Morgunblaðið - 20.11.1957, Síða 18

Morgunblaðið - 20.11.1957, Síða 18
18 1UORCIJ1SBT 4 91Ð Miðvikudagur 20. nðv. 1957 -/?æðo Ólafs Thors Framh. af bls. 1 Óvenjugóðar gæftir á síðustu vertíð eru veigamesta atriðið í stjórnarstefnunni. Þar fengu fslendingar loksins þann, sem valdið hefur, mann, sem ræð- ur yfir skini og skúrum, veðri og vindum. Niðurgreiðsiurnar. „Sannleikurinn er sá, að nýjar niðurgreiðslur hafa ekki verið teknar upp á þessu 15 mánaða tímabili, nema á nýjum fiski, sem nemur rúmu % vísitölu- stigi.“ Til fróðleiks skal þess getið, að í fjárlögum 1956 eru ætlaðar til niðurgreiðslna 57 milljónir. En í fjárlagafrumvarpinu, sem nú liggur fyrir þinginu fyrir árið 1958, er áætlað í þessu skyni 125 milljónir, — eða 68 millj. kr. meira heldur en 1956. Og nú seg- ir Lúðvík Jósefsson, að með þessum 68 milljónum sé greitt niður % vísitölustig. Þarf frekar vitnanna við um þessi ummæli sannsöglispostulans?! Stækkun fiskiflotans „1 tíð núverandi stjórnar hefur fiskiflotinn verið aukinn meira á einu ári en áður á þremur árum í tíð íhaldsins." Sannleikurinn er sá, að á þremur valdaárum síðustu stjórn ar jókst flotinn um 4416 smá- lestir, en á þessu ári aðeins um 1217 smálestir, og hafa menn þar enn nýtt vitni um gildi orða sannleikspostulans. Bátagjaldeyrir og útflutningssjóður Þá er það margtugginn fróð- leikur, sagði Ölafur, að Eysteinn Jónsson og ég höfum vanrækt að útvega fé til útvegsins, en L. J. hafi bætt rækilega úr því. Sannleikurinn er sá, að „hali“ sá, sem myndazt hafði á báta- gjaldeyrinum, stafaði af því, að bátalistinn var of lítill. Þrátt fyrir óskir mínar, náðist ekki samkomulag í fyrrverandi stjórn um stækkun bátalistans. Er nú- verandi stjórn innleiddi hið nýja kerfi, hátollaði hún miklu fleiri vörur en áður voru á bátalista. Samt sem áður verður nú enn um áramótin nýr „hali“, sem. mun nema um eða yfir 50 millj. kr. Ennfremur verða þá í land- inu vörur, sem leggja til viðbctar 150 milljóna kvaðir á útflutn- ingssjóðinn. í þessum efnum er því sú ein breyting á orðin, sem staf- ar af því að nú eru miklu fleiri vörur hátollaðar en áður voru á bátalista, og svo af hinu, að Lúðvík Jósefsson hef- ur lagt mikla áherzlu á að fá nú bráðabirgðalán í bönk- unum, rétt á meðan verið er að ganga frá samningum við útgerðarmennina, lán, sem síðar auka svo vanskil út- flutningssjóðs. Menn vantar á flotann Þá eru það margendurteknar staðhæfingar Lúðvíks og Þjóð- viljans, að ég hafi rekið tvö þús- und sjómenn í land af skipun- um. Hvað er nú hæft í þessu? spurði Ólafur. Sannleikurinn er sá, að það ?r ekki ég, heldur Lúðvík Jósefsson og hans kump- ánar, sem ófarnaðinum valda. Hinar gífurlegu kauphækkanir, sem kommúnistar með hjálp krata knúðu fram í verkföllunum miklu 1955, lögðu svo stórfelld- ar hækkanir á alla landvinnu í þágu útgerðarinnar, að útgerð- armenn hafa ekki getað greitt sjómönnum nægjanlega hátt kaup til þess að halda þeim á flotanum. Það er þess vegna sannleikspostulinn Lúðvík og aðrir kommúnistar, sem ráku ijómennina í land. Og hvert? spurði Ólafur. í mínu kjördæmi er það svo, að Lúðvík hefur rekið svo marga sjómenn upp á flugvöll, til þess að vinna þar fyrir herinn, sem eins og allir vita er löngu farinn, að nú er ekki hægt að manna út bát- ana nema að litlu leyti, þegar síldin er loksins komin. Ég held, að kommúnistum væri sæmst að þegja um þessi efni, sagði Ólafur. Sjálfstæðisflokkurinn og sjávarútvegurinn Margar fleiri firrur Þjóðvilj- ans og Lúðvíks leiðrétti Ólafur og lauk þessum kafla ræðu sinn- ar með að segja eitthvað á þessa leið: 1. Ég hefi í höndium skjallegar sannanir fyrir því, að enginn flokkur átti jafnmikinn þátt í, að nýsköpunartogararnir voru keyptir til landsins, eins og Sjálf- stæðisflokkurinn. 