Morgunblaðið - 27.10.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.10.1957, Blaðsíða 20
20 MORGVTVBLAÐ1Ð Sunnudagur 27. okt. 1957 !A ustan Edens eftir John Steinbeck 167 berum orðum: — „Ég treysti þér“. — Honum létti, þegar hann minntist þeirra orða. Um klukkan þrjú heyrði hann að Adam kom heim og frá stof- unni bárust raddir og hlátur. Cal gekk inn til föður síns og Arons. Adam sagði: — „Tímarnir hafa breytzt. Ungir menn verða að sér mennta sig, ef þeir vilja komast nokkuð áfram í lífinu. Það er þess vegna sem það gleður mig svo mjög, að þú skulir hafa kosið að ganga menntaveginn". „Eg hefi hugsað um þetta“, sagði Aron. „Og eg er farinn að efast um að ég hafi tekið rétta ákvörðun". „Þá skaltu bara hætta að hugsa um það. Þitt fyrsta val var rétt. Líttu á mig. Eg kann hrafl í mörgu, en ekki svo mikið í neinu, að ég geti lifað á því, eins og nú er“. Cal settist eins hljóðlega og hann gat. Adam veitti konu hans □- Þýðing Sverru Haraldsson □- enga athygli. Öll hans eftirtekt var bundin við Aron og það sem um var rætt. „Það er eðliiegt að maður óski þess að sonur manns hafi sig á- fram í lífinu“, sagði Adam. „Og kannske sé ég betur en þú“. Lee opnaði dyrnar og gægðist inn. — „Eldhúsvogin hlýtur að vera band-sjóðandi vitiaus", sagði hann. „Kalkúninn ætlar að verða tilbúinn mikið fyrr en matreiðslu- bókin gerir ráð fyrir. Eg er viss um að fuglinn hefur alls ekki ver- ið nein átján pvnd“. „Þú skalt þá bara halda hon- um heitum", sagði Adam og hélt I svo áfram: „Sam gamli Hamilton KELVIIM ATOR — 8 RUMFET — Kelvinator kæliskápar 8 rúmfeta, fyrirliggjandi ic Pantanir óskast sóttar fyrir miðvikudags- kvöld, annars seldar öðrum — Jfekla Austurstræti 14 Sími 1-1687 sá hvað í vændum var. Hann sagði að tími hinna alhæfu þús- und-þjala-sftliða væri liðinn. Mann leg kunnátta og þekking er alltof umfangsmikil, til þess að einn mannsheili fái rúmað hana alla. Hann sá þann tíma fyrir, þegar hver einstaklingur myndi aðeins hafa þekkingu á örlitlu broti af henni, en sú þekking myndi líka vera mikil og staðgóð". „Já“, sagði Lee úr dyrunum. „Og það var þróun sem hann harmaði. Hann gat aldrei sætt sig við slíkt“. „Gat hann það ekki?“ spurði Adam. Lee kom inn í stofuna. í hægri hendi hélt hann á stóru sleifinni sinni, sem hann hrærði með í pottunum og veifaði henni í kring um sig, svo áð örsmáir soðdrop- arnir yrðust allt í kringum hann. „Eg get að vísu ekki fullyrt að hann hafi sagt það. En eg veit að hann gat ekki sætt sig við það og ég segi það fyrir munn hans“. „Vertu nú ekki svona æstur“, sagði Adam. „Það lítur út fyrir að við getum ekki lengur rætt neitt málefni, án þess að þú takir það sem persónulega móðgun við þig“. „Kannske er mannleg þekking of mikil og kannske eru menn- irnir að verða of litlir", sagði Lee. „Kannske verða sálir þeirra á stærð við atóm, við það að fást við þau. Kannske er sérfræðingur- inn aðeins hugleysingi, sem er hræddur við að gægjast út úr litla búrinu sínu. Og hugsið þið ykkur bara allt það sem hver sér- fræðingur fer á mis við — allan heiminn fyrir utan búrgrindurnar hans“. „Við erum bara að tala um það, hvernig maður eigi að afla sér lífsviðurværis“. „Lífsviðurværi — eða peninga", sagði