Morgunblaðið - 20.11.1957, Side 19
Miðvikudagur 20. nóv. 1957
VORGUNBl4Ð1Ð
19
Handknattleiksmenn vinna að fram-
gangi stórmála við erfiðustu skilyrði
Samtal við Árna Árnason form. HSÍ *
MEÐAL áhorfenda að flestum handknattleikskappleikum og auk
þess að sumum æfingum er annar tveggja eða þeir tveir menn
sem hið nýstofnaða handknattleikssamband íslands skipaði í lands-
liðsnefnd. Hlutverk nefndarinnar er að velja lið það er leika á í
heimsmeistarakeppninni en hún fer fram í Berlín um mánaða-
mótin febr.-marz n. k. Þangað fer ísl. lið, en hverjir það skipa
er enn óráðin gáta. Spenningurinn vex og íþróttasíðan sneri sér
til Árna Árnasonar, formanns sambandsins og spurði hann um
ýmislegt varðandi heimsmeistarakeppnina og undirbúninginn.
★ Landsliðsnefnd
Fyrsta skrefið varðandi undir-
búninginn var að skipa landsliðs-
nefnd og í hana voru skipaðir
þeir Grímar Jónsson hinn kunni
handknattleiksfrömuður í Val og
Sigurður Nordal sem um árabil
var einn þeirra sem færðu Ár-
manni marga og góða sigra.
Þessir tveir — nefndin, hefur
ákeðið að velja ekki lið til sér-
stakra æfinga, fyrr en að Reykja-
víkurmótinu loknu, en því lýkur
8. des. n.k. Ástæður til þess eru
ýmsar:
1) Handknattleiksmenn voru í
októberbyrjun ekki í þeirri þjálf
un að gott væri að sjá hverjir
væru líklegastir til að skipa hóp
til sérstakra æfinga.
2) Önnur ástæða er að það
hefði skemmt Reykjavíkurmótið
ef sérstakur hópur hefði verið val
inn. Sumir eru þannig gerðir að
þegar þeir hafa náð ákveðnu tak-
marki — t.d. verið valdir í hóp
til að æfa undir heimsmeistara-
keppni, þá slaka þeir á, en leggja
sig fram meðan þeir eru ekki
valdir. Æfingatímar hins sérstaka
hóps koma til með að verða um
helgar sennilega á sunnudögum,
en það er einmitt keppnisdagur
flestra handknattleiksmanna.
3) Það getur heldur ekki talizt
hlutverk algerlega févana hand-
knattleikssambands að koma
mönnum í þjálfun. Þess þáttur
er samæfingar þjálfaðra manna,
að æfa leikaðferðir o.h.p. Þeir
sem eru í beztri þjálfun um 10.
des. hafa mesta möguleika til
Þýzkalandsferðar.
hinum er neðar verða í röðinni.
Fjögur lið verða því í mótinu og
leiktími 2x30 mín (fullur leik-
tími).
— Hver verður þjálfari?
— Það er enn óákveðið. Það
er eins með það og svo margt
annað í starfi þessa nýstofnaða
sambands, að fjárskorturinn
stendur alls staðar í vegi. Hann
er aðalástæðan til heldur lítils
starfs HSÍ. Einustu tekjur sam-
bandsins eru skattar frá félögun-
um — sennilega um 2000 kr. á ári.
Og mikið verður ekki gert fyrir
þá upphæð.
Þýzkalandsferðin
— Hvernig hugsið þið ykkur
að kljúfa ferðakostnaðinn til
Berlínar?
— Við gerum ráð fyrir að förin
kosti 40—50 þúsund krónur en
það er fargjald 15 leikmanna,
þjálfara og 3 manna fararstjórn-
ar til Hamborgar. Þegar þangað
er komið, greiða Þjóðverjarnir
sem um mótið sjá ferðakostnað
til Berlínar, dvöl og ferðina aftur
til Hamborgar.
Við reiknum fastlega með ríf-
legum styrk frá utanfararsjóði til
hins nýstofnaða sérsambands.
Hitt verður að koma á annan hátt,
með framlögum þeirra sem fara
o.s. frv.
Þess má einnig geta að hand-
knattleikssamabandið hefur mik-
inn hug á að reyna að koma fleiri
handknattleiksmönnum hafi þeir
áhuga á, með hópnum til Berlín-
ar. Mundu þeir þá greiða ferðir,
en hugsanlegt er að hægt verði
að útvega ókeypis dvöl. Það er
þó ekki víst. En gaman væri að
fleiri fengju að sjá þetta stórmót,
en aðeins þeir sem taka þátt í því.