2. Aldrei fram að þeim tíma höfðu fleiri vélbátar verið byggð- ir og keyptir til landsins en í tíð nýsköpunarstjórnarinnar. Það var Sjálfstæðisflokkurinn, ásamt Áka Jakobssyni, alþingismanni, sem mestan þátt átti í þessu. 3. Stjórn Sjálfstæðisflokksins lagði til gengisfellinguna 1950. Hún hlaut þá ámæli margra fyr- ir, þótt nú játi allir, að þetta var óumflýjanlegt, en frá öndverðu var ljóst, að það var útveginum mikið bjargráð. 4. Bátagjaldeyririnn -var sú skipan, sem bezt hentaði hags- munum útvegsins. Sjálfstæðis- flokkurinn réði þessu, ásamt Eysteini Jónssyni, gegn andmæl- um kommúnista og krata. 5. Síldar og fiskleitir vonu hafn ar í stórum stíl, undir forustu Sjálfstæðisflokksins. 6. Fiskveiðasjóður var stór- efldur, undir forustu Sjálfstæðis- flokksins. 7. Aldrei hafa verið byggðir jafnmargir vélbátar og keyptir til landsins sem í tíð fyrrver- andi stjórnar. 8. Hið eina, sem Lúðvík getur hælt sér yfir er, að hann hafi „kreist út úr Eysteini Jónssyni“, eins og hann sjálfur orðar- það, meira fé til handa „luxusbíla- og skrauthallaútvegsmönnunum“, eins og Þjóðviljinn orðar það, en mér hafi tekizt. Aður níddi Þjóð- viljinn mig fyrir að skattpína „fátækan almenning“ fyrir „Iuxiusburgeisana“. Nú hælist Lúðvik yfir því að vera í þess- um efnum mér miklu fremri. Það er satt, og ég efast ekkert um þörfina. Fyrir Lúðvík er það bara leiðinlegt, að hann borgar minnst af þessu sjálfur. Það gerir fólk- ið, „fátækur almenningur“, sem skattana greiðir. Landhelgin Loks ræddi Ólafur landhelgis- málið og gerði grein fyrir því, hvers vegna L. J. hefðist ekkert að í því, þrátt fyrir stóryrðin fyrir valdatökuna. Vísitalan Næst rakti Ólafur herfilega fölsun vísitölunnar og sívaxandi dýrtíð og minnkandi kaupmátt, sem þjóðin býr við, gjaldeyris- skortinn, fjárskort og stórkost- legan yfirdrátt ríkissjóðs og út- flutningssjóðs bæði hjá seðla- bankanum og öðrum bönkum, og sagði frá mörgu því, sem blöðin ekki hafa gert að umræðuefni. Stórlán í Þýzkalandi Þá vék hann að lánamálunum. Skýrði hann frá því,- að í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar hafi ís- lendingum boðizt Sogslánið, ef fallizt hefði verið á þau kjör, sem núverandi stjórn samþykkti. Þar næst vék Ólafur að því, að hann hefði átt kost á 400 millj. kr. láni í Vestur-Þýzka- landi fyrir einstakan velvilja dr. Adenauer kanslara. Færði Ólafur fram því til sönnunar mörg skjalleg sönn- unargögn. Vitnaði hann m. a. í skýrslur tveggja þjóðkunnra íslendinga, sem í hans umboði höfð«u rætt málið við ráðu- neytisstjóra dr. Adenauers, að gefnu tilefni frá honum sjálf- um, er hann var hér í heim- sókn í byrjun júnímánaðar 1956. Segir þar m. a. orðrétt: „f kvöldveizlu hjá utanríkis- ráðherra 4. þ. m. hafði dr. Janz skýrt forsætisráðherra frá því, að dr. Adenauer hefði beðið sig fyr- ir skilaboð til hans þess efnis, að sambandsstjórnin hefði mik- inn áhuga á því að veita íslandi lið á sviði efnahags- og viðskipta- mála, en nauðsynlegt væri, að ákveðnar óskir og tillögur kæmu fram frá íslenzku ríkisstjórn- inni“. Og er síðan rakið samtalið í þessum tveimur skýrslum ög kem ur þar fram, að ráðuneytisstjór- inn telur Þjóðverja fúsa að lúna íslendingum stóra fjárfúlgu. Síðan vitnaði Ólafur í nótu- sendingar og skeyti, er fram höfðu farið milli kanslaráns og hans sjálfs. Loks vitnaði Ólafur í bréf frá ambassador íslands í Bonn, dr. Helga Briem, en þar segir, — að eftir heimkomu dr. Janz, er hann hafði ráðfært sig við kanslarann, hafi hann