Morgunblaðið - 29.11.1957, Qupperneq 12
12
mokcrvnr 4niÐ
Fostudagur 29. nðv. 1957
FRÁ S.U.S. RITSTJÓRAR: JÓSEF H. ÞORGEIRSSON OG ÖLAFUR EGILSSON
Fundur í Heimdalli.
Fjölþœtt félagsstarf
HeimdalIar í
— Æska höfuðstaðarins fylkir sér
undir merki félagsins til baráttu
fyrir sjálfstæðisstefnuna
AÐ Toknu vel heppnuðu sumarstarfi, ferðalögum víðs vegar um
landið, byggðir jafnt sem óbyggðir, skógrækt, leiklistarstarfsemi,
tónleikum og ýmsu fleiru, sem of langt yrði upp að telja, hefur
Heimdallur F.C.S., f jölmennasta æskulýðsfélag landsins, nýlega haf-
ið umfangsmikið vetrarstarf, og hafa fréttamenn síðunnar fengið
eftirfarandi upplýsingar um störf félagsins og fyrirætlanir hjá for-
manni þess, Pétri Sæmundsen, viðskiptafræðingi, og framkvæmda-
stjóra, Jóni Ragnarssyni stud. jur. En mikill áhugi ríkir nú i félag-
inu og hefir félögum f jölgað um hátt á annað hundrað síðan i haust.
Stjórnmálanámskeið
Fjölmennt stjórnmálanám-
skeið er nýlega hafið á vegum
félagsins, en hlutverk stjórnmála
námskeiðanna er einkum tvíþætt,
annars vegar almenn fræðsla um
stjórnmál og atvinnumál og hins
vegar æfingar í ræðu-
mennsku. í>að er mjög mikilsvert
fyrir ungt fólk að skilja eðli og
tilgang þeirrar stefnu, er það
berst fyrir auk þess sem nauð-
synlegt er einnig, til þess að vera
góður málsvari sinnar eigin
stefnu, að kunna skil á fyrirætl-
unum andstöðuflokkanna.
Námskeiðið er með svipuðu
sniði og s.l. ár, en á því námskeiði,
sem var eitt fjölmennasta, sem
Heimdallur hefur haldið, voru
tekin upp ýmis nýmæli s.s. kvik-
myndasýningar um efni hliðstæð
þeim, sem á dagskrá voru, og
einnig var kappkostað að láta
þátttakendum námskeiðsins í té
ýmis rit um stjórnmál, sem gefin
hafa verið út af fé'aginu sjálfu,
S.U.S. eða Sjálfstæðisflokknum.
Þá er einnig ráðgert að taka fyrir
ýmis þingmál og útvega nám-
skeiðinu þá tilheyrandi þingskjöl,
jafnframt því sem reynt verður
að kynna skipulag og starfshætti
Alþingis, '«nda þótt segja megi,
að það sé ekai heppilegt, þegar
svo úrræðalaust, og aðgerðalítið
þing situr.
Fyrir nokkrum árum var fyrst
tekið upp að fá kunnáttumann í
framsögn, til þess að leiðbeina
á málfundum stjórnmálanáni-
skeiðsir.s. Þótti það gefast mjög
vel og hefur verið fastur þáttur
í námskeiðunum síðan, enda
vetur
Pétur Sæmundsen
verða menn að eiga auðvelt með
að koma fyrir sig orði, til þess að
geta tekið virkan þátt í stjórn-
málabaráttunni.
Stjórnendur námskeiðsins að
þessu sinni eru þeir Guðmundur
H. Garðarsson, Magnús Óskars-
son og Sverrir Hermannsson.
Auk þeirrar fræðslu, sem fer
fram á stjórnmálanámskeiðinu,
hefst á næstunni leshringjastarf-
semi félagsins. Þátttakendur í
leshringjunum hafa einkum verið
nemendur úr tramhaldsskólunum
og hefur viðfangsefni þe.’rra aðal
lega verið bókmenntastefnur og
kynning á verkum innlendra og
erlendra höfunda. Að þessu sinni
mun einnig verða fjallað um
stjórnmál og hagræn efni. Hef-
ur nú þegar verið afráðið
viðfangsefnið íslenzk stjórnmála-
saga eftir 1918 og kynning á hinni
víðfrægu bók Júgóslavans Djilas
ar.
Útgáfustarfsemi og fundarhöld
Heimdallur hefur ávallt lagt
kapp á að kynna félagsmönnum
og öðrum þjóðmálin á sem breið-
ustum grundvelli með útgáfu
stjórnmálarita og fundarhöldum,
auk þess sem tekin hafa verið til
meðferðar sérstök mál, sem ofar-
lega eru á baugi hverju sinni og
varða æsku landsins eða þjóðina
í heild.
Fyrir síðustu alþingiskosningar
gaf Heimdallur út rit um „Varn-
armálin" eftir Bjarna Benedikts-
son og ásamt S.U.S. ritið „Vina-
minni', þar sem safnað var sam-
an kjarnyrðum sem samstarfs-
flokkarnir í Hræðslubandalaginu
höfðu sagt hvorir um aðra. Þá
var gefin út hin vinsæla kosn-
ingahandbók félagsins „Kjósenda
handbókin", og er nú verið að
vinna að „Kjósendahandbók“ fyr
ir bæjarstjórnarkosningarnar.
í sambandi við þrítugsafmæli
Heimdallar var gefið út myndar-
legt afmælisrit, sem hefur að
geyma yfirlitsgreinar um flesta
veigamestu þætti þjóðmálanna og
er góð handbók fyrir æskufólk,
sem vill á stuttum tíma kynna
sér þessi mál.
