Morgunblaðið - 29.11.1957, Síða 1
20 síður
*
Bandaríski gervimáninn
Gert er ráð fyrir, að Bandaríkjamenn geri fyrstu tilraun sína
með gervitungl fyrir 8. des. nk. í þessum tilraunamána, sem veg-
ur aðeins 11*4 kíló verða engin rannsóknartæki. Fyrir Banda-
ríkjamönnum vakir aðcins að sýna mönnum fram á, að þeir hafi
yfir að ráða eldflaugum, sem geta flutt gervimána út í himin-
geiminn. Vísindamennirnir vonast til, að þeir komi mánanum
upp í 2000 km hæð.
Krúsjeff hrærður vegna
veikinda Eisenhowers
Enn er ekki afráðið, hvort Eisenhower
fer til Parisar
WASHINGTON, 28. nóv. — Skýrt var frá því í Washington í dag,
að Eisenhower Bandaríkjaforseti sé enn á góðum batavegi og
hann vonist til þess að geta farið til sveitaseturs síns í Gettys
burg á næsta sólarhring. Áður en tilkynning þessi var gefin út,
hafði forsetinn verið við guðsþjónustu, öllum að óvörum. Þeir, sem
sáu Eisenhower koma til kirkjunnar, segja, að hann hafi gengið
rösklega inn í hana. Hann var í fylgd með konu sinni og settust
þau við hliðina á Dulles, utanríkisráðherra. Að guðsþjónustunni
lokinni — hun stóð yfir í klukkustund — gekk forsetinn hægt út
úr kirkjunni og veifaði til 200—300 manna, sem fögnuðu honum
fyrir utan.
Á fundi með fréttamönnum í
dag, sagði Hagerty blaðafulltrúi
Eisenhowers, að læknar hans
hefðu ekki enn tekið afstöðu til
þess, hvort hann gæti setið ráð-
herrafund NATO-ríkjanna í
Ný sljórn í
Finnlandi
HELSINGFORS, 28. nóv. — Rein
er von Fieandt, aðalbankastjóri
Finnlandsbanka, tilkynnti Kekk
onen forseta í dag, að hann
mundi taka að sér myndun nýrr-
ar stjórnar. Yrði það utanþings-
stjórn. Sennilegt þykir, að banka-
stjórinn leggi fram ráðherralista
sinn á morgun, föstudag.
París í næsta mánuði. Sennilega
verður ákvörðun um þetta tekin
síðdegis á föstudag, bætti hann
við. AFP-fréttastofan segir, að
forsetinn vilji umfram allt sitja
NATO-ráðstefnuna og fari til
Gettysburg í því skyni að hvíla
sig fyrir hana. — Fyrr í dag hafði
verið gefin út tilkynning þess
efnis, að Nixon varaforseti Banda
ríkjanna, mundi fara til Parísar,
ef Eisenhower kemur því ekki
við vegna veikinda.
EINS og kunnugt er, var ráðgert
að Eisenhower ræddi um NATO-
fundinn við Stevenson, leiðtoga
demókrata, en ekki hefur getað
orðið af því ennþá. Aftur á móti
athugar Stevenson nú þær til-
lögur, sem Bandaríkjamenn
hyggjast leggja fram á fundin-
um. — Stevenson mun sitja
NATO-ráðstefnuna í París.
Bulganin og Krúsjeff hafa m.
a. sent Eisenhower samúðar-
skeyti vegna veikinda hans. f
skeyti Krúsjeffs segir svo: Herra
forseti. Ég varð mjög hrærður,
þegar ég heyrði um sjúkdóm yð-
ar. Sendi yður mínar innilegustu
óskir um skjótan bata. —
LUNDÚNUM, 28. nóv. — í dag
var tilkynnt í Lundúnum, að
Frakkar hefðu neitað að selja
Jemensbúum vopn. Ákvörðun um
þetta tók franska stjórnin eftir
að hafa ráðfært sig við brezku
stjórnina um málið. Bretar voru
hræddir um, að vopnin yrðu not-
uð gegn brezkum hermönnum
í Aden.
Er samskotalánib fengib?
Þjóðviljinn boðar
„hernámsmálanna
Hvenær er skýrsla Eysteins væntanle^?
A!) SÖGN stjórnarliða er
lánið margumtalaða nú örugg
lega fengið. I»eir aðilar, sem
þess eiga að njóta, hafa og
a. m. k. sumir fengið boð um,
að þeim sé óhætt að miða f jár-
málaráðstafanir sínar við það,
að peningarnir séu fyrir
hendi.
