Morgunblaðið - 05.11.1957, Page 16

Morgunblaðið - 05.11.1957, Page 16
16 MORGVNBI AÐIÐ Þriðjudagur 5. nóvember 1957 I I I I A ustan Edens eítir John Steinbeck 173 •Sfs* I I skrifborðið sitt og tók nafna- skrána: — „Ég þarf að biðja þig að gera svolítið fyrir niig. Hérna er langur listi. Segðu hverjum þeim manni, sem hér er skráður, að ég hafi brennt myr dirnar. Þú þekkir þá alla, sem betui fer og það er bezt að þú segir þeim það. Enginn er heilagur eða b.ettlaus. Segðu þeim það einslega, undir fjögur augu. Segðu þeim alveg eins og er. Littu á“. Hann opnaði ofndyrnar og skaraði í svartri ösk unni, unz hún varð að örfínu dufti. — „Segðu þeim það, sem þú hefur nú sjálfur séð“. Gesturinn horfði á héraðsfóget- ann og Quinn vissi að ekkert heims ins afl gat hindrað það að þessi maður hataði hann. Svo lengi sem líf entist myndi verða heill múr- veggur milli þeina, enda þótt hvor ugur þeirra myndi nokkurn tíma viðuikenna það. „Horace, ég veit ekki hvernig ég á að þakka þér þetta, svo að inak- legt sé“. Og héraðsfógetinn sagði dapur: „Það er ekkert að þakka. Þetta er ekki annað en það sem ég hefði ætlazt til af vinum mínurn". „Þessi óskammfeilni djöfull", sagði gesturinn lágróma, og Horace vissi að formselingunni var að nokkru leyti beint til hans líka. □--------------------□ Þýðing Sverrii Haraldsson □--------------------□ Og hann vissi, að hann myndi ekki lengi verða héraðsfógeti upp frá þessu. Hinir sakbitnu menn myndu geta.Iellt hann við næstu kosningar og þeir myndu gera það. Hann varpaði öndinni þunglega. „Nú skaltu fara og borða hádegis- verðinn þinn“, sagði hann. — „Ég þarf að Ijúka við eitt ög annað". Þegar klukkuna vantaði fjórð- ung í eitt, beygði Quinn héraðs- fógeti af Central Avenúe inn á Main Street. 1 Reynauds-brauð- gerðinni keypti hann sér fransk- brauðshleif, nýbakaðan og volgan, sem ilmaði lystilega. Hann studdi sig þunglega við handriöið, þegar hann gekk upp forstofuþrepin á húsi Adams Trask. Lee kom til dyra, með bolla- þurrku bundna um mitti sér. — „Hann er ekki heima", sagði hann. „Nei, en hann kemur fljótlega. Ég hringdi til skrifstofunnar. Ég bíð bara eftir honum“. Lee vék sér til hliðar, svo að Quinn kæmist inn og fylgdi honum því næst til' stofu. — „Má ekki bjóða yður bolla af heitu kaffi?" spurði hann. „Ef það er verulega gott". „Það er alveg nýlagað", sagði Lee og fór fram í eldhúsið. Quinn litaðist um i hinni vist- legu dagstofu. Hann fann að hann kærði sig ekki um skrifstofuna. öllu lengur. Hann minntist þess sem hann hafði einu sinni heyrt lækni segja: — „Barnsfæðing er það sem mér þykir vænzt um, vegna þess að ef ég vinn verk mitt vel, þá endar það með gleði og á- nægju". Héraðsfógetinn haiði oft hugsað um þessi ummæli. Hans skoðun var sú, að ef hann vann verk sitt vel, þá endaði það jafn- an á sorg og óhamingju fyrir ein- hvern. Sú staðreynd, að starf hans væri nauðsynlegt og þarft, var ekki lengur jafn mikilvæg í hans augum. Hann varð að leggja þessi störf niður fljótlega, h\ort sem honum var það ljúft eða leitt. Allir menn hafa ákveðnar fyr- ir ætlanir um það hvað þeir skuli gera, þegar þeir hætta störfum. Þá ætla þeir ’oksins að gefa sér tíma til að koma því í framkvæmd sem þeir vanræktu vegna atvinnu sinnar — ferðast, lesa þær bækur sem þeir þóttust hafa lesið. Árum saman hafði héraðsfógetann dreymt um dásamlega daga, við veiðar og ferðalög — að reika um Santa Luciu fjalllendið og nátta sig við lindir og veiðivötn, sem hann minntist frá bernskudögum sínum. Og nú, þegar þessi lang- þráði tími virtist á næsta leiti, varð það honum til engrar gleði. Honum