Morgunblaðið - 27.10.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1957, Blaðsíða 6
6 MORGVNBT AÐ1Ð Sunnudagur 27. okt. 1957 BERGMÁL Á NORÐURLÖNDUM MIKIÐ hefur á undanförnum ára tugum verið rætt um norræna samvinnu á ýmsum sviðum. Marg ir hafa gert gys að ýmsu því, sem um það mál hefur verið sagt og talið að norræn samvinna, sem nokkru máli skiptir, mundi aldrei komast lengra en að hljóma í fallegum skálaræðum. Það hefur orðið svo, að Norð- til iðnaðar og hálfunnar vörur, sem notaðar eru í iðnaði Norður- landa, falla hér undir og einnig allmikið af fullunnum iðnaðar- vörum. En mikið af iðnaðarvör- um, þar á meðal vefnaðarvara, skófatnaður, gler, postulín, fisk- framleiðsluvörur og landbúnað- arvörur, falla utan við þessar til- lögur en verziun með þessar vör- urlöndin hafa haft samráð á mjög . ur er um 20% af heildarviðskipt- takmörkuðum sviðum, til dæmis í sambandi við löggjafarstarf- semi, ýms menningarmál og fleira, en þegar komið hefur að hinum „stóru málum“ þá hafa hindranirnar borið samvinnu- viljan ofurliði. Mjög langt er síð- an tekið var að ræða um tolla- samband Norðurlanda og yfir- leitt um nánara samsta’-f Norður- landa á viðskipta- og íjármála- sviði. Margir ágætir menn hafa gerst talsmenn náinnar efnahags- legrar samvinnu Norðurlandanna og hefur því máli verið haldið vakandi um mörg ár, án þess að nokkuð miðaði í áttina til að gera drauminn um nána norræna samvinnu á þessum sviðum að veruleika. ★ En þá kom til sögunnar, að hinar „stóru“ Evrópu-þjóðir í vestri fundu til þess að þær voru, hver út af fyrir sig, orðnar van- megna og áhrifalitlar gagnvart hinum tveimur stórveldum í austri og vestri. Stjórnmálamenn landanna ó meginlandir.u fundu til þess, að sundraðir mundu þeir falla en sameinaðir hefðu þeir möguleika til að standa. Þegar lagt var saman það, sem þessi Evrópulönd gætu afrekað á sviði framleiðslu, kom í Ijós, að ef unnt væri að sameina þau og samhæfa framleiðslu þeirra og viðskipti, væri þar með komið á fót þriðja stórveldið. Þá þyrfti hvert ein- stakt ríki ekki lengur að eiga við fjárhagslegt og viðskiptalegt ofur efli stórveldanna og þá væri sundrungin úr sögunni, sem leitt hefur til svo margra styrjalda og orðið 'eðlilegri þróun Vestur- Evrópu fjötur um fót. Þegar stjórnmálamönnunum og raunar mjög mörgum öðrum, var orðið þetta ljóst, var farið að tala um sameiningu Evrópu á sviði fram- leiðslu og viðskipta. Raunar var hugmyndin um Bandaríki Evrópu miklu eldri, en hún er í nokkuð annarri mynd en sú Evrópusam- vinna, sem nú hefur mest verið á döfinni. Úr þessu varð svo það, að 6 Evrópuríki hafa samþykkt að stofna það, sem nefnt er sam- eiginlegur markaður og umræður um að koma á víðtæku fríverzl- unarsvæði i Vestur-Evrópu eru komnar á veg. Áður var búið að koma á hinum svokallaða kol- og stálsambandi, svo og mjög ná- inni samvinrvu í kjarnorkumál- um. ★ Þegar þetta varð Ijóst, íóru Norðurlöndin að hugsa sitt mál. Hin gamla uppástunga um nor- rænt tollabandalag fékk nú nýtt líf og sérstök samvinnunefnd í efnahagsmálum var stofnuð en í henni eiga sæti embættismenn frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Fyrir fáum dögum var álitsgerð þessarar r.efndar gefin út. Þar er um að ræða tillögur um eins konar sameigin- legan markað fyrir Norðurlönd, sem hægt er að koma á fót þegar í stað, ef löndin samþykkja það. Gert er ráð fyrir að milli Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar verði komið á s.