Morgunblaðið - 20.11.1957, Qupperneq 16
16
MORGUNBL AÐIÐ
Miðvikudagur 20. nóv. 1957
Sannleikurinn um
Ef tir
GORGES
SIMENON
(BéLé 2)
onc^e
FYRSTI KAFLI.
Ber það ekki við stöku sinnum,
að lítil mýfluga veldur meira um-
róti á vatnsfleti skógartjarnar, en
öldur frá stórum steini? Þannig
var það að minnsta kosti þennan
sunnudag á La Chataigneraie.
Fleiri sunnudagar höfðu þó verið
sögulegir hjá Donge-ættinni, t. d.
sunnudagurinn, þegar rokið felldi
eikina „þremur mínútum eftir að
mamma gekk fram hjá henni“, eða
sunnudagurinn þegar fjölskyldurn
ar rifust svo heiftarlega, að þær
gátu ekki sázt í marga mánuði.
En þessi sunnudagur, sem mátti
þó kallast dagur hins milcla harm-
leiks, leið hjá jafnhljóðlega og frið
samlega og lygn lækur á sléttu
engi.
Francois vaknaði um sex-leytið,
eins og hann gerði venjulega, þeg-
ar hann dvaldist í sveitinni. Kona
hans heyrði ekki að hann læddist
á tánum út úr svefnherberginu —
og' ef hún heyrði það, þá lét hún
að minnsta kosti sem hún vissi
ekki af því.
Það var 20. ágúst. Sólin var
komin upp, himinninn var heiðblár
og grasið döggvott og ilmandi.
Francois gekk inn í baðherbergið
og renndi greiðu gegnum hárið, og
gekk síðan í náttfötum og á inni-
skóm niður stigann og inn í eld-
húsið til að fá sér kaffi. CIo elda-
buska, sem var litlu meira klædd
en hann, hellti, syfjulega, heitu
vatni á kaffikönnuna.
— Nú eru mýflugurnar að éta
mig upp enn einu sinni, sagði hún
og rétti fram hvíta nakta fótlegg-
ina, sem voru þaktir rauöum díl-
um.
Hann drakk kaffið og gekk nið-
ur í garðinn. Klukkan tíu var
hann þar enn. Hvað var hann eig-
inlega að gera? Ekkert sérstakt.
Hann veitti því athygli að það
þurfti að binda upp mikið af tó-
mataleggjum.Þetta varð hann að
segja Papau garðyrkjumanni á
morgun. Það þurfti líka að segja
honum að láta ekki vatnsslönguna
liggja þvert yfir gangstigana.
Auk þess átti að tína baunirnar
áður en þær of-þroskuðust.
Nú opnaðist gluggi á efri hæð-
inni og drengshöfuð gægðist út.
Francois veifaði, og sonur hans
svaraði kveðjunni á sama hátt.
Hann var klæddur hvítum morg-
unslopp. Undir úfnu hárinu virt-
ust augun dekki-i en venjulega og
andlitið grennra og fölara. Hann
hafði erft hið langa og eilítið
skakka nef föður síns og það var
nægilegtr ættareinkenni til þess að
Francois hefði ekki getað svarið
fyrir hann. Að öðru leyti líktist
drengurinn móður sinni. Hann
hafði sömu grönnu líkamsbygg-
ingu og gagnsæja húð, sem minnti
á postulín. Jafnvel augun voru
postulínsblá.
Þjónustustúlkan Martha kom
inn til að hjálpa honum að klæða
sig. Herbergið var bjart og vina-
legt eins og öll villan, sem var
hið ákjósanlegasta sveitasetur
eins og borgarbúa dreymir þau.
Það var ekki hægt að sjá
merki um hinn hrörlega bóndagarð
sem eitt sinn hafði verið aðall stað
arins. 1 þess stað gat að líta fagra
grasfleti, ávalar hæðir, ávaxta-
garð, sem var töfrandi á vorin,
lítinn skógarrunna og hjalandi
læk.
