Morgunblaðið - 27.10.1957, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. okt. 1957
MORCVTSBlAÐIÐ
S
Úr verinu
-- Eftir Einar Sigurðsson -
Togararnir.
Tíðin hefur verið með afbrigð-
um umhleypingasöm þessa viku,
oft snöggir stormar, en gengið
furðu fljótt niður aftur, svo að
ekki hafa verið mjög mikil frá-
tök.
Allflest skipin hafa verið til og
frá á heimamiðum, þó aðallega
á Halanum og út af Vestfjörð-
um. 2—3 skip hafa verið vtð
Grænland, en nú er líklega ekki
nema eitt þar eftir, Neptunus.
Hefur frétzt, að hann hafi aflað
sæmilega.
Afli hjá heimaskipum hefur
verið mjög rýr. Skipin hafa ver-
ið með 150—200 lestir eftir 12—
16 daga á veiðum.
Nýr vágestur virðist nú ætla að
fara að herja togaraflotann,
inflúenzan. Varð Hvalfellið fyrst
fyrir barðinu á henni. Varð það
að hætta veiðum eftir viku úti-
vist og koma inn. Var þá meira
*en helmingur af skipshöfninni
veikur. Ekki var reynt að koma
skipinu út með annarri skipshöfn,
en það tekið í slipp til hreins-
unar.
Viðbúið er, að togaraflotinn
eigi eftir að finna betur fyrir
þessum faraldri, jafnalmennur og
hann er.
ið — FélagShúsið — hefur 1000
tunnur af nýrri síld og 1000 tunn-
ur af gamalli síld á móti 4000—
4500 tunnur undanfarið. Svipað
er ástandið í hinum frystihúsun-
um.
5 bátar róa með þorskanet.
Hefur tíðarfarið spillt mjög þeirri
veiði sem annarri og lítið aflazt.
V estmannaeyí ar
Mjög stormasamt hefur verið
þessa viku, og suma dagana hef-
ur blásið af öllum höfuðáttun-
um.
Oftast hefur þó einhver bátur
yerið á sjó, en afli yfirleitt verið
tregur, 2—3 lestir í róðri.
Fyrsti báturinn, sem hóf línu-
veiðar hér í haust, var Týr, skip-
stjóri Ingvar Gíslason. Byrjaði
hann 12. september og hefur nú
farið 23 róðra og aflað IO2V2 lest
miðað við óslægðan fisk með
I haus, eða 4,4 lestir í róðri að
meðaltali.
Enn er beðið með reknetin um
borð í mörgum bátum í þeirri
I von, að síldin komi á miðin.
I Eitthvað mun vera búið að
kaupa af beitusíld, en enn mun
þó vanta 4000—5000 tunnur eftir
venjulegri notkun, og er það á
helminginn af flotanum.
Fisklandantr 1 vlkunnl:
Marz ....
Askur ....
Geir......
Hvalfell ,.
Uranus ...
207 tn. 11 dagar
203 — 13 —
167 — 13 —
100 —. 7 —
155 — 16 —
Sölur i Þýzkalandi:
Bjarni Ölafss. 142 tn. DM 108 þús
Surprise .... 187—■ — 112 —-
Hafliði .... 190 — — 120 —
Reykjavík
Reytingsafli var um síðustu
helgi og í byrjun þessarar viku,
komst aflinn hjá netjabátunum
upp í 4—5 lestir eftir nóttina, en
þá fékk einn bátur, Kári Söl-
mundarson, ágætan róður, 14 V2
tonn.
Síðan hefur verið stöðug ótíð
og aflabrögðin eftir því mjög lít-
ii, 1—3 lestir í róðri, þegar gefið
hefur.
2 bátar hafa beitt línu, en ekki
komizt út með hana vegna stöð-
ugs umhleypings.
Sauðárkrókur
Nokkur atvinna hefur
skapazt hér við það, að 5 að-
komubátar hafa komið hér og
róið með ýsunet. Eru það 3 bát-
ar frá Reykjavíh, Frigg, Pipp og
Óskar, Víðir frá Eskifirði ag
Helgi Flóventsson frá Húsavík.
Hefur afli hjá þessum 5 bátum
verið 140 tonn frá mánaðamót-
um síðustu og fram til 20. Ótíð
hefur þó nokkuð hamlað sjósókn.
Bátarnir eru mest við Drang-
ey og Málmey.
Trillur hafa róið einnig þó
nokkuð.
Togarinn Norðlendingur hefur
lagt upp úr annarri hverri veiði-
ferð í allt sumar, og Akureyrar-
togararnir lögðu upp úr 4 veiði-
ferðum.
Frystihúsin eru tvö. Hefur ann-
að þeirra framieitt 15.000 kassa
og hitt 20.000 af flökum. 1 þeim
vinna um 100 manns, þegar nægi
legt hráefni er.
