og gegnir auk þess forstjóra- starfi við fiskvinnslufyrirtæki og vélbátaútgerð hér í bænum. Þess- vegna greiðum við atkvæði gegn ráðningu Guðmundar Guðmunds sonar og segjum nei“. Segir blaðið ennfremur að framkoma forsprakka krata í bænum gagnvart Símoni hafi vakið reiði óbreyttra flokks- manna. 17 hjúkrunarkonur brautskráðar NÝLEGA útskrifuðust þessar hjúkrunarkonur frá Hjúkrunar- xvennaskóla íslands: Anna Guðrún Jónsdóttir frá Skriðinsenni, Strandasýslu; Ása Breiðfjörð Ásbergsdóttir, ísaf.; Ásthildur Þórðardóttir, Hólma- vík; Bergljót Líndal, Reykjavík; Gréta Halldórs, Akureyri; Guð- finna Pálsdóttir, Skagaströnd; Guðrún Hulda Guðmundsdóttir, Karlsá, Dalvík; Guðrún Karls- dóttir, Borgarnesi; Gunnheiður Magnúsdóttir, Fagurhlíð, Land- broti, V-Skaft.; Ingibjörg Árna- dóttir, Kópavogi; Jónína Kristín Þorsteinsdóttir, Reykjavík; Jó- sefína Magnúsdóttir, Glerár- þorpi við Akureyri; Kristín Bald vina Óladóttir, Siglufirði; María Guðmundsdóttir, Akureyri; Sess- elja Þorbjörg Gunnarsdóttir, Gestsstöðum, Norðurárdal, Mýr.; Soffía Gróa Jensdóttir, Akur- eyri; Steinunn Dóróthea Ólafs- dóttir, Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.