Morgunblaðið - 20.11.1957, Side 8
8
MOnCDTSJU AÐ1Ð
Miðvikudagur 20. nóv. 1957
Spjallað v/ð jbýzka óperusfjórann dr. Schramm:
„Eg held, að Peter Grim.es sé
bezta óperan frá sfóari árum..."
ÓPERUFLOKKUR frá Wiesbad-
en sýndi Cosi fan tutte í síðasta
sinn í Þjóðleikhúsinu á föstudags-
kvöldið, og fréttamaður Morgun-
blaðsins skrapp þá þangað upp
eftir ásamt Halldóri Péturssyni
listmálara í því skyni að hitta
óperustjórann, dr. Schramm, að
máli. Hann tók komumönnum
ljúflega og tyllti sér hjá þeim í
setustofu leikaranna, er sýningin
var hafin frammi á sviðinu.
Þriðjungur gjaldanna greiddur
með eigin tekjum
Fréttamaður hóf samtalið:
„Hér á íslandi hefur nokkuð
verið um það rætt að koma fast-
ara skipulagi á óperuflutning
með því að ráða söngvara að Þjóð
leikhúsinu. Er það tíðkað í Þýzka
landi að tengja þannig saman
flutning söngleika og leikrita?“
„Það er gert víða í hinum
smærri borgum. Annars staðar
er þessi starfsemi stundum öll
undir sameiginlegri stjórn, þó að
hún fari fram í tveimur húsum.
Nú munu vera í Vestur-Þýzkalani
og Vestur-Berlín um 60 hús, sem
óperuflutningur fer fram í, en
aðeins 12 þeirra eru einungis not-
uð til óperusýninga.“
„Þér eruð bæði óperu- og leik-
hússtjóri."
„Já, það er rétt. Við höfum 2
hús í Wiesbaden. í því stærra
sýnum við 16 óperur, 2 leikrit og
4 óperettur á ári, en í minna hús-
inu 14 leikrit og 2 óperur.“
„Hvað eru margir listamenn
ráðnir hjá ykkur?“
„Það eru vist einir 35 söngvar-
ar og um 30 leikarar."
„Svo að þið þurfið á miklu fé
að halda.“
„Við fáum opinbera styrki, alls j
3 milljónir marka á ári, 52% af
því frá Hessenríki en hitt frá
Wiesbadenborg. Tekjur af starf-
seminni eru um 1.500.000 mörk á
ári — eða um þriðjungur af
rekstrarkostnaðinum."
„Hve oft sýnið þið hvért verk?“
„Við höfum fasta gesti á 7 sýn-
ingar á hverju verki. Fyrir kem-
ur, að við höfum ekki nema eina
sýningu umfram það. Þegar bezt
gengur, eru sýningarnar alls
20—25.“
Til samanburðar við ofan-
greind ummæli dr. Schramm má
geta þess, að 1 mark jafngildir
tæpum 4 kr. skv. skráðu gengi.
Tekjur íslenzka Þjóðleikhússins
af aðgöngumiðasölu, leikskrám,
húsaleigu o. s. frv. nema um
60% af heildarútgjöldunum eða
næstum því helmingi meira hlut-
I fallslega en er í Wiesbaden. Árið
1 1956 voru heildargjöldin 8.112.000
1 — en eigin tekjur 4.821.000. Sýnd
Kaupið SUNKIST til sælgætis
og matar — Síðustu kassarnir af
sumaruppskerunni, ódýrar —
ódýrari í heilum kössum
fuusimuu
eru hér árlega um 12 leikrit og
1—2 söngleikir — Fastráðnir leik
arar eru 15, en 7 aðrir hafa gert
svonefndan B-samning við leik-
húsið.
★
„Hvað getið þér svo sagt mér
um óperulistina í Þýzkalandi
nú?“
„Óperur njóta enn sem fyrr
mikilla vinsælda. Verk Mozarts,
Wagners, Puccinis og Verdis eru
sýnd á hverju ári víða um landið,
en vinsældir tónskáldanna, sem
nú eru uppi, eru öllu minni. Satt
að segja er mjög erfitt að fá fólk
til að hlusta á verk þ'eirra. Þó
eigum við mörg óperutónskáld og
verk þeirra eru alloft sýnd svo
og söngleikir erlendra nútíma-
tónskálda.“
eins og Hindemith. Nýjasta ópera
hans er Upprisa Krists, en af eldri
verkum eru Máninn og Carmina
Burana þekktust. f verkum Orff
eru töluð orð, tónlist og dans
tengd saman á mjög listræhan
hátt.
Werner Egk er nokkrum árum
yngri en Orff, fæddur 1901. Ég
sagði áðan frá Endurskoðandan-
um, en Columbus og Pétur Gaut-
ur eru í hópi eldri verka hans.
Tveim árum yngri er Boris
Blaeher, sem ekki alls fyrir löngu
samdi „Prússneska sögu“, skop-
óperu um prússneskan hernaðar-
anda. Fortner höfum við áður
minnzt á, hann er nú um fimmt-
ugt. Þá er að geta um Gottfried
von Einem. Hann er nú um fer-
tugt og gat sér fræð fyrir nokkr-
Dr. Schramm og söngvarar hans — eins og þeir komu Hall-
dóri Péturssyni fyrir sjónir.