myndi verða illt í fótun- um af því að sofa á rakri jörð- inni. Hann mundi hversu þungur einn hjörtur var og hve erfitt var að bera iafandi, máttlausai. skrokk hans. Og satt bezt að segja þá var hann alls ekkert sólginn í hjartarsteik. Madame Reynaud gat bleytt hana í vín; og bætt hana með margs konar kryddi, en herra minn trúr, myndi ekki jafnvel gamalt skóleður smakkast vel eftir slíka m. ðferð? Lee hafði keypt vatnssýju. Qu- inn heyrði vatnið sjóða við gler- hjálminn og h'nn lang reyndi hug- ur hans gat sér þess til að Lee hefði ekki alveg verið sannleikan- um samkvæmur, þegar hann þótt ist vera nýbúinn að Iaga kaffi. Hann hafði gott minni og starfið hafði skerpt það. Hann gav kallað löngu horfin andlit fram í hugann og rannsakað þau og hið sama gat hann gert, þegar um atburði og samtöl var að ræða. Hann gat endurtekið allt slikt, eins og grammófónplötu eða filmu. Með- an hann sat og hugsaði um hjart- arsteik, hafði undirvitund hans framkvæm nákvæma rannsókn á stofunni og einhver innri rödd á- sótti hann og sagði: — „Hér er eitthvað öðru vísi en það á• að vera — eitthvað undarlegt — ó- venjulegt". Héraðsfógetinn gaf gaum að röddinm og litaðist um i stofunni — blómskreytt tjöld, borðalögð gluggatjöld hvítur, gatasaumað- ur borðdúkur, Ijósir og skrautleg- ir púðar í legubekknum. Þetta var kvennastofa í húsi þar sem karl- menn áttu einir heima. Honum varð hugsað til setustof unnar sinnar. Konan hant, hafði valið og keypt hvern hlut sem þar var innan veggja, nema pípustand inn. Og þegar hann hugsað' sig bet ur um, mundi hann að jafnvel pipustandinn hafði hún líka keypt. Það var líka sannkölluð kvenna- stofa. En þessi hérna var hins vegar stæling, alltof kvenleg — húsmóðurstofa, útbúin og innrétt- uð af karlmanni — öfgafull og of kvenleg. Þetta hlaut að vera verk Lees. Adam hefði ekki einu sinni séð það hvað þá komið því í fram kvæmd. — Nei — það var Lee sem reyndi að skapa heimili og Adam tók ekki einu sinni eftir því. Horace Quinn minntist þess, er hann yfirheyrði Adam fyrir mörg um, mörgum árum — minntist hans sem manns með sárar og yf- írbugandi sálarkvalir. Hann gat enn séð fyrir sér hin þjáningar- fullu og æðislegu augu hans. Þá hafði hann álitið Adam mjög heið arlegan mann, sem ekkert rangt gæti hugsað, sagt eða gert, og það álit hans hafði haldizt að mestu óbreytt til þessa. Og í áranna rás hafði hann haft talsvert mikið sam an við hann að sælda. Þeir voru báðir frímúrarar og Horace hafði verið eftirmaður Adams sem um- sjónarmaður frímúrarastúkunnar og báðir báru þeir næluna sem merki um það, að þeir hefðu gegnt þessu virðingarstarfi félagsins. En það var eitthvað ómannblendið í fari Adams — einhver ósynilegur múr skildi hann frá öðrum. Menn gátu ekki náð til hans og hann náði ekki til annarra. En þegar hann lá særður og örvæntingar- fullur, hafði enginn múrveggur skilið á milli. í og með konu sinni hafði Adam glatað allri snertingu við lífið. Horace varð hugsað til hennar, þar sem hún lá nú, föl og stirðnuð, með sprauturnar í hálsinum og gúmmíslöngurnar með formalíninu hangandi í loft- inu. MARKUS Eítir Ed Dodd J VOUN& LADV, VOU AREN’T * THINKING I’D GIVE OUT, AR6 VOU?...WHY, WHEN I WAS PLAYIN& TAGKLE AT TECH... I DON’T KNOW, MR. MILLS.. MAYBE WE OUGHT TO GET SOME SLEEP...WE HAV’E . LONG, HARD PORTAGES F TOMORROW/ ' SAY, THAT WATER REALLY LOOKS IN- VITING...WHAT DO yOU SAY WE SWIM^ T JT-V OVER TO THAT ISLANO? vj—(v couldn’t be more Mr ■ A MILE / V 1) — Mér finnst bara vatnið breiða iaðm sinn móti manni. HVað segirðu um að synda yfir á eyna þama? Það getur taeplega verið lengra en ein míla. 2) — Ég veit ekki, Vermund- ur. Ætli okkur veiti af að hvíla ckkur. Það er erfiður dagur lramundan á morgun. 