Af slíkum ferðum má meira læra
á hálfum mánuði en mörgum
árum hér heima.
— ísland var óheppið með nið-
urröðun í riðla?
Það má fullyrða. Riðlarnir eru
annars 4 og þannig skipaðir:
1. Svíþjóð, Pólland, Finnland,
Spánn.
2. Þýzkal., Frakkland, Noregur,
Luxemborg.
3. Tékkóslóvakía, Ungverja-
land, Rúmenía, Island.
4. Danmörk, Júgóslafía, Aust
urríki og Brasilía.
Ein þátttökutilkynning, frá
Belgíu, barst of seint og komast
þeir ekki inn í keppnina, nema
eitthvert landið hætti við þátt-
töku.
■fc Mikill áhugi
— Heldurðu að handknattleiks-
mennirnir séu ekki fullir áhuga
á að gera hlut íslands sem bezt-
an.
Félogslíi
Tvímenniugskeppni í Bridge
Hefst í skála félagsins við Æg-
issíðu, föstudaginn 22. þ.m. kl.
20,00. Verðlaun veitt. Þróttarar,
fjölmennið, gestir eru velkomnir.
Upplýsingar í síma 1 12 46.
Knaltspyrnufélagið Þróttur.
Þróttur: — Handknattleiksdeild:
Engar æfingar í kvöld.
Stjórnin.
Til kaups óskast
★ Samæfingar og fjárskortur
Það er ákveðið að samæfingar
byrji strax að loknu Reykjavík-
urmótinu og móti sem handknatt
leikssamabandið heldur með þátt-
töku FH, tveggja efstu liðanna í
Rvíkurmótinu og úrvalsliðs úr
Körfuknaltleiksmól
Reykjavíkur
MEISTARAMÓT Reykjavíkur í
körfuknattleik, hið fyrsta sem
haldið er, hófst s.l. fimmtudag.
Fóru þá fram þrír leikir yngri
aldursflokka. Gosi vann Ármann
B með 40:14, ÍR A-lið vann ÍR
B-lið með 56:11. Báðir þessir
leikir voru í 3. aldursflokki. í 2.
flokki vann KR lið ÍR með 26:25.
Bæði liðin sem sigruðu í 3.
flokki sýndu mjög góða tækni,
og bar þó A-lið ÍR af.
Hinar miklu tafir í körfuknatt-
leikunum eru illa liðnar af
áhorfendum, og hefur nýstofnað
körfuknattleiksráð Rvíkur reynt
að gera allt til þess að þær yrðu
sem stytztar og er tilraunin gerð
á þessu móti.
Annað kvöld, fimmtudag, verð-
Ur áframhald mótsins. Leika þá
í 3. flokki Ármann A og Ármann
B-lið, Gosi og ÍR B-lið. I 2. flokki
leika Gosi og ÍR.
Eftir það leikkvöld hefjast
meistaraflokksleikirnir, sem vafa
laust verða mjög spennandi því
liðin eru talin jöfn að styrkleika
núua.
2—4 herbergja íbúð í Vesturbænum, helzt á melun-
um. — Góð útborgun. Tilboð sendist til:
Málflutningsskrifstofu Einrs B. Guðmundssonar,
Guðl. Þorlákssonar og Guðm. Péturssonar,
Aðalstræti 6, III. hæð, (Morgunblaðshúsinu)
símar 1-20-02, 1-32-02 og 1-36 02.
NAIJÐUMGARljPPBOÐ
sem auglýst var í 77., 78. og 79. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins á v.b. Freyfaxa NK 101 eign Bjarna Gísla-
sonar, fer fram eftir kröfu stofnlánadeildar sjávar-
útvegsins í bátnum sjálfum í Hafnarfjarðarhöfn
föstudaginn 22. nóv. kl. 3 síðdegis.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
TEKNI8K TEGNE-KUR8US
Bréfleiðis:
Nemendur, sem vilja læra fag-
teikningu geta komist að á bréfa-
námskeiði voru. Þar er m. a. veitt
tilsögn í:
Flatarmálsfræði, reikningi, mæl-
ingum. Skrift, varpmyndateikn-
ingu, uppmælingu, vélfræði ofe
áhaldavörzlu, verkfærum og vél-
um, eðlisfræði, aflfræði, fagfræði,
skipulagningu o. fl.