„Hvaða nútímaóperur falla
yður bezt í geð?“
„Það er erfitt að segja svaraði
óperustjórinn og hugsaði sig um.
Ég held, að Peter Grimes eftir
Benjamin Britten sé bezta óperan
frá síðari árum.
Það yrði erfitt að koma henni
hér fyrir á sviðinu, annars er það
verk, sem vafalaust ætti vel við
íslendinga: Sjór, ský, vindur,
birta.
Svo get ég nefnt The Rake’s Pro
gress eftir Strawinsky næst, en
af þýzku óperutónskáldunum er
mér Carl Orff hugstæðastur."
„Þér vilduð e. t. v. segja okkur
eitthvað meira um þýzku óperu-
tónskáldin?"
„Það má segj a, að þau séu fyrst
og fremst lærisveinar Straw-
inskys, Schönbergs og Hinde-
miths. Sá síðastnefndi hefur ný-
lega gengið frá nýrri óperu Die
Harmonie der Welt, sem var frum
sýnd í Múnchen á þessu ári. Hún
fjallar um Kepler, stjörnufræð-
inginn mikla. Hindemith er nú
rúmléga sextugur og hefur samið
margvíslega tónlist sem kunnugt
er. Af eldri óperum hans er Matt-
hías málari. þekktust."
„Hafa fleiri nýjar óperur verið
sýndar á þessu ári?“
„Þrjár aðrar, ef ég man rétt.
Endurskoðandinn eftir Werner
Egk var sýnd í Schwetzingen.
Textinn er tekinn úr leikriti Go-
gols. Ræningjarnir, nýtízkuleg
tólftóna ópera eftir Gisleher
Klebe var sýnd í Dússeldorf.
Texti hennar er gerður eftir leik-
riti Schillers. Og loks er það
Blóðbrullaupið eftir Wolfgang
Fortner við texta eftir Garcia
Lorca. Frumsýningin var í Köln.“
„Og svo eigið þið nú ýmis tón-
skáld, sem lá.ta að sér kveða, þó
að ekki hafi komið verk frá
þeirra hendi á þessu ári. Etv.
vilduð þér telja upp helztu óperu-
tónskáld Þjóðverja nú?“
„Ég var búinn að minnast á
Orff, Hann er rúmlega sextugur,
HEKLA
Vestur um land í hring-ferð hinn
23. þ.m. — Tekið á móti flutningi
til áætlunarhafna vestan Þórs
hafnar í dag og árdegis á morg-
un. — Farseðlar seldir á fimmtu-
dag. —
um árum með óperunni Réttar-
höldunum, sem gerð er við texta
frá Kafka.
Svo eigum við Hans-Werner
Henze. Hann er nú rúmlega þrít-
ugur, en vakti athygli, er hann
samdi óperuna Boulevard Soli-
tude, þegar hann var 24 ára. Þar
var á ferð ný útgáfa af sögunni
um Manon Lescaut. í fyrra var
var svo frumsýnd geysimikil
ópera eftir hann König Hirsch.
Textinn er gerður eftir gömlum
ævintýrum og segir frá viðureign
spillts landstjóra og konungs
hans. Páfagaukur, trúðar og tal-
andi myndastyttur koma þarna
mjög við sögu. Óperan er geysi-
mikið verk og hlaut misjafnar
viðtökur, bæði mikið lof og mikið
last.
Að lokum er svo rétt að nefna
Liebermann, sem reyndar er frá
Sviss. Hann samdi Leonora 40/45
um lífið í París á stríðsárunum
og tímanum þar á eftir, og hlaut
lof fyrir. I sumar var ný ópera
eftir hann frumsýnd í Salzburg:
Kvennaskólinn, — textinn er gerð
ur með hliðsjón af leikriti Moli-
ére.
★
„Þér sögðuð blaðamönnum frá
því um daginn, að þið hefðuð
tónlistarhátíð á hverju vori í
Wiesbaden. Slíkar hátíðir eru víst
haldnar víðar í Þýzkalandi.“
„Við bjóðum óperuflokkum
heim á hverju vori og hljómar
þá söngur á ýmsum tungumálum
hjá okkur. Það er rétt, að tón-
listarhátíðir eru haldnar víðar. í
Múnchen eru fluttar þýzkar óper-
ur, í Bayreuth eru fluttar óperur
Wagners og í Berlín er listahátíð,
þar sem m. a. nútímatónlist er
kynnt.“
Eftir þetta barst talið að ís-
landsferðinni, ferðalögum austur
á Þingvelli og víðar um Suðvest-
uriand og starfsskilyrðum í Þjóð-
leikhúsinu. Dr. Schramm kvað
gott að syngja í leilchúsinu og vel
séð fyrir öllu, er sviðið varðar.
Hljómsveitargryfjan væri hins
vegar of lítil. Að lokum lét hann
í ljós ánægju sína með viðtökur
hér í Reykjavík en hvarf svo eitt-
hvað út í rangala leikhússins, sló
taktinn og tók undir með öðrum
elskhuganum inni á sviðinu, þó
að blaðamanninum skildist, að
sá armi liðsforingi væri að brugga
einhver launráð gegn kærustunni
sinni.