3) — Kæra gunfrú, þár dettur væntanlega ekki í hug að ég gef- ist upp.... Ja, þegar ég var yngri.... Adam gat ekki gert neitt óheið- arlegt. Hann æskti sér einskis. Maður varð að sækjast eftir ein- hverju, til þess að verða óheiðar- legur. Héraðsfógetinn reyndi að gera sér í hugarlund hvað gerð- ist hinum megin við ósýnilega múrvegginn, hvaða kröfu , hvaða gleði og hvaða þjáningar. Hann hreyfði sig örlítið í stóln um, til þess að létta þunganum af veika fætinum. Það var hljótt í ! húsinu, nema hvað vatnið hélt á- fram að sjóða í eldhúsinu Adam j var lengi á leiðinni frá skrifstof- unni. Ný og óþægíleg hugsun vakn I aði i huga héraðsfógetans: — „Ég er að verða gamall og að sumu leyti kann ég þvi vel“. Loks heyrði hann að Adam opn aði útidyrnar. Lee heyrði það líka og flýtti sér fram í forstofuna. — „Héraðsfógetinn er kominn", sagði Lee, kannske til þess að að- vara hann. Adam kom brosandi inn, með framrétta hendina: — „Góðan daginn, Horace. — Ég þykist vita að þú sért kominn til þess að handtaka mig“. „Góðan daginn", sagði Quinn. — „Þjónninn þinn hefur lofað að gefa mér bolla af verulega góðu kaffi". Lee gekk fram í eldhúsið og brátt heyrðist diskaglamur og bollaskrölt inn f stofuna. „Er nokkuð að, Horaee?" spurði Adam. ' „Það er alllaf eitthvað að, þeg ar ég læt sjá mig Ég ætla að bíða þangað til kaffið kemur". „Þú þarft ekkert að óttast Lee. Það er ekki hægt að komast hjá því að hann hlusti. — Hann heyrir hvert orð sem við segjum, þó að dyrnar séu lokaðar. Ég held engu leyndu fyrir honum, vegna þeirrar einföldu ástæðu að ég get það ekki“. Lee kom inn í stofuna með bekka. Hann brosti annars hug- ar og þegar hann hafði hellt í boll SiJlltvarpiö Þriðjudagur 5. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: — „Ævintýri úr Eyjum" eftir Nonna; IV. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í dönsku. 19,05 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Daglegt líf í Landinu helga á Krists dögum; I. (Hendrik Ottósson fréttamað- ur). 21,00 Tónleikar (plötur). — 21.30 Útvarpssagan: „Barbara", eftir Jörgen Frantz-Jacobsen; XVIII. (Jóhannes úr Kötlum). — 22,10 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Mort- hens sjá um flutning hans. 23,10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 6. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: — Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón ar: Þáttur fyrir unga hlustend- ur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir. — Tón- leikar. 20,30 Lestur fornrita: —• Hallfreðar saga vandræðaskálds; II. (Einar Ól. Jveinsson prófess- or). 20,55 Einleikur á píanó: Gina Bachauer leikur (plötur). 21,10 Leikrit Þjóðleikhússins (fram- haldsleikrit): „íslandsklukkan" efti Halldór Kiljan Laxness; fyrsti hluti. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Brynjólfur Jóhannesson, Baldvin Halldórsson, Lárus Pálsson, Árni Tryggvason, Steindór Pjörleifsson, Herdís Þor valdsdóttir, Þorsteinn Ö. Step- hensen, Emelía Jónasdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Klemenz Jónsson, Ævar Kvaran, Lárus Ingólfsson, Edda Kvaran, Jón Aðils, Gestur Pálsson, Valur Gíslason og Valdi- mar Helgason. — Þorsteinn Ö. Stephensen flytur nokkur inn- gangsorð, og Lárus Pálsson les prólógus eftir höfund leikritsins. 22,10 Iþróttir (Siguiður Sigurðs- son). 22,30 Harmonikulög: Kunn ir harmonikuleikarar og hljóm- sveitir leika (plötur). 23,10 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.