Lee æstur. „Það er auðvelt að afla peninga, ef það er það sem maður vill. En með fáum undantekningum, þá eru það ekki peningar sem ^ólkið girnist. Það girnist munað og það girnist ást og það girnist aðdáun“. „Látum það gott heita. En hef- urðu nokkuð við háskólamenntun að athuga? Það er hún sem við erum að tala um“. „Eg biðst afsökunar", sagði Lee. „Þú hefur á réttv að standa. Eg verð allt of æstur út af smá- munum. Nei, ef maður stundar há skólanám, til þess að glöggva sig betur á sínum eigin heimi, þá hefi ég ekkert við það að athuga. Er það þannig? Er það þannig, Ar- on ?“ „Eg veit það ekki“, sagði Ar- on. Einhvers konar hvissandi hljóð barst frá eldhúsinu. — „Það sýð- ur nú allt upp úr óhræsis pottin- um“, sagði Lee og svo þaut hann eins og kólfi væri skotið frarn í eldhús. Adam horfði á eftir hon- um og milt bros lék um varir hans. — „Góður maður“, sagði hann eins og við sjálfan sig, „og góður vinur“. „Eg vona að hann verði hundr- að ára“, sagði Aron. Faðir hans kímdi: „Veiztu nokkuð nema hann sé nú þegar orðinn hundrað ára?“ „Hvernig gengur ísframleiðsl- an, pabbi?" spurði Cal. „Hvað? Ekki sem verst. Hún borgar sig vel og gefur auk þess talsverðan hagnað. Hvers vegna spyrðu að því?“ „Mér hafa dottið í hug ráð til að láta hana gefa af sér drjúgan skilding." „Segðu mér nánar frá þeim á mánudaginn, ef þú kærir þig um það“, flýtti Adam sér að segja. „Ekki í dag“. — Svo brosti hann glaðlega. — „Á ég að segja ykkur nokkuð“, sagði hann. „Eg man ekki til þess að mér hafi nokkurn tíma liðið eins vel og núna. Eg er eitthvað svo — ja, maður gæti næstum sagt fullkom- inn. Það er kannske vegna þess að eg svaf svo vel í nótt og fékk mér hressandi bað í morgun. Og það er kannske vegna þess að við erum hér aftur allir saman, í sátt og samlyndi". Hann brosti til Ar- ons. „Við vissum ekki hve mikils virði þú varst okkkur, fyrr en þú varst farinn að heiman". „Eg kvaldist af heimþrá", ját- aði Aron. „Fyrstu dagana hélt eg að eg myndi deyja úr henni.“ Abra kom inn með miklum asa. Vangar hennar voru rjóðir og hún var glöð á svipinn. „Hafið þið tekið eftir því, að það er kominn snjór á Mount Tore?“ spurði hún. „Já, eg sé það“, sagði Adam. „Fróðir menn segja að það viti á gott ár. Betur að svo væri“. „Eg borðaði næstum ekkert heima“, sagði Abra. „Eg vildi hafa matarlystina í lagi, þegar eg kæmi hingað". Lee baðst afsökunar á matnum, eins og hégómleg húsmóðir. Hann hallmælti gasvélinni, sem ekki hitnaði jafnvel og gömlu viðar- 1 kyntu eldavélarnar. Hann hall- • • Dagbók Onnu Frank kemur í bókabúðir í byrjun nóvember Útgefandi M A R K Í7 S Eftir Ed Dodd 1) — Þekkirðu Sirrí vel, Mark- !ús. Er hún eins skemmtileg og Ihún er falleg? — Eg hef uft hjálpað föður hennar við náttúrufræðirannsókn- ir. Hún er góð stúlka. 2) — Ágætt, getum við ekki farið til þeirra og undirbúið ferð úna. — Jú, jú, ætli það ekki? 3) — Sirrí og Davíð, þetta er Ihúsbóndi minn, Vermundur, út- gefandi Náttúrufræðii'itsins. — Komið þið sæl. Það var stór- kostlegt að horfa á hestakeppnina, já, blátt áfram stórkostlegt. mælti hinu nýja kalkúnakyni, sem skorti eitthvað er kalkúnar voru vanir að hafa. En hann hló með þeim, þegar þau sögðu, að hann léti alveg eins og gömul kona, sem væri ,.