Morgunblaðið - 20.11.1957, Side 11

Morgunblaðið - 20.11.1957, Side 11
Miðvikudagur 20. nóv. 1957 MORCUWBT 4Ð1Ð 11 Ungir menn rœða framtíð Reykjavíkur Líkan af gagnfræðaskólahúsinu við Réttarholtsveg. Nú hafa verið teknar í notkun 8 kennslu- stofur í húsinu. HÉR fer á eftir útdráttur úr þremur framsöguræðum, sem haldnar voru á fundi Varðarfélagsins í gærkveldi um framtíð Reykjavíkur. Er þar um að ræða framsöguræður Páls S. Pálssonar hrl., Gunnlaugs Snædals, læknis og Sig- urðar Magnússonar, kaupmanns. Páll S. Pálsson: Má$ ceskunnar eru mál framfíðarinnar Páll S. Pálsson PÁLL S. PÁLSSON hrl. flutti ýtprlega framsöguræðu um ýmis- legt varðandi skólamál og fleira. Lo.id ræðumaður á að í fjárhags- áætlun Reykjavíkur fyrir árið 1957 væri gert ráð fyrir útgjöld- um til fræðslumála sem nemi 17,8 milljónum, til hreinlætis- og heilbrigðis- mála eru tæp- ar 1 millj. kr. ætlaðar og til félagsmála, en þar undir eru hjúkrun og líknarstarfsemi barna- og vist- heimili og fram færsla, 54 millj. króna. Kvað hann heildarút- gjöldin vera áætluð 204,9 millj. kr. og væri það því ekki lítill hluti þeirra sem færi til þess hluta bæjarmálanna, sem hann hefði minnzt á og rætt yrði á fundinum af framsögumönnum. Skóiar og skólahverfi Framsögumaður kvað, að nefnd in hefði verið sammála um, að sú stefna ætti að ríkja að hafa skólabyggingar ekki stórar og þegar skipulögð séu ný íbúða- hverfi, sé ætlað nóg landrými fyrir væntanlegt skólasvæði í hverfinu. Benti ræðumaður á þær grein- argerðir og tillögur um skóla- hverfi, nýbyggingar og staðsetn- ingu skóla í Reykjavík, sem sam- ið hefði verið af 7 manna nefnd, sem bæjarstjórnin kaus til þeirra starfa og væru þar mjög merki- legar tillögur varðandi skóla- byggingar og skólahverfi í Reyk j avíkurbæ. Ræðumaður benti á að í til- lögum nefndar þeirrar, sem hann var framsögumaður fyrir, væri lagt til að sundlaugar séu gerðar við sem flesta skóla, en hér séu sundlaugar of fáar mið- að við stærð bæjarins og fólks- fjölda. Æskilegt væri að sund- laugar væru reistar í sambandi við skólana. Verknámið Þá ræddi höfundur verknámið allýtarlega. Okkur skilst að fyrirkomulag og tilgangur verknámsins, í því formi sem það er, beinist að því verknám í gagnfræðaskóla við síðara sérnám, þannig að ungl- ingar, útskrifaðir úr gagnfræða- skóla verknáms, þurfi ekki að byrja í fyrstu tröppu, við hlið unglinga, er ekki hafa notið slíks verknáms, ef þeir fara í iðn- skóla eða til annars tæknilegs náms. Ef það væri unnt, myndi verknámið í gagnfræðaskólum fá enn hagrænni tilgang, en það hefur nú. Mikil sókn er nú hafin í flest- um menningarríkjum heims til meira tæknilegs náms fyrir ungl- inga. Skammt er þess að minn- ast í heimsfréttum, að stórstígar framfarir í eldflaugasendingum voru þakkaðar aukinni tækni- fræðslu fyrir almenning hjá hlut- aðeigandi þjóð. En þó sleppt sé bollaleggingum um geimfarir, og menn haldi sig við jörðina eina, blasir við sú staðreynd, að aukin vélanotkun og auknar tæknileg- ar framfarir á öllum sviðum hljóta að knýja fram breytt við- horf í skólamálum. Þessa gætir einkum meðal stórþjóðanna, en mér er tjáð að mjög örli á breyt- ingu til aukins tæknináms hjá frændþjóðum okkar á Norður- löndum. Hér í Reykjavík má nefna dæmi, er sýnir, að stefnan hnígur í þessa átt. Flestallir piltar í efri bekkjum Menntaskólans láta nú skrá sig í stærðfræðideild og það færist í aukana, að stúlkur fari einnig í stærðfræðideildina. I tillögunum er minnzt á stór- aukið tæknilegt nám í sambandi við atvinnuvegina. Því til skýr- ingar skal það tekið fram, að hér í höfuðstaðnum er fjölmenn 1 stétt handiðnaðarmanna, sem eru prýðilega vel menntir í sínu fagi. En í