Morgunblaðið - 06.11.1957, Blaðsíða 8
8
MORCT'MIT 4 ÐIÐ
Miðvikudagur 8. nðv. 1957
Otg.: H.t. Arvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssoi.
Aðairustjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarrú Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Knstmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 30.00 á mánuði innaniands.
t tausasölu kr. 1.50 eintakið.
TVÖ GERVITUNGL, EINN HUNDUR
OG FERÐ TIL TUNGLSINS
RÚSSNESKIR vísindamenn
hafa á skömmum tíma
skotið á loft upp tveimur
gervitunglum og einum hundi.
Sveimar þessi þrenning nú kring
um jörðu vora. Segja sovéskir að
seppi sé enn við góða heilsu og
er það að sjálfsögðu mjög ánægju
legt.
Sú staðreynd, að rússneskir vís-
indamenn hafa orðið fyrstir til
þess að senda upp gervihnetti er
hnita hringi í kring um jörðina á
örskömmum tíma er mikill sigur
fyrir þá. Má raunar segja að það
sé jafnframt stórsigur fyrir
mannsandann og snilligáfu hans.
Frá örófi alda hefur manninn
dreymt um að sigra rúm og tíma
og komast til annara hnatta.
Stjarnfræðingar og aðrir vísinda-
menn hafa unnið þrotlaust að
rannsóknum um himingeiminn.
Hafa Rússar um langt skeið stað-
ið framarlega i þessum rannsókn-
um. Munu þeir og hafa lagt
óhemjufé til þeirra. Nú virðist
sá kostnaður hafa fært þeim ríku-
leg laun.
Notað til pólitísks
áróðurs
Frjálslyndir og víðsýnir menn
hljóta eins og áður er sagt, að
fagna hverjum þeim sigri sem
mannsandinn vinnur á sviði vís-
indanna, ef hann felur í sér fyrir-
heit um betra og fegurra mannlíf,
meiri þroska og bætt skilyrði fyr-
ir mannkynið til þess að gera sér
jörðina og jafnvfel stjörnur him-
insins undirgefnar. Engin reynsla
er ennþá fengin fyrir því, hvort
árangurinn verður sá af afrekum
rússneskra vísindamanna á sviði
geimvísindanna. En ekki er það
góður fyrirboði, að einmitt í þann
mund, sem Rússar skjóta hundin-
um og seinna gervitungli sínu á
loft upp láta þeir fulltrúa sína
segja sig úr afvopnunarnefndum
þeim, sem setið hafa að störfum
undanfarið, eftir að hafa hindr-
að allt samkomulag þar um lang-
an tíma. Virðist af þessu mega
ráða að Sovétstjórnin þykist nú
báðum fótum í jötu standa með
tvö gervitungl og einn hund á
lofti. Þegar þannig sé ástatt séu
hinir mikiu „friðarvinir" í Kreml
ekkert upp á það komnir að vera
að tala við vestrænar lýðræðis-
þjóðir um afvopnun!
Þannig er auðsætt að komm-
únistar hyggjast nota gervi-
tungl sín til stórfellds póli-
tísks áróðurs. Hefur meira að
segja málgagn kommúnista-
deildarinnar hér á landi lýst
því yfir, að geimfarir rúss-
nesku hnattanna séu sönnun
um ágæti og ýfirburði
sovétskipulagsins, þ.e. „alþýðu
lýðræðisins" og hins kommún-
iska hagkerfis.
/
Gegnsæ falskenning
Allir vitibornir menn sjá hins
vegar að hér er um gegnsæja
falskenningu að ræða. Árangur
rússneskra vísindamanna á sviði
geimvísindanna er ekki frekar
sönnun um yfirburði og ágæti
kommúnismans en flugskeyta-
gerð Þjóðverja var á sínum tíma
[ sönnun um yfirburði nazismans.
Engum heilvita maijni kemur til
hugar að halda þvi fram, að naz-
isminn hafi sannað tilverurétt
sinn og ágæti vegna þess, að
Hitler tókst fyrstum að láta
smíða fjarstýrð flugskeyti, sem
ollu gífurlegri eyðileggingu og
böli meðal þeirra þjóða, sem
þeim var beitt gegn.
Tilraun kommúnista um allan
heim til þess að nota gervitungl-
in, sem sönnun fyrir yfirburðum
kommúnismans í Rússlandi er
þess vegna aumleg blekking, sem
varla getur slegið ryki í augu
nokkurs manns.
Hvernig eru lífskjör
fólksins?
Það er út af fyrir sig eðlilegt,
að kommúnistar vilji draga at-
hygli þjóðanna frá lífskjörum
þess fólks, sem býr við hið komm-
úniska skipulag. Þess vegna
vilja þeir að menn horfi frekar til
himins eftir gervitunglum en lit-
ist um meðal fólksins. Sú stað-
reynd verður nefnilega ekki snið
gengin, að kommúnisminn hefir
I leitt efnahagslegt kyrrstöðuá-
! stand og jafnvel hreina afturför,
eymd og áþján yfir mikinn fjölda
þess fólks, sem býr við ofbeldis-
stjórn hans. Allt bendir líka til
þess að hinar gífurlegu fjárupp-
hæðir, sem kommúnistastjórnin
rússneska hefir varið til vígbún-
aðar, eldflaugnagerðar og gervi-
tunglasmíða hafi- bitnað harka-
lega á afkomu alls almennings í
Rússlandi. Kommúnistar hafa lát
ið allt ganga fyrir þörfum hers-
ins og vígbúnaðarins. f þeim
efnum hafa þeir gengið lengra
en nokkur vestræn lýðræðisþjóð.
í þessu felst ein skýringin á
því, að Rússar hafa orðið á und-
an hinum vestrænu þjóðum að
vinna það afrek, sem felst í
sveimi gervitunglanna tveggja,
áð ógleymdum hundinum, kring
um jörðu vora.
Hin miklu stjörnuhröp
En jafnhliða því að rússnesk-
ir vísindamenn hafa skotið gervi-
tunglum upp á festinguna hafa
orðið hrikaleg stjörnuhröp á
himni sovétmanna. Þar hefir hver
stjarnan á fætur annarri hrapað,
hætt að skína, formyrkvast og
týnst í hinum yztu myrkrum.
Hver leiðtogi byltingarinnar á
fætur öðrum hefur verið tekinn
af lífi og sakaður um svik og
glæpi gagnvart kommúnisman-
um. Þessi stjörnuhröp náðu há-
marki sínu með því, að sjálfur
Jósef Stalín var lýstur glæpa-
maður og morðingi. Síðan kom
röðin að Beria, Molotov, Malen-
kov og Kaganovitz. Loks hrap-
aði Zhukov, hin mikla hetja
Rauða hersins.
Þessi hræðilegu stjörnuhröp,
sem sýnt hafa öllum heim-
inum, hversu rotið og spillt
hið kommúniska skipulag er
ætlar Nikita Krúsjeff að bæta
sér og heimskommúnismanum
upp með tveimur gervitungl-
um, einum hundi og fyrirheiti
um ferð til tunglsins.
J JL.J
Myndin var tekin á dögunum, er fréttamenn í Moskvu náðu tali af Krúsjeff, sem þá var stáddur
i tyrkneska sendiráðinu í borginni. Skýrði hann þá frá því, að Zhukov mundi fengið starf í sam-
ræmi við „hæfiieika og reynslu“ hans. Krúsjeff er lengst th.
r-. .... 'sspi*
Fall Zhukovs hefur orðið vinsælt viðfangsefni fyrir skopteiknara. Danskur teiknari lýsir hér á
hvaða hátt Zhukov er settur inn í hina nýju stöðu þar sem hann hafnar í hópi þeirra, sem velt
hefur verið út fyrir Kremlmúrana — og tekið hafa upp störf í samræmi við „hæfileika og
reynslu" hvers og eins. En innan Kremlmúrana halda bolabrögðin áfram og í þeim hljóta verð-
andi rafveitustjórar, sendiherrar og fleiri staðgóða „reynslu“ og aukna „hæfileika“ til þess að
gegna hinum nýju embættum.
Fiskimatsmenn
á námskeiði
HINN 31. fyrra mánaðar var
skyndinámskeið í fiskframleiðslu
hæfni haldið hér á Akranesi. —
Mættir voru þar allir fiskimats-
menn í umdæmi Lýðs Jónssonar
yfirfiskimatsmanns á Suðvestur-
landi. Slík námskeið á að halda
árlega til þess að auka vöruvönd-
un og fylgjast með kröfum tím-
ans, enda sýndi námskeið þetta
framför í vöruvöndun varðandi
meðferð fisks, og er það vel farið.
— Á þessu namskeiði voru auk
Lýðs: Bergsteinn Á. Bergsteins-
son fiskimálsstjóri, Guðmundur
(Jóhannesson frá Sölumiðstöð
i hraðfrystihúsanna og Arnlaugur
Sigurðsson frá SÍS. í lok nám-
skeiðsins urðu fjörugar umræð-
ur um fiskimat og vöruvöndun,
i sem er og verðr grundvallarat-
riði I farmleiðslustörfum vorum.
Þetta er 3. námskeið, sem haldið
er á vegum Lýðs Jónssonar yfir-
fiskimatsmanns, og hefur hann
jafnan látið sér annt um að fisk-
urinn sé vandaður sem bezt til
markaðslandanna. —Oddur.
Slæm inflúenzka
á Skagaströnd
SKAGASTRÖND, 5. nóv. — Á
Skagaströnd eru mikil brögð að
inflúenzu. Veikin er nýlega kom-
in hingað og hefur farið geist
yfir. Skólar starfa þó ennþá, en
víða vantar fólk á vinnustaði.
Sem dæmi má nefna, að í morgun
kom aðeins helmingur þess fólks
er starfar í frystihúsinu hér til
vinnu. Fólk hefur fengið háan
hita og orðið talsvert mikið veikt.
Ennþá hefur þó ekki borið á eft-
irköstum. Veikin virðist ekki
vera í rénun ennþá. —Jón
Ava Gardner'
LONDON, 4. nóv. — Er Ava
Gardner (bandarísk leikkona) í
London, eða ekki? — spyrja
Lundúnablöðin þessa dagana.
Daily Mail staðhæfir, að leikkon-
an hafi komið með leynd til borg-
arinnar, lagst inn í sjúkrahús og
skipað yfirlækninum að bera til
baka allar fréttir um veru henn-
ar þar. Ef yfirlæknirinn gæti hins
vegar ekki sannfært blaðamenn
ætti hann að segja að hún væri
með influenzuna. En Daily Mail
segir hins vegar, að Ava Gardner
hafi komið til London beint frá
Spáni, en þar hefur hún verið að
undanförnu. Á Spáni hafi hún
átt í útistöðum við nokkrar kýr
og hafi ein þeirra sparkað í höf-
uð hennar og skilið eftir sig stór-
an bláan blett, en auðvitað getur
Ava Gardner ekki látið sjá sig
með blett, á þeim stað, sem eng-
inn blettur á að vera.