Innan fárra daga kemur út á
vegum Heimdallar og S.U.S. ritið
„Mótið í Moskvu“ eftir Magnús
Þórðarson, en greinar Magnúsar
um þetta efni, sem birtust í
Morgunblaðinu, hafa vakið hina
mestu eftirtekt og hafa kommún-
istar staðið uppi varnarlausir
fyrir hinni rökföstu gagnrýni
Magnúsar og varla reynt að bera
hönd fyrir höfuð sér. Þá er í
undirbúningi útgáfa rits um þá
þætti bæjarmálanna, sem einkum
snerta æskuna, og verður því
dreyft fyrir bæjarstjórnarkosning
ar.
Auk þessa mun blaðið Heim-
dallur brátt hefja göngu sína og
koma út annað slagið a.m.k. fram
að kosningum.
Ráðgert er að efna til nokkurra
fræðslufunda um bæjarmálin og
verður kappkostað að fá til fram
sögu unga menn,sem starfa síns
vegna eru sérstaklega kunnugir
ýmsum þáttum bæjarmálanna.
Útbreiðslufundir Heimdallar
hafa ávallt verið andstæðingun-
um mikill þyrnir í augum, enda
hefur á þessiim fimdum gleggst
komið í ljós hvílíku mannvali
æskufólks félagið hefur á að
skipa, auk þess sem fundirnir
hafa sýnt styrk félagsins með því
að vera vel sóttir. Mvm því áform
að að halda slíkan útbreiðslufund
eftir áramótin.
Annað félagslíf
Jafnhliða stjórnmálalífinu er
innan Heimdallar fjölþætt félags
starfsemi, sem miðar að því að
fullnægja félagsþörf meðlima á
öðrum sviðum. Ber þar fyrst að
nefna fjöltefli og skákkennslu,
þar sem beztu skákmenn á land-
inu hafa miðlað af þekkingu sinni
og þreytt kapp við Heimdellinga
og gesti þeirra. Hljómplötukynn-
ing er nýlega hafin innan félags-
ins, og verða þar kynntar úrvals-
útgáfur af klassiskri tónlist, bæði
reynt að leika þekkt tónverk og
kynna önnur, sem af ýmsum
ástæðum hafa ekki náð útbreiðslu
hér á landi.
Vorið 1956 þegar hið glæsilega
félagáheimili Sjálfstæðismanna i
Valhöll var tekið til aínota fékk
Heimdallur þar ágætt herbergi
til afnota fyrir skrifstofu sína,
auk þess sem það fékk aðgang
að hinum glæsilegu salarkynnum
hússins. Sköpuðust við þetta stór
bætt starfsskilyrði fyrir félagið.
Nú er verið að ljúka við að ganga
frá sérstökum salarkynnum fyrir
Heimdall í Valhöll og fær félagið
þá auk skrifstofubúsnæðis um-
ráð yfir litlum fundarsal, þar sem
félagsmenn geta k.,inið saman til
þess að ræða áhugamál sín og
verja tímanum við skák eða aðra
dægradvöl. Nauðsynlegt er að
efla bókakost félagsins eftir föng
um, en hann hefur verið og er
ónógur, enda erfitt um vik að
koma upp góðu safni á meðan
félagið hafði ekki til umráða
ákveðið húsnæði. Verður lagt
kapp á að afla fræðirita um stjórn
mál erlend og innlend þ.á.m. úr-
klippusafns.
Skrifstofa Heimdallar í Val-
höll er nú opin allan daginn og
eru félagsmenn hvattir til þess
að koma á skrifstofuna til skrafs
og ráðagerða og til starfa fyrir
félagið og Sjálfstæðisflokkinn.
Kvöldvökur og kynningarkvöld
félagsins hafa jafnan verið vin-
sæll þáttur í skemmtanalífi ungs
fólks í höfuðstaðnum, enda jafnan
verið til þeirra vandað. Vinstri
blöðin hafa oft reynt að bera út
óhróður um þessar skemmtanir
Heimdallar, sem þeir hafa séð of-
sjónir yfir, en slík skrif hafa jafn
an fallið dauð og ómerk og ein-
ungis orðið til þess að fylkja
Heimdellingum fastar um félag
sitt. Þessum þætti félagsstarfsins
verður haldið áfram með svipuðu
sniði og undanfarið og er næst á
dagskrá fullveldisfagnaður 1. des
ember og jólakvöldvaka á annan
jóladag.
Vegna hinna miklu umsvifa
félagsins, eru sjóðir þess nú léttir
og þess er því vænst að félags-
menn greiði árgjöld sín greiðlega,
en inhheimta þeirra stendur nú
yfir. Einnig er vel þegið, að
menn sjái sé fært að bæta við
lágmarksgjaldið einhverri upp-
hæð, en öll útgjöld félagsins miða
að því að auka og efla félags-
starfið og má því segja að félags-
gjöldin komi þannig aftur til fé-
laganna.
Kosningaundirhúningur
Allt frá stofnun feiagsins fyrir
rúmum þremur áratugum hafa
Heimdellingar jafnan, er til kosn-
inga hefur dregið, skipað sér í
öfluga fylkingu til einarðrar bar-
áttu fyrir stefnumálum Sjálfstæð
isflokksins, og jafnframt tryggt
ungu fólki úr sínum röðum sæti
í bæjarstjórn og á Alþingi.
Frh á bls. 19.
Frá hljómleikum Hermanns Prey.
Pilnik tefiir við félagsmenn