Akranes
Afskráð hefur nú verið af öll-
um bátum nema 3.
Stöðug ótíð hefur verið þessa
viku og aðeins einu sinni farið
út, aðfaranótt mánudagsins. Sum
ir bátanna lögðu, en aðrir ekki
vegna slæms sjóveðurs, en það
var sama hvort var, engin fékk
síld.
Dauft er nú yfir öllu I verstöð-
inni. Það má heita, að beitulaust
sé. Haraldur Böðvarsson & Co.
hefur beitu sem svara* í tvo
róðra og Fiskiver og Heimaskagi
enn minna. Menn eru þó ekki
enn úrkula vonar um að síld
kunni að koma.
Trillur fóru einu sinni út f
vikunni með línu og fengu 500
kg mest.
Togararnir eru báðir í sigling-
um.
Keflavík
3 bátar hafa enn skráð á rek-
netjaveiðar, Björgvin, Geir og
Sæfaxi.
Tíðarfarið er mjög stirt, stöð-
ugar hafáttir og hringsnúningur
frá austri til vesturs og gefur
aldrei á sjó.
Einn bátur, Sæfaxi, fór út á
þriðjudaginn og fékk 7 tunnur.
Var síldin stór og falleg. Það
var leiðindasjóveður og lítt hægt
að leita fyrir sér.
Menn eru ekki búnir að missa
trúna á, að síldin komi og lifa í
voninni, a. m. k. fram um miðjan
næsta mánuð.
Beitulítið er. Eitt aðalfrystihús-
Með sjávarútveginum stendur
og fellur allt
„Betur sést, hvað hér hefur
gerzt, ef athugaður er annars
vegar fjöldi þeirra skipa, sem
haldið hefur verið til veiðanna
úthaldsdagar þeirra og hins veg-
ar aflaverðmætið á þessu ári og
undanfarið. Hefi ég látið áætla
þetta og getur ekki skakkað að
ráði. Kemur þá í Ijós, að ef mið-
að er við fjölda skipa og úthalds-
daga á vetrarvertíð annars veg-
ar 1955 og hins vegar síðast lið-
inn vetur, að aflaverðmæti nú á
vertíðinni er raunverulega um
29% minna en 1955 miðað við
framlagið til veiðanna. Og er við
tökum á sama hátt meðaltal ár-
anna 1954 til 1956 og berum sam-
an við vertíðina í vetur, þá kem-
ur í ljós, ,að aflinn í vetur er um
22% minni að magni en meðal-
afli þessara ára miðað við út-
haldsdaga og bátafjölda“. (Ey-
steinn Jónsson, útvarpsumræð-
urnar — Tíminn 17. okt.)).
„Verðlag á heimsmarkaðnum
er nú tiltölulega stöðugt. Líkur
til, að engar ráðstafanir þurfi að
gera til hjálpar útgerðinni."
(Hannibal Valdimarsson, útvarps
nmræðurnar — Þjóðviljinn 18.
okt.).
Hér í þessum pistlum var fyr-
ir nokkru áætlað eftir ófullnægj-
andi heimildum, að aflaverðmæt-
ið á vertíðinni í vetur væri 20%
minna en á vertíðinni áður og því
haldið fram, að minnkandi afla-
magn yrði að bæta útgerðinni og
sjómönnum, ef nokkur sanngirni
fengi að ráða og sjávarútvegur-
inn ekki að komast í kalda kol
og þar með efnahagslíf í landinu.
Nú hefur málstað útvegsmanna
og sjómanna bætzt liðsmaður, þar
sem er sjálfur fjármálaráðherr-
ann. Staðfesta upplýsingar hans,
það sem hér hefur verið háldið
fram um minnkandi aflaverð-
mæti.
En ekki eru síður athyglis-
verð ummæli þau, er meðráð-
herra hans lét falla þetta sama
kvöld, „að engar ráðstafanir
þurfi að gera til hjálpar útgerð-
inni“.
Útgerðarmenn og sjómenn voru
ekki óánægðir með það, sem um
samdist við ríkisstjórnina í ver-
tíðarbyrjun. En rýrari afli á vetr-
arvertíð og síldveiðum sneri út-
komunni við, svo að afkoma þess
ara aðila er nú við árslokin hin
bágbornasta. Og ekki spá ummæli
félagsmálaráðherrans góðu fyrir
sjávarútveginn eða þá, sem við
hann vinna, þótt engan veginn
beri nú að líta á órð hans sem
lög í landi voru.
Ráðamenn þjóðarinnar verða
að gera sér ljóst, að með sjávar-
útveginum stendur og fellur allt
i voru landi, líka ríkisstjórnir.
Hallgrímskirkja í smíðum.