Kirkjuklukkurnar tóku að
hringja. Að baki eplatrjánna mátti
greina ferhyrndan kirkjuturninn í
Ornaie. Hinum megin limgirðing-
arinnar lá brattur og mjór stígur,
sem nágrannarnir fóri eftir til
kirkjunnar. Francois heyrði greini
lega hvernig andstuttar sveita-
kerlingarnar blésu af áreynslu.
Það var einkennilegt að heyra í
þeim, en sjá þær ekki. Þær möluðu
hver í kapp við aðra, unz þær
komu í brekkuna, þá urðu lengri
og lengri þagnir, og eftir nokkurn
spöl þögnuðu þær I miðri setningu,
sem þær luku ekki við fyrr en uppi
á hæðinni.
Dömur
Nú er rétti tíminn að fá jólapermanentið. Erum
byrjaðar að taka jólapantanir. — Pantið í tíma.
Hárgreiðslustofan Liðun
Laugavegi 28, sími 33844.
Francois sótti valtarann í
áhaldaskúrinn, gekk síðan yfir á
tennisvöllinn og setti upp netið.
Klukkan var nálægt níu, þegar
sonur hans kom niður með veiði-
stöng í hendinni.
— Viltu hjálpa mér að beita
önguIinn?Jacques var átta ára
gamall, með langa, granna fætur
og fínlega drætti um munninn.
— Er mamma komin á fætur?
— Veit ekki.
Drengurinn hélt áfram niður að
læknum. Hann hafði aldrei fyrr
orðið var, en þennan sunnudag
vildi svo til að lítili aborri festist
á krókinn. Hann þorði ekki að
hreyfa stöngina. Hálfhræddur
greip hann andann á lofti og kall-
aði:
— Pabbi, fiskur! Komdu —
flýttu þér!
Francois var enn í náttfötunum
og á gegnblautum inniskóm þegar
hann nálgaðist gróðurhúsið að lok-
um. Þar birtist eldabuskan.
— Hvað var það, Clo?
— Jú, húsbóndinn hefur gleymt
nem gveppunum- Eg get ekki matreitt
beinlausa kjúklinga nema ég hafi
sveppi, og þeir fást ekki niðri í
bænum.
Það var sama sagan á hverjum
sunnudegi. Francois verzlaði á
laugardögum og tróð bílinn fullan
af öllum mögulegum hlutum. Hver
kom með sinn minnislista og elda-
buskan páraði pantanir sínar með
blýanti á þvældan bréfsnepil.
— Ertu viss um að sveppirnir
hafi verið á listanum?
— Já-já, ég er alveg viss um að
ég skrifaði þá.
— Og þeir hafa ekki orðið eft-
ir í bílnum?
Skollans ólán! Hann gekk aftur
upp og klæddi sig. Hann stað-
næmdist fyrir utan svefnherbergis
dy^-nar og hlustaði, en hvort sem
kona hans svaf eða ekki, var stein-
hljóð þar inni.
Francois var ekki mikill fyrir
mann að sjá, fremur lágvaxinn,
en þrekinn og vöðvamikill. Hann
var fríður, þegar sleppti hinu sér-
kennilega skakka nefi og dálítið
illgirnislegu augnaráði.
„Horfðu ekki á mig eins og þú
værir að gera grín að mér“, sagði
Bébé oft.
Bébé! Hlægileg uppfinning að
kalla hana Bébé! Þrátt fyrir tíu
ára hjónaband hafði hann ekki get
að vanizt nafninu. En úr því að
'fjölskylda hennar, vinkonur henn-
ar og allir aðrir voru ásáttir um
að kalla hana Bébé, þá....
Hann ók bílnum út úr bílskúrn-
um, steig út til að opna hvítmál-
að hliðið, ók spöl og steig út aft-
ur til að loka á eftir sér. Það voru
ekki nema fimm kílómetrar til
borgarinnar. Margt hjólreiða-
manna var á veginum. Þeirra
gætti mest í brekkunni hjá Bel-
air, því þar urðu þeir að fara af
„Engin er jafnsmekklega klædd og
hún“.