íkum markaði, sem feli í sér tollabanda lag, sem nái til 80% af þeim viðskiptum, sem farið hafa fram milli landanna á árinu 1955. Til- lögurnar fela í sér, að tollar og höft af viðskiptum milli land- anna, með þær vörur, sem álits- gerðin nær til, mundu falla burtu, en gagnvart öðrum löndum mundu vera sameiginlegar toll- reglur. Hérumbil allar hrávörur um landanna innbyrðis Loks gerir nefndarálitið ráð fyrir eins konar samvinnu í fram- leiðslumálum milli landanna, t- d. á sviði járn- og stálframleiðslu og bílaframleiðslu. Einnig er gert ráð fyrir að stofnaður verði fram- kvæmdabanki fyrir Norðurlönd, sem sjálfur eigi 300 millj. dollara, en ekki skal það fé greiðast strax og loks er fyrirhuguð víðtæk sam vinna á sviði verzlunar- og fjár- mála að öðru leyti og einnig á sviði vísinda- og menntamála. í nefndaráliti er tekið fram að samkvæmt eðli þessa sambands Norðurlandanna væri unnt fyrir löndin að taka þátt í þeirri Evrópusamvinnu á viðskiptasviði, sem ráðgerð er. En frekari sam- vinna á viðskiptasviði nú milli Norðurlanda mundi hafa sjálf- stæða þýðingu, jafnvel þó frí- verzlunarsvæðig yrði stofnað á meginlandi Evrópu. Þessar tillögur um náið sam- band milli Norðurlandanna á við- skiptasviðinu er bergmál af þeim miklu hreyfingum, sem verið hafa síðan styrjöldinni lauk á meginlandi Evrópu. Þar má scgja, að smálöndin, Holland, Belgía og Luxemburg hafi riðið á vaðið. Þau fundu mest til smæðar sinn- ar og vanmáttar innan um hin stóru lönd, eins og saga þeirra hefur svo margoft sýnt. En jafn- vel „stóru“ löndin, eins og Frakk- land, Ítalía og Vestur-Þýzkaland fundu að þau voru nú ekki lengur „stór“, á sama hátt og áður, og að munurinn milli þeirra og litlu landanna í álfunni var í rauninni aðeins orðinn stigmunur. Eng- land, hefur hins vegar víðtæk sambönd innan brezka samveld- isins, sem margir telja að sam- rýmist ekki að fullu og öllu þeim skuldbindingum, sem Bretar yrðu að taKa á sig í sambandi við nána Evrópusamvianu. England hefur því hingað til haft nokkra sérstöðu, en talið er að Bretar nálgist meir og meir sjónarmið landanna á meginlandi Evrópu. Hér er um einhverja hina merki- legustu þróun að ræða, sem átt hefur sér stað í Vestur-Evrópu um langan aldur. Nokkuð hefur verið um það rætt hvaða þátt ísland gæti átt í þessum samein- ingartilraunum og hvernig land- ið mundi verða statt, ef það stæði utan við viðskiptasameiningu Evrópu. Öruggt má telja að ís- landi væri erfitt að standa utan við viðskiptasamsteypur Evrópu- landanna, en glöggt er að svo sterk hreyfing er komin á þessi mál að íslendingar verða að fyigj ast mjög náið með þeim og gera sér Ijóst hvaða stefnu þeir vilja taka. STJORNMALAÞROUNIN I SVÍÞJÓÐ E’ RLANDER, forsætisráð- herra Svía, hefur gegnt því embætti s.l. 11 ár. Hann hefur mjög oft eða alls 22 sinnum orðið að breyta stjórn sinni og hafa aðeins hann og Unden, utanríkisráðherra, gegnt sömu embættum allan þennan tíma. Erlander varð forsætisráðherra þegar Per Albin Hanson dó hinn 6. október 1946. Hinn 27. sept. 1951 myndaði Erlander samstjórn jafnaðarmanna og bændaflokks- ins. Samstarf þessara flokka átti sér alllanga sögu. Það byrjaði árið 1933, þegar bændaflokkurinn og jafnaðarmenn gerðu sam- komulag um, að bændaflokk urinn skyldi styðja jafnað- armenn, hvað varðaði verka- mál og stefnu í atvinnuleysis- málum en jafn- aðarmenn lof- _ . . uðu á móti að Erlander gera tiUeknar ráðstafanir landbúnaðinum til stuðnings. Þá var ekki um að ræða neitt stjórnarsamstarf held- ur aðeins samstarf milli hinna tveggja flokka í þinginu. Ágrein tryggingarmál varð til þess að jafnaðarmannastjórnin sagði af sér 19. júní 1936. Þá tók við, í stuttan tíma, þar til eftir þing- kosningar um haustið, stjóm bændaflokksins, en 28. septem- ber 1936 var mynduð fyrsta sam- steypustjórn jafnaðarmanna og bændaflokksins. Þessi stjórn sat að völdum til 13. desember 1939, en þá tók við samsteypustjórn sú, sem sat öll stríðsárin. Eftir styrjöldina kom til valda hrein jafnaðarmannastjórn undir for- sw