stung- ið upp á, að íslendingar færu fram á 100 millj. marka lán, eða tæpar 400 millj. ísl. króna. Og tók dr. Janz fram „að okkur veitti ekkert af því í sements- verksmiðjuna, í rafvæðinguna, í endurbyggingu flotans og ýmis- legt fleira, sem við hefðum á prjónunum; myndum við alltaf geta fengið þetta smám saman eftir þörfum“. Ennfremur segir dr. Helgi: „Upphæðin virðist mér all há“. Og ræðir hann síðan lánsbeiðnir annarra þjóða, sem hafi verið svarað neikvætt af Þjóðverjum, og sýnir fram á, hversu einstak- an velvilja kanslarinn sýni með framkomu sinni gagnvart okkur. Og loks bætir dr. Helgi við: „Þess er ekki að leyna, að kansl- arinn dr. Adenauer, er bak við þetta lánamál og óvíst það hefði mikinn byr“ án hans. Eftir stjórnarskiptin fór dr. Kristinn, núverandi ambassador í London, til Þýzkalands, til þess að sækja þetta lán. Úr lántök- unni varð ekki. Mér er að sjálf- sögðu alveg ókunnugt um, hvernig á því stendur, sagði Ólaf- ur. Samskotalánið Næst rakti Ólafur hungur- göngu stjórnarliðsins um víða veröld í leit að lánum. Alls stað ar hefðu þeir gengið bónleið- ir til búðar, hvergi fengið eyri, nema 4 millj. dollara lánið, sem þeir fengu með því skil- yrði, að framlengd yrði dvöl varnarliðsins á íslands, þ. e. a. s. þeir seldu réttinn til að verja landið. Nú hefðu þeir loks gengið með samskotapottinn milli NATO-ríkjanna og teldu sig myndu fá þar 100—150 millj. kr. lán gegn því að lofa að svíkja ekki í bráð varnarsamn inginn. Sýndi þetta, að NATO- ríkin vissu orðið, að peningar er það eina, sem megnar að halda núverandi ríkisstjórn við loforð sín og drengskap- arheit. Slík væri smán íslendinga orðin. Lauk Ólafur máli sínu með því að segja, að slík ríkis- stjórn væri þjóðarskömm og þjóðarhætta og bæri þess vegna öllum fslendingum að vinna að falli hennar. Mikil inflúenza í Eyjum VESTMANNAEYJUM, 19. nóv. — Innflúenzufaraldurir.n, sem gengið hefur í Vestmannaeyjum að undanförnu er nú um það bil að ná hámarki sínu. Var barna- skólanum lokað í dag en um það bil 40% nemenda vantaði. Gagn- fræðaskólinn hefur verið lokaður í hálfan mánuð. Fyrirhugað er að reyna að hefja kennslu í honum á morgun. Að sögn héraðslæknis- ins hefur veikin verið fremur væg þó einstaka hafi orðið allliart úti. — Bj. Guðm. 90% af skólum í Frakk- landi lokað í gœr París, 19. nóv. Einkaskeyti frá Reuter. MEIRA en ein milljón ríkis- starfsmanna efndu í morgun til sólarhringsverkfalls til þess að leggja áherzlu á launakröfur. Er þetta þriðja verkfallið á einum mánuði, sem nær til allra byggð- arlaga landsins. Ef gengið yrði að kröfum ríkisstarfSmanna mundu ríkisútgjöld aukast um meira en 100 millj. franka á ári og er það langt frá því að vera í samræmi við stefnu núverandi stjórnar í efnahagsmálunum, því að í dag samþykkti þingið efna- hagsáætlanir Gaillards þar sem gert er ráð fyrir auknum skött- um og að dregið verði verulega úr ríkisútgjöldum. Verkfallið hafði mjög lamandi áhrif á allt daglegt líf í Frakk- landi í dag. Meira en 90% allra skóla varð að loka og jafnframt lömuðust allra flugsamgöngur í landinu. Síma- og póstþjónusta lagðist svo að segja niður og hljómplötur voru leiknar í allan dag í franska útvarpinu. Þá varð og mjög erfitt að fá drykkjar- vatn í París, er leið á daginn. Um 7 þús. verkfallsmanna söfn uðust saman fyrir framan fjár- málaráðuneytið í dag og síðan gekk hópurinn áleiðis til þing- hússins þar sem verið var að ræða efnahagsáætlun Gaillards, en vopnað lögreglulið hefti för kröfugöngumanna. Caillard hlaut traust Sparnaður og aukin afköst er stefna hans París, 19. nóv. Einkaskeyti frá Reuter. GAILLARD leitaði í dag