Bébé Donge — gyðja, dís, full-
komin, eins og stigin fram úr ljóði.
Bébé Donge í fangelsi!
Francois settist aftur inn í bíl-
inn. Hann hugleiddi hvort hann
ætti að staðnæmast við Café du
Centre og tá sér einn „apératif"
baki og leiða hjólin. 1 skógarjaðr- en ákvað að standast það, til að
mum hafði fólk þegar komið sér j koma ekki of seint heim með
fyrir og var að byrja að tína fram < sveppina.
matarbögglana. Þar sem Francois I Á hæðinni ók hann fram úr bíl
leigði út veiðilönd, gat hann ekki ‘ bróður síns. Felix sat undir stýr-
varizt því að hugsa um brotnar | inu með tengdamóður þeirra við
flöskur og annað rusl, sem yrði til j hliðina. Frú d’Onnerville (maður-
óþrifnaðar yfir veiðitíniann. j inn hennar sálugi hafði skrifað
Brúin. Rue du Pont-Neuf, þráð sig Donnerville áður en hann
bein og skipt í tvennt af geislum ! kvæntist) var virðuleg, tignarleg
sólarinnar. Aðeins fjórir eða fimm
göngumenn sáust á kílómetra
löngum gangstéttunum. Hvar-
vetna gat að líta lokaðar búðir og
nafnskiltin sýndust fyrirferðar-
meiri en á virkum dögum. Rauða
pípan yfir tóbaksbúðinni, risa-
klukka úrsmiðsins, messing-plata
ákæruvaldsins. Saksóknarinn var
að setja bílinn sinn í gang.
Hann kom í matvöruverzlunina,
sem var skyggð af miklu tjaldi.
Þar inni angaði af sætu og krydd-
uðu brauði. Eigandinn gekk um í
mislitum vinnuslopp. Bráðum
mundi hann einnig taka sig upp
með fjölskyldu sína í kassabíln-
um, sem annars var notaður til
vöruflutninga.
— Svo ætla ég að fá lítinn poka
með karamellum handa drengnum.
— Jacques litli hefur það gott,
er það ekki? Það er auðvitað gott
fyrir hann að vera í sveitinni. En
hvað segir frú Donge -— finnst
henni ekki einveran seigdrepandi?
Þegar allt kom til alls gleymdi
FrancoLs að gefa syni sínum kara-
mellurnar, og það leið langur tími
— að minnsta kosti þrjár vikur —
áður en hann fann pokann klesst-
an í vasa sínum næst, þegar hann
fór í fötin, sem hann var í þennan
dag.
Þrjár vikur. Maður segir „eft-
ir þrjár vikur“ eða „fyrir þrem-
ur vikum", en maður hug’sar sjald-
an hve margt getur skeð á þremur
vikum, já, jafnvel á nokkrum
og skrautlega klædd eins og ævin-
lega.
Jeanne sat £ aftursætinu með
bæði börnin. Bertrand, sem var
tíu ára, teygði sig út og veifaði til
föðurbróður síns.
Bílarnir staðnæmdust nærri því
samtímis við afleggjaran til La
Chátaigneraie. Frú d’Onnerville
sagði fýlulega:
— Ekki skil ég hvers vegna þú
varzt að aka fram úr okkur.
Síðan bætti hún við án þagnar,
er hún hafði litið á opnu gluggana
í húsinu:
— Er Bébé ekki enn komin á
fætur?
Þau urðu að bíða í hálftíma áð-
ur en hún kom. Eins og venjulega
hafði hún eytt tveimur tímum á
snyrtiherberginu.
— Sæl, mamma, sæl Jeanne,
sæll Felix. Hafðirðu svo gleymt
einhverju, Francois?
-— Já, sveppunum.
— Ég vona að maturinn sé til.
Martha! Hefur verið lagt á borð
úti á véröndinni? En hvert hefur
Jacques farið? Martha! Hvar er
Jacques?