verksmiðjuiðnaðinum, „iðj- unni“, eins og það var einu sinni kallað, er varla um viðurkennt sérnám að ræða. Alltof mikill hluti starfsfólks í verksmiðjum hefur engrar sérmenntunar not- ið, þó að það fáist við vandasöm tæknileg störf. Mörg eru þau störf, sum vanda- söm, í sambandi við útflutnings- framleiðsluna, sem unnin eru af almennu verkafólki, er kemur og fer, án þess að vera með sérnámi tengt þessum störfum, fremur en öðrum. Það mætti sennilega auka vöruvöndun og frámleiðsluör- yggi, efla atvinnuöryggi starfs- fólksins og auka áhuga þess á að skapa unglingunum þörf og tæknilegum framförum í með- þroskandi viðfangsefni yerklegs ' ferð fisks og fiskverkun, ef um eðlis. Þetta er mjög góðra gjalda ' fjölbreytt tæknilegt sérnám væri vert og reyndar nauðsynlegt, að að ræða á þessum sviðum. skólarnir sveigðu meira inn á Ræðumaður drap á að nauð- þessar brautir. syn væri á leiðbeiningum um Hins vegar kemur til álita, stöðuval fyrir uglinga en slíkt hvort ekki sé hægt að tengja væri nú mjög tíðkað víða erlendis. Tilgangurinn væri að aðstoða unglingana við að velja sér ævistarf, sem bezt gæti hent- að hneigð þeirra og hæfileikum. Barnaheimili og leikvellir Ræðumaður sagði að aukin verkaskipting og fjölbreyttir at- vinnuhættir gerðu það æskilegt að mæður ættu þess kost að geta látið ung börn sín dveljast lengri eða skemmri tíma vinnudagsins í góðri gæzlu á leikskóla eða á barnaheimili. Þannig gætu ó- giftar mæður unnið fyrir sér venjulegan dagvinnutíma en lát- ið barnið njóta umhyggju sinn- ar að vinnutíma loknum. Hús- hjálp væri nú næstum ófáanleg og með hliðsjón af þeirri þróun, sem orðið hefði, væri nauðsynlegt að húsnæði væri í hinum ýmsu hverfum fyrir leikskóla og dag- heimili. Rakti hann þessi mál, eins og þau hafa verið hér í Reykjavík og þá starfsemi, sem hefði verið á vegum bæjarins og barnaheimilisins Sumargjafar í þessu efni. Þá minntist ræðumaður á leik- svæði barna á húsalóðum og taldi að auka þyrfti aðgang barna að leiksvæði við húsin og minnti í því sambandi á frásögn eins hús- eiganda hér í Reykjavík fyrir fáum árum á foreldrafundi um umferðarmál, þar sem þessi hús- eigandi skýrði frá að hann hefði sett leiktæki í eitt hornið á hús- lóð sinni og þýðingu þess. Ræðu- maður benti á að þeir væru ófáir húsagarðarnir í Reykjavík, þar sem börn vart mættu stíga fæti sínum en það væri ekki ein- hlítt að stuðla að mikilli garð- rækt og fegrun bæjarins, ef börn in hefðu hvergi friðland annars staðar en á götunni. Þess vegna þyrfti að reyna að bæta hér um, þannig að börnin hefðu meira leiksvæði á húsalóðunum utan götunnar. Gunnlaugur Snædal: Sfórkostlegt átak er gert í heilhrigðismálum GUNNLAUGUR Snædal læknir kvað heilbrigðismál vera einn af hyrningarsteinum menningar þjóðanna. Hér á landi hefðu verið og væru enn mörg stórmál á döf- inni á þessum sviðum. Eftir bygg ingu Landspítalans hefði um margra ára skeið verið lítið rætt um frekari aukningu sjúkrarúma en fyrir löngu væri svo komið að mikil þörf væri á stórfelldri aukn ingu á þeim. Á sl. árum hafa mörg mál og stór komið fram á vegum bæjarstjórnarinnar í þess- um efnum. Ber þar engum manni öðrum fremur að þakka en dr. Sigurði Sigurðssyni lækni. Hefur bæði mikill stórhugur og vand- legur undirbúningur einkennt þessi mál. Ber þá fyrst að nefna byggingu Heilsuverndarstöðvar- innar og Bæjarsjúkrahússins, sem er komið vel á veg. Sagði ræðu- maður að sjaldan hefði vandaðri undirbúningur verið gerður að byggingu sjúkrahúss hérlendis en átt hefur sér stað varðandi bygg- ingu Bæjarsjúkrahússins. Bygg- ing Bæjarsjúkrahússins er mál málanna í heilbrigðismálum bæj- arins í dag. Ræðumaður sagði að fram hefðu komið raddir um að allt of