trausts þingsins eftir umræðurnar um efnahagsmálin og tillögur hinnar nýju stjórnar í þeim. Hlaut Gill- ard 256 atkv. og meðal þeirra, sem studdu hann voru sósíalist- ar og kaþólski þjóðarflokkurinn. Kommúnistar og poujadistar greiddu atkvæði gegn stjórninni en um 60 þingmenn sátm hjá. Áður en gengið var til atkvæða- greiðslu flutti Gaillard stutta ræðu þar sem hann komst m. a. svo að orði í sambandi við vopna- sendingar Breta og Bandaríkja- manna til Túnis, að ríkisstjórnir þessara tveggja bandalagsríkja Frakklands yrðu að gera sér það ljóst, að nú riði meira á en nokkru sinni áður að NATO-rík- in standi sem eitt. — ★ — Meðal stjórnmálasérfræðinga í París er það álitið, að sigur frönsku stjórnarinnar í atkvæða- greiðslunni í dag byggist á þrem meginatriðum: 1. Vopnasendingar Breta og Bandaríkjamanna til Túnis hafa eflt samstöðu Frakka innbyrðis enn meira og hefur það berlega komið fram í þinginu. 2. Margir þingmenn, sem í rauninni eru andvígir hinum nýju skattaálögum, greiddu D a g s k r á sameinaðs Alþingis, 20. nóvem- ber 1957, kl. 1,30. 1. Byggingarsamvinnufélög, þáltill. — Ein umr. Fræðslustofnun launþega, þáltill. — Ein umr. Brotajárn, þáltill. Ein umr. Hafnarbótasjóður, þáltill. — Ein umr. Afnám áfengisveitinga á kostnað ríkisins, þáltill. — Frh. einnar umr. Kennaraskólinn, þáltill. — Ein umr. Efnaiðnaðarverksmiðja í Hveragerði, þáltill. — Ein umr. Verndun fiskimiða, þáltill. — Ein umr. Skýrsla um Ungverjalands- málið, þáltill. — Fyrri umr. Strandferðaskipið Herðu- breið, þáltill. — Ein umr. Flugsamgöngur við Vestfirði þáltill. — Ein umr. Útboð opinberra fram- kvæmda, þáltill. — Ein umr. Hafnargerðir, og endurskoð un hafnarlaga, þáltill. — Fyrri umr. Aðsetur ríkisstofnana og embættismanna, þáltill. — Fyrri umr. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12 13. 14. Afmæli. — 80 ára er í dag, 20. nóv. Rósa Jónsdóttir, Sólvöllum 13, Akureyri, fyrrum húsfreyja að Yzta-Bæ í Hrísey, ekkja Ágústs Jónssonar útvegsbónda þar. stjórninni atkvæði til þess að forðast enn eina stjórnarkrepp- una, sem hefði getað orðið Frakk landi og frönskum stjórnmálum mjög hættuleg eins og nú standa sakir. 3. Margir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar, að nú geti ekk- ert bjargað Frakklandi frá gjald- þroti annað en sparnaður og auk- in afköst, en stefna Gaillards í efnahagsmálunum miðar ein- mitt að því. — Utan úr heimi Frh af bls 10 þyngist um helming frá brúð- kaupsdeginum fram að fimm- tugu. Það kennir margra grasa í þess- um 12 síðna bæklingi um fituna. Þar eru nefndar margar tölur til dæmis um það, hvað fólk eigi mikið á hættu með því að fitna óhóflega með aldrinum. ★ Er blaðaviðtalinu við Krarup prófessor — í tilefni af útgáfu bæklingsins — lauk, var borið fram sherry og lokkandi smá- kökur. En þó að enginn af við- stöddum væri feitur, voru menn mjög uppburðarlitlir við át og drykkju. Einstöku maður seild- ist til kökubakkans, en indælar smákökur voru svo til ósnertar, þegar haldið var heimleiðis. Karlmenn: hæð grann- meðal- þrek- cm ur þungur vaxinn 156 53 56 61 158 54 58 62 160 56 59 64 162 57 61 65 164 59 62 67 166 60 64 68 168 62 65 70 170 63 67 71 172 65 68 73 174 66 70 74 176 67 71 75 178 69 72 77 180 70 74 78 182 72 75 80 184 73 77 81 186 75 78 83 188 76 80 84 190 78 81 86 K o n u r hæð grann- meðal- þrek- cm grönn þung vaxin 150 47 51 54 152 48 52 55 154 49 53 56 156 51 54 58 158 52 55 59 160 53 57 60 162 54 58 61 164 56 59 63 166 57 60 64 168 58 62 65 170 59 63 66 172 61 64 68 174 62 65 69 176 63 67 70 178 64 68 71 180 66 69 73

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.