SBlItvarpiö
Miðvikudagur 20. nóvember:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik
ar af plötum. 18,30 Tal og tónar:
Þáttur fyrir unga hlustendur
klukkustundum. Hver hefði trúaíi<(Ingó]fur Guðbrandsson náms-
því að Bébé Donge mundi sitja í
fangelsi þremur vikum síðar —
hún, sem var svo falleg, svo fín-
gerð og gædd slíkum yndisþokka.
.... Maður talaði ekki um hana
eins og aðrar konur, t. d. systur
hennar Jeanne, konu Felix Dcnge.
Systurnar voru giftar sínum bróð-
urnum hvor. Ef einhver sagði:
„Ég hitti Jeanne hjá saumakon-
unni í gær“, þá lagði sá hinn sami
rétta áherzlu á orðin. Hann hafði
bara hitt Jeanne, sem var lítil,
hnellin, fjörleg kona, á sífelldu
iði. Það heyrði ekki til stórvið-
burða að hitta hana.
En segði einhver aftur á móti:
„Ég fór út á La Chátagneraie og
hitti Bébé Donge, þá þótti ætíð
hlíða að bæta við: „Hún ei reglu-
lega yndisleg", eða „Hún hefur
aldrei verið eins hrífandi", eða
NYKOMIÐ
Karlmanna-
inniskór
úr mjúku skinni, með crom-
leðursólum — nýkomnir.
Verulega fallegir og
þægilegir inniskór.
SKOVERZLUNIN
HECTOR HF.
Laugaveg 11 — Laugaveg 81
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
stjóri). 18,55 Framburðarkennsla
í ensku. 19,05 Þingfi-éttir — Tón-
leikar. 20,30 Lestur fornrita: Hall
freðar saga /andræðaskálds; IV.
sögulok (Einar Öl. Sveinsson
prófessor). 20,55 Söngvar frá
Noregsstrcndum: Norskir söngv-
arar syngja (plötur). 21,10 Leik-
rit Þjóðleikhússins (framhalds-
leikrit): „íslandsklukkan" eftir
Halldór Kiljan Laxness: þi'iðji
hluti. — Leikstjóri: Lárus Páls-
son. Leikendur: Brynjólfur Jó-
hannesson, Valur Gíslason, Her-
dís Þorvaldsdóttir, Gestur Pálsson,
Árni Tryggvason, Steindói Hjör-
leifsson, Klemenz Jónsson, Helgi
Skúlason, Baldvin Halldórsson,
Steinunn Bjarnadóttir, Hildur Kal
man, Þorsteinn ö. Stephensen,
Valdimar Helgason, Ævar Kvar-
an, Lárus Pálsson og Haraldur
Björnsson. 22,10 Iþróttir (Sigurð-
ur Sigurðsson). 22,30 Harmoniku-
lög: Art van Damme kvintettinn
leikur (plötur). 23,00 Dagskrárlok.
I Fimmtudagur 21. nóvember:
| Fastir liðir eins og venjulega.
; 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
I mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 18,30 Fornsögulestur fyr-
ir börn (Helgi Hjörvar). 18,50
Framburðarkennsla í frönsku. —
19,05 Þingfréttir. — Tónleikar.
20,30 Tónleikar (plötur). — 20,45
„í lundi nýrra skóga“, — 50 ára
minning skógræktarlaganna. Er-
indi flytja Hákon Bjarnason skóg
ræktarstjóri, Einar Sæmundsson
skógfræðingur og Páll Sveinsson
sandgræðslustjóri. 21,30 Tónleikar
(plötur). 21,45 íslenzkt mál (Dr.
Jakob Benediktsson). 22,10 „Söngs
ins unaðsmál": Baldur Andrésson
kand. theol. talar um Bellman, og
flutt verða sönglög eftir hann. —
23,00 Dagskrárlok.
1) — Hann er kallaður Kalli. | — Mikið er hann fallegur.
Ég íékk hann hjá Jóa. | Komdu Kalli minn.
2) — Jæja, ég ætla að fara og
þvo mér. Ég sé ykkur seinna.
3) — Kalli á að vera afmælis-
gjöf til þín Sirrí.
heilmikið af listum.
þér líki hann.
Hann kann
Ég vona að