Kennslan er skipulögð af vei'k-
fræðingum í samráði við iðnverk
fræðinga, teiknara og iðnlærða
menn og lýkur með prófi.
Engrar undirbúningsþekkingar
er krafist til þátttöku í námskeið
inu, vegna þess að fyrstu fögin
kenna nemendunum nauðsynleg-
ustu grundvallaratriði t. d. flat-
armálsfræði.
Skólaskrá og umsóknareyðublöð
fást ókeypis, án skuldbindingar
til þátttöku, hjá
TEKNISK TEGNE—KURSUS
Sct. Annæ Palæ, Dronningens
Tværgade 21. — Köbenhavn K.
Sími: PAlæ 6081.
— Jú, þeir hafa sýnt mjög mik- !
inn áhuga, og án hans yrði förin
varla farin. Það má t.d. taka að
KR, FH og ÍR 3 af okkar beztu
liðum hafa lagt upp í utanferðir
og þær eru mikilsverðar. KR og
FH hafa þegar sýnt að við erum
ekki á rangri leið þó við tökum
þátt í þessu stórmóti. Ekki skal
búizt við sigrum, en ég veit að
drengirnir gera allt til að standa
sig sem bezt. Utanferðir KR og
FH hafa sýnt að ísl. lið geta leik-
ið með góðum árangri á stærri
völlum, sem okkur vantar nauð-
synlega hér heima.
Þannig fórust form. handknatt
leikssamb. Árna Árnasýni orð.
Hann og félagar hans í handknatt
leikssamabandinu, landsliðsnefnd
in og fleiri vinna við hin erfið-
ustu skilyrði að framgangi hinna
stærstu mála, en slíkt hefur löng-
um einkennt ísl. íþróttahreyfingu.
Það er stórt spor sem ísl. hand-
knattleiksmenn taka með því að
fara út í heimsmeistarakeppni,
með aðeins 1 landsleik að baki
fyrir mörgum árum. En þeir hafa
sýnt í öðrum leikum að þeir eru
menn til að mæta hinum stærstu
verkefnum, og vonandi mun svo
enn reynast. — A. St.
Öllum þeim, sem minntust mín á sextugsafmæli mínu,
þakka ég hjartanlega alla vinsemd og góðvild í minn garð.
Sveinbjörn Gíslason.
Alúðar þakkir til ykkar allra, sem heiðruðu mig á
einn eða annan hátt á sextugsafmæli mínu.
Guð blessi ykkur ölL
Óskar Jónsson,
Hafnarfirði.
Hjartans þakklæti færi ég öllum vinum mínum nær og
fjær er héldu mér samsæti á áttræðisafmæli mínu og
sýndu mér margvíslegan sóma og vináttu með gjöfum,
skeytum, blómum og ljóðum.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Arason,
Suðurlandsbraut 95E.
Faðir okkar og tengdafaðir
SIGURJÓN JÓNSSON
fyrrv. bóksali, Þórsgötu 4, lézt í Landsspítalanum aðfara-
nótt 19. nóvember.
Börn og tengdabörn.
Faðir okkar
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
frá Fíflholti, andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 16. þ. m.
Börn hins látna.
Konan mín
GUBRÚN BJARNADÓTTIR
frá Ártúni, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 22. nóvember n.k. kl. 10.30 f.h.
Gunnlaugur Sigurðsson.
Jarðarför móður minnar
HALLDÓRU SIGURÐARDÓTTUR
Eiríksgötu 4 fer fram frá Fossvogskirkju á morgun,
fimmtudaginn 21. nóv. kl. 10.30.
F.h. systra minna, ættingja og venslafólks.
Jón J. Víðis.
Jarðarför móður minnar
SVEINSÍNU ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR
fer fram föstudaginn 22. nóvember frá heimili hennar í
Keflavík og hefst með húskveðju klukkan 1,30.
Janus Guðmundsson.
Maðurirm minn og faðir okkar
ARINBJÖRN JÓNSSON
Hofteig 20, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju laugar-
daginn 23. þ.m. kl. 10.30 fyrir hádegi. Athöfninni verður
útvarpað.
Eiginkona og dætur.
Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð
og vináttu vegna andláts og jarðarfarar litla drengsixis
okkar, sem andaðist 11. nóvember sl.
Guðbjörg og Ólafur Þórðarson,
Borgarnesi.
Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna fráfalls
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Bolungavík
Vandamenn.