sæti Per Albin Hanson, en eft- ir dauða hans varð Erlander forsætisráð- herra, eins og áður er sagt. Sumarið 1951 voru teknir upp samningar milli bænda- flokksins og jafnaðarmanna varðandi stjórn- arsamstarf á sama hát og verið hafði fyrir styrjöldina og skap- aðist upp úr því samsteypustjórn þessara flokka hinn 27. sept. það ár. —■ Á síðustu árum og þá sérstak- lega um haustið 1956 og vorið 1957, varð það ljóst að þetta stjórnarsamstarf stóð höllum fæti. — Formaður bændaflokks- ins, sem nú hefur slitið samstarf- inu, er Hedlund. — Var þar sér- staklega um að ræða ágreining út af tryggingarmálunum og samstarfið fór loks algerlega út um þúfur eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna, sem fór um það mál og getið hefur verið í fréttum. Þar komu stjórnarflokkarnir hvor með sína tillögu en Jafn- aðarmenn náðu meirihluta at- kvæðanna. Við kosningar til neðri deildar þingsins haustið 1956 misstu hin- ir tveir stjórnarflokkarnir til saman 11 þingmenn en hægri flokkurinn vann sömu tölu þing- manna. Eftir kosningarnar var borgaralegur meirihluti í neðri deildinni, þar sem frjálslyndi flokurinn hafði 58 þingmenn, hægrimenn 42 og bændaflokkur- inn 19 eða alls 119 þingmenn á móti 106 sem jafnaðarmenn höfðu og 6 þingmönnum kommúnista, en það eru samtals 112 þing- menn. Árið 1940 höfðu borgara- flokkarnir þrír 93 þingmenn, jafnaðarmenn höfðu 134 og kommúnistar 3 þingmenn. Jafn- aðarmenn hafa þannig síðan árið 1940 tapað 28 þingmönnum, en borgaralegu flokkarnir hafa unnið öll þau þingsæti. Bænda- flokkurinn hefur síðan árið 1940 hrapað úr 28 þingmönnum í 19 en frjálslyndir hafa aukið þingmannatölu sína úr 23 í 58. Kirkjuhótíð ú Möðruvöllum 90 ÁRA byggingarafmælis Möðru vallakirkju í Hörgárdal var minnzt þar á staðnum með há- tíðlegri athöfn sd. 20. október að viðstöddu mjög miklu fjöl- menni. Prestar gengu í skúrðgöngu til kirkju, þar sem sóknarprestur- inn, sr. Sigurður Stefánsson pró- fastur flutti minningarræðu og rakti sögu kirkju á Möðruvöll- um frá fyrstu tíð og minntist fyr- irrennara sinna, þeirra, er þjón- hafa núv. kirkju, sr. Þórðar Þórð arsonar, síðast í Reykholti, sr. Davíðs Guðmundssonar, prófasts á Hofi, sr. Jóns Þorsteinssonar á Möðruvöllum, og Geirs vígslu- biskups Sæmundssonar á Akur- eyri, sem hafði aukaþjónustu á Möðruvöllum um tveggja ára skeið. Ennfremur sagði prófastur frá kirkjusmiðnum, Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni, og Pétri ingur varðandi varnarmál og Havstein, amtmanni á Möðruvöll sfenTar úr daglega lifinu íslendingum fjölgar NÝLEGA voru birtar í blöðun- um skýrslur um mannfjölda hér á landi, fæðingar, dauðsföll oí aislegt í því sambandi. Kom þ 'jós, að íslendingum fjölgar im þrjú þúsund á ári. Árið fæddust 4564 börn lifandi, e.. il52 menn dóu. Eftir er þá að gera sér grein fyrir brottflutn- ingi og aðflutningi fólks, en það er nokkrum erfiðleikum bundið. Að því er næst verður komizt fjölgaði íslendingum um 3220 manns árið 1956. Fólksfjölgunin 1956 varð held- ur minni en árin á undan og má búazt við, að svo verði áfram næstu árin vegna fámennis ár- ganganna, sem fæddust á tíma- bilinu 1933—1940. En hugsanlegt er, að eftir 1960 verði fólksfjölg- unin meiri en nokkru sinni fyrr. Fleira fólk þarf stærri borg UNDANFARNA daga hefur nokkuð verið rætt í blöðun- um um framtiðarskipulag Reykja víkur og athygli beint að hugsan- legri þróun alllangt fram í tím- ann. í því sambandi er nauðsyn- legt að reyna að gera sér grein fyrir því, hve margt fólk muni búa í borginni í framtíðinni. Erfitt er að segja með vissu fyrir um það, hve mikill hluti fólksfjölgunarinnar á landinu verður í Reykjavík. Reynsla und- anfarinna ára bendir til, að það verði um helmingur. Það þarf þó ekki svo