mikið væri ráðizt að byggja stórt bæjarsjúkrahús og stækka Landsspítalann um meira en helming og byggja við Landakotsspít- ala, en það væri augljóst af þeim um- lÍjfpfeí ræðum, sem WW < , fram hefðu far H? ið um þessi W mál, bæði fyrr W H og síðar, að full *«lli S þörf væri J^fpSllllllIll öllu þvi sjúkra Gunnlaugur rúmi sem feng- Snædai ist við þessar bætur. Það sem leggja verður höfuð- áherzlu á, er að hraða fram kvæmdum eftir mætti, við bygg- ingu Bæjarsjúkrahússins, svo að það sem allra fyrst komist í fulla notkun. Má í því sambandi vekja athygli á þeim háttum, sem tíð- kast mjög erlendis að leita tilboða stórra fyrirtækja, sem framleiða öll lækningaáhöld sjúkrahúsa, að taka að sér að fullbúa sjúkrahús- ið að öllum þessum áhöldum, gegn því að fyrirtækið láni veru- legan hluta kostnaðar um nokk- urrá ára skeið, og aðeins gegn lítilli útborgun við afhendingu. Reynsla liðinna ára sýnir að stór hluti kostnaðar við byggingu sjúkrahúss er einmitt allt innbú. Borið hefur við að alllangur tíml hefur liðið frá þvi, að byggingu sjúkrahúss lauk og þar til að það hefur getað tekið til starfa, vegna vöntunar á innbúi. Skal í þessu sambandi bent á sænsk eða v-þýzk fyrirtæki, sem þekkt eru um allan heim fyrir vandaða og góða framleiðslu. Eru þau vön að gera slíkar áætlanir fyrir sjúkra- hús af öllum stærðum, og geta með stuttum fyrirvara framleitt eða útvegað öll áhöld, sem hæfa stærð þess. Gætu þau þá legið fyrir hér heima í þann mund, er byggingu lýkur. Ákveðið hefur verið að reisa sjúkrahúsið í áföngum, og má það heppilegt teljast. Halda ber síðan áfram eftir mætti að ljúka byggingunni allri og undirbúa áframhald annarra stofnana, sem rétt er að reka í sambandi við sjúkrahúsið og byggja í nágrenni við það. Má þar einkum telja hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga þá, er um lengri tíma upptaka rúm á hinum almennu deildum sjúkrahússins, en þurfa lítillar daglegrar hjúkrunar við. Hins vegar er nauðsynlegt, að geta notið rannsóknar- og aðgerða- stofu sjúkrahússins, og því hent- ugt að hafa eins stutta fjarlægð á milli og eins samræmdan rekst- ur þessara stofnana og föng eru á. Kemur þá til álita, hvort hag- kvæmara sé að byggja fleiri minni byggingar, sem alltaf verða heimilislegri, eða stórt hús. Fer það einnig mjög eftir landrými í nánd sjúkrahússins. Erlendis munu menn vera komnir meira inn á þá braut að byggja minni hús á afviknum og kyrrlátum svæðum sjúkrhússlóða fyrir hjúkrunarsjúklinga í stað stór- hýsis. Þessi mál þurfa góðan undirbúning og væri því heppi- legt að athuganir gætu hafizt hið fyrsta á framtíðarlausn þessa máls, sem hins næsta á eftir bygg ingu Bæjarsjúkrahússins. Þá minntist ræðumaður á byggingu fæðingardeildarinnar en hún væri dæmi um það hve erfitt væri að sjá fram í tímann, þegar reistar væru nýjar stofn- anir en nú væri svo komið að stórkostleg vöntun væri á meira húsrými fyrir fæðandi konur. Yrði því hið fyrsta að hraða undirbúningi að verulegri stækk- un á fæðingardeildinni. Hér væri ekki um mál bæjarfélagsins ein- göngu að ræða, þar sem ríkið ættti einnig hér hlut í máli, enda væri fæðingardeildin einnig kennsluspítali og rekin undir stjórn ríkisspítalanna. Þá er í undirbúningi stofnun fæðingar- heimilis við Eiríksgötu, svo sem tilkynnt var fyrir nokkrum dög- um. Fæðingarheimili þetta leysir mikinn vanda í bili en ekki ber að líta á það sem framtíðarlausn þessa máls og því ekki að láta það tefja fyrir undirbúningi að varanlegri lausn málsins. Þá tók ræðumaður til með- ferðar hreinlætismólin. Kvað Frh. á bJs. 13. iiin glæsilega Heilsuveindarstöð á horni Egilsgötu og Barónsstígs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.