Morgunblaðið - 27.10.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.1957, Blaðsíða 13
Sunnudagur 27. okt. 1957 MOKCVTsnr 4ðið ÍS Sjálfstæðismenn vinna aS undirbúnlngl bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík með rækilegri fræðslu og umræðum um mikils- verðustu bæjarmál. Varðarfélagið hefur nú þegar haldið tvo fundi um þessi mál og hafa þeir vakið mikla athygij. Fleiri munu á eftir fara. Á síðasta fundi var m.a. talað um flugvöllinn og stækkun miðbæjarins. Þar sýnist mönnum að vonum .njög sitt hvað. Myndin hér að ofan gefur nokkra hugmynd um stærð vallarins og afstöðu hans til bæjarins. Svæðið frá Jlringbraut suður að Skerjafirði og vestur frá háskólahverfi að Fossvogskirkjugarði er 307 hektarar, en miðbæjarhvosin frá jarðastræti að Laufásvegi og frá sjó, suður að Ilringbraut, er 51 hektari — að tjörninni meðtalinni. Ef flugvöllurinn hyrfi, ”indi því mikið landrými bætast undir byggð. En þar eru mikil mannvirki, sem kostar of fjár að byggja upp annars staðar. Ól. K. Magnússon tók myndina úr lofti fyrir nokkrum árum. REYKJAVÍKUHBREF Laugard. 26. okt. Vetrar-koma Sjaldgæft er, ao sams konar eða svipað veður sé til lengdar um allt eða mest Island, sist af öllu, að svo sé um langvarandi blíðviðri. Sumarsins, sem nú er liðið, mun því lengi minnst, ein- mitt vegna veðurfars síns. í>að reyndist bændum um nær allt land óvenju hagstætt og borgar- búar munu lengi búa í hugum sinum að veðurblíðunni. Síld- veiðarnar fyrir norðan urðu að vísu meiri en löngum áður frá því að aflaleysistíminn hófst. Þó voru þær fjarri því að standa undir tilkostnaði allra, er þátt tóku í þeim, t.d. varð enn stór- halli á síldarverksmiðjunum flest um eða öllum. Hlutur margra sjómanna varð og rýr, fjöldi út- gerðarmanna og ýmsir síldarsalt- endur töpuðu fé á atvinnurekstri sínum. Þá horfir ekki vænlega með síldveiðarnar hér suð-vestan lands. Þess ber að óska, að þar bregði skjótlega til hins betra og veturinn verði sem allra flestum landsmönnum gifturíkur. Merk fimdahöld Fundur sá um landbúnaðarmál, er Samband ungra Sjálfstæðis- manna efnir til og sjálft sam- bandsþingið sýna, hversu fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur föstum fótum víðs vegar um land- ið. Aðrir flokkar kvarta undan fálæti æskulýðsins. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki ástæðu til þess. Ungir dugandi æskumenn í öllum stéttum fylkja sér stöðugt undir merki flokksins og trvggja örugga framtíð hans. Sogsvirkjunin 20 ára Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá því að fyrstu virkjun Sogsins lauk. Hun hefur orðið undirstaða mikilla framfara, og hafa fáar framkvæmdir hér á landi reynzt gifturíkari. Margir góðir menn eiga þar hlut að. Eng- inn þó fremur en Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, einhver ceigingjarnasti og samviskusam- asti starfsmaður sinnar kynslóð- ar. Maður sem með réttu má nefna sannan öðling. Eysteinn fékk fyrir ferðina Sektarmeðvitund Eysteins Jóns sonar kom glögglega fram, er hann fékk því áorkað, að breytt var til um þann tíma dags, þegar fjárlagafrv. skyldi rætt við 1. umr. Föst venja hefur verið að bafa þessa umræðu á venjuleg- um starfstíma þingsins, þ.e. byrja kl. 1,30 e.h. Umræðunni hefur engu að síður verið útvarpað til | þess, að þeir, sem sérstakan á- j huga hefðu, gætu fylgst með henni. Ekki hefur hingað til þótt hlýða að hafa hana að kvöldi dags. Ástæðan er sú, að flokk- unum er mjög mismunað um ræðutíma. Fjármálaráðherrann hefur ótakmarkaðan tíma og get- ur síðan svarað fyrir sig. En hin- um flokkunum er einungis ætlað- ur