að verða, og getur hlut- fallið breytzt mjög verulega, ef annar íslenzkur bær fær tæki- færi til að vaxa í borg. Væri slíkt hugsanlegt í sambandi við nýja atvinnuhætti. Árið 1990: 130.000 SÉ ekki gert ráð fyrir því, að neinar ófyrirséðar stórbreyt- ingar verði varðandi hlutfallslega fjölgun íbúa í Reykjavík, má ætla, að borgarbúum fjölgi um helming á næstu 30—35 árum. Verða þeir þá um 130.000 árið 1990. Þetta er mikilsverð staðreynd, sem við verðum að hafa í huga, þegar rætt er um framtíðarskipu- lag i bænum. Og í sambandi við það má ekki gleyma því, að inn- an tíðar verður byggðin hér í nágrenninu enn samfeildari ne nú er. Má þó segja, að i Reykja- vík og nágrenni búi nú þegar um 80.000 manns, og er þá reiknað með íbúum í Kópavogi, Seltjarn- arneshreppi, Garðahreppi, Bessa- staðahreppi, og Hafnarfirði. Með þéttari byggð verður Reykjavík, eða miðbær borgarinnar, við- skipta- menningar- og skemmt- anamiðstöð alls þessa svæðis í enn ríkari mæli en nú. Fróðlegur Varðarfundur ÞÆR hugleiðingar, sem hér hafa verið festar á pappír, eru ekki sprottnar af rannsóknar- störfum eða djúpum hugsunum Velvakanda sjálfs. Hann brá sér sem sé á Varðarfund í sl. viku, hlustaði þar undrun sleginn á nokkra vísa menn setja fram hug leiðingatr sínar um Reykjavík framtíðarinnar og hripaði nokk- ur skemmtileg atriði niður í laumi. Framsögumenn á fundin- um voru úr nefnd, sem þetta landsmálafélag setti á fót til að fjalla um einn þátt í málum, er snerta framtíð borgarinnar. Eru þeir ýmist sérfræðingar eða þekktir menn að áhuga á viðfengs efnum af þessu tagi. Virðist Vel- vakanda, að þeir hafi lagt mikla alúð í verk sitt, a.m.k. voru ræður þeirra frá hans sjónarmiði heill foss af upplýsingum og hugdett- um, sem nýnæmi var að. um, sem stóð af hálfu amtsins fyrir byggingu kirkjunnar á sín- um tíma. Þá flutti Valdemar V. Snævarr sálmaslcáld á Völlum, afmælis- ljóð, en sr. Benjamín Kristjáns- son á Laugalandi prédikun dags- ins. Fyrir altari þjónuðu sr. Stefán V. Snævarr á Völlum og sr. Fjal- arr Sigurjónsson í Hrisey, á und- an prédikun, ea sóknarprestarnir á Akureyri, sr. Pétur Sigurgeirs- son og sr. Kristján Róbertsson, á eftir. Kirkjukór Möðruvallakirkju söng undir stjórn Jóhanns Ó. Haraldssonar, tónskálds. Að kirkjuathöfninni lokinni var gengið út að leiði Þorsteins Daníessonar og lagður blómsveig ur við minnismerki hans. Viðstaddir hótíðahöldin voru guðfræðiprófessorarnir dr. theol. Hal Koch frá Kaupmannahöfn og sr. Magnús Már Lárusson. Kirkjunni bárust miklar og góðar gjafir, þar á meðal ljós- prentað eintak af Guðbrands- biblíu, gefið af börnum Hannesar Hafstein, sem fæddist á Möðru- völlum 4. des. 1861 og var þar bernskuárin. Kveðjur bórust frá biskupi fs- lands, hr. Ásmundi Guðmunds- syni og ýmsum fjarstöddum vin- um kirkjunnar. Præp. Sýning á verkum Bal-Yosef í SÝNINGARSALNUM við Hverf isgötu hefur nú verið opnuð mál- verkasýning á verkum Bat-Yosef. Eru 25 málverk til sýnis. Er þetta í fyrsta sinn sem haldin er sýning hér á verkum BatYosef, en hún er kona Guðmundar Guðmunds- sonar, listmálarar, (Ferro). BatYosef ólst upp í ísrael, þar sem hún tók að mála 10 ára gömul. Hún lauk prófi sem kenn- ari við barnaleikskóla og teikni- kennari og gegndi síðan tveggja ára herþjónustu. Að henni lok- inni var henni veiUur styrkur til náms við listaháskólann I París og stundaði hún þar nám um priggja ára skeið. Þaðan fór hún til Ítalíu til að vinna þar að list- grein sinni. BatYosev hefur haldið sýningar á verkum sínum í París, Róm og Mílanó og að vori hefur henni verið boðið að halda sjálfstæða sýningu á verkum sínum í Bæjar- safninu í Tel-Aviv í ísrael, en til ísrael mun hún halda í lok næsta mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.