ð sækjast eftir hrósi og hólyrðum. Þegar komið var að plómubúð- ingnum, opnaði Adam kampavíns- flöskuna og skenkti í glösin með viðhafnarsvip. Þau skáluðu öll og Adam hélt stutta tölu, þegar skál- að var fyrir Öbru. Augu hennar leiftruðu og hún hélt í hönd Arons, undir borðinu. Vínið deyfði kvíðsemi Cals og hann var ekki lengur feiminn við að afhenda gjöf sína. Þegar Adam var búinn að borða plómubúðinginn, sagði nann: —■ „Svona ánægjulegan „Thanksgiv- ing“ held ég að við höfum aldrei lifað“. Cal stakk hendinni í brjóstvas- ann, tók upp litla pakkann með rauða silkiborðanum og ýtti hon- um yfir borðið til föðurins. „Hvað er þetta?“ spurði Ad- am. „Það er gjöf“. Adam varð glaður við. — „Og svo fáum við gjafir, enda þótt ekki séu jól. Hvað skyldi þetta vera?“ „Vasaklútur", sagði Abra. Adam leysti hinn klaufalega slaufuhnút og opnaði pakkann með mikilli eftirvæntingu. Svo starði hann á peningana. „Hvað er það?“ spurði Abra og stóð á fætur, til þess að sjá betur. Aron laut yfir borðið. Lee stóð í dyrunum og reyndi að dylja á- hyggjur sínar og kvíða. Hann skotraði augunum til Cals og sá hvernig augu hans ljómuðu af Igleði og hreykni. Adam hreyfði fingurna mjög hægt og fletti seðlunum. Rödd ihans virtist koma úr miklum ifjarska: „Hvað er þetta? Hvað i. .. ,N?“ Hann þagnaði. Cal stamaði: — „Þetta eru — lég vann mér þá inn — þeir eru Ihanda þér — til þess að bæta þér lupp það sem þú tapaðir á salat- tínu“. Adam leit hægt upn og horfði lá Cal. — „Vannst þú þér þessa ipeninga inn? Hvernig?" „Hr. Hamilton og eg — við igræddum þá — á baunum“. —■ IHann bar ört á. — „Við keyptum Iþær á fimm cent og þegar vei'ðið thækkaði — þeir eru handa þér, ifimmtán þúsund dollarar. Þeir leru til þín“. aiútvarpiö Sunnudagur 27. október. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 11,00 Messa í Dómkirkjunni. (Prestur séra Björn Magnússon prófessor. Organleikari: Páll Is- ólfsson). 13.15 Sunnudagserindið: Sagnfræðingurinn, viðfangsefni hans og vandamál, eftir Arnold Toynbee prófessor. (Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri þýðir og flytur). 14.00 Miðdegistónleikar 15.30 Kaffitíminn. 16.30 Á bóka- markaðinum: Þáttur um nýjar bækur. 17.30 Barnatími. (Skeggi Ásbjarnarson kennari). 18.30 Hljómplötuklúbburinn. 20.20 Ó- pera ÞjóðleikLússins: „Tosca“. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Máuudagur 28. október. Fas.lr liðir eins og venjulega. 13.15 Búnaðarþáttur. 20.30 Ein- söngur: Jóhann Konráðsson frá Akureyri syngur. 21.10 Uppreisn- in í Ungverjalndi, dagskrá samin eftir skýrslu Sam. þjóðanna. —- Þorsteinn Thon.rensen blaðamað- ur tók saman. 22.10 Úr heimi myndlistarinnar (Bj. Th. Björns- son listfræðingur). 22.30 Kammer tónleikar. 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 29. október. Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssag,. barnanna. —■ 18.55 Framburðarkennsla í dönsku. 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag) 20.35 Tón leikar Sinfóníuhljómsveitar ísl. í Þjóðleikhúsinu (fyrri hluti). 21.30 Útvarpssagan: „Barbara“. 22.10 „Þriðjudagsþátturinn". 23.10 Dag skrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.