hálfur klukkutími hverjum. Þegar svo stendur á sem nú, að stjórnarflokkarnir eru þrír á móti einum andstöðuflokki, þarf ekki að eyða orðum að því, hví- líkur aðstöðumunur verður í slík um umræðum. Vegna allrar frammistöðu sinn- ar taldi Eysteinn Jónsson sig nú neyddan til þess í fyrsta skipti að nota þennan aðstöðumun á þann veg, að færa umræðurnar yfir á þann tíma, þegar flestir geta hlustað. Sjálfstæðismenn höfðu út af fyrir sig ekkert á móti þessu en bentu forseta á, hvað hér væri um að tefla. Ey- steinn Jónsson krafðist þess að fá að fara sínu fram. Hann fékk og fyrir ferðina. Hvaðanæva heyrast raddir um, að aldrei fyrr hafi mönnum orð- ið svo ljóst sem nú, hversu mál- efnastaða Eysteins Jónssonar er veik. Hann eyddi órat.íma í að sanna, að hann, sjálfur fjármála- ráðherrann, réði í raun og veru litlu eða engu um fjárhagsaf- komu ríkisins. Hann gerði ekki meira úr stöðu sinni en láta svo sem hann væri óbreyttur bók- haldari eða gjaldkeri. Um það þarf ekki að fjölyrða, að vegur Eysteins Jónssonar hefur aldrei verið minni en eftir þessar um- ræður. Málstaður hans er nú slíkur, að hann spillir þeim mun meira fyr- ir sér sem hann fær lengri tíma til að tala. Sanmmgaviðleitni þýðingarlaus ? Bandaríski blaðamaðurinn, James Reston, er átti viðtalið við Krúsjeff á dögunum og grein var I um hér í blaðinu fyrir skemmstu, hefur eftir komu sína frá Rúss- landi ritað íhyglisverðar greinar um horfur í alþjóðamálum. Hann bendir ó, að samningaviðleitni stjórnmálamanna austurs og vest- urs að undanförnu hafi að litlu gagni komið. Hann telur m.a.s. að færa megi rök að því, að hún hafi haft alveg öfug áhrif. Ár- angurinn hafi fyrst og fremst orðið sá, að vekja fyrirlitningu og tortryggni milli þeirra, er í viðræðunum tóku þátt. Þess vegna varpar hann fram þeirri hugmynd, hvort rétt sé við núverandi aðstæður að halda slíkri viðleitni áfram. Hvort Vest urveldin eigi ekki að snúa huga sínum frá samningamakkinu við Rússa til hins, að efla og tryggja samvinnu lýðræðisþjóðanna sín á milli. Slíkar bollaleggingar manns, er nýtur meira álits en flestir aðr- ii í stétt blaðamanna og rætt | hefur ítarlega við helztu valda- menn í ýmsum þjóðlöndum, eru vissulega athyglisverðar. Þær eru síður en svo uppörvandi um að bjart sé framundan en því merki- legra tímanna tókn. Óhugur Bandaríkjamanna Sovétmáninn hefur vakið meiri óhug og óróa í Bandaríkjunum en menn skyldu ætla. Bandaríkja menn hafa bersýnilega talið það svo sjálfsagt, að þeir væru ætíð fremstir í tæknilegum framför- um, að þeim hefur orðið óþægi- lega bylt við þetta afrek Rússa. Óumdeilanlegt er, að hjálp þýzkra vísindamanna og víðtæk- ar njósnir eiga nokkurn hlut að því, hversu vel Rússum hefur orðið ágengt. Þeirra eigin fram- lag hefur þó ráðið úrslitum, þar sem þeim hefur tekizt það, er engum öðrum hefur hingað til heppnast. Þetta er sjálfsagt að gera sér ljóst, jafnframt því sem hitt er sagt, sem satt er, að ekk- ert af þessu sannar neitt um ágæti hins korhmúnistiska þjóð- skipulags. En lýðræðisþjóðirnar þurfa að gera sér grein fyrir hverju er áfátt hjá þeim. Af hverju þær hafa orðið aftur úr í þessu. Það eru hugsanir svipaðar þess um, er nú hrærast hjá forráða- mönnum lýðræðisþjóðanna, ekki síst Bandaríkjamönnum. Forystu menn þeirra eiga nú mjög í vök að verjast af þessum sökum. Ein afleiðingin er þegar komin í ljós. Fyrirsjáanlegt er nánara sam- starf lýðræðisþjóðanna að vís- indaefnum en áður hefur verið. Þröngsýn löggjööf Bandaríkja- manna í þá átt að halda ýmsum staðreyndum leyndum í öryggis- skyni er nú viðurkennd að hafa verið mjög