Ártíð Hallgríms
Ægir í síldarleit
Það vekur furðu útgerðar-
manna og sjómanna, að Ægir
skuli ekki látinn vera í síldarleit.
Enn vantar % til % af beituþörf
útgerðarinnar eftir venju og fyr-
irfram samningar um síld skipta
þúsundum lesta. Samt er verið
að þrátta um það, hver eigi að
greiða kostnaðinn við leitina,
landhelgisgæzlan eða einhver
annar.
Það kom fyrir í fyrra, að á
einum degi væru saltaðar 8.000
tunnur auk þess sem fryst var,
alls afli að verðmæti vart minna
en 3 milljónir króna.
Ægir hefur sem kunnugt er
fullkomnustu leitartæki, sem eru
í nokkru íslenzku skipi, og því
öllum öðrum betri til síldarleitar.
María Júlía hefur eitthvað ver-
ið í síldarleit undanfarið, en ein-
hver tröppugangur hefur þó ver
ið þar á, líklega stafað af veik-
indum. En þegar jafnmikið ligg-
ur við og hér, má ekki láta neins
ófreistað til að hafa uppi á síld-
inni, hvort sem hún er langt eða
skammt undan landinu.
Hlutatryggingasjóður nái til
reknetjaveiðanna
Margir útgerðarmenn hafa gold
ið mikið afhroð við síldarútgerð
með reknetum í haust. Menn hafa
ekki viljað trúa því, að síldin
kæmi ekki eins og undanfarin ár,
og lagt að sér til hins ítrasta.
Það er undravert, að þessar
mikilvægu veiðar skuli ekki fyr-
ir löngu heyra undir lögin um
hlutatry ggingas j óðinn, j af nstop-
ular og þær geta verið og farið
illa með útgerðina.
Eru verksmiðjutogarar, það
sem koma skal?
Þjóðverjar eiga nú tvo verk-
smiðjutogara, og hafa þeir gefizt
! svo vel, að þeir áforma að byggja
I fieiri. T.d. hefur eitt útgerðar-
I félag í Kiel nýlega sótt um stuðn-
| ing stjórnarinnar í Bonn við bygg
ingu eins slíks, svo fljótt sem
frekast er unnt. Hann verður
heldur minni en þeir verksmiðju
togarar, sem Þjóðverjar hafa ver-
l ið að byggja fyrir Ráðstjórnar-
1 ríkin, en þeir eru 2540 lestir, eða
aðeins minni en þríburar Eim-
skips, sem eru 2900 lestir. Ný-
sköpunartogararnir eru 650 lestir.
Nýr svipur á togurum
Næsta ár verður fullsmíðaður
nýr togari fyrir Roos í Grimsby
með nýju lagi að aftan, en lagið
á afturhluta togaranna hefur ver-
ið óbreytt síðan 1930.
Kostirnir við þessa nýju breyt-
mgu eru taldir aukinn hraði,
betri sjóhæfni og hagkvæmari
rekstur.
Það þarf að athuga vel, að
nýju íslenzku togararnir verði
ekki gamaldags um leið og smíði
þeirra væri lokið.
ÞEGAR safnaðarstarf og prests-
þjónusta hófst í nýstofnuðu Hall-
grímsprestakalli í Reykjavík,
var sú ákvörðun tekin að helga
ártíð Hallgríms Péturssonar, 27.
október, og gera þann dag að
kirkjudegi safnaðarins. Haustið
1941 var farið af stað með messu
í Dómkirkjunni, en söfnuðurinn
átti sjálfur ekkert hús til tíða-
gjörða né annarra nota og var
svo lengi síðan. Messuformið,
sem notað var við þetta tæki-
færi, var nýung. ■ Það var sniðið
eftir því, sem tíðkaðist á dögum
Hallgríms, en það form er í öll-
um aðalatriðum hin sístæða
messa lúthersku kirkjunnar, sú,
er mótuð var eftir siðbót og
hélzt um langan aldur lítt breytt
víðast, einnig hér á landi, eða
fram að byltingunni, sem fram-
in var af nokkru ofbeldi og for-
sjárleysi um aldamótin 1800.
Um söng Hallgríms-messunn-
ar nutu prestar Hallgrímssókn-
ar aðstoðar dr. Páls ísólfssonar,
Námssfyrkir
í Bandaríkjunum
HINN kunni Bandaríkjamaður,
Thomas E. Brittingham yngri,
mun á skólaárinu 1958—59, veita
2—5 íslenzkum námsmönnum
styrki til háskólanáms í Banda-
ríkjunum.
Styrkurinn nemur skólagjöld-
um og dvalarkostnaði, ásamt
nokkrum ferðakostnaði.