Þrátt fyrir þetta, heldur Þjóð-
viljinn áfram að þverneita, „að
ríkisstjórnin hafi leitað eftir
samskotum hjá Atlantshafsbanda
laginu“. í þeirri neitun er fólg-
in sams konar orðaleikur og hjá
Alþýðublaðinu og Tímanum: Af-
neitun þess, að bandalagið sjálft
veiti lánið, þar sem vitað er, að
það eru einstök bandalagsriki,
sem lánið veita fyrir milligöngu
Spaaks framkvæmdastjóra banda
lagsins.
Sönnunin fyrir afneitun Þjóð-
viljans er annars býsna haldlaus.
Blaðið segir sem sé „málið ekki
einu sinni komið til tals innan
ríkisstjórnarinnar".
Sjálfur hafði Þjóðviljinn þó
hinn 26. nóv. sagt:
„En íslenzka þjóðin er ekki
spurð um það, hver skuli vera
afstaða fslands til mikilvægustu
mála á alþjóðavettvangi. Stefna
NEW YORK, 28. nóv. —
Boris Morros, hinn heims-
þekkti uppgjafanjósnari
Bandaríkjamanna, sem mikið
hefur verið rætt um í frétt-
um undanfarið, hefur skýrt
frá því, að Kremlverjar hafi
haft á prjónunum 1953 að
myrða Tító Júgóslavíufor-
seta.
Morros skýrir frá þessu í grein,
sem hann hefur ritað í banda-
ríska timaritið „Look“. Þar segir
hann ennfremur, að kommúnist-
ar hafi byrjað undirbúning undir
morð Títós á árinu 1950. Þremur
upptöku
fljótlega"
fslands á þingi Sameinuðu þjóð-
anna er ekki rædd á Alþingi. Af-
staða fulltrúanna er ekki einu
sinni borin undir ríkisstjórnar-
fund. Það er Guðmundur í. Guð-
Framh. á bls. 2
árum síðar hafði rússneskur
njósnari málið í sínum höndum
og átti nú að láta til skarar
skríða, en 12 mínútum áður en
svo yrði, kom dagskipan um það
frá Moskvu, að hætt væri við
fyrirætlunina. Maður sá, sem átti
að sjá um, að áform Kremlverja
gengi að óskum, hét Yefimof,
yfirmaður í rússnesku öryggislög
reglunni.
Morros, sem þóttist vera njósn-
ari Rússa á sama tíma og hann
vann fyrir Bandaríkjamenn, seg-
ist hafa þessar upplýsingar sínar
frá rússneskum yfirmanni sínum
í Vín og Júgóslavíu. — Vitnar
hann í dagbók sína frá þessum
árum og geymir hún margar
athyglisverðar upplýsingar um
morðfyrirætlun þessa.
1500 sjóliðar
Novorossijsk
hefur tekizt að halda leyndu
í tvö ár mesta sjóslysi, sem
nokkurn tíma hefur orðið í
sjóhernum á friðartímum. —
Hinn 29. okt. 1955 sökk hið
stóra flaggskip rússneska
Svartahafsflotans, Novoross-
ijsk, í höfninni í Sebastopol.
Skipið var 23 þús. tonn að
stærð. Með skipinu fórust
1500 sjóliðar, aðeins 21 var
bjargað.
Lew Predtschevskí kapteinn,
sem var einn af sjónarvottunum,
þegar skipið fórst, hefur nýlega
flúið til Vestur-Þýzkalands og
skýrt frá þessum hörmulega at-
burði. — Ólánsskipið Novoross-
ijsk var áður ítalskt og hét Giu-
lio Cesare, en samkvæmt friðar-
samningum ítala og Rússa var
skipið afhent rússneska flotan-
um 1948.
Létu breyta skipinu
#
Rússar voru ekki ánægðir með
fallbyssuútbúnað skipsins og
gerðu miklar endurbætur á þvi
í Nikolavjev. Sjóhæfni skipsins
minnkaði mjög við þessar um-
Framh. á bls 2
fórust, þegar
sökk 1955
Parisariundur-
inn verðnr
holdinn
í REUTERSFRÉTT frá París
í gærkvöldi segir, að fasta-
nefnd Atlantshafsbandalags-
ins hafi í dag samþykkt ein-
róma tillögu þess efnis, að ráð
herrafundur bandalagsins
verði haldinn í desember,
eins og ráð hafi verið fyrir
gert, þrátt fyrir veikindi Eis-
enhowers Bandaríkjaforseta.
Þá segir í fréttatilkynningu
fastanefndarinnar, að ákveð-
ið sé, að Nixon, varaforseti,
muni sitja ráðstefnuna í for-
föllum Eisenhowers, en það
kemur ekki heim við síðustu
fregnir frá Washington í gær,
því að ekki verður tekin
ákvörðun um það, hvort Eis-
enhower fer til Parísar eða
ekki, fyrr en síðdegis í dag.
Kremlverjar ætluðu að
myrða Tító 1953
Rússar leyna hörmulegu sjóslysi í tvö ár
BONN, 28. nóv. — Rússum*