misráðin. í ræðu fyrir minni Elísabetar drottningar lét Eisenhower uppi, að Atlantshafs- ríkin ættu að hafa nánari sam- vinnu í vísindum en verið hefði. För Macmillan vestur urn haf var og gerð til að greiða götuna fyrir nánara samstarfi um þessi efni. Gildi / staðreyndanna v I þessum viðbrögðum kemu» fram vilji og þor til að horfas* í augu við staðreyndirnar eins og þær eru hverju sinni. Fyrir okkur íslendinga er það hollur lærdómur. Állir hafa þessir at- burðir og mikla þýðingu fyrir okkur, bæði beint og óbeint. Nú þegar farið er að ræða um hverja hernaðarþýðingu þessi síðasta þr^un hafi. Ummæli hins fræga fluggarps Balchens, er hann fyrir fáum dögum við- hafði hér á landi, eru glöggt vitni þessa. Því miður hefur enn ekkert komið fram, er bendir til þess, að viðsjár milli lýðræðisþjóðanna og einræðisríkjanna fari minnk- andi. Þvert á móti fara hót- anir og ögranir kommúnistaleið- toganna vaxandi í réttu hlutfalli við aukinn mátt þeirra. Fróðustu menn telja þó, að hættan á nýrri heimsstyrjöld sé síst meiri en áður. Óttinn við gjöreyðileggingu haldi árásaröflunum í skefjum. Með því er engan veginn sagt, að þau reyni ekki að taka til sinnar fyrri iðju, þeirrar, að reyna að hremma einn og einn i skjóli þess, að enginn þori að hleypa stórstyrjöld af stað. Úr þessu verður ekki skorið í bili. Allar horfur eru á, að þvílíkt óvissu ástand muni standa um langa hríð. Það er því ekki eftir neinu að bíða fyrir Islendinga um að gera upp hug sinn um, hvort þeir vilji láta verja land sitt eða ekki. Brýn bráðabirgða- hætta vofir ekki fremur yfir nú en verða mun um árabil. Allt er komið undir mati á sjálfri þróun heimsmálanna. Við verðum að hafa einlægni og kjark til að gera það mat, án tillits til þess, hvað kann að henta í innanlandsdægurþrasi. Á þessa staðreynd var bent hér í blað- inu fyrir nokkrum vikum. Mál- gagn forsætisráðherrans hefur alveg vikið sér hjá að ræða það mál, Alþýðublaðið, málgagn ut- anríkisráðherrans, hefir látið sér sæma að tala um það eingöngu út frá því sjónarmiði hvað kæmi sér vel fyrir núverandi stjórnar- samvinnu. Sams konar skammsýni varð valdandi ályktuninni frá 28. marz 1956, er hefur bakað Islandi meiri skömm en flest annað. Er sann- arlega tími kominn til að þvílík- um ósköpum linni. Stúdentaráðs- kosningar Deila má um, hverja þýðingu stúdentaráðskosningar hafi. Því má halda fram, að þær ættu fyrst og fremst að snúast um málefni háskólastúdenta sjálfra. Stjórn- málaerjur hafi truflandi áhrif á framgang' þeirra mála, er stúd- enta skiptir mestu meðan á námi þeirra stendur. Þessu má sem sagt halda fram með nokkrum rökum. En hitt er vístí að ætíð ei töluvert tekið eftir því, hver úrslit þessara kosninga v-rða. Þær þykja gefa nokkurn leiðar- vísi um hvernig stjórnmálavi.id- urinn blási á meðal æskulýðsins. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna höfðu farið með völd í stúdentaráðinu um nokkurra ára bil þangað til í fyrra. Til að tryggja völd sín betur en áður stilltu þeir allir í sameiningu við kosningarnar í fyrra með þeim árangri, að þeir biðu herfilegan ósigur. Sjálfstæðismenn fengu rúman meirihluta fram yfir þá alla. Hér sem ella voru ýmsar skýringar á, m.a. sú, að fylgis- menn hinna einstöku vinstri flokka voru algjörlega andvígir því að blanda blóði á þann veg, sem forystumenn þeirra sögðu þeim fyrir um. Þetta varð til þess, að í ár buðu þeir allir fram sitt í hvoru lagi, og var þá vitað, að þeir mundu hver um sig geta betur safnað fylgi sinu en þeim tókst sameinuðum í fyrra. Sú varð raunin. Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.