Umsækjendur skuiu vera karl-
ar á aldrinum 19 til 22 ára, hafa
lokið stúdentsprófi, eða ljúki því
á næsta ári og hafa gott vald á
enskri tungu.
Brittingham, mun koma til
Reykjavíkur í byrjun næsta mán-
aðar og eiga viðtö. v:ð þá náms-
merin, sem áhuga kynnu að hafa
á þessum styrkjum.
Eftirtaldir stúdentar hlutu
námsstyrki á vegum Brittingham,
skólaárið 1957—58:
Við Wisconsin háskólann, Madi
son, Wisconsin: Halldór Gíslason,
verkfræði. Jón Friðsteinsson, við
skiptafræði.
Við Delaware háskólann, Wil-
mington, Delaware: Ólafur Sig-
urðsson, saga. Ólafur Hannibals-
son, enska og amerískar bok-
menntir. Pétur Jósepsson, blaða-
mennska.
Þeir, er kynnu að hafa áhuga
á framangreindum s'vrkjum,
snúi sér til skrifstofu íslenzk-
Ameríska félagsins, Hafnar-
stræti 19, Reykjavík, sem er opin
þriðjudaga kl 17:30—18:30 og
fimmtudaga kl. 18—19. Sími
1-7266, er mun veita allar nánari
upplýsingar þar að lútandi.
Umsóknaveyðublöð verða af-
greidd daglega á sama stað, kl.
16—18, frá 28 október til 1. nóv-
ember n.k. Umsóknum sé skilað
fyrir 4. nóvember n.k.
sem var næsta óspar á tíma og
fyrirhöfn við að leiðbeina ©g
hjálpa. En organleikari safnað-
arins, þáverandi og núverandi,
Páll Halldórsson, æfði sönginn.
Hefur síðan búið að þessari fyrstu
gerð messunnar.
Megintilgangur þessarar minn-
ingarguðsþjónustu, sem vera átti
kjarni og hámark kirkjudagsins,
var sá, að söfnuðurinn skyldi
hugfesta þá köllun, sem hann
hafði þegið: Að hafa forgöngu
um að rækja minningu mesta
og ástsælasta kenniföður Islend-
inga og ávaxta arfleifð hans.
Minningakirkjan, sem reisa
skyldi i hjarta bæjarins, var og
er tákn þeirrar köllunar og lið-
ur í henni.
Hægt hefur miðað um fram-
kvæmd þeirrar hugsjónar að reisa
Hallgrími minningarkirkju í
Reykjavík. Eitt fyndið blað tal-
aði á dögunum um „kirkjubygg-
ingaræði" í tilefni af því, að far-
ið er að slá upp mótum fyrir
miðhluta kirkjunnar — eftir
seytján ár frá því að söfnuður-
inn var stofnaður og tók við
miklu eldri áætlun um kirkju-
gjörð á Skólavörðuhæð. Hefur
þessi sami brandari stunaum
heyrzt áður og má vel vera, að
einhverjir geti brosað að hon-
um ennþá, sér til heilsubótar á
veturnóttum.
Hallgrímskirkja í Saurbæ er
risin sakir aðdáanlegrar fórn-
fýsi og frábærrar forgöngu
fárra manna, sjálfboðaliða. Sú
dáð verðskuldar m. a. það, að
hún örvi aðra til eftirbreytni.
Það var skylt að reisa veglega
kirkju á þeim stað, þar sem Hall
grímur lifði og starfaði beztu og
frjóustu æviár sín og þar sem
duft hans hvílir. En hin nýja
og efnilega höfuðborg þeirrar
þjóðar, sem á honum meira að
þakka en flestum öðrum mönn-
um, þarf líka og eigi að síður
að votta það, að hún býr að and-
legum arfi hans og vill að honum
hlúa. Hallgrímskirkja í Saurbæ
sýnir vel, hve mikils má sín ein-
lægur áhugi, vakandi ræktarsemi
og fórnfús forusta. Það er brýn-
ing fyrir Hallgrímssöfnuð og
aðra Reykvíkinga.
Á þessum ártíðardegi Hall-
gríms Péturssonar verður hans
minnzt að venju í kirkju hans
hér í Reykjavík. Tekið verður á
móti gjöfum til kirkjunnar við
kirkjudyr. Kvenfélagskonur, sem
aldrei lóta dofna yfir áhuga sín-
um, hafa merkjasölu til ágóða
fyrir kirkjuna.
í rauninni ætti þessi dagur að
vera helgur haldinn um allt land
með yfirskriftinni: „Jesú, þin
kristni kýs þig nú, kóngur henn-
ar einn heitir þú ....“. Það er
sú játning, sem væntanleg Hall-
grímskirkja á að marka í svip
höfuðborgarinnar og glæða 1
sálu hennar að sínum hluta.
Áfram nú að markinu!
Sigurbjörn Einarsson.