Morgunblaðið - 20.11.1957, Side 17
Miðvikudagur 20. nóv. 1957
MORCVNBLAÐIÐ
17
Ólafur Sigbjörnsson
Kvebjuorð
MEÐ „Tröllafossi" er hingað kom
frá New York 12. október s. 1.
var meðal farþega Vestur-ís-
lendingurinn Ólafur Sigbjörns-
son frá Vík í Fáskrúðsfirði, er
leit nú land sitt aftur eftir lang-
ar fjarvistir.
Ættingjum og vinum er komn-
ir voru til að fagna honum heils-
aði hann hress í bragði. Ekki
varð greint á mæli hans að hann
hefði dvalið erlendis í nær 40
ár. Vinum hans duldist þó ekki,
að hann gekk eigi heill til skóg-
ar, en engan grunaði að sam-
vistir yrðu svo skammar er raun
ber vitni.
Ólafur Sigbjörnsson var fædd-
ur að Vík í Fáskrúðsfirði hinn
2. febrúar árið 1892 einn 14 bama
hjónanna Sigbjarnar Þorsteins-
sonar og Jakobínu Bjarnadóttur
er þar bjuggu. Af þcim systkin-
um eru nú 4 á lífi, Ágústa, Sig-
urður og Jóhanna, öll gift og
búsett í Reykjavík og Jón bú-
settur í Bandaríkjunum, ókvænt-
ur.
Snemma mun sjórinn hafa heill
að Ólaf, enda uppalinn við einn
hinn fegursta Austfjarðanna, þar
sem hann stundaði sjóróðra með
föður sínum og bræðrum frá
barnæsku. Heima hjá foreldrum
sínum dvaldi hann til 18 ára
aldurs en fór þá til Vestmanna-
eyja en síðar til Reykjavíkur og
var hér á togurum 1—2 ár. Um
áramótin 1913—14 fór hann til
Englands. Er fyrri heimsstyrjöld-
in var í algleymingi kom hann
heim að ósk móður sinnar árið
1916. Fór hann þá enn til Vest-
mannaeyja og gerðist þar for-
maður á bát. Hann var svo lán-
samur að bjarga þar brezkri skips
höfn úr sjávarháska. Fékk hann
og menn hans viðurkenningu fyr-
ir. Árið 1920 fór hann alfarinn
af landi burt fyrst til Englands
en síðar til Bandaríkjanna, þar
sem hann gerðist ríkisborgari.
Hingað kom hann aðeins í stuttar
heimsóknir árin 1929 og 1938.
Frá Boston stundaði hann sjó
óslitið fram til ársins 1942, er
hann hætti sökum heilsubrests.
Sama ár kvæntist hann Jessieu
Macdonald, ágætustu konu af
skozkum ættum. Festu þau kaup
á litlum búgarði í Shapleigh í
Maine. Árið 1952 varð hann fyrir
þeirri sorg að missa konu sína.
Eftir það leitaði hugurinn sífellt
meir til íslands, unz hann á síð-
astliðnu sumri ákvað að koma
heim til vetrarlangrar dvalar.
Ólafur Sigbjörnsson var hinn
gjörvilegasti og drengilegasti
maður að vallarsýn og framkomu,
hið mesta snyrtimenni og sam-
vizkusamur svo af bar. Mest var
þó um vert hve góður sonur hann
var móður sinni meðan hún lifði
og hvílíka umhyggju og rækt-
arsemi hann sýndi systkinum sín-
um og ættingjum alla tíð. Lönd-
um sínum ýmsum vestra nákomn
um sem öðrum, reyndist hann
, sönn hjálparhella.
Hér dvaldist hann á heimili
systur sinnar, Ágústu, og manns
hennar Stefáns Björnssonar og
Framkalla
Ausco litfilmur
Fljót afgreiðsla, vönduð vinna. — Verð:
40 kr. fyrir 35 m.m. og 50 kr. fyrir 6x6 mm.
Afgreiðsla er í Aðalstræti 16.
H. STOLZENWALD
heimsótti ættingja og vini, eftir
því sem heilsan leyfði. Fram-
farir hér heima glöddu hann mjög
og varð honum tíðreikað niður
að höfn til að skoða okkar nýju
skip. — Einna mest glæddi hann
að sjá Dvalarheimili aldraðra
sjómanna risið af grunni. Heimil-
ið hafði hann skoðað og skrifað
um það vinum sínum erlendis.
Fyrstu daga nóvembermánaðar
veiktist hann af inflúenzu, hættu
lausri er talið var. Naut hann
hinnar beztu aðhlynningar systra
sinna og bróður. En vegna astma
er hafði þjáð hann lengi, varsamt
talið ráðlegra að hann færi í
sjúkrahús. Var hann fluttur i
Landsspítalann laugardaginn 9.
nóvember. Hann kvaddi heimilis-
fólk með gamanyrðum. Nú urðu
skjót umskipti og laust fyrir mið-
nætti sama dag var hann látinn.
Allir vinir hans er hugsað
höfðu með fögnuði til samvist-
anna við hann eru harmi slegnir
en vona að það hafi verið hon-
um gleði að fá að dvelja síðasta
skeiðið á ættlandi sínu. Hann
var einnig sá gæfumaður að fá
notið lítt skertra andlegra og
líkamlegra hrafta til hinztu
stundar. Löng lega hefði orðið
honum þungbær.
Við biðjum honum allrar
blessunar og viljum treysta því
að mannkostir þeir er hann var
svo ríkulega gæddur muni enn
duga honum vel.
G.
Bílavogir
Eigum fyrirliggjandi:
20 tonna bílavogir. Verðið hagstætt
Landssmiðian
Sími 11680
NÝ FRÍMERKJABÓK
Tegundasafn
34 textar (blóm, byggingar, flugvél-
ar, hestar ,skip o.s.frv.) á 26 blaðsíð-
um í lausblaðabók með skrúfum. —
Verð aðeins kr. 25.00. Ennfremur
stök blöð með 28 viðbótartextum. —
Aukatextar afgreiddir eftir pöntun.
Sent um allt land.
Frimerkjasalan
Lækjargötu 6, Reykjavík
— Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu —
Unglingur óskast
til innheimtustarfa um óákveðinn tíma. Þarf ekki
að vinna allan daginn. Upplýsingar g'efur
Haraldur Jéuasson,
Raímagnsverkstæði SIS
Hringbraut 119
Kaupmenn - kaupíélöy
Sel eins og að undanförnu mjög seljanlegar jóla-
vörur: Skreyttar jólakörfur, blómaskálar, blóma-
búnl. —
Gott verð og góð vara. Sent um land
allt gegn póstkröfu.
Blóma- og
grænmetismarkaðurinn
Laugavegi 63 — sími 16990.
Pantið í tíma. Ekki hsegt að afgreiða eftir 15 des. út á land
Hve létt bað er að skrifa
nafnið sitt eða langt
bréf ... með Sheaffer’s
White Dot Snorkel Pen.
Úrval af gerðum, litum og
verði frá kr.: 253.80.
Fylltur á nýjasta hátt — engir
hlutir settir til hliðar. Oddur
og skapt, alltaf skínandi hreint
Fæst í helztu báka- og ritfangaverzlunum.
Emkaumboðsmaður: Egill Guttormsson, Reykjavík.
Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5
og Pennaviðgerðin, Vonarstiæti 4, Reykjavík.