Morgunblaðið - 06.11.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUHBLAÐIÐ MiðviJiudagur 8. nðv. 1957 eftii ■r~* h I John tdciS—te--TCk »na og var farinn út aftur, spurði Adam óþolinmóður: — „Hefur eitthvaö slsemt komið fyrir, Horace?“ „Nei, það heid ég ekki. Adam, voruð þið ekki skiiin að lögum, þú og hún — konan þín?“ Adam stirðnaði í sætinu: — „Nei", sagði hann. — „Hvers vegna spyrðu að því?“ „Hún framdi sjálfsmoið í nótt“. Það komu kippir í andlitið á Adam og augu hans fylltust af tárum. Hann reyndi að ná sjórn * tilfinningum sínum, en sú tiiraun lians mistókst algerlega. Hann grúfði andlitið niður í hend »r sér og brast í ákafan grát: — „Ó, ástin mín“, kveinaði hann með sárum ekka: — „Ósköp hefurðu áit bágt“. Quinn sat hijóður og lét hann afskiptalausan og eftir nokkra stund sefaðist gráturinn og Adam leit upp: — „Ég biðst afsökunar, Ho raee“, sagði hann stillilega. Lee kom inn og rétti Adam vott handklæði. Hann þurrkaði sér um augun og fékk Lee það svo aftur. „Þeíta kom svo óvænt", sagði Adam og varð vandræðalegur á svipinn: — „Hvað á ég að gera? Ég ætla að kannast við hana sem lögmæta eiginkonu mína og sjá om útför hennar". „Það ættirðu ekki að gera", sagði Horace — „ekki nema þér finnist þú verða að gera það. En það var ekki þess vegna sem ég kom“. Hann tók samanbrotnu erfðaskrána upp úr vasanum og rétti hana til Adams. Adam horfði skelfdur á blaðið í höndum héraðsfógetans. „Er — er þetta blóð úr henni?“ „Nei, þetta er ekki hennar blóð. Lestu það sem stendur á blaðinu". Adam las hinar tvær línur, en hélt svo áf-ram að stara á blaðið með fjarrænu augnaráði: — „Hann veit það ekki — að hún er móðir hans“. „Hefurðu aldrei sagt honum það?“ „Nei“. „Herra minn ti*úr“, sagði héraðs fógetinn. „Ég er viss um að hann vill ekki erfa neitt eftir hana“, sagði Adam alvarlega. — „Við skulum bara rífa þetta blað í sundur og gleyma því. Ef Aron vissi þetta, þá myndi hann ekki taka við neinu •em hún hefði átt“. „Ég er hræddur um að það sé ekki hægt“, sagði Quinn. „Hún hafði öryggishólf í bankanum. Ég ætla ekki að segja þér frá því, hvernig við náðum í erfðaskrána og lyklana. Ég fór í bankann. — Beið ekki eftir neinum dómsúr- »kurði. Hélt að ég myndi kannske finna einhver hjálpargögn þar“. Hann sagði ekki sem var, að hann hefði búizt við að finna þar fleiri ljóanyndir. — „Bob gamli leyfði mér að opna hólfið. Ef í raunir rekur, getum við alltaf neitað að hafa gert það. I hóifinu eru rúm- lega hundrað þúsund dollarar í peiðu fé. Stórir bunkar af peninga •eðlum — og ekkert annað“. „Ekkert ?“ „Jú, aðeins einn hlutur — hjú- *kaparvottorð“. Adam hallaði sér aftur á bak í •tólnum. Svipur hans var aftur •rðinn fjarrænn. Hinn ósýnilegi ▼arnarmúr var aftur risinn upp O—---------------------□ Þýðing Sveriii Haraldsson □----------------------n á milli hans og heimsins. Hann kom auga á oollann sinn og fékk sér sopa úr honum. — „Hvað finnst þér að ég ætti að gera?“ surði hann rólega og ákveðið. „Ég get aðeins sagt þér hvað ég myndi gera“, sagði Quinn hér- aðsfógeti. — „Þú þaift ekki að fara eftir mínum ráðum frekar en þér sjálum sýnist. Ég myndi nú þegar kalla drenginn hingað inn og segja honum allt — segja honum alveg eins og er. Ég myndi jafnvel segja honum hvers vegna ég hefði ekki sagt honum það fyrr. Hann er — hvað gamall?" „Sautján ára“. „Hann er að verða fulltíða mað ur. Fyrr eða síðar verður hann hvort sem er að heyra þetta. Og þá er bezt að hann fræðist um það allt í einu“. „Cal reit það“, sagði Adam. — „Ég skil það ekki, hvers vegna hún hefur arfieitt Aron að öllu“. „Nei, það má guð vita. Detturi þér nokkur sérstök ástæða í hug?“ „Nei, alls ekki nein. Ég verð víst að gera eins og þú segir. — Myndirðu vilja vera hérna hjá mér?“ „Já, ef þér er einhver styrkur í nærveru minni“. „Lee“, kallaði Adam. — „Segðu Aroni að ég þurfi að tala við hann. Hann er komihn heim, er það. ekki?“ Lee kom i dyrnar. Stóru augna- lokin huldu augu hans eitt andar- tak, en svo horfði hann á Adam. — „Nei, hann er ekki kominn enn þá. Hann er kannske farinn aft-1 ur í skólann". „Nei, það kemur varla til mála. Þá hefði hann áreiðanlega kvatt okkur. Við héldum dálitla veizlu í fyrra dag, Horace og skáluðum fyrir heimkomu Arons, í kampa- víni. Hvar er Cal?“ „Inni í herberginu sínu“, sagði Lee. „Kallaðu á hann. Hann veit ef- laust hvar Aron er“. Cal virtist vera þreyttur og lé- magna, en andlit hans var hörku- legt og athugult og lymskulegt og skömmustulegt. „Veiztu hvar bróðir þinn er?“ spurði Adam. „Nei“, sagði Cal. „Hefur þú ekki verið með hon- um?“ „Nei“. „Hann hefur ekki verið heima í tvær nætur. Hvar er hann?“ „Hvernig ætti ég að vita það?“ sagði Cal. — „Á ég kannske að gæta hans?“ Höfuð Adams hneig niður og það fór veikur skjálfti um allan líkanva hans. Einhvers staðar inni í hugarfylgsnum hans leiftraði lít ið óskiljanlega skært blátt ljós. Hann sagði loðnum rómi: — „Hann er kannske farinn til há- skólans aftur“. Varir hans virt- ust máttvana og hann muldraði eins og maður sem talar upp úr svefni. — „Haldið þið það ekki líka — að hann sé farinn þang- að?" " Quinn héraðsfógeti reis úr sæti. „Þetta, sem við ætluðum að gera“, sagði hann ■— ,,getur að skaðlausu beðið betri tírna. >ú þarfnast hvíldar, Adam. Þetta hef ur orðið mikið áfall fyrir þig“. Adam leit á hann: •— „Áfall — o, já. Þakka þérir fyrir, Georg. Þakka þér innilega fyrir". „Georg?" „Þakka þér hjartanlega fyrir", sagði Adam. Þegar héraðsfógetinn var far- inn, hélt Cal til herbergis síns. Adam hallaði sér aftur á bák í stólnum, og innan stundar var hann sofnaður og hraut með opn- um munni. Lee stóð stundarkorn og horfði á hann, áður en hann fór aftur fram í eldhúsið. Hann opnaði bi auðstaukinn og tók þar upp litla bók í skinnbandi með nafni næst- um ólæsilegu, vegna þess að gyll- ing stafanna var næstum máð af. — Hugleiðingar Marcusar Aurel- iusar í enskri þýðingu. Lee þurrkaði stálspangargler- augun sín með handklæðinu. Síð- an opnaði han* bókina og blaðaði í henni. Og hann brosti með sjálf- um sér meðan hann leitaði að sér- stökum kafla, sér til trausts. Hann las hægt og myndaði orð- 1 in með vörunum: — „Hafðu það jafnan í huga að allir hlutir ger- ast við breytingu og minnstu þess að ekkert er eðli alheimsins kær- ara en að breyta þeim hlutum sem eru og gera nýja hluti líka þeim, því að allt sem lifir eða er til, er að nokkm leyti sæði þess er verð- ur“. Lee renndi augunum niður eftir bókarsíðunni. — „Þú átt innan lítillar tíðar að deyja og þú ert ekki enn laus við áhyggjur. Þú óttast það, að ytri hlutir og aðstæð ur kunni að særa þig. Þú ert ekki mildur og vingjarnlegur við alla. Og þú neytir ekki vitr þíns og þekk ingar til þess eins að breyta rétti- lega“. Lee leit upp frá lestrinum og hann svaraði bókinni, eins og hann hefði svarað einhverjum öld- ungi ættar sinnar. „Það er satt“, sagði hann. — „Þetta er mjög erf- itt. Ég blygðast mín. En gleymdu þv' ekki, að þú segir líka: — „Veldu ávallt skemmstu leiðina og skemmsta leiðin er hin náttúrlega — gleymdu því ekki“. Hann fletti blöðunum, unz hann kom að saur- blaðinu, þar sem nafnið Samúel Hamilton hafði verið ski'ifað með breiðum snikkarablýanti. Skyndilega varð Lee gripinn kæti. Hann fór að hugsa um það, hvort Samúel Hamilton myndi nokkurn tíma hafa saknað bókar- innar eða grunað hver valdið hefði hvarfi hennar. Lee hafði virzt það eina rétta að stela henni. Og hann hafði aldrei iðrast eftir því. Fingur hans gældu við lin skinn- spjöldin, þegar hann tók hana og s*akk henni aftur niður í brauð- staukinn. — „Auðvitað vissi hann hver tók hana“, sagði hann við sjálfan sig. — „Hver annar hefði getað stolið Marcusi Aureliusi? Hann gekk inn í dagstofuna og settist á stól við hliðina á Adam, sem svaf djúpum, værum svefni. 2. Cal sat við borðið í herbergjnu sínu, studdi olnbogum á borðplöt- una og lét höfuðið hvíla í höndum sér. Hann hafði sáran höfuðverk, ónot í maganum og hin súr-sæta viskílykt angaði umhverfis hann og af honum, fyllti nasir hans, loddi við hverja flík, 1-íkamans og olli honum velgju. Cal hafði aldrei drukkið áður, hafði aldrei þurft þess. En för hans til Kate hafði ekki veitt hon- um neina fróun og hefndin hafði verið án nokkurrar sigurgleðí. — Hann mundi ekki cftir atburðum kvöldsins nema sem óljósum hræri UNGUR LAGHENTUR maður óskast strax. — Upplýsingar í Skóverksmiðjunni Þór, Skipholti 27. at sundurlausra orða, sýna og • ifinninga. Hann gat ekki greint I á milli veruleika og ímyndunar. I Þegar þeir komu ut úr húsinu, [ hafði hann lagt handlegginn yfir öxl bróðurins, sem var snöktandi og hikstandi, en Aion hafði barið hann til jarðar með eldsnöggu hnefahöggi. Aron hafði staðið yf- ir honum í myrkrinu, en svo snú- ið sér skyndilega við og hlaupið í burtu, grátandi eins og örvita barn. Cal heyrði enn hásan grát- inn, sem yfirgnæíði hratt fótatak bróðursins. Cal hafði legið kyrr, þar sem hann féll um koll, undiir háa þyrnigerðinu í húsagarði Kates. Hann heyrði blástur og skrölt eimlestarinnar í fjarska og hvin bifreiðanna, sem um veginn fóru. Svo hafði hann Tokað augun- um, en opnaði þau brátt aftur og leit upp, þegar hann heyrði létt fótatak og skynjaði nálægð ein- hverrar lífandi veru. Einhver laut niður að honum og honum datt í hug, að það væri Kate. En svo rétti þessi mannvera sig upp aftur og gekk hlióðlega í burtu. Eftir nokkra stund hafði Cal svo risið á fætur, dustað af sér rykið og lagt af stað í áttina til Main Street. Hann gat ekki annað en undrast það, hversu lítil áhrif þessi atburður bafði á tilfinningar hans. Hann fór að raula lágt fyr- ir munni sér: — „There is a rose that grows in no mans land and it is wonderful to see -----“. Allan laugardaginn hafði Cal haldið kyr’-u fyrir inni í herberg inu sínu. LTm kvöldið fékk hann Joe Laguna til að kaupa handa sér viskíflösku, þar sem hann var of ungur til að kaupa hana sjálf- ur. Joe vildi gjarnan slást í fé- lagsskap við Cal, en varð að gera sig ánægðan með einn dollara sem Cal gaf honum og fór niður í krána, til að kaupa sér einhverja hressingu fyrir hann. Cal fór beint inn í sundið, bak við Abbot Hause og fann skotið, þar sem hann bafði setið með Rab bit Holman hið sögulega kvöld, þegar hann sá móður sína í fyrsta skipti. Hann settist flötum beinum á jörðina og svo neyddi hann sig til að drekka úr flöskunni, þiátt fyrir megnustu velgju og ógleði. Tvisvar sinnum kastaði hann upp, en hann hélt samt áfram að drekka, þangað til jörðin fór að bylgjast og snúast undir honum og götuljósið hnitaði stóra og tign arlega hringi. Loks rann flaskan úr höndunum á Cal og hann vatt út af, en jafn- vel þegar öll meðvitund hafði yfir- gefið hann, hélt hann áfram að kasta upp. Alvörugefinn, stutthærður hund ur, með hringað skott, kom snuðr- andi inn í húsagarðinn og stans- aði öðru hverju, lyfti öðrum aft- urfætinum og kastaði af sér vatni. Hann varð var við Cal og fór í stóran krók fram hjá honum. Joe Laguna varð hans einnig var og fann hann. Jœ tók flöskuna, sem lá upp við fótinn á Cal, hristi liana, bar hana upp að ljósinu og sá að hún var nærri hálf. Hann skyggndist um eftir tappanum, en sá hann hvergi. Svo gekk hann í burtu og hélt þumalfingri sínum i flöskustútnum, svo að ekki skyldi gusast upo úr henni. 1 grárri dögun vaknaði Cal til hins dapurlega lífs, skjálfandi af kulda, og dróst heimleiðis. Hann þurfti ekki að ganga langa leið, aðeins út úr sundinu og þvert yf- ir götuna. Lee hc’7rði til hans við dyrnar og kannaðist fljótt við þefinn sem af Cal lagði, þegar hann staulað- ist og skjögraði inn eftir forstofu- gólfinu, til herbergis síne og hneig út af í rúmið sitt. Cal var glaðvakaiidi, en það var því líkast sem höfuðið á honum væri alveg að klofna í sundur, Hann hafði ekkert mótstöðuafl gegn sorginni, ekkei-t varnarlyf gegn smáninni. Eftir nokkra stund reyndi hann að hrista af sér slen- ið. Hann fór I kalt bað og nuddaði og neri líkamann. Hann vissi að hann varð að játa sök sína fyrir föðurnum og biðjast fyrirgefning- ar. Og bann varð að auðmýkja sig fyrir Aroni — ekki aðeins núna, heldur alltaf. Án þess gat hann ekki lifað. En þegar kallað var á hann og hann stóð inni í stoíunni hjá föður sínum og Quinn héraðs- fógeta, var hann samt engu að síður þijóskur og ofsafenginn, eins og grimmur hundur og hatr- ið til hans sjálfs, beindist gegn öll um öðrum — hann var vesæll og fyrirlítlegur ræfill, sem engum unni og enginn unni. Svo sat hann aftur inni í her- berginu sínu og sektarvitundin lamaði hann og hann hafði ekk- ert vopn, sem hann gæti varizt henni með Skyndilega varð hann ofsalega hræddur um Aron. Hann gat hafa slasast á einn eða annan hátt. — Hann gat hafa lent í einhverjum erfiðleikum. Það var Aron, sem ekki gat séð um sig sjálfur. Cal vissi að hann -'arð að leita Aron uppi og koma með hann heim og jera hann aftur að þeim sama og hann hafði áður verið. Og þetta varð að gerast, jafnvel þótt Cal þyrfti að fórna til þess sjálfum sér. Og þá greip hugmynd in um fórn hann jafnsterkum tök- um og venjulega, þegar sakhitánn maður á í hlut. Aðeins fórn gat hjálpaf Aroni og komið honum heim aftur_ Cal gekk yfir að skrifborðinu sínu og tók þunna, flata pakkann upp úr skúffunni. — Svo litaðist hann nm í herberginu, kom auga á litla glerskál í glugganum og lét hana á borðið fyiir framan síg. Hann andaði djúpt og naut hress- andi áhrifa hins ferska loíts. Því næst tók hann einn peningaseðil- inn, biai.t hann saman eftir miðju, kveikti á eldspítu og bar hana að seðlinum. Hinn þykki pappír skorpnaði saman og varð svartur, svo læstist eldurinn upp eftir honum og þegar hann var rétt kominn að fingurgómunu»i á áflútvarpiö Miðvibudagur é. nóvembc r: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: — Tón- leikar af piötum. 18,30 Tal og tón ar: Þáttur fyrir unga hlústend- ur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Framburðarkennsla í ensku. 19,05 Þingfréttir. — Tón- leikar. 20,30 Lestur fornrita: — Hallfreðar saga vandi-æðaskálds; XI. (Einar ÓI. Tveinsson prófess- or). 20,55 Einleikur á píanó: Gina Bachauer leikur (plötur). 21,10 Leikrit Þjóðleikhússins (fram- baldsleikrit): „Islandsklukkan" efti Halldór Kiljan Laxness; fyrsti hluti. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Brynjólfur Jóhannesson, Baldvin Halldórsson, Lárus Pálsson, Árni Trj’ggvason, Steindór Kjörleifsson, Herdís Þor valdsdóttir, Þorsteinn Ö. Step- hensen, Emelía Jónasdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Klemenz Jónsson, Ævar Kvaran, Lárus Ingólfsson, Edda Kvaran, Jón Aðils, Gestur Pálsson, Valur Gíslason og Valdi- mar Helgason. — Þorsteinn ö. Stephensen flytur nokkur inn- gangsorð, og Lárus Pálsson les prólógus eftir höfund leikTÍtsins. 22,10 Iþ-óttir (Sigurður Sigurðs- son). 22,30 Harmonikulög: Kunn ir harmonikuleikarar og hljóm- sveitir leika (plötur). 23,10 Dag- skrárlok. FimmlwinRHr 7. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- rnannaþáttur (Gnðrún Erlends- dóttir). 18,30 Fomsögulestur fyr- ir börn (Helgi Hjörvar). — 18,50 Framburðarkennsla í frönsku. —- 19,05 Þingf réttir. — Tónleikar. 20,30 Kvöldvaka: a) Björn Th. Björnsson listfræðingur ies kafla úr bók eftir Peter Hallberg: Hall- dór Kiljan í klausfcri Saint Mau- rioe de Clei-vaux. b) íslenzk tón- list: Lög eftir Árna Björnsson. c) Finnborg Örnólfsdóttir les kvæði eftir Helga Valtýsson. d) Ólafur Þorvaldsson þingvörður flytur minningabrot um séra Þórarin Böðvarsson í Görðum. 21,45 1»-* lenzkt mál (Asgeir Biöndal Magn- ússon kand. mag.). 22,10 „Söngs- ins unaðsmál": Guðrún Sveinsdótt ir talar um þróun sönglistar. — 22,40 Tónleikar (